Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						8  B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987
ASTRAÐUR
EYSTEINSSON
Þriðjiáratugurinn
Þegar litið er um öxl er erfitt
að verjast þeirri hugsun að
mesta blómaskeið og um leið
mesta umbrotatfmabil í fagurbók-
menntum Vesturheims á síðari tímum
sé þriðji áratugur þessarar aldar. Þá
birtist á nokkrum árum mikill fjöldi
þeirra verka sem við nú teljum til
stórafreka nútimabókmennta. Sem
dæmi má nefna Ulysses eftir James
Joyce, The Waste Land eftir T.S.
Eliot, The Sound and the Fury
eftir William Faulkner, Töfrafjall
Thomasar Manns og Sex persónur
í höfundarleit eftir Luigi Pirandello.
Ýmsir voru að átta sig á því að Ezra
Pound værj boðberi róttækra breyt-
inga í allri formgerð ljóðlistar (þótt
á hinn bóginn færi enn dult hvflík
nýsköpun fólst í skáldsögum Kafka,
en þær birtust einmitt um miðjan
þriðja áratuginn). Hin mikla skáld-
saga Prousts, í leit að týndum tíma
var að birtast í áföngum og í smíðum
eru austurrfsku stórvirkin Maður án
eiginleíka eftir Robert Musil og
Svefngenglarnir eftir Hermann
• Broch, en fyrstu hlutar þeirra birtust
f lok áratugaríns. Á Englandi gerist
Virginia Woolf mikil aflvaki módern-
isma með skáldsögum sfnum og í
Parfs situr Gertrude Stein við að setja
saman sum furðulegustu nýsköpun-
arverk aldarinnar: sá módernismi sem
einkennir flest ofantalinna verka
bauð m.a. upp á svigrúm fyrir „kven-
legt" andóf gegn hefðbundnum
skáldskap.
Margir hafa furðað sig á þeim
fjölda meistaraverka sem fram koma
á örfáum árum og þeim fjöida merkis-
höfunda sem komast til fulls þroska
á þessum áratug. En ef til vill er þó
mikilvægari sá menningarandi, sú
ára, sem veitti þessari nýsköpun
Iffsloft og sem alls ekki takmarkaðist
við hina einstöku snillinga sem hér
hafa verið upp taldir. Það kraumaði
og vall f lista- og bókmcnntalífí Evr-
ópu eftir að heimsstyrjöldinni fyrstu
lauk. Hin einstöku meistaraverk sem
fram komu á þeim árum hafa iðulega
að geyma viðbrögð við því syndafalli
mannsandans sem þetta strfð var
talið boða. En þessi verk verða einn-
ig að skoðast í ljósi hinna ýmsu
framúrstefha (avant-gardisma) sem
urðu til á undan því syndafalli —
rétt eins og þær væru fyrirboðar
upplausnarinnar. Ekkert var lengur
tryggt í listinni, friðurinn var úti,
allt gat gerst.
Og hreint ótrúlega margt gerðist
á þriðja áratugnum. Vart er ofmælt
að þá hafi opnast sá sjóndeildarhring-
ur skáldskapar sem blasir við okkur
enn f dag, fram komu fyrirboðar um
mest af þeirri nýsköpun sem átt hef-
ur sér stað síðan; möguleikar
módernismans til róttækrar úrvinnslu
og miðlunar nútfmans voru ýmist
komnir í framkvæmd eða í sjónmál.
Hemingway á
íslandi og víðar
Einn af þeim höfundum sem fram
komu á umræddum árum og sá sem
hefur orðið íslendingum hugleiknari
en aðrir þeir sem hér voru nefndir
er Ernest Hemingway. Hann er ótví-
rætt barn þriðja áratugarins, ef svo
má að orði kveða; þá birtir hann á
stuttu tímabili fjórar merkilegustu
bækur sfnar. Annars vegar er að telja
skáldsögurnar The Sun Also Rises
(1926) og A Farewell to Arms
(1929), en þær birtust báðar f
fslenskri þýðingu árið 1941; þá fyrri
þýddi Karl ísfeld: Og sólin rennur
UR FRÆÐUNUM
Nauteða,
nmtabani?
Ástráður Eysteinsson
Ernest Hemingway
upp, en þá sfðari Halldór Laxness:
Vopnin kvödd. Hins vegar er um
að ræða smásagnasöfnin In Our
Time (1925) og Men Without
Women (1927), en þau eru að mínu
mati með bestu verkum Heming-
ways, ef ekki þau bestu. Er illt
afspurnar að enn skuli ekki vera til
smásagnasafn eftir Hemingway á
íslensku.
Hver er svo staða Hemingways
með tiliiti til þess umróts f bókmennt-
um Vesturlanda sem bent var á hér
að framan? Ekki verður sagt að Hem-
ingway hafi orðið fyrir miklum
beinum áhrifum af evrópskri framúr-
stefhu, jafnvel þótt hann hafi um tíma
verið í læri hjá Gertrude Stein. Sum-
ar smásögur Hemingways fela þó í
sér býsna djarfa nýsköpun, en f skáld-
sögum sínum virðist hann hallast
fremur að viðtekinni sagnagerð.
Stöðu hans í heimsbókmenntum eftir-
strfðsáranna verður þó kannski best
lýst sem svo, og sama má segja um
höfunda á borð við Thomas Mann og
D.H. Lawrence, að hann brúi að
mörgu leyti það bil sem þá var að
myndast milli tilraunastefnu módern-
ismans og hins hefðbundna realisma
í skáldsagnagerð. Allt frá því mód-
ernisminn tók fyrst að láta á sér
kræla hafa ýmsir höfundar stundað
slíka brúarsmfð (einungis með sögu-
legri nærsýni er hægt að halda því
fram, einsog stundum er gert, að
samtvinning módernisma og realisma
sé eitthvað nýnæmi nú er við nálg-
umst aldamót — sumir benda jafnvel
á hana f skilgreiningu sinni á tfsku-
hugtakinu      „póstmódernismi").
Raunar er erfitt að finna kunnáttus-
amari brúarsmið f þessu tilliti en
Gustave Fiaubert f Madame Bo-
vary, bók sem ýmist er talin marka
upphaf módernisma f skáldsagnagerð
eða háris frönsku raunsæisskáldsög-
unnar, allt eftir því hvernig menn
lesa verkið.
Þarna má ef til vill finna eitt svar-
ið við þeirri spurningu hvers vegna
Hemingway hefur hofðað til íslend-
inga — en það eru vel að merkja
einkum skáldsögur hans sem hafa
átt upp á pallborðið hér á landi. Jafn-
vel þegar verk hans byggjast á
nýstárlegum rithætti eru þau „viðráð-
anleg", ef svo má segja. Þau má lesa
sem hefðbundinn realfskan texta og
sé það gert virðast þau ekki boða þá
upplausn og þann fagurfræðilega
glundroða sem módernisminn er iðu-
iega talinn hafa í för með sér. Það
má minna á að raunsæispenninn Ind-
riði G. Þorsteinsson er gjarnan talinn
sá íslenskur höfundur sem hvað helst
Hugleiðing um Hemingway — fyrri hluti
hafi orðið fyrir áhrifum frá Heming-
way.
Spurningin er þá hvort Heming-
way hafi fundið frjóan jarðveg hér á
landi einmitt vegna þess að ritháttur
hans hafi f raun ekki verið talinn svo
nýstárlegur, heldur fyrst og fremst
nútfmalegt afbrigði þess ópersónu-
lega og að þvf er virðist hlutlæga
frásagnarmáta sem einkennir íslend-
ingasögurnar. Verkum Hemingways
hefur einmitt ósjaldan verið líkt við
íslendingasögurnar og er jafnvel talið
að hinn svokallaði „harðsoðni" stíll
hans sé að einhverju leyti til orðinn
undir áhrifum frá lestri þeirra. Þá
mætti og velta því fyrir sér hvort
íslenskir lesendur væru á höttunum
eftir svipuðum söguhetjum og svipuð-
um mannlegum örlögum f hvorum
tveggja verkunum: iðulega einangr-
aðri hetju sem berst karlmannlega
við ósigrandi andstæðing og kald-
ranaleg, óumfryjanleg örlðg. Dæmi
um slfkar hetjur eru gamli maðurinn
f Gamli maðurinn og hafið eftir
Hemingway, sem Björn 0. Björnsson
fslenskaði 1954, eða Robert Jordan
f For Whom the Bell Tolls (Hverj-
um klukkan glymur, en það verk
eigum við f merkilegri þýðingu Stef-
áns Bjarmans sem kom fyrst út undir
titlinum Klukkan kallar árið 1951).
En vinsældir þær sem Hemingway
hefur notið hér á landi byggjast
lfklega fyrst og fremst á eiginleikum
sem gerðu hann að dáðum rithöfundi
víða um lönd fyrr á þessari öld. Þótt
sú lesendahylli hafi á tfðum verið
sveiflukennd hefur hún varað fram á
okkar daga. Gagnstætt landa sfnum
og Nóbelsbróður, John Steinbeck
(sem á tfmabili var lfka kappsamlega
þýddur á íslensku) hefur Hemingway
rifiö sig upp úr lægðum sem komið
hafa f vinsældir hans. En f hverju
felst þessi almenna tilhöfðun Hem-
ingways?
Hún felst að ég hygg aðallega í
sjálfri sköpun söguhetja hans, per-
sónusköpun sem beinist að margvfs-
legri útmálun karlmennskunnar.
Að einu leyti má sjá þetta í dýrkun
hreystilegs lffernis, hvort sem er á
sviði útivistar og íþrótta eða slarks
og vinnuhörku. Ólafi Gunnarssyni
rithöfundi fórust svo orð í skondinni
grein um Papa Hemingway í Heims-
mynd í fyrra (4. tbl.): „Að vera
Hemingway-isti er að sofa f klukk-'
utfma eftir dúndurdrykkju áður en
maður vaknar í byggingarvinnuna
og hugsa sem svo: Papa hefði látið
sig hafa það." Þessi orð túlka nokkuð
vel hvernig karlmennska Heming-
ways sveiflast stundum milii bóhemí-
skrar munúðar og spartanskrar
hreysti. Þegar slfkum öfgum sleppir
á karlpeningurinn það á hættu að
detta ofan f sljóleika og lffsleiða:
menn lfta jafnvel út fyrir að vera
orðnir útlifuð reköld fyrir miðjan ald-
ur. Þessi hliðin á karlmennskugervi
Hemingways hefur raunar haft gífur-
Iegáhrif á hetjusköpun (slarkhetjuna)
í sakamála- og spennusögum allt
fram á okkar dag og væri hún sem
slfk spennandi rannsóknarefni.
En harðsoðin karlmennska Hem-
ingways á sér fleiri hliðar. Hún felst
ekki síst í því að taka með stillingu
hvers konar missi. Ein af skáldsög-
um hans heitir To Have and Have
Not (Að hafa og hafa ekki; en
íslenski titilinn á þýðingu Karls ísfeld
frá 1946 er Einn gegn ðllum). Seg-
ir titillinn sitt um þessa togstreitu
gnægðar og missis. Það má telja
fremur hefðbundið dæmi um karl-
mennsku þegar Robert Jordan
ákveður að týna lífinu fyrir sam-
ferðafólkið, elskuna sína og málstað-
inn undir lok Hverjum klukkan
glymur, en dæmigerðara fyrir Hem-
ingway er þó að láta karlmanninn
standa eftir með tvær hendur tómar,
eins og þegar búið er að éta sjófang-
ið mikla frá gamla manninum f Gamli
maðurinn  og  hafið,  eða þegar
Fredric Henry missir bæði ástkonu
og barn í A Farewell to Arms.
Þetta síðasta dæmi minnir á annan
bókartitil Hemingways: Men Witho-
ut   Women   (Kvenmannslausir
karlar). Hin karlmannlega og harð-
soðna lffsafstaða sem virðist kallast
á við harðsoðinn stfl Hemingways
felst ekki sfst í því að geta lifað án
kvenna.
Áður en lengra er haldið er rétt
að líta aftur til þriðja áratugarins til
að glöggva okkur á tilurð þessa harð-
soðna stíls.
i
Stríð og nautaat
Á árunum eftir heimsstyrjöldina
fyrstu dvöldu allmargir bandarískir
rithöfundar um lengri eða skemmri
hríð í París og höfðu sumir þeirra,
eins og Hemingway, orðið vitni að
styrjöldinni sjálfri. I augum þessara
Bandaríkjamanna var stríðshrjáð
Evrópa eins og kaldranaleg and-
hverfa þeirrar sjálfumglöðu upp-
byggingar sem var að eiga sér stað
vestanhafs; þeir komu til Evrópu til
að kynnast annars konar „nútíma"
og til að „glata sakleysinu", ef svo
má að orði kveða. Það voru þessir
menn sem Gertrude Stein gaf hið
fræga heiti „týnda kynslóðin" og það
var einmitt Stein sem hjálpaði Hem-
ingway að móta stíl sinn, að skera
látlaust niður öll óþörf orð og skrifa
„einfaldar sannar setningar", eins og
Hemingway orðar það sjálfur í Move-
able Feast sem Halldór Laxness
íslenskaði árið 1966 og gaf þann
skemmtilega titil Veisla í farángr-
inum.
Stíll Hemingways er að töluverðu
leyti mótaður af starfi hans sem
blaðamaður á yngri árum, en þegar
hann kom til Parísar einsetti hann
sér samt að læra að skrifa og vildi,
svo ég vitni til orða hans, byrja á
„einföldustu hlutunum og eitt það
einfaldasta og jafnframt mesta
grundvallaratriðið er hrottalegur
dauðdagi." Eini staðurinn sem bauð
upp á slíkt, „fyrst stríðinu var lokið
var nautaatshringurinn".
í þessum orðum endurspeglast sú
sannfæring Hemingways að stríðið
(fyrri heimsstyrjöldin) hafi verið ótví-
ræð birtingarmynd nútfmans og að
hinn skyndiiegi aldurtili sem á sér
stað á vígstöðvunum sé tilvistar-
reynsla sem nútímamaðurinn verði
að horfast í augu við. í þessu sam-
bandi er gjarnan vísað til þess að
Hemingway særðist sjálfur lífshættu-
lega á vígstöðvunum er hann starfaði
að sjúkraflutningum fyrir ítalska her-
inn. Sú lífsreynsla gjörbreytti lffsvið-
horfi hans, hann glataði trú á
sjálfgefinn lífstilgang og kvaðst jafh-
framt hafa „hætt að vera harðsoð-
inn". Sú yfírlýsing hans kann að vekja
undrun þeirra sem laðast einmitt að
karlhörkunni f verkum hans, þeim
harðsoðna lífsmáta sem þar er lýst.
Þetta örlagaríka sár setur mikið
mark á skáldverk Hemingways, en
það er f afar flóknu sambandi við
agaðan og harðsoðinn stfl hans og
hinn harðsoðna lffsmáta sem hann
kemur til skila með þessum stíl. Hem-
ingway virðist ekki hfa reynt að
útryma angistinni sem stríðssárið olli
honum með því að finna mýkt í tilve-
runni. Öðru nær; eftir að hann hættir
að vera harðsoðinn, að eigin sögn,
virðist hann þó ekki sjá aðra leið tii
að lækna þetta sár en að standa f
sífellu „harðsoðinn" frammi fyrir 6tt-
anum og dauðanum f von um að
sigrast á þeirri dauðakennd sem hann
fann gagntaka sig er hann særðist.
Hemingway lagði sig eftir ýmsu of-
beldiskenndu, harðneskjulegu og
hættulegu athæfi, svosem hnefaleik-
um og villidýraveiðum, og svo styrj-
öldum þegar þess gafst kostur. Þetta
varð þess valdandi að persóna hans
sjálfs var iðulega mjög í sviðsljcsinu
og ævi hans er stundum notuð á full
einfaldan hátt sem túlkunarleið að
verkunum; ævisagan hefur og ýtt
undir harðneskjudrættina sem menn
skynja f verkum hans.
Ljóst er að söguhetjur hans reyna
að sætta sig við hlutskipti „týndu
kynslóðarinnar" með stundlegri fró
Ifkamlegra nautna, hvort sem það
gerist við veiðar, íþróttir eða drykkju-
svall. En sú lfkamsstæling sem
Hemingway þótti þó mest til koma
var nautaatið. Ég vitnaði hér áðan í
orð hans um hvernig helst mætti
verða vitni að návist hrottalegs ald-
urtila í nautaatshringnum, fyrst
stríðið væri yfirstaðið. Stríð og nauta-
at, sem hvrot um sig hafa mikið
táknlegt gildi í skáldskap Heming-
ways, eru þó alls ekki endilega
sjónarsvið hliðstæðra átaka eða ör-
laga. Sé fagurfræði Hemingways
skoðuð gagnrýnum augum kemur í
ljós að á hinu mikla mótunarskeiði
eftir fyrri heimsstyrjöldina öðlast
nautaatið táknlegt vægi sitt ekki
vegna þess að það endurspegli átök
strfðsins, heldur einmitt vegna þess
að stríðið var orðið svo „firrt" nútíma-
fyrirbæri að það gjörsamlega ónýtti
forsendur „karlmannlegra" átaka.
Einsog gjörla má sjá í A Farewell
to Arms er nútfmastríð fáránlegur
barningur þar sem óvinurinn drepur
mann án þess að vera nokkurn tima
í augsýn eða lfkamlegri nálægð.
Seinna leitaðist Hemingway við að
endurvekja karlmennskulund og
hetjuhlutverk hermannsins með hug-
sjónaeldi lýðræðissinna í spænsku
borgarastyrjöldinni, einsog við sjáum
í For Whom the BeU Tolls. En
jafnframt missir lýsing hans á vett-
vangi stríðs þann sannfæringarmátt
sem hún hefur í A Farewell to
Arms. í nautaatinu gat Hemingway
hinsvegar fengið táknræna útrás fyr-
ir þrá sína eftir „gamaldags"-stríði
þar sem fram fer „heiðarleg," karl-
mannleg viðureign við andstæðing
sem er viðstaddur á fyrirfram af-
mörkuðum velli.
í mikilli bók sem Hemingway skrif-
aði um nautaat, Death in the
Afternoon, segir hann nautaat vera
einu listgreinina þar sem listamaður-
inn sé f beinni lífshættu er hann
fremur list sína. Hvergi komi þvf
betur fram sá þokki undir þrýstingi
(„grace under pressure") sem sé að-
alsmerki sannrar listar. Hemingway
virðist hafa litið á þá harðsuðu tungu-
málsins sem hann ástundaði í verkum
sínum sem eins konar nautaat ritlist-
ar. Og lífssýn hans var ekki síst
útlegging á fagurfræði nautaatsins:
f nautaatinu fann hann samruna
lífsmáta og listeköpunar.
Á hinn bóginn má þó benda á að
samlíking nautaats og stríðs er ekki
fjarri lagi að öllu leyti í þessu sam-
hengi. Hvort tveggja bíður upp á
lífshættu við hverja hreyfingu og
lífshættan er oft eina örvunarlyfíð
sem Hemingway finnur gegn doða
og sleni „venjulegs" lífs. Jafnframt
er nautaat eingöngu háð af karl-
mönnum, rétt eins og styrjaldir — f
hvorum tveggja átökunum er leik-
vangurinn svo gott sem ótruflaður
heimur karlmanna; kvenfólk er ekki
með í spilinu.
					
Fela smįmyndir
B 1
B 1
B 2
B 2
B 3
B 3
B 4
B 4
B 5
B 5
B 6
B 6
B 7
B 7
B 8
B 8