Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.09.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1987 31 Vilborg Torfa- dóttir — Minning Fædd 5. júní 1896 Dáin 12. september 1987 Hinn 12. september sl. andaðist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund Vilborg Torfadóttir, fædd í Kollsvík í Rauðasandshreppi 5. júní 1896. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Ólína Guðbjartsdóttir og Torfí Jónsson útvegsbóndi. Þeim Guðbjörgu og Torfa varð 13 barna auðið og komust 11 þeirra upp. Dæturnar voru: Halldóra, Guðrún, Lovísa, María, Anna, Vilborg og Dagbjört en synimir Jón, Guðbjart- ur, Guðmundur og Samúel. Þegar yngsta bamið var enn í bemsku fórst Torfi í lendingu. Guðbjörg og böm hennar héldu áfram búskap og fiskveiðum eftir lát Torfa og voru því þungar byrðar lagðar á herðar þeirra en þau öxluðu þær af fullri ábyrgðartilfinningu og tókst að sjá sér farborða þótt róður- inn væri stundum þungur. Þau komust öll vel áfram í lífinu og urðu mikið sómafólk. Vilborg fór ung stúlka til Reykjavíkur og var um tíma í vist hjá Vigfúsi Guðbrandssyni klæð- skera og fjölskyldu hans. Sú fjöl- skylda starfaði mikið í KFUM og KFUK. Vilborg hafði vanist kristi- legu lífi á heimili sínu, bænum kvölds og morgna og húslestrum, og þá var aldrei farið svo á sjó að formaður bátsins bæði ekki sjó- ferðabæn þegar komið var á flot og fæli sig og skipshöfn sína Guði á hendur. Við aðstæðumar í Reykjavík óx því og styrktist trú- arlíf Vilborgar sem varð svo bjarg- fast að það bilaði aldrei, hvað sem á dundi. Halldóra systir Vilborgar hafði gifst Ólafi Sveinssyni á Lambavatni á Rauðasandi og eignuðust þau þijú böm: Magnús Torfa, Svein og Halldóru Sigrúnu. Þar á heimilinu voru þá einnig bræður Ólafs, Magn- ús og Eyjólfur og auk þeirra faðir þeirra aldraður, Sveinn Magnússon. Eyjólfur hafði stundað nám einn vetur í Flensborgarskóla og eftir það eitt ár við Kleppe-lýðháskólann á Jaðri í Noregi. Þau Vilborg og Eyjólfur gengu í hjónband 1926 og fluttist Vilborg þá að Lambavatni. En tveimur árum síðar andaðist Halldóra og tók Vilborg þá við hús- móðurstörfum á öllu heimilinu og gekk bömum Halldóru í móður stað. Eyjólfur stundaði sjómennsku fyrstu árin og auk þess farkennslu í Rauðasandshreppi til dauðadags. Þau Vilborg og hann eignuðust þijá syni: Tryggva bónda á Lamba- vatni sem kvæntur er Erlu Þor- steinsdóttur og á með henni tvo syni og eina dóttur af fyrra hjóna- bandi; Valtý, vélstjóra, sem kvænt- ur er Amdísi Kristjánsdóttur og eiga þau tvo syni og eina dóttur og Gunnar, sem kvæntur er Lám Hraunfjörð og eiga þau einn son og þijár dætur. Valtýr og Gunnar vinna nú í álverinu í Straumsvík. Bamaböm Vilborgar vom því 10 og bamabamabömin em orðin 5. Vilborg og Eyjólfur tóku einnig að sér Ólaf Guðmundsson, sem nú er framkvæmdastjóri dótturfyrir- tækis Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna í Grimsby. Hann er sonur Maríu, systur Vilborgar, sem misst hafði mann sinn frá sonum þeirra tveimur í bemsku og dó sjálf frá þeim meðan þeir vom enn á barns- aldri. Það vom því sjö böm í umsjá Vilborgar á húsmóðurámm hennar á Lambavatni og reyndist hún þeim öllum hin ágætasta móðir. Sveinn tengdafaðir hennar var þar einnig meðan honum entist aldur. Auk þess var um tíma Elín Benónýs- dóttir, frænka Eyjólfs, gömul kona. Magnús bróðir hans var þar einnig til dauðadags og Ólafur þangað til heilsa hans brast og hann fluttist til bama sinna í Reykjavík. Þá kom Guðbjörg, móðir Vilborg- ar, til dvalar hjá henni þegar heilsu hennar var farið að hraka og var þar síðustu 8 ár ævi sinnar. Hún þurfti mikla umönnun þegar árin færðust yfir hana, bæði nætur og daga. Alla þá umönnun lét Vilborg fúslega í té og kvartaði ekki, jafn- vel þótt hún fengi aldrei samfelldan nætursvefn síðustu árin sem gamla konan lifði. Tryggð Vilborgar og trúmennska brást aldrei. Það var eins og orð Opinbemnarbókarinnar: „Vertu trúr allt til dauða og ég mun gefa þér lífsins kórónu" væm greypt í hjarta hennar enda hygg ég að hún hafi ekki þurft að bíða lengi eftir þeirri viðurkenningu þeg- ar hún kom í hið nýja ljós. Anna móðir mín var ein af systr- um Vilborgar. Hún var húsmóðir í Stakkadal á Rauðasandi og var því að sjálfsögðu mikið samband milli heimila okkar. Þegar mamma átti þau börn sín sem fæddust eftir að Vilborg kom að Lambavatni, hjálp- aði hún mömmu ævinlega ásamt ljósmóðurinni. Við systkinin vomm líka tíðir gestir hjá Vilborgu á Lambavatni, eins og bömin þaðan hjá okkur, svo tengsl heimilanna vom mjög náin. Áttum við Vilborgu því mikla þakklætisskuld að gjalda. Eyjólfur dó 1941. Þau Vilborg og Ólafur mágur hennar héldu áfram búskap þangað til Tryggvi, sonur Vilborgar, tók við búinu. Var hún alllengi hjá honum eftir það en flutti síðan til Reykjavíkur, þá kringum áttrætt. Fyrst bjó hún hjá Samúel bróður sínum, en eftir það ein, meðan hún gat í litlu húsi við Njálsgötu, sem var eign þeirra Guðmundar og Samúels bræðra hennar. Guðmund- ur er hinn eini af systkinunum sem enn er á lífi. Þaðan var skammt upp í Hallgrímskirkju sem hún sótti af kostgæfni og auk þess tók hún þátt í safnaðarlífinu þar meðan henni entist heilsa. Þegar hún var komin á mijðan níræðisaldur var heilsu hennar farið að hraka það mikið að hún gat ekki lengur búið ein. Fékk hún þá inni á Elli- og hjúkrunarheimilinu Gmnd og var þar til dauðadags. Á sumrinu sem nú er að kveðja var hún flutt á sjúkradeild en hafði fóta- vist þangað til viku áður en hún andaðist. Líkami hennar verður fluttur vestur á Rauðasand og lagður til hinstu hvíldar við hlið eiginmanns hennar sem hvílir í Bæjarkirkju- garði, en kveðjuathöfn fer fram í Hallgrímskirkju í dag, föstudag, kl. 13.30. Vitrir menn hafa sagt að hver og ein manneskja sem við eigum eitthvað saman við að sælda á lífsleiðinni hafi einhver áhrif á okk- ur, ýmist til uppbyggingar eða niðurrifs, og hafí þó sumir sterkari áhrif en aðrir. Sú er einnig mín reynsla. Nokkrar persónur sem ég hef átt samleið með á æviferli mínum hafa haft meiri áhrif á mig en aðrar og meðal þeirra er Vil- borg. Bjargföst trú hennar, tryggð og drengskapur urðu þættir í þeirri mynd hins dygga og trúa þjóns sem smám saman þróaðist í huga mínum, þess manns sem líklegur væri til að hafa áhrif til uppbygg- ingar á reikula samferðamenn. Eg skal fúslega viðurkenna að meðan ég var enn ungur fannst mér alveg nóg um þennan dæmalausa trúar- áhuga Vilborgar, en síðar, þegar ég fór að gera mér grein fyrir því hversu ríkur þáttur þessi sterka trú hennar var í tryggð hennar, þolin- mæði og drengskap, lá mér við að öfunda hana. Þetta sterka traust á Kristi, þessi sannfæring sem ég vissi aldrei til að efaðist og ekki spurði neinna spuminga, var eins og traust bamsins sem heldur í hönd föður síns eða móður og fetar hiklaust og óhrætt áfram við hlið foreldrisins því það veit að meðan pabbi og mamma vemda það getur enginn gert því mein. Þegar svona fólk, þessar vörður mínar í villugjömum heimi, kveðja er mér ríkast í huga þakklæti enda hygg ég að þeim mörgu, sem nutu góðs af hendi Vilborgar, sé hið sama í huga. Nú er of seint að þakka henni sjálfri en fyrir hönd okkar allra, ættingja hennar og vina, þakka ég Guði fyrir þau ár sem hann leyfði henni að lifa á meðal okkar og benda okkur með fordæmi sínu á hvemig hinum góða og trúa þjóni ber að lifa. Friður sé með sál hennar. Torfi Ólafsson Lambakjötið er Ijúffengur matur. Það er á mjög góðu verði í KRON verslunum núna. Úrval af lambakjöti í allskonar rétti. Frampartar Marinerað kjöt Læri Úrbeinað kjöt Lærissneiðar London lamb Hryggur Hangikjöt Kótilettur Saltkjöt Svið Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt. v/Norðurfell v/Stakkahlíð Stórmarkaður, v/Tunguveg v/Dunhaga Skemmuvegi s v/Langholtsveg v/Furugrund, Kóp. Kaupstaður í Mjódd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.