Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.07.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 149. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Óeirðir í Venezúela Caracas, Reuter. FIMM lögregluþjónar og 47 námsmenn slösuðust í óeirðum við háskólann í Caracas, höfuð- borg Venezúela, í gær. Til ofsafenginna átaka kom á skóla- lóðinni annan daginn í röð. Lögregluþyrlur flugu yfír skóla- lóðinni og var skotið fuglahöglum úr þeim yfír stúdentana. Þeir voru flestir með hjálma. Vopnaðir menn í röðum stúdenta, sem voru um eitt- þúsund talsins, svöruðu með því að skjóta á lögreglumenn, sem stóðu vörð við hlið háskólalóðarinnar. Átök brutust einnig út í gær og fyrradag í borgunum Merida, San Cristobal og Trujillo. Einn maður hefur beðið bana og 65 særst í stúd- entaóeirðunum í Venezúlea og 123 hafa verið handteknir. Óeirðimar brutust út eftir að tvítugur námsmaður lézt við mót- mælaaðgerðir í Trujillo. Námsmenn skelltu skuldinni á lögreglu, sem segist vera saklaus. • • Onnur belg- flugstilraun Montreal, Reuter. TVEIR brezkir belgfarar hyggj- ast gera nýja tilraun til að fljúga yfir Atlantshafið í heitaloftsbelg, daginn eftir að landar þeirra nauðlentu á írlandshafi. Belgfaramir, Don Cameron og Jim Howard, hugðust leggja upp kl. 4.30 að íslenzkum tíma í morgun frá St. John’s á Nýfundnalandi I loftbelg, sem gefíð hefur verið nafn- ið Zanussi. Sólin sér um að halda Zanussi á lofti með því að hita upp loftið f belgnum. Virgin Atlantic Flyer var einnig knúinn sólarorku. Belgir af þessu tagi lækka því ekki flugið í bjartviðri og verður að opna þá upp á gátt til þess að lækka flugið. Lækkunin getur orðið mjög ör og auðvelt að misreikna sig. Sannaðist það á milljónamæringnum Richard Branson og Per Lindstrand þegar belgur þeirra nauðlenti aðeins tvær mílur undan Skotlandsströndum á föstudagskvöld. Cameron og How- ard hyggjast sjá við þessu með því að hafa meðferðis algengari tegund heitaloftsbelgs sem þeir geta stjóm- að alveg að vild. Verður hann blásinn upp þegar þeir nálgast Bret- land og sólknúna belgnum þá sleppt. / Kverkfjöllum Morgunblaðið/Ami Sœberg Suður-Kórea: Krefj ast sakarupp- gjafar andófsniamia Seoul, Reuter. SNURÐA er komin á þráðinn í lýðræðisþróun í Suður-Kóreu. Leið- togar stjórnarandstöðunnar, þeir Kim Young-Sam og Kim Dae-Jung, ákváðu í gær að fresta öllum viðræðum við stjórnvöld um lýðræðis- legar endurbætur fram í næstu viku eða þangað til stjórnin leysti úr haldi alla pólitíska fanga. Leiðtogamir halda því fram að 2.000 pólitískir andófsmenn séu í fangelsum í landinu en stjórnvöld segja engan vera í fangelsi af pólitískum orsökum. Kim Young- Sam sagði á fréttamannafundi í gær að þess væri vænst að stjórnin léti fólkið laust þegar í næstu viku og jafnframt fengju ýmsir andófs- menn, þ. á m. Kim Dae-Jung, aftur full borgaraleg réttindi. Sá síðamefndi hlaut á sínum tíma dauðadóm, sem síðar var breytt í 20 ára fangelsisvist, fyrir „undir- róðursstarfsemi". Hann sat þó ekki inni nema nokkra mánuði en var Plágaþjakar Kínaveldi: Skefjalaus mútuþæsui Pekinfr. Reuter. ^1111 ^ Peking, Reuter. MÚTUÞÆGNI er skefjalaus i sumum deildum kínverska kommúnistaflokksins, sem eiga samskipti við útlendinga, jafn- vel meðal háttsettra embættismanna flokks og ríkisstjómar. Þetta kom fram I fréttum opinberu fréttastofunnar Nýja Kína í gær. í frétt af fundi aganefndar flokksins varaði fréttastofan flokksmenn við því, að hver sá sem yrði uppvís að því að þiggja mútur yrði umsvifalaust rekinn úr flokknum, óháð stöðu og titli. Fréttastofan sagði að ýmsir flokksmenn hefðu notfært sér aðstöðu sína í samskiptum við útlendinga og krafist fjár fyrir að greiða fyrir viðskiptasamningum. „Þeir gátu ekki staðist freistingar fjármuna og vamings og fórnuðu þannig virðingu Kína,“ sagði fréttastofan. „Sumir báðu um lúxusvaming, aðrir vildu peninga eða létu í ljós að þá langaði til að ferðast eða stunda nám erlendis. Það er jafn- vel vitað til þess að embættismenn hafí beðið um að múturnar yrðu lagðar inn á reikninga í erlendum bönkum,“ sagði í frétt Nýja Kína. Þess var þó getið, að flestir af hinum 46 milljónum sem em með- limir kommúnistaflokksins, væm löghlýðnir og iðjusamir. lengi í útlegð í Bandaríkjunum og síðar í stofufangelsi. „Ríkistjórnin ætti ekki að reyna að náða eða leysa úr haldi stöku fanga. Náða ætti alla, að undan- skildum morðingjum og kommún- istum,“ sagði Kim Dae-Jung á fundinum. Hann hefur enn ekki sagt afdráttarlaust hvort hann muni gefa kost á sér í væntanlegum forsetakosningum síðar á árinu en leiðtogamir hafa lýst því yfir að þeir muni sameinast um einn fram- bjóðanda stjómarandstöðunnar gegn Roh Tae-Woo, frambjóðanda stjómarflokksins. I gær ítrekaði stjórnarandstaðan kröfu sína um að Chun Doo Hwan forseti segði af sér embætti strax, til þess að tryggja að kosningamar fari lýðræðislega fram. Talsmaður stjómarflokksins vísaði í gær á bug orðrómi þess efnis að flokksstjómin íhugaði að láta Roh taka strax við embætti flokksformanns af Chun forseta. Um fimmtán þúsund stúdentar söfnuðust í gær saman á lóð Seoul- háskóla til þess að ræða umbótatil- lögur stjórnvalda. Allt fór friðsamlega fram og langflestir fundargesta bauluðu á fámennan hóp sem sönglaði róttæk slagorð gegn stjóminni. Talsmenn lögregl- unnar, sem í óeirðunum undanfarn- ar vikur hefur verið ásökuð um mikinn hrottaskap, sögðu í gær að lögregla myndi ekki bæla niður mótmæli á háskólalóðinni nema háskólayfirvöld færu fram á það. Um það bil eitt hundrað ættingj- ar fanga hrópuðu vígorð gegn stjóminni og köstuðu eggjum í aðal- stöðvar stjórnarflokksins i gær og heimtuðu að andófsmenn yrðu þeg- ar í stað látnir lausir en ekki kom þó til átaka að sögn sjónarvotta. Takeshita næsti forsætisráð- herra Japans? Tókýo, Reuter. FYRRUM fjármálaráðherra Jap- ans, Noboru Takeshita, lýsti í gær yfir stofnun nýs samstarfs- hóps innan Frjálslynda lýðræðis- flokksins sem fer með stjórn landsins. í hópnum eru 113 þingmenn (af 445 þingmönnum stjómarflokksins) og er hann stærstur slíkra hópa. Ta- keshita og félagar hans klufu sig frá öðrum hóp þar sem Tanaka, fyrrum forsætisráðherra, var valdamestur. Stjómmálaskýrendur telja Takeshita nú vera sterkastan allra keppinautanna um sæti forsætisráð- herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.