Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.10.1965, Blaðsíða 9
LAUGARÐAGUR 9. október 1965 TIMINN æp; ■ . : Martin Borman 1945. Myndin er tekin rétt fyrir striðsiok og fléttann frá Berlfn. íSil Martin Borman 1965? — Þannig getur hugsazt að stríðsglæpamaður- inn líti út í dag. Hárið var farið að þynnast áður en hann hvarf og drætfirnir í andlitinu hafa skerpzt vegna aldurs. Segist geta handtekið Martin Bormann hefur meS réttu veriS kallaSur ,Jifandi draugur." SíSastliSin 20 ár hefur hans veriS leitaS ákafar en nokkurs annars manns. Rúm lega ein milljón króna eru settar til höfuSs honum. Samt sem áSur tekst honum, sakir klókinda sinna, aS sleppa undan óvinum sínum. A5 einum und ansMldum. ÞaS er erMóvinur hans nr. 1. Þeir eru í sitt hvorri heimsálfunni, og hiS víSáttu- miMa. Atlantshaf liggur á milli þeirra. En leitarmaSurínn get ur fylgzt meS hverju spori hans. Oft hefur veriS sagt, aS Martin Bormann sé látinn. Lög reglusérfræSingar fjögurra stórvelda hafa þannig afskrif aS hann. En erkióvinur Bor- manns er ekki á sama máli- Fyrir fáeinum dögum sagði 1 hann: — Eg veit, að hann er í Argentínu. Eg veit nákvæmlega hvar hann er. Eg get náS í hann hvaSa dag sem vera skal. Þetta eru ekki orS manns, sem er aS reyna aS koma nafni sínu í heimsfréttirnar. Hann heitir Tuviah Friedman. Hann fékk Adolf Eichmann í net sitt. Hann hefur dregiS um 1000 stríðsglæpamenn fram fyrir dómarana. Hann situr á lítilli skrifstofu í Haifa og stjórnar stórkostlegri' „leyni- þjónustu", sem nær til allra heimsálfa. Hann er þekktur sem maSurinn, sem aldrei gefst upp — maSurinn, sem alltaf f nær takmarki sínu — handsam á ar stríSsglæpamanninn, sem H hann leitar að, — þótt þaS 6 taki áratugi. Þess vegna efast enginn um orS hans, þegar hann segír að Bormann dvelji í Argentínu. Dæmdur til dauða. Martin Bormann er í, dag 65 ára aS aldri. Hann er sá síSasti af stórglæpamönnum þý2kra nazista, sem ekki hefur enn tekiS út refsingu sína. Ár- iS 1947 var hann dæmdur í Niirnberg, viS stríðsglæparétt- arhöldin þar, til dauSa. Hann var fjarstaddur. Tuttugu ár eru liðin frá falli Hitlers-Þýzkalands, og þessa tvo áratugi hefur mikiS veríð rætt um Martin Bormann og líf hans og starf á tímum nazista hefur veriS rannsakaS nákvæmlega af fjölda sagnfræS inga. Bormann fæddist í Halber- stadt 17. júní áriS 1900. Er fyrri heimsstyrjöldin hófst, fór hann beint úr skólanum og á vígstöðvarnar. Er friður var saminn, hóf hann starf innan ýmíssa öfgaflokka. Hann var nazisti áSur en Hitler kom fram á hiS pólitíska sjónarsviS. ÁriS 1924 var hann dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þátttöku I morði á einum félaga sínum, sem hafði legiS undir grun um aS vera njósnari í hinni alræmdu Svartstakkasveit, sem Bormann var í tengslum viS. Hann starfaSi meS Hitler frá byrjun og stjama hans reis fljótt hjá foringjanum. Þegar Hess flúSi til Englands áriS 1941, varð Bormann staðgeng íll Hitlers í hans stað. Kínverskur múr. Martin Bormann varð áhrifa mesti . óþekktasti og um leið leyndardómsfyllsti nazista- broddi Þýzkalands. Hann reisti eins konar kínverskan múr um hverfis Hítler með því að stjóma öllum málum hans sjálfur. Hann stóð á þröskuldi hins allra heilagasta — eng inn gat fengið neitt hjá for ingjanum án þess að hafa rætt málið við Bormann fyrst. 1. maí 1945 flúði hann ásamt nokkram öðrum úr loftvarnar- byrgi Hítlers. Fregnir af flótt anum gegnum Berlín eru óljós ar. Sumir telja, að hann hafi drepizt, Þegar brot úr sprengju kúlu hitti hann í höfuðið. En lík hans hefur aldrei fundizt. Er almennt talið, að hann hafi sloppið frá Berlín og farið um Spán, Mið-Austur-lönd og það an til Suður-Ameríku. En það er einungis ágizkanir. Sumir segjast hafa séð hann í flestum ríkjum frá Ástralíu til Svíþjóð ar. 20 ára draugur. Margir þykjast hafa séð Bor- mann á þessum 20 árum, sem liðin era frá hvarfi hans. Hér er stutt yfirlit yfir slíkar til- kynningar: 1945: — Tveir menn, sem þekktu Bormann vel, segjast hafa séð hann í Sýrlandi. 1946: — Varsjár-útvarpið til- kynnti, að Bormann hafi þrisv ar talað tíl þýzku þjóð- arinnar 1 leynilegum útvarps- sendingum. — Forsætísráð- herra Bayern fullyrti, að Bor mann væri leiðtogi um 4000 SS-hryðjuverkamanna, sem héldu til í fjöllunum Þar. Her menn Bandamanna „fínkembdu' Munchen-svæðið en án árang urs. 19‘47: — Fullyrt, að Bormann hafi sézt í Ástralíu- Jafnframt leituðu tveir lögregluforingjar frá Scotland Yard að honum í Egyptalandi. Herforingi einn, Maðurinn, sem kom Eichman í gálgann, og hefur náð 1000 stríðs- glæpamönnum. Tuviah Friedmann veit hvar Borman er í Argentfnu. sem flúði frá Sovétríkjunum, fullyrti, að Bormann væri þar, enda hefði hann starfað fyrir Rússa allt frá því árið 1943. 1?49: — Fullyrt að hann hafi sézt á landamærum AusturríMs og Ítalíu. 1950: — Sagt var, að Bormann héldi til í klaustri einu á Suð ur Spáni. Væri hann þar yfir maður öflugrar nazistahreyfing ar, sem hefði það takmark að endurreisa hernaðarveldi Þýzka lands. 1952: — Fullyrt að hann hafi hafi sézt í Brasilíu. 1953: — ítalir fullyrða, að hann starfi við járnbrautirnar 1 Bol ivíu. 1961: — Sagður hafa látizt i Mið-Austurlöndum, þar sem hann hafi verið velefnaður fjár málamaður. 1962: — Leyniþjónustur Banda ríkjanna, Bretlands og ísraels fullyrða, að Bormann hafi sloppíð til Argentínu árið 1946. Hafi hann látizt þar árið 1958 á einkasjúkrahúsi í suðurhluta landsins. 1964: — Nýjar fullyrðingar um að Bormann sé á lífi auka enn leitina að Bormann. Vestur- Þýzkaland leggur um 1 milljón króna til höfuðs honum. Nýnazistahreyfingarnar í Vestur-Þýzkalandi hafa einnig reynt að notfæra sér orðróminn um, að Bormann væri á lífi. Þannig skrifaði fyrrverandí flug maður hans nýlega í vikublað eitt, að hann hefði hitt Bor- mann fyrir nokkrum árum. Hafi hann þá lýst því yfir að hann ynni að því að endur- reísa þúsundáraríkið! Gamall og siúkur. En þótt Bormann sé á lífi, þá þarf enginn að óttast neitt af hans hendi. í dag er hann gamall maður og margir sjúk dómar þjá hann. Það getur hann m. a. þakkað matgræðgi sinni fyrr á tímum. Einkaritari hans hefur sagt eftirfarandi um Bormann: — Hann var mikill aðdáandi swing-tónlistar. Á ferðalögum sínum hafði hann alltaf plötur með sér. í ástarmálum var hann ótrúlega gagnrýnislaus. Stúlkumar í Obersalzberg, þar sem hann bjó, og þar sem kona hans ól honum 10 börn köll uðu hann „nautið“. Óvinir hans kölluðu hann djöfulinn. Allt þetta og míklu meira veit Tuviah Friedman um Bor mann. Friedman fyrrverandi liðsforingi í frelsisher Pól- verja, sem vígt hefur líf sitt leitinni að Þýzkum stríðsglæpa mönnum. í dag er hann 42 ára gamall. Hann fæddist í litlum pólskum bæ, Radom. Þjóðverjarnir komu þangað, þegar hann var 17 ára. Hann var ásamt foreldrum sínum og systkinum, rekinn í eitt hinna óhugnanlegu ghettóa, og síðar var hann fluttur frá einum þrælkunarbúðunum til annarra. Hann lifðí af hungur og farsóttir og að lokum tókst honum að flýja inn í skógana, þar sem hann lifði á rótum og hráum kartöflum í mánuði. Nazistar myrtu svo til alla fjöl skyldu hans. Þegar Rússar tóku Pólland á sitt vald, gaf hann kost á sér til þátttöku í leitinni að stríðsglæpamönnunum, og síð ar starfaði hann á vegum banda rísku hemaðaryfirvaldanna i Vestur-Þýzkalandi að þeirri leit. Á skrifstofu Friedmans i Framhald á bls. 12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.