Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.07.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1987 Flak TF-TÚN á baJkka Markarfljóts undan Þórólfsfelli þar sem henni hlekktíst á í flugtaki um hálftvöleytíð í gær. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Faxamarkaður: 46 krónur fyrir þorsk HÆSTA verð fyrir þorsk á Faxa- markaði í gær var 46 krónur og hefur það ekki verið jaftihátt frá þvi markaðurinn var opnaður fyrir þremur vikum, en á fyrsta degi markaðarins fengust 45,25 krónur fyrir kílóið af þorskinum. í gær voru seld 7,5 tonn af þorski af dragnótabátum. Lægsta verðið var 44,00 krónur fyrir kflóið og meðalverðið var 44,75. Bjami Thors, framkvæmdastjóri Faxa- markaðar hf., sagði að meginskýr- ingin fyrir þessu verði væri sú að þetta hefði verið stór og mjög góð- ur þorskur. Stjórnin skipar ráð- gjafanefiid um efna- Landgræðsluflugvélin brotlenti í Fljótshlíð: Hlekktist á í flugtaki og rakst á vamargarð hagsmál RÍKISSTJÓRNIN hefiir ákveðið að setja ráðgjafánefiid um efiia- hagsmál. Nefiidinni veitír for- stöðu Ólafiir ísleifsson efnahagsráðu- nautur rfkisstjórnarinnar. Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur munu skipa sinn hvorn fulltrúann en einnig verður sér- fræðingur Þjóðhagsstofiiunar í nefiidinni. Að sögn Þorsteins Pálssonar for- sætisráðherra ar nefndinni ætlað TF-TÚN, minni flugvél Landgræðslu ríkisins, hlekktist á í flugtaki undan Þórólfsfelli við Markarfljót um hálftvöleytið. Vélin var þar að störfum við að fljúga með áburð á afrétti og var rétt að hefja sig til flugs eftir að hafa sótt hlass af áburði. Svo virðist sem vélin hafi ekki náð nógu mikilli hæð, rekist á varnargarð við Markarfljót og steypst niður á árbakkann hinum megin við fljótið. Þyrla Landhelg- isgæslunnar flutti flug- manninn, Pétur Steindórs- son, á Borgarspítalann þar sem hann liggur nú á gjör- gæsludeild. A Borgarspítal- anum fengust þær upplýs- ingar að Pétur væri talsvert meiddur, aðallega á baki. Hann er þó ekki i lífshættu. Að sögn Péturs Magnússonar, eins þriggja manna frá Land- græðslunni, er voru að störfum í um 800 metra fjarlægð frá slysstaðnum, var flugmaðurinn kominn úr vélinni af sjálfsdáðum þegar þeir komu á staðinn. Hann var ekki stórslasaður en kvart- aði undan verkjum í baki. Fara þurfti á næsta bæ, Fljótsdal, til þess að hringja á aðstoð og kom þyrla Landhelgisgæslunnar skömmu síðar og fór með flug- manninn á Borgarspítalann. Getur borið 800 kg. Landgræðslan á tvær áburð- arflugvélar, TF-NPK „Páll Sveinsson", sem er Douglas DC-3, og TF-TÚN. Landgræðsl- an keypti TF-TÚN nýja til landsins árið 1980. Hún er af gerðinni Piper PA-36-375 Brave. Getur hún borið um 800 kg af áburði og fræi í ferð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Eins og sjá má á þessari mynd er vélin ónýt. Áburðargeymslurnar hafa rifhað upp og áburðurinn flætt úr vélinni. að vera ríkisstjóminni til ráðgjafar um efnahagsmál á meðan stjómin situr. Skipan hennar tengist munn- legu samkomulagi um ráðherra- nefndir sem gert var í stjómar- myndunarviðræðunum. Gerði forsætisráðherra sfðan tillögu um ráðgjafanefndina sem var sam- þykkt. Leiðrétting í FRÁSÖGN Jens í Kaldalóni af ættarmóti niðja Bjameyjar og Guð- mundar Jónssonar á Snæfjöllum í blaðinu í fyrradag misritaðist nafn aldursforseta ættarmótsins. Þar stóð Þuríður Guðmundsdóttir. Þar átti að standa Þrúður Guðmunds- dóttir. Hún er nú eina bam Bjar- neyjar og Guðmundar, sem er á lífi, rúmlega áttræð. Um leið og þessi misritun á nafni hennar er leiðrétt er beðist afsökunar á mistökunum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Flugvélin skall á árbakkanum, eftir að hafa re- kist á vamargarðinn, og hefur síðan runnið töluvert áfram áður en hún stöðvaðist eins og glögglega kemur fram á þessari mynd. Morgunblaðið/PPJ Flugmaðurinn, Pétur Steinþórsson, undirbýr áburðarflug fyrr á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.