Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 159. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987
4
Dr. Sigurður Pálsson
vígslubiskup - Minning
Örfáum orðum langar mig að
minnast tengdaföður míns, Sigurð-
ar Pálssonar, er hann er nú kvaddur
hinstu kveðju. Vert væri að þau
væru mörg, en minning hans vekur
með mér þökk og virðingu.
Nú eru rúm fjórtán ár síðan fund-
um okkar bar saman. Hann var þá
kominn yfír sjötugt. Satt að segja
kveið ég svolítið fyrir að eiga að
umgangast þennan mann, sem ég
áleit að væri mjög alvörugefinn og
fáskiptinn og jafnvel strangur. Mér
varð fljótt ljóst að mér hafði skjátl-
ast. Af veglyndi og ljúfmennsku
bauð hann mér strax vináttu sína
og reyndist mér hinn besti vinur
og velgjörðarmaður alla tíð síðan.
Séra Sigurður var lífsreyndur
maður og hafði frá mörgu að segja.
Hann bjó yfír næmri mannþekkingu
og mannskilningi. Lífið og lífsbar-
áttu fólks skildi hann vel, enda
örlaði aldrei á neinni mannfyrirlitn-
ingu hjá honum, en sú vonda kennd
freistar stundum yfírburðamanna.
Dómgreind hans var mikil og hann
hafði þennan fágæta hæfileika til
að gera djúpa visku auðskiljanlega
hverjum sem var. Séra Sigurður
hafði ákveðnar skoðanir á þeim
málum sem hann lét til sín taka.
Hann byggði þær á innsæi og raun-
sæi og jafnaðargeði. Það var því
óhætt að fara að hans ráðum og
gott að mega leita ráða hjá honum.
Ég tel það gæfu að hafa fengið
að njóta kynna af þessum manni.
Þau urðu náin, því að ég gat trúað
honum fyrir öliu og hann réði mér
oft heilt og hvatti mig í því sem
ég tók mér fyrir hendur og þá ekki
síst á síðastliðnu vori.
Við séra Sigurður nutum margra
stunda saman. Viðhorf okkar til
fegurðar og lífsnautnar reyndust
svo oft líkt. Nærvera hans var sér-
stök og myndin sem hann skilur
eftir í minningunni einstæð. Yfir
honum hvíldi hátíðlegt og eðlilegt
yfirbragð, hlýtt og elskulegt við-
mót, nærvera sem ég og börn mín
munum sakna sárt.
Við erum þakklát fyrir þau ár
sem við nutum með honum, og
vegna þess sem hann kenndi mér
fínnst mér ég búa yfir fjársjóði, sem
nýtast muni mér lengi. Að lokum
var uppbyggilegt að kynnast við-
horfi hans til dauðans. Hann var
tilbúinn að deyja, án þess að vera
leiður á lífinu. Hans ráð var í hendi
Drottins. Guð blessi minningu hans.
Arndís Jónsdóttir, Selfossi.
Ég vil með þessum línum kveðja
vin minn og velunnara, séra Sigurð
Pálsson. vígslubiskup og heiðurs-
borgara Selfosskaupstaðar. Það eru
nú brátt tveir áratugir síðan ég
kynntist séra Sigurði. Mér hefur frá
því fundum okkar bar saman fyrsta
sinni, fundist eins og ég hafa þekkt
hann og vitað hvemig hann væri,
eins og oft er sagt, þó að enginn
þekki annan mann með öllu. Frá
honum fannst mér alltaf streyma
föðurleg menning. Lífsviðhorf hans
voru fastmótuð, allt að því trúarlega
ströng. Oft var ræða hans rödd
hrópandans, ákveðin en skýr, boð-
skapur um það, að lífið er gjöfult
í efni og anda en vandinn í því fólg-
inn að gæta þess sem gott er, glæða
það og göfga.
Hótel Saga
Sími 12013
Blóm og
skreytingar
við öll tœkifœri
Á langri starfsævi hefur séra
Sigurður lifað með þjóð sem hreifst
með í holskeflu efnis- og veraldar-
hyggju. Sjálfur var hann á fyrstu
starfsárum sínum bóndi og sóknar-
prestur í Hraungerði í Flóa, en flyst
seinna í þéttbýlið við Olfusárbrúna,
til Selfoss. Hans veraldarvafstur
var því áþreifanleg þátttaka í þeim
þjóðfélagsbreytingum, sem urðu,
sem hann skildi og skoðaði, en vann
aldrei gegn á litríkum ferli sínum.
Það sem mér kemur í hug í þessu
sambandi er, hve lifandi og fagn-
andi Sigurður var í sambandi við
allar breytingar og framfarir, sem
hann taldi til aukinnar menningar
horfa. Hann lifði með og í tímanum,
skynjaði af fullum krafti landið sem
hann bjó á og fólkið, sem hann þjón-
aði og vann fyrir. Það er sjónar-
sviptir að slíkum manni, en hann,
eins og við, hlaut að ljúka jarðvist
sinni þegar kallið kom. Ég veit að
hann var fyrir alllöngu viðbúinn því
kalli, þess vegna kveð ég hann með
söknuði en ekki trega.
Eiginkonu Sigurðar, sem alla tíð
hefur verið hluti hans og heild,
börnum þeirra og niðjum öllum
sendi ég samúðarkveðju mína, fjöl-
skyldu minnar, bæjarstjórnarinnar
á Selfossi og Selfossbúa.
Hann var hér og verkaði sjálfum
sér og okkur til góðs.
Brynleifur H. Steingrimsson
Fv. vígslubiskup Skálholtsbisk-
upsdæmis dr. Sigurður Pálsson
hefur kvatt þennan heim. Sem ung-
ur prestur í Hraungerði var hann
einn af aðalhvatamönnum að stofn-
un Prestafélags Suðurlands. Á
stofnfundi félagsins, sem haldinn
var á Laugarvatni árið 1937, var
hann kjörinn fyrsti ritari þess.
Félagssvæðið var stórt, náði frá
Hvalfirði og austur að Skeiðarár-
sandi. Mjög mæddi á ritaranum,
starf hans var oft fyrirhafnarmikið.
Menn drógu rétt eins og nú fram
á síðustu stundu að svara bréfum
og fyrirspurnum.
Dr. Sigurður var sívakandi og
skrifaði þeim margsinnis er tekið
höfðu að sér eitthvert verkefni á
vegum félagsins þegar lítið virtist
ætla að verða úr framkvæmdum,
og var manna fúsastur að leggja
fram sinn skerf til starfsins. Af
fundargerðum félagsins má glöggt
sjá að hann lagði alltaf mikið til
málanna, enda má segja að hann
hafi verið meðal áhrifamestu manna
kirkjunnar á okkar dögum. Fræði-
maður var hann góður og átti
auðvelt með að miðla öðrum af
þekkingu sinni. Munu margir
minnast áhrifamikilla stunda með
honum í kirkju og utan. Ekki dró
úr áhuga hans á velferð félagsins
þótt hann léti af starfi ritara og
síðar formanns, en hann sat í stjórn
um áratugaskeið enda má segja að
hann hafi verið forystumaður meðal
presta sem glöggt kom í ljós er
hann árið 1966 var kjörinn vígslu-
biskup Skálholtsbiskupsdæmis hins
forna. Árið 1977 var hann kjörinn
heiðursfélagi Prestafélags Suður-
lands í virðingar- og þakkarskyni
fyrir allt sem hann hafði gert fyrir
félagið. Með þessu kjöri bæði sem
heiðursfélagi og vígslubiskup Skál-
holtsbiskupsdæmis var honum
þakkaður sá mikli sómi sem hann
hafði gert prestastéttinni sem prest-
ur í þjóðbraut, bóndi, gestgjafi,
prófastur og kirkjuhöfðingi. Er
fram líða stundir mun hans minnst
verða fyrir ritverk um endurnýjun
messunnar og helgihalds. Vegna
þess var hann heiðraður með dokt-
orskjöri guðfræðideildar Háskóla
íslands.
Ég bið eftirlifandi eiginkonu hans
frú Stefaníu Gissurardóttur og
börnum þeirra hjóna blessunar
Guðs um leið og ég vil nota þetta
tækifæri til að þakka henni þann
mikla þátt sem hún hefur átt í
starfi dr. Sigurðar á langri vegferð.
Ávallt stóð hún trúföst við hlið hans
og veitti með hjartahlýju sinni yl
kærleikans inn á slóðir guðfræðing-
anna.
Þegar hann er horfinn frá okkur
leiðtoginn og eldhuginn mikli er
okkur þakklætið efst í huga fyrir
ráð hans og góðar leiðbeiningar,
og fyrir starf hans í þágu Prestafé-
lags Suðurlands um hálfrar aldar
skeið.
Frank M. Halldórsson
Þegar faðir minn hringdi til að
tilkynna mér andlát eins besta vinar
síns og velgjörðarmanns fjölskyldu
okkar, dr. Sigurðar Pálssonar,
vígslubiskups, vildi svo til að ég sat
að spjalli við tengdaföður minn,
Brynleif H. Steingrímsson, lækni,
sem kominn var í stutta heimsókn
til Svíþjóðar. Umræðuefnið var Sel-
foss og Selfyssingar og einmitt
fyrst og fremst séra Sigurður Páls-
son. Ég hafði nýlokið við að segja
tengdaföður mínum frá hvernig ég
man fyrst eftir séra Sigurði.
Ég hef líklega verið sjö ára gam-
all og var sem oftar með foreldrum
mínum í messu í Selfosskirkju, hafði
sest nokkrum bekkjum framar en
þau. Ég man að séra Sigurður flutti
predikun sína þannig að vakti
áhuga minn og athygli og þar kom
að ég, drenghnokkinn, svaraði
spurningu sem mér fannst prestur-
inn beina til safnaðarins. Séra
Sigurði þótti greinilega vænt um
að barn skyldi svara spurningu, sem
hann hafði auðvitað ætlað sér að
svara sjálfur, þar sem ekki er venja
að söfnuðurinn svari predikun
prestsins. Hafði hann um þetta ein-
hver orð og kom svo nokkrum
dögum seinna heim til foreldra
minna og færði mér að gjöf mynd-
skreyttar biblíusögur fyrir börn.
Ætíð síðan hefur séra Sigurður
Pálsson verið mér hin sanna ímynd
prestsins og þegar ég hef velt fyrir
mér hversu „prestslegur" hinn eða
þessi presturinn er, þá er það sam-
anburðurinn við séra Sigurð sem
ósjálfrátt hefur ráðið mestu. Og
þegar ég að loknu stúdentsprórí
ákvað að fara í guðfræði, þá réðu
örugglega miklu þau jákvæðu áhrif
sem ég varð fyrir sem barn frá
séra Sigurði og kirkjulífí á Selfossi
þau ellefu ár sem foreldrar mínir
bjuggu þar. Bað ég tengdaföður
minn fyrir kveðju til séra Sigurðar
með þeim orðum að nú styttist í
að doktorsritgerð mín væri tilbúin
og myndi ég þá senda hana séra
Sigurði og launa honum með því
biblíusögurnar er hann gaf mér sjö
ára gömlum. En símhringingin batt
enda á þær vangaveltur.
Raunar hafði séra Sigurður Páls-
son verið mér ofarlega í huga
dagana fyrir andlát hans, m.a.
vegna þess að ég hafði fylgst með
afmælishátíð Lúterska heimssam-
bandsins hér í Lundi þar sem séra
Sigurður hafði verið annar fulltrúi
Islands á stofnhátíðinni fjörutíu
árum áður. Þrátt fyrir að séra Sig-
urður dveldist aldrei langdvölum
erlendis við nám var hann mjög
frambærilegur fulltrúi íslensku
kirkjunnar á erlendum vettvangi,
sótti m.a. auk stofnfundarins í
Lundi fund Lúterska heimssam-
bandsins í Hannover 1952 og þing
Alkirkjuráðsins í Uppsölum 1968.
Margir kunnir erlendir kennimenn
sóttu hann og heim og hittu þar
fyrir jafningja sinn og vel það því
þrátt fyrir ónógan bókakost og
ófullkomna vinnuaðstöðu lengst af
var séra Sigurður Pálsson hafsjór
af fróðleik og þá einkum á sviði
helgisiðafræðinnar og táknmáls
messunnar.
Mun ekki á neinn hallað þó full-
yrt sé að enginn íslenskur prestur
kunni betri skil á messunni, sögu
hennar og helgisiðum, en séra Sig-
urður. Fyrir þekkingu sína og
rannsóknir á þessu sviði, hlaut séra
Sigurður enda verðskuldaða heið-
ursdoktorsnafnbót frá Háskóla
íslands. Litúrgían, helgisiðir kirkj-
unnar, voru hans líf og yndi.
„Litúrgían er heilög, af þvf að hún
er farvegur kristinnar guðsdýrkun-
ar og fóstra trúarlífsins," hefur
hann sagt. Hann lagði áherslu á
að lofgjörðin, guðsþjónustan, væri
ekki sérréttindi eða skylda sér-
stakra stétta heldur nauðsyn og
gleði allra Guðs barna. Hann vildi
með skrifum sínum skýra rökin
fyrir helgisiðunum og þörfunum
fyrir þá. Stundum heyrði ég því
haldið fram, að séra Sigurður væri
eiginlega katólskur, væntanlega
vegna hinnar miklu áherslu hans á
helgisiðina. Slíkt var á misskilningi
byggt. En eining kirkjunnar var
honum áhugamál og með bók sinni
um sögu og efni messunnar vildi
séra Sigurður sýna fram á að langf-
lestar helgisiðareglur lútersku
kirkjunnar eru sameiginlegar henni
og katólsku kirkjunni. Þær eru til
orðnar við kristið helgihald og því
jafn náttúrlegar katólskum og mót-
mælendum.
Margar myndir koma upp í hug-
ann nú þegar séra Sigurður Pálsson
er allur. Ofar öllu er þó minningin
um hina einstöku gestrisni hans og
frú Stefaníu Gissurardóttur og stöð;
ugan gestagang á heimil þeirra. í
minningunni er eins og alltaf hafí
verið veisla í húsi þeirra og það
þrátt fyrir þau smánariaun, sem sr.
Sigurður bjó lengst af við. Frú Stef-
anía var snillingur í að gera mikið
úr litlu. Það er eins og ég finni nú
hangikjötslyktina og ilminn af
vindlareyk og sé fyrir mér hring-
borðið fræga í borðstofu þeirra
hlaðið mat. Ég sé og fyrir mér séra
Friðrik Friðriksson háaldraðan og
nær blindan á heimili prestshjón-
anna á Selfossi og svo mætti lengi
telja. Ég minnist sérstaklega jóla á
Reykhólum 1973. Ég var þá byrjað-
ur í guðfræðideildinni og séra
Sigurður og Stefanía höfðu boðið
mér að vera með þeim um jólin
fyrir vestan og ferðast með þeim
um Reykhólasveitina þar sem ég
hafði raunar búið tvö fyrstu ár ævi
minnar. Mér er sérstaklega minnis-
stæð jólapredikun séra Sigurðar í
Reykhólakirkju og hvernig hann
lagði áherslu á að dýrin ættu líka
að fá hlutdeild í jólahaldinu. Þar
var hann sama sinnis og menn eins
og heilagur Frans frá Assisi og
mannvinurinn og dýravinurinn
mikli dr. Albert Schweitzer. At-
burðir jólanna urðu ekki bara fyrir
mennina heldur fyrir alla sköpun-
ina. Dýrin skyldu líka njóta þeirra.
Það leyndi sér ekki þessi jól, að
honum þótti vænt um að gamalt
sóknarbarn hans frá Selfossi skyldi
byrjað að lesa guðfræði og ég man
vel hvernig hann hvatti mig að
leggja rækt við grískuna en ég
hafði tekið með mér grískar glósur
vestur. Síðast hitti ég séra Sigurð
er ég var síðast heima á íslandi við
útför móður minnar, Selmu Kalda-
lóns, skömmu fyrir jól 1984. Þá
voru séra Sigurður og frú Stefanía
með eins og ætíð áður á tímamótum
í lífi foreldra minna, hvort heldur
var á gleði- eða sorgarstundu, og
sérstaklega minnist ég einstaks vin-
arbragðs frú Stefaníu þarna fyrir
jólin 1984.
Kynnin af dr. Sigurði Pálssyni
vígslubiskupi hafa verið lærdómsrík
á margvíslegan hátt. Þessi kynni
vil ég nú þakka um leið og ég votta
frú Stefaníu og fjölskyldu hennar
samúð mína og fjölskyldu minnar
og þá einnig systkina minna og
föður míns, Jóns Gunnlaugssonar
læknis, sem á langra kynna og ein-
lægrar vináttu að minnast.
Guði séu þakkir fyrir starf séra
Sigurðar Pálssonar íslenskri kristni
til heilla.
Gunnlaugur A. Jónsson,
Lundi, Svíþjóð.
Með andláti dr. Sigurðar Pálsson-
ar, fv. vígslubiskups, kveður mikill
og stórbrotinn kirkjuhöfðingi. Sr.
Sigurður var í ættir fram kominn
af biskupum og veraldlegum höfð-
ingjum, en ættarfylgja þessara
manna var óvenju skörp hugsun,
góðar gáfur, vísindalegur áhugi og
sterk skaphöfn. Dr. Sigurður var
þar engin undantekning. Hann var
alltaf frumlegur og kom viðmæl-
endum sínum og á'heyrendum
þægilega á óvart með hugmyndum
sínum og snjöllum tilsvörum, sem
mörg urðu minnisstæð. Hann hafði
mjög gott vald á íslenskri tungu
og unun var að heyra hann prédika
eða flytja tækifærisræður. Frá
æsku var hann elskhugi kirkjunnar
og helgaði henni starfskrafta sína
til hinstu stundar, því að þótt hann
léti af störfum fyrir aldurs sakir,
var hugur hans bundinn kirkjunni
ogmálefnum hennar.
í byrjun aldarinnar og árin þar
á eftir urðu miklir umbyltingartím-
ar í andlegu lífi þjóðarinnar. Alls
kyns trúarhugmyndir, æði oft sund-
urleitar, voru bornar fram í nafni
visku og þekkingar að ógleymdum
kenningum sósíalista, sem ætluðu
að skapa nýjar heim í eigin nafni
án kirkunnar, sem var persónugerv-
ingur alls þess, sem miður fór í
mannlegu samfélagi. En í því myrk-
viði gleymdi sr. Sigurður aldrei
orðum föður síns: „Ég get ekki
skilið, að þessir menn, þótt lærðir
séu, viti betur en postularnir og
eftirmenn þeirra, og ég vil helst að
þú haldir þig að þeim." Þessum
orðum gleymdi sr. Sigurður aldrei
og var þeim trúr til dauðadags.
Slík afstaða er ekki álitleg til vin-
sælda meðal fjöldans, en sr. Sigurð-
ur seldi aldrei samvisku sína eða
sannfæringu, heldur tók mið af því
marki, sem hann stefndi að og vissi
sannast. Sr. Sigurður var grund-
vallaður í kirkjulegu lífi og svo
gerður, að á öllum sviðum kenni-
mannlegs starfs, hafði hann það til
að bera, sem framkallar helgi og
lotningu þeirra, sem sjá og heyra.
Öllum var ljóst, að hver helg athöfn
var unnin, eins og fyrir augliti Guðs.
Sr. Sigurður var sérstakur sálu-
sorgari og kunna margir frá því að
segja, þótt ólíkrar gerðar væru, að
gott var til hans að leita í persónu-
legum vanda og neyð. Hann gaf
þau ráð, sem dugðu. Prédikun sr.
Sigurðar var oft borin uppi af skap-
hita vakningaprédikarans og
minnast margir enn í dag Hraun-
gerðismótanna, sem þau hjónin
stóðu fyrir. Þá má einnig minnast
á jólaræðuna, sem hann flutti á
Selfossi og varð upphaf þess, að
Selfosskirkja var byggð. Réði hann
miklu um gerð hennar og skreyt-
ingu, sem þá var nýlunda hér á
landi. Tilbúin til vígslu var kirkjan
í hópi fegurstu guðshúsa hérlendis.
Sr. Sigurður var sérlega
skemmtilegur maður, hvort heldur
í einkaviðræðum eða á mannafund-
um. Hann var alveg einstakur
ferðafélagi, kunni íslenska kirkju-
sögu utanað og var óþreytandi að
benda á helgar laugar og forna
kirkjustaði.
En það, sem ég hygg, að muni
lengst halda minningu sr. Sigurðar
á lofti, var áhugi hans á lítúrgí-
unni, sem hann endurvakti til lífs
í kirkjunni. Komu tvær bækur út
eftir hann; „Messubók" og „Saga
og efni messunnar", sem er ein-
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48