Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1987 LÍFRÆN TILBRIGÐI Myndlist Bragi Ásgeirsson Það hefur frekar lítið farið fyrir málaranum Vilhjálmi Bergssyni í íslenzkri myndiist síðari ára. Ástæðan er einfaldlega sú, að hann hefur verið búsettur í Þýskalandi, nánar tiltekið Dusseldorf, hinni miklu listaborg, sem er í næsta nágrenni Kölnaúr, þa sem öll frægu galleríin eru, 'sem fjarstýrt hafa listaheiminum 1 á undanfömum árum. Þetta svæði í Þýskalandi ásamt Berlín telst um þessar myndir mið- punktur evrópskrar myndlistar, þannig að bæði Amsterdam og París hafa horfíð í skuggann um stund. Fyrrum var Vilhjálmur Bergsson mjög virkur í íslenzku myndlist- arlífí og jafnt f félagsmálum sem á sýningarvettvangi og væri það enn- þá, ef örlögin hefðu ekki gripið í taumana. Ekki mun hann þó alfarið hafa yfirgefið landið til að fínna list sinni farveg í stærra samhengi, heldur giftist hann einfaldlega þýskri konu búsettri í Dusseldorf og með sinn starfsvettvang þar. Það lá beinast fyrir hjá listamanninum að flytjast til listaborgarinnar miklu til að njóta sín í nýju umhverfi og þróa list sína hægt og bítandi, svo sem hann hafði lengi gert. Vilhjálmur var orðinn of þroskað- ur og mótaður listamaður til að láta nýjar hræringar gleypa sig, þótt hann lenti einmitt og óforvar- andis á miðjum orustuvellinum. Frekar væri, að hann hugsaði sér að gleypa þessar hræringar með tíð og tíma — hann hafði þegar kastað sínum teningi og vænti þess að hitta á fullt hús fyrr eða síðar. Hér er komið dæmið um mann, er flytur út íslenzkt hugvit í mynd- list, sem var löngu orðið tímabært. Að þessu leyti er Vilhjálmur skemmtilega ólíkur þeim mörgu, er halda utan og koma gjörbreyttir heim með stóra sannleik og nafla heimsins í farteskinu, boðandi nýja trú af sannfæringarhita rétttrúar- mannsins. Vilhjálmur Bergsson er í heim- sókn í gamla landinu þessa dagana og í tilefni þess hefur hann opnað myndverkasýningu í kjallarasölum Norræna hússins, sýnir þar teikn- ingar, vatnslita- og olíumyndir, mikið til nýja framleiðslu. Beri maður elstu myndirnar á sýningunni saman við þær nýjustu, má sjá umtalsverðan þroska og einkum í þá átt, að yfirbragð mynd- anna er orðið slípaðra, dularfyllra og norrænna. Þetta er greinilegt, ef bomar eru saman hinar tvær myndir frá árinu 1984, sem nefnast báðar „Draumsýn" nr. 5 og 6 á skrá svo og myndimar „Takmörkuð tengsl" (20) frá 1986 og „Dimmblá veröld" (22) frá þessu ári. Síðasttalda myndin er mjög nor- ræn og minnir um sumt á hinn „Tilbrigði um tvo liti“ Myndllst Bragi Ásgeirsson Fyrir rúmum tveim árum hélt Eydís Lúðvígsdóttir sýningu á verkum úr postulínsleir á Kjarvals- stöðum, sem góða athygli vakti. Nú er hún komin aftur með sýn- ingu á sama bletti Kjarvalsstaða, og nefnir hana „Tilbrigði um tvo liti“. A fyrri sýningunni lagði Eydís höfuðáhersluna á efnið, leirinn sjálfan, hvað mætti ná úr honum í rúmtaki og áferð og hvemig hann er í eðli sínu. Uppistaðan í vinnubrögðum Eydísar eru tveir litir, sem fást úr kopar- og koboltoxíðum og gefa ótal litbrigði og þótti henni rétt að gefa þeirri hlið meiri gaum að þessu sinni en vinna leirinn sjálfan á ein- faldan hátt. Hér er skynsamlega að verki staðið og það er rétt og fallega hugsað að kynna þessar tilraunir og miðla öðmm fenginni reynslu. Mér þykir Eydísi hafa tekist mjög vel hvað áferð snertir og einkum er ég hrifínn af svarta litnum, sem er mattur og djúpur. Hins vegar finnst mér hlutlæg útfærsla skreyti- forma ekki alltaf falla nægilega vel að ftjálslega útfærðu formi leir- munanna og veggmyndanna. Frekar virka truflandi á augað og raska fegurð rúmtaksformsins. Það er einmitt þegar henni tekst best að samræma þetta í eina heild, að hún nær hrifmestum árangri svo sem í myndverkunum nr. (8) „Jök- ullinn", „Skál á fæti“ (30) og „Skál á fæti“ (34). Liturinn og sjálf lát- laus fegurð áferðarinnar ásamt fagurlega mótuðum hlutunum standa fullkomlega fyrir sínu en það er hins vegar hlutlæga formið, sem vill raska heildinni og væri betur komið á hreinan tvívíðan flöt... ágæta norska málara Harald So- hlberg (1869—1935) en einnig Munch, og þó á gjörólíku myndsviði. Þessi sýning staðfestir með mikl- um ágætum, hve fágaður málari Vilhjálmur er og að hann heldur ótrauður áfram að slípa sitt mynd- mál með kjörorðið „Festine lente" að leiðarljósi — flýttu þér hægt. Vilhjálmur Bergss^n er einn okkar ágætu sendifulltrúa íslenzkrar myndlistarmenningar á erlendri grundu — einn þeirra, sem hefur kjark til að standa við sannfæringu sína og uppsker eftir því — hverfur því ekki í fjöldann ... SúpermanlV: LEITIN AÐ FRIÐI Vegfarendur fá að finna fyrir ofurkrafti Kjarnorkumannsins, andstæðings Súpermans, í nýjustu myndinni um stálmennið fljúg- andi. Kvlkmyndir Arnaldur Indriðason Superman IV (Superman IV: The Quest for Peace). Sýnd í Háskólabiói: Stjörnugjöf: ★ . Bandarisk. Leikstjóri: Sidney J. Furie. Handrit: Lawrence Konner og Mark Rosenthal eft- ir sögú þeirra og Christopher Reeves. Framleiðendur: Yoram Globus og Menahem Golan. Kvikmyndataka: Ernst Day. Tónlist: John Williams. Helstu hlutverk: Christopher Reeve, Gene Hackman, Jon Cryer, Sam Wanamaker, Mariel Heming- way og Margot Kidder. Superman IV: Leitin að friði, fjórða Súpermanmyndin sem sýnd er í Háskólabíói, gæti byijað þar sem leiðtogafundurinn i Höfða endaði. Samningaviðræður um fækkun kjamorkuvopna hafa far- ið út um þúfur og lítill drengur sendir Súperman beiðni um að hann fari nú að skipta sér af málum og tryggja heimsfriðinn. Sem hann gerir en á sinn persónu- lega, háfleyga hátt. Tvær síðustu Súpermanmynd- imar hafa lagt hrapallega áherslu á raunsæi og keppst við að gera Súperman að einum af okkur. Þær streða við að koma honum (og ímyndunarafli okkar) niður á jörð- ina í stað þess að halda honum (og okkur) á lofti í Metrópólís teiknihetjunnar. Richard Lester sem leikstýrði númer tvö og þijú sagði: „Mér fannst við ættum að vera jarðbundnari í þetta skiptið," þegar hann talaði um þriðju myndina og byggði hana í kring- um Richard Pryor (sic). í númer fjögur, sem kanadíski leikstjórinn Sidney J. Furie leik- stýrir, er skrefið stigið enn lengra og Súperman tekur að sér að losa heiminn við kjamorkuvopn og heldur hjartnæma ræðu hjá Sam- einuðu þjóðunum í tengslum við hið friðelskandi framtak sitt. Meira að segja Súperman sleppur ekki við kaldan raun- vemleikann og þá er nú fátt eftir til að halda uppi fjörinu í Ævintýr- alandi. Það var allt svo miklu einfaldara þegar hann var bara ímyndun í ímynduðum heimi að beijast við ímyndaðar hættur. Núna er grautfúll raunveruleikinn tekinn við og núna er Súperman svona James Bond á furðufata- balli. Reeve, sem keppir við Sean Connery um titilinn „Sá sem oft- ast hefur sagt aldrei skal ég leika hann aftur“, mun hafa heimtað raunvemleikann í myndina og framleiðendumir Golan og Glo- bus, sem gátu ekki hugsað sér að fínna nýjan Súperman, kink- uðu kolli við öllu sem hann sagði, meira að segja þegar hann bað um að fá að leika í annarri mynd á þeirra vegum. Svo Reeve klæd- dist skikkjunni aftur en er þreytu- legur eins og gamanið sé löngu búið. Gene Hackman er ennþá glæpakóngurinn Lex Luthor sem skapar Kjamorkumanninn til höf- uðs Súperman; Margot Kidder er ennþá kærasta Súpermans á hinni Daglegu plánetu; Mariel Heming- way er kærasta Clark Kents sem geftir tækifæri til kómískra bragða af hálfu Súpermans og Jon Cryer er frændi Hackmans en kemst lítið að. Tónlistin er eftir John Williams sem fyrr og er hækkað í henni þegar eitthvað á að snerta mann djúpt. Öllu þessu stjómar Furie stund- um heldur kauðalega og ómark- visst. Eftir að hafa bjargað neðanjarðarlest frá slysi verður Súperman, sjálfsagt í auglýsinga- skyni, að tilkynna öllum (syijuleg andlit á brautarstöðinni) að jám- brautimar séu þrátt fyrir allt öraggasti fararmátinn; einhvemtí- mann er sýnt aftan á hann þegar hann hendir sér fram af svölunum sínum og flýgur með Louis Lane og það er eins og hann hafí grip- ið með sér óhreina tauið en ekki kærastuna sína. Tæknibrellumar era á sínum stað en það er eins og þær séu ekki eins vandaðar og í fyrri myndunum. Og þá má nefna lapþunnan söguþráð og ósamstæða frásögn myndinni til lýta. Það hefur enginn vitað hvort hún ætti að vera aðeins fyrir krakka eða fullorðna líka, en hún hefði gjama mátt heita: Súper- man IV: Leitin að friði fyrir Súperman fimm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.