Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.09.1987, Blaðsíða 48
V8ex aaaMHTqag ,vx HtíðAcnjTMMra .qiqajskudhom MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1987 Minning: Sveinn Olafsson hljóðfæraleikari Fæddur 6. nóvember 1913 Dáinn 4. september 1987 Góður vinur er kvaddur með sðknuði, sérstaklega sá vinur sem gerir sér far um að bera birtu og gleði inn í líf samferðamannanna. Brottfðr slíks vinar skilur eftir tóm sem erfítt er að fylla. Á kveðju- stund er mönnum gjamt að líta yfír farinn veg og rifja upp lítil atvik og ljúfar minningar. Þá kem- ur oft í ljós að einmitt í söknuðinum er fólgin gleði yfír því að hafa átt þess kost að verða samferða mæt- um manni og eiga hann að vini. Sveinn Ólafsson var gleðimaður og glæsimenni í þeirra orða bestu merkingu. Hann kunni þá list að njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða og hann var óspar á að veita öðrum hlutdeild í lífsgleði sinni. Hann hafði unun af því að ræða um menn og málefni, jafnt liðandi stundar sem liðinna tíma. Sveinn var fundvís á það sem var spaugi- legt og sérkennilegt, fróður og sagði vel frá. Stundum sagði hann sömu söguna aftur og aftur, en alltaf voru orðfærið og frásagnar- gleðin slík að það var ekki hægt annað en hlusta með athygli. Marg- ar eru minningar liðinna sumra frá sumarbústaðnum Brekku í landi Kiðafells, þar sem setið var við log- andi arineldinn með þeim hjónum, Svenna og Hönnu, og hlustað á frásagnir af mannlífí og vinnu- brögðum í bemsku Sveins. Stund- um snérist umræðan að pólitík og þá var ekki skafið utan af hlutun- um, því Sveinn var óhræddur við að lýsa skoðunum sínum þó hann vissi að áheyrendur væru honum ekki sammála. Stundum var hægt að fá hann til að grípa í saxófóninn og blása dillandi djass út í kvöld- kyrrðina. Þetta gerðist þó alltof sjaldan því að Sveinn var ófús að flíka Iist sinni eða hæfíleikum. Hann gerði augljóslega miklar kröfur til sjálfs sín sem tónlistarmanns, og ef til vill var lundin einnig viðkvæm- ari en hið létta viðmót gaf til kynna. Síðustu árin gekk Sveinn ekki heill til skógar. Æðakölkun og kransæðasjúkdómur gerðu vart við sig og hómluðu för. Vestfírðingur- inn gamli lagði þó ekki árar í bát heldur tók með þökkum við þeirri aðstoð sem í boði var. Skurðaðgerð í London tókst vel og brátt var hann kominn á fulla ferð aftur í starfí og Iífsnautn. Víst er að Sveinn naut ömggrar hjálpar dyggrar eig- inkonu og sona þegar á þurfti að halda, en það var auðvelt að gleyma því að nokkuð hefði gerst, því að enn sem fyrr var hann óspar á að veita okkur hinum af lífsgleði sinni og lífsreynslu. Það verður erfitt að hugsa sér sumarbústaðalífíð á Kiða- felli án þess að mega eiga von á því að hærukollur Sveins birtist í brekkunni öðra hvora og að hressi- leg kveðjan hljómi fyrir húshomið. Við sem voram þiggjendur að ör- læti Sveins Ólafssonar þökkum fyrir að hafa fengið að verða honum samferða einn áfanga á vegferð- inni. Megi Guð blessa minningu hans. Jóhann Heiðar Jóhannsson í dag fer fram útför vinar míns og mágs Sveins V. Ólafssonar hljóð- færaleikara, sem lést í Landakots- spítala 4. september sl., eftir erfíða sjúkralegu. Sveinn fæddist á Bíldudal í Am- arfírði 6. nóvember 1913 og vantaði tvo mánuði upp á 74 ára aldurinn, þegar hann lést. Foreldrar Sveins vora þau heiðurshjón Kristjana Hálfdánardóttir, ljósmóðir og Olaf- ur Veturliði Bjamason skipstjóri. Systur átti Sveinn er dó á fyrsta ári og bræður tvo, þá Bjama og Þráinn, bráðgáfaða manndóms- menn, sem báðir dóu á besta aldri. Sveinn ólst upp í fæðingarbæ sínum Bíldudal, borinn á bænar- örmum kristinna foreldra. Oft minntist hann á vera sína þar með- al ástvina sinna og frændaliðs og annarra kunningja. Það var auð- heyrt að þar hafði hann átt yndis- stundir meðal góðs fólks, sem hann hélt tryggð við alla sína ævi. Sagði hann stundum frá því, þegar hann fékk að stunda skak á skútum, og fékk sinn hlut í veiðinni, þótt ungur væri. Bfldudalur var þá sem nú mikill menningarbær og umsvif mikil í útgerð og verslun, sem hinn kunni athafnamaður Pétur Thor- steinsson, rak þar af mikilli reisn studdur af sinni ágætu konu Ást- hildi. í slíku umhverfí mótaðist Sveinn og vora umskiptin því ekki ýkja mikil, þótt hann 12 ára gam- all flytti ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur, nema að því leyti að þá fóra í hönd erfíðir krepputímar, sem meðal annars kom hart niður á fjölskyldunni, þar sem fyrirvinn- an, faðir hans varð atvinnulaus sem svo margir aðrir á þeim tíma. En loks, þegar virtist ætla að rætast úr þá drakknar faðir Sveins, þegar skip hans ferst fyrir Norðurlandi með allri áhöfn. Ekki er ein báran stök, því um það leyti þá veiktist Bjami bróðir hans af ólæknandi sjúkdómi og deyr svo síðar á sjúkra- húsi erlendis. Þráinn bróðir hans fær lungnaberkla og gengur undir lungnaaðgerð, og gekk aldrei heill til skógar eftir það. Hann lauk samt prófí sem vélstjóri og stundaði um skeið vélsmíði, mikill hagleiksmað- ur. En hann dó einnig á besta aldri. Móðir Sveins var og löngum heilsu- lítil. Eftir að Sveinn kom suður stund- aði hann bamaskólanám og gekk síðan einn vetur í kvöldskóla KFUM. Þrátt fyrir frábærar náms- gáfur vora vegna fátæktar engin tök á því, að Sveinn færi í lang- skólanám. Hinsvegar fór hann að læra á fíðlu hjá Þórami Guðmunds- syni, sem tók að sér að kenna efnilegum unglingum fiðluleik, og varð þessi viðleitni Þórarins meðal annars, einskonar vísir að tónlista- skólanum, sem síðar var stofnaður, sem Sveinn síðar útskrifaðist frá, ásamt ýmsum, sem seinna urðu þekktir tónlistarmenn. Þegar Sveinn er mitt í þessu hljómlistamámi, þá skella á hann þessir ömurlegu og válegu atburðir, þannig að hann stendur svo að segja einn síns liðs sem fyrirvinna heimil- isins, slippur og snauður. Þar við bætist að tryggingarféð sem ekkjan hefði átt að fá í bætur, komst aldr- ei í hennar hendur, eftir því sem ég best veit, hvemig svo sem á því stóð. Þannig vora þá kringumstæðum- ar, þegar Sveinn var ekki einu sinni búinn að ljúka tónlistamámi sínu. Hann hóf því að leika í danshljóm- sveitum á veitingastöðum borgar- innar, til þess að afla fjölskyldunni lífsviðurværis. Þetta sýnir mann- dóm hans og þrautseigju að gefast ekki upp, þótt mótbyrinn væri svo óvæginn, sem raun varð á. Það má því segja um Svein, að hann hafí verið: „Þrautgóður á raunastund". Maður getur ímjmdað sér, hversu djúpum sáram Sveinn hefur verið særður, þegar maður hugsar um hinar erfíðu raunastundir hans á æskuáranum, jafn tilfínninganæm- ur sem hann var. En ég man aldrei eftir honum öðravísi en léttan í skapi og oft með gamanyrði á vör. Þá kemur mér í hug þetta vísu- brot: „Getur undir glaðri kinn, grátið stundum hjartað". Þegar fór að líða á ævina fór hamingjan að blasa við honum. Hann eignaðist góða konu, heim- ili og mannvænlega þijá syni og bamaböm, hvert af öðra efnilegra. Þannig gekk hann, þrátt fyrir skugga æskuáranna að reyna og sjá sólskinsbletti bjarta og hlýja. Synir þeirra Hönnu og Sveins era þeir ólafur, véltæknifræðingur, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur og þau eiga fjórar dætur, Amór, vél- virki og verkstjóri, kvæntur Hrafn- hildi Rodgers og eiga þau þijár dætur og þijá syni, Sigurbjöm, læknir í Búðardal, kvæntur Elínu Hallgrímsson og eiga þau tvo syni og eina dóttur. Þó Sveinn væri ekki langskóla- genginn, var hann vel menntaður, sjóður fróðleiks, enda víðlesinn. Hann las ekki eingöngu ísl. bók- menntir heldur og bækur á norður- landamálunum, einnig ensku og þýsku, enda léku þessi mál honum á tungu og kom það sér vel, þar í Sinfóníuhljómsveitinni, sem hann lék með um áratugaskeið, sem ann- ar konsertmeistari, og þurfti að umgangast fólk af ýmsum þjóðem- um. Meðal hljómsveitarmeðlima var hann afar vinsæll, hrókur alls fagn- aðar með skemmtileg tilsvör á reiðum höndum. Unga fólkið leitaði oft til hans, ekki aðeins sem tónlist- arleiðbeinanda, heldur og með persónuleg vandamál, enda var hann einn af elstu og reyndustu hljómsveitarmönnum landsins. Lék hann og um eitt skeið með þekktri danskri hljómsveit, þann tíma sem hann var að þjálfa sig á lágfiðlu (bratz), sem hann tók sér fyrir hendur að æfa vegna skorts slíkra hljóðfæraleikara hér heima á þeim áram, sem Sinfóníuhljómsveitin var að mótast. Þótt Sveinn skvetti stundum í sig til afslöppunar, eins og hann sagði, eftir spennumiklar æfíngar og hljómleikahald, þá var hann aldrei útsláttarsamur, enda þótt starfíð, einkum í danshljómsveitum byði upp á slíka freistingu, enda var hann heimakær og hugsaði fyrst og fremst um heill og hamingju íjöl- skyldunnar, sem hann mat öðra fremur. Við ræddum oft um heima og geima og á fyrri áram stundum um stjómmál. En hann var alla tíð ófíokksbundinn sósíalisti og taldi þá stefnu bestu lausn á efnalegum vandamálum heims. Ég var þá og er á öndverðum meiði. Við deildum oft hart í sókn og vöm, hann á sinni vinstri línu og ég á minni hægri. Og þótt jafnan séu margar hliðar á hveiju máli, þá forðuðumst við að stíga nokkur hliðarspor, hvor af sinni línu, þar sem þá hefðum við getað mætst á miðri leið. En þrátt fyrir slík orðaskipti sem reyndar fóra fram með allri spekt, v_ar vin- átta okkar alla tíð óskert. Á þeim 46 áram, sem við bjuggum í sama húsi man ég eftir að við yrðum nokkumtíma sundurorða á annan hátt. Edda Björnsdóttir augnlæknir - Kveðja Fyrsta skilorð Mkomins lífs, lífs í siðferðis og sálar krafti, það er viljinn, viljinn til að lifa. Laust er allt, ef lífsviljann þrýtur. Mér fínnst þetta Ijóð Hannesar Hafstein eiga vel við í minningu Eddu Bjömsdóttur augnlæknis. Þótt kynni okkar væra kannski ekki löng þá var það góður og lær- dómsríkur tími. Eiginleika hennar að smita frá sér jákvæðum áhrifum, er sælt að minnast og vera þakklát- ur fyrir að hafa verið aðnjótandi. Hugurinn leitar aftur þegar ég var að he§a nám í augnlæknis- fræði. Edda full lífsorku gengur ákveðin og björt yfírlitum á milli sjúklinga sinna. Hún gaf sér ætíð góðan tíma að ræða vandamál dagsins, hvers eðlis sem þau nú vora. Skýr hugsun og jákvætt við- horf gerðu útskýringar hennar auðskiljanlegar og traustvekjandi. Þægilegar heimsóknir á stofuna á Öldugötu 27, biðstofan full að vanda, hún kímin, að kvarta var ekki til í hennar lífsmynstri. Heitur og góður kaffibolli í smástund, ef hún sá einhvem kvíðablæ í andliti nemanda síns. Hún hlustaði en lagði síðan til málanna, stappaði í strák kjarki. Göngulag nemandans, sem hafði verið heldur silalegt, var nú ákveðið og frísklegt yfír Landakots- lóðina. Eftir stuttar samverastundir í sumar var ljóst að banvænn sjúk- dómur var smátt og smátt að draga úr lífsþrótti hennar, þótt hann næði ekki að hafa áhrif á lífsviljann frem- ur en fyrri daginn. Hún var full áhuga á því sem var að gerast á líðandi stund, gekk til vinnu sinnar líkt og áður, „það er viljinn, viljinn til að Iifa“. Á okkar síðustu samfundum varð mér á að spyija hvemig henni liði. „Það era til spumingar sem ekki má spyija, Halii rninn" og glettinn blær færðist yfír andlit hennar. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Eddu. Bömum og öðrum ástvinum sendi ég samúðarkveðjur. London í september 1987, Haraldur Sigurðsson. Við áttum vissulega mörg sam- eiginleg áhugamál, svo sem velferð Qölskyldna okkar og samvera í sveitasælunni. Við áttum saman sumarbústað, ásamt Helgu systur minni, sem þá var ung að áram búin að missa manninn sinn í sjó- slysi á stríðsáranum, frá tveim ungum sonum. Þama dvaldi ég oft á sumram, ásamt fjölskyldu Sveins og Hönnu, svo og Helgu og sonum hennar og undum okkur þar í sátt og samlyndi og nutum ógleyman- legra samverastunda. Ég get get ekki lokið þessum minningum mínum, án þess að minnast á móður Sveins, Kristjönu. Henni kynntist ég eftir að Sveinn gekk að eiga systur mína Hönnu. Kristjana var innilega trúuð kristin kona, fluggáfuð og búin að ganga í gegnum þá erfiðu lífsreynslu sem fyrr getur. Ég hygg að hin einlæga trú hennar og það, hversu Sveinn var henni mikil stoð og stytta, þeg- ar mest á reyndi, hafí hjálpað henni að bera hið þunga áfall Qölskyldu hennar. Mér er minnistæður einstæður persónuleiki hennar og tjáningar- list. Hún sagði svo snilldarlega og hrífandi frá, er hún talaði um menn og málefni að auðvelt var að lifa sig inn í atburðina, sem hún sagði frá og persónumar stóðu ljóslifandi fyrir hugskotssjónum manns. Margir skáldsagnahöfundar hefðu mátt þakka fyrir að geta gætt sögu- persónur sínar slíku lífí sem hún. Ég hefði viljað eiga segulbandsupp- töku með því sem hún sagði mér stundum, þegar við ræddum saman. En tæknin var á þeim tíma ekki sem nú og aðeins I fárra höndum. Þetta rifja ég hér upp til að benda á hve listhæfni var rótgróin í ætt hans, enda bar lífsstarf Sveins þess vitni í valdi því sem hann hafði á hinum ýmsu hljóðfæram, sem hann lék á og frábæram hæfileikum á sviði hljómlistarinnar. Ég fer ekki frekar út í það. Ég býst við að aðr- ir mér kunnugri þeirri hlið á hæfíleikum Sveins gjöri því skil fyrr eða síðar. Skyldurækni hans og stundvísi var með eindæmum. Hann var ætíð mættur á réttum tíma á æfíngar, að ég ekki tali um, þegar hann átti að leika með hljómsveitinni, enda krefst slíkt starf ekki aðeins vel- þjálfaðra hæfileikamanna, heldur fullkominnar stundvísi. í öllum samskiptum og viðskiptum var hann áreiðanlegur og stálheiðarleg- ur og hjálpfús, ef því var að skipta. Nú era fiðlustrengir lífs hans brostnir, en tónar þeir sem hann framleiddi á þá strengi hljóma sem ljúfír ómar í minningu okkar sem þekktu hann. Auðvitað var hann ekki gallalaus fremur en aðrir dauð- legir menn, en hið yfirgnæfandi jákvæða í lífí hans yfírskyggir allt slíkt. Sveinn var fyrirbænarbam allt frá bemsku, já frá fyrstu stund lífs hans til hinnar síðustu og ég trúi því og treysti að þær fyrirbænir í frelsarans Jesú nafni hafí verið heyrðar af Honum sem fyrirheitið um slíka bænheyrslu gaf og hafi svarað með náð sinni og eilífri sálu- hjálp. Ég bið svo Guð að blessa og hugga Hönnu systur mína, sem stóð honum við hlið í blíðu og stríðu og ekki síst í hinni erfíðu sjúkdóms- þraut sem hann þurfti að heyja síðustu mánuðina, sem hann lifði. Einnig bið ég sonum hans, tengda- dætram og bamabömum allrar Guðs blessunar um alla framtíð. Ég og fjölskylda mín kveðjum hann og blessum minningu vinar míns og mágs. Þorkell G. Sigurbjörnsson Það er ótrúlegt en satt; Sveinn Ólafsson var í hópi fyrstu jazzleik- ara íslands. Hann var þó ekki nema sjötíu og fjögurra ára þegar hann lést. Hann fæddist og ólst upp á Bfldudal og ætlaði að verða sjómað- ur. Sú ákvörðun breyttist þó þegar hann fluttist til Reykjavíkur og hóf að læra á fíðlu og saxófón. Tónlist- armaður varð Sveinn og ræktaði þann garð fagurlega, bæði í jazzi og klassík. Þýsk og skandinavísk tónlistar- áhrif vora ríkjandi hér framan af öldinni. Það var ekki fyrr en eftir að Hótel Borg tók til starfa árið 1930 að engilsaxneskra áhrifa fór að gæta hér á landi í ryþmískri tónlist og á Borginni lék Sveinn Ólafsson, bæði með Arthur Rose- berry og Jack Quinet, en sá síðar- nefndi kenndi honum að blása í saxófón. Því miður er ekkert til af hljóðritunum frá þessum áram en Sveinn hafði voldugan tón, mjúkan, og blés í stfl uppáhaldssaxófónleik- ara sinna: Coleman Hawkins, Ben Websters og Chu Beriys. Þegar Jazzvakning gekkst fyrir stofnun Jazzsambands íslands í september 1985 þótti við hæfí að sæma tvo menr. heiðursfélaganafn- bót. Það vora þeir Sveinn Olafsson og Jón Múli Amason. Svein sem fuiltrúa hinna fyrstu íslensku jazz- leikara og Jón Múla sem fulltrúa hinna ötulu áróðursmanna jazztón- listarinnar. Sveinn blés ballöður manna best og þar var hann í essinu sínu. Glæstur tónn og næm fegurðartil- fínning vora aðall hans. Þó Sveinn sé genginn mun list hans lifa og minning um góðan dreng. Ættingjum hans vottum við jazzmenn samúð okkar. Jazzvakning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.