Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 24.09.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 71 KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI LANDSLIÐA Staðan Sovetríkin.....6 4 2 0 11:2 10 A-Þýskaland....5 2 2 1 8:2 6 tsland.........7 2 2 3 4:12 6 Frakkland......6 1 3 2 3:5 5 Noregur........6 114 3:8 3 Leikimir sem eftir eru í riðlinum: A-Þýskaland—Sovétríkin 10. októ- ber, Frakkland—Noregur 14. októ- ber, Sovétríkin— ísland og A-Þýskaland—Noregur 28. október og Frakkland—A-Þýskaland 18. nóv. NoreguMsland 0 : 1 Evrópukeppni landsliða, Ullevaal-leik- vangurinn í Osló, miðvikudaginn 23. september 1987. Mark íslands: Atli Eðvaldsson (32.) Gult spjald: Pétur Amþórsson (40.) Rautt spjald:Pétur Amþórsson (80.) Áhorfendur: 3.450 Dómarí: Haakon Lundgren frá Svíþjóð. Lið íslands: Bjami Sigurðsson, Atli Eðvaldsson, Guðni Bergsson, Sœvar Jónsson , ólafur Þórðarsson, Viðar Þorkelsson, Ragnar Margeirsson, Pét- ur Araþórsson, Gunnar Gíslason, Lárus Guðmundsson, (Halldór Áskelsson, vm., á 85. mín.), Guðmundur Torfason. Lið Noregs: Erik Thorstved, Rune Drattseth, Andere Giske, Hans H. Hen- riksen, Per Edmund Mordt, Erik Soler, Kai Erik Herrlovsen, Kjetil Osvold, Tom Sundby (Jan Berg vm. á 77. mín.), Bjöm Andereen, Vegard Skog- heim (Ulrich Möller vm. á 47. mín.). Símamynd/Terje Pedersen Fyrirliðinn stjórnar! Atli Eðvaldsson, fyrirliði islenska landsliðsins í knattspymu, tryggði liði sínu sigur með eina marki leiksins gegn Noregi í gærkvöldi. Atli lék sem sá er valdið hefur og stjómaði sínum mönnum af röggsemi. Hvað sögðu þeir? Sfmamynd/Verdens Gang Lárus Qudmundsson með knöttinn í leiknum í gærkvöldi. Það er Hans Hermann Henrikssen sem sækir að honum. Slgfrtod Held, þjálfari ístondlnga „íslenska liðið lék vel í þessum leik, en strákamir gerðu sig seka um alltof mörg smávægileg mis- tök — ónákvæmar sendingar og fljótfæmi þegar á reið í sókninni. Norska liðið. er sterkt og vann meðal annars Frakkland 2:0 hér á Ullevaal, en það sem skipti sköp- um í leiknum í kvöld var að við nýttum okkar marktækifæri en Norðmenn ekki.“ Um brottrekstur Péturs Amþórs- sonar sagði Siegfrid Held: „Þetta er brandari og hann af lélegri gerðinni." Um frammistöðu einstakra leik- manna vildi hann ekkert segja en liðið sem heild hefði átt góðan dag. Tord Grlp, þjálfaii NorAmanna „Tapið er erfiður biti að kyngja. Við spiluðum mjög vel úti á vellin- um fyrstu 30 mínútumar og sköpuðum okkur mörg marktæki- færi sem við því miður nýttum ekki til fulls. Leikmenn íslands léku skynsam- lega og náðu að bijóta niður sóknir okkar á réttum tíma. Mínir menn börðust eins og þeir gátu í 90 mínútur gegn ákveðnum ís- lendingum sem hvergi gáfu eftir, hvorki í návígum né í loftinu. Ég hafði reiknað með Tom Sundby sem heilanum á bak við upp- byggingu sóknarinnar, en hann virkaði bæði þreyttur og áhuga- laus.“ Grip var undrandi á hvað íslend- ingar náðu að sýna góðan leik og hafði þá leikinn heima í huga. Um einstaka leikmenn íslenska liðsins þótti honum miðverðimir, Atli Eðvaldsson og Sævar Jóns- son, ásamt Guðna Bergssyni, spila af öryggi og myndugleik. „Pétur Amþórsson og Ólafur Þórðarson voru einnig góðir en allra bestur þótti mér þó Bjami markvörður Sigurðsson sem átti leik á heimsmælikvarða. Ég óska íslendingum hjartanlega til hamingju með sigurinn,“ sagði Grip að lokum. Sœvar Jónsson „Auðvitað er ég ánægður, hæstánægður. Það var fyrst og fremst liðsheildin og skipulegur vamarleikur sem skóp þennan sigur. Ég held að við höfum leikið mjög skjmsamlega í kvöld, létum boltann ganga mjög vel og Norð- menn komust aldrei inn í vafa- samar sendingar hjá okkur eins og oft hefur viljað brenna við. Þeir pressuðu mikið fyrstu mínú- tumar en sem betur fer komumst við í gegnum það. Það má segja það að mótlætið hafi orðið til þess að vonleysi kom í leik Norðmanna. Ég er mjög ánægður með leik okkar, það var mikil hreyfíng á leikmönnum og nú vom menn óhræddir við að fá boltann. Þetta er enn einn sigurinn fyrir knatt- spymuna heima þvf eins og allir vita þá vantaði okkur marga af okkar bestu atvinnumönnum." Pðtur Amþórsson „Þetta var bara alveg meiriháttar — allt nema rauða spjaldið! Það gekk allt upp hjá okkur, við lékum skynsamlega, héldum boltanum mjög vel, en það er það sem mér hefur fundist vanda á í undanföm- um leikjum." Um brottvfsunina sagði Pétur: „Þetta var náttúmlega bara mgl. Fyrir það fyrsta átti ég aldrei að fá gult spjald fyrir þetta sakleysis- lega brot í fyrri hálfleik og í öðm lagi þá er fáránlegt að gefa rautt spjald fyrir það sem ég gerði. Þetta er gert í hita leiksins og það hefði verið hægðarleikur fyrir dómaranna að stoppa klukkuna og bæta við tímann." ErikSoler „Við náðum ekki að sýna okkar allra besta. Það var eins og að margir af atvinnumönnum okkar væm þreyttir og þungir. Ég er ánægður með mína frammistöðu, hef ekki verið betri í háa herrans tíð. íslenska liðið kom mér á óvart, spilaði af öryggi og gaf ekki tommu eftir frá fyrstu mfnútu til loka leiksins. Bjami félagi minn í Brann fannst mér bestur íslensku leikmannanna og einnig léku vamarmennimir Atli, Sævar og Guðni óaðfinnanlega." Bjöm Andersen „Lið sem ekki nýtir slfkan fjölda af marktækifæmm sem við feng- um í dag á ekki skilið að vinna. íslendingamir gáfust aldrei upp og uppskám eftir þvf. Bjami var frábær í markinu og allt íslenska liðið lék vel.“ AndersGlske „Vömin var okkar sterkasta hlið og samvinnan milli mín og Brat- seth var eins og best verður á kosið. Sóknir okkar gufuðu upp og íslendingamir nýttu það til fulls og náðu að leggja okkur að velli f dag. íslensku framheijamir vom ekk- ert vandamál en miðjan og aftasta vömin var fimasterk. Það er und- arlegt að Bjami Sigurðsson skuli leika í Noregi — annar eins mark- vörður er vandfundinn. KNATTSPYRNA / VINÁTTULEIKUR Bordeaux vann jólympíulið íslands 3:0 DEILDAR- og bikarmeistarar Frakka, Bordeaux, sigruöu ólympíulandslið íslands 3:0 í Bordeaux í gærkvöldi. Leikur- inn var liður í heimsókn forseta íslands og íslandsdaga f Bordeaux. Um 15.000 áhorf- endur fylgdust með leiknum þar á meðal Vigdfs Finnboga- dóttir forseti íslands og íslensku sendiherrahjónin í Frakklandi. Strax í upphafi leiksins sýndu meistarar Bordeaux að í dag em þeir í hópi sterkustu félagsliða í Evrópu. Leikur þeirra var mjög hraður og skemmti- legur. íslenska liðið átti erfítt uppdráttar gegn stuttu og nettu spili Frakka. ís- lenska liðið fór sér þó engu óðsiega og náði að skipuleggja vamarleik sinn. Önnur ráð vom ekki tiltæk með tilliti til leiks Bordeaux. Fyrsta mark leiksins kom á 20. mínútu og var það Jose Toure sem skoraði úr vítaspymu. Vítið var dæmt á Þorstein Þorsteinsson eftir að leikmaður Bordeaux hafði bakk- að í hann og látið sig falla. Eftir markið efldust heimamenn og áttu hvert marktækifærið á fætur öðm. Á 28. mínútu fengu íslendingar homspymu sem endaði með skoti þorsteins Þorsteinssonar rétt fram- hjá markinu. Á 40. mínútu bjargaði Birkir með góðu úthlaupi eftir stungusendingu Tigana á Vujovic. Á 43. mínútu átti Ferreri frábært skot af um 20 metra færi í þverslá fslenska marksins og barst knöttur- inn þaðan út í teiginn þar sem írinn O’Boyle skoraði annað mark Borde- aux. Seinni hálfleikur einkenndist af miðjuþófí á báða bóga. Ekki bar það árangur fyrr en á 85. mínútu er Fargeon skoraði þriðja og sfðasta mark Bordeaux eftir góða fyrirgjöf frá Ferreri. Sem fram kemur átti hið unga fslenska lið í vök að veijast allan tfmann. En leikmenn Bordeaux em greinilega á mikilli uppleið eftir Slguróll Kristjánsson lék vel með ólympíuliðinu í gær. heldur slæma byijun í frönsku 1. deildinni. Þeir Tigana, Toure, Ferreri og Vujovic-bræðumir vom fremstir leikmanna Bordeaux. Þrátt fyrir óhagstæð úrslit sýndu fslensku leik- mennimir oft á tíðum góðan samleik og þarf íslensk knattspyma ekki að örvænta f framtíðinni. Þeir Þorsteinn Guðjónsson, Siguróli Kristjánsson og Birkir Kristinson léku best í íslenska liðinu. „Það kom mér mjög á óvart hve franska liðið tók leikinn alvarlega ef tillit er tekið til hversu liðið á mikilvægan leik fyrir höndum í næstu viku,“ sagði Hörður Helga- son, þjálfari íslenska liðið eftir leikinn. „Þeir gáfu aldrei þumlung eftir — byijuðu að pressa strax upp við vítateig íslenska liðsins. Ég er ánægður með leik íslenska liðsins og þetta er reynsla sem mun koma sér vel fyrir strákana okkur í fram- tíðinni." Frá Bemharði Valssyni í Frakklandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.