Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 235. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987
Jólafrímerki 1987
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
I síðasta frímerkjaþætti, 26. f.m.,
var sagt frá sex nýjum frímerkjum,
sem út ættu að koma á Degi
frímerkisins, 9. október. Nú er sá
dagur að baki og merkin komin
fyrir almenningssjónir. Ekki á ég
von á, að menn hafi orðið fyrir
vonbrigðum. Þó skal játað, að ég
hitti þann dag einn mann, sem lét
í ljós nokkra óánægju með lit Tann-
verndarmerkisins. Einkum og sér í
lagi taldi hann ósennilegt, að menn
hefðu baðherbergi sín með þessum
lit. Mér varð svarafátt, en sagði sem
svo, að smekkur manna væri
misjafn í þessum efnum sem öðrum.
Hvað sem lit þessa merkis líður,
er ég þeirrar skoðunar, að það
muni þykja allsérstætt og vonandi
vekur það verðskuldaða athygli. Eg
segi vonandi, því að verðgildi þess
hentar ekki lengur á almennan póst,
svo að hætt er við, að merkið og
tilgangur þess fari fram hjá mörg-
um viðskiptavinum póstsins.
Skyndileg breyting burðargjalda
vegna aukinnar dýrtíðar eða verð-
bólgu getur einmitt oft orðið til
þess, að góður tilgangur frímerkj-
aútgáfu renni út í sandinn. Hér
verður ekki við Póst- og símamála-
stofnun að sakast. En hún verður
aftur á móti að vera ábyrg fyrir
því, þegar hún stendur ekki við
það, sem hún hefur áður auglýst í
tilkynningum sínum.
Eg tel heldur mikið lagt á þá
frímerkjasafnara, sem enn safna
svonefndum fyrstadagsumslögum,
að fá fimm frímerki og eina smáörk
eða blokk á sama degi. Hér skiptir
engu, þótt verðið sé ekki óviðráðan-
legt. En samkvæmt fyrstu tilkynn-
ingu póststjórnarinnar í upphafi
þessa árs segir beinlínis, að frímerki
með íslenzkum fuglum, samtals
fjögur verðgildi, eigi að koma út
16. september 1987. Hinn 9. októ-
ber komi síðan út frímerki helgað
tannvernd og eins smáörk (blokk)
á Degi frímerkisins sama dag. Loks
er þess getið í tilkynníngunni, að í
undirbúningi sé að gefa út í hefti
frímerki með hinum fjórum íslenzku
landvættum að myndefni. Um út-
gáfudag þeirra er aftur á móti engu
slegið föstu. Mín skoðun er sú, að
póststjórnin eigi að fylgja nákvæm-
lega þeim dagsetningum, sem hún
ákveður í upphafi, enda er skyn-
samlegt allra hluta vegna að raða
útkomu nýrra frímerkja niður á
árið, en dengja þeim ekki út á fáum
útgáfudögum. En þetta er orðinn
hlutur, og aftur verður ekki snúið.
En orðheldni hefur alltaf þótt
dyggð, hvort sem er hjá einstakling-
um eða stofnunum. Ég hefði svo
sem ekki gert þetta sérstaklega að
umræðuefni hér í frímerkjaþætti
úr því sem komið var nema af því,
að nú kemur í ljós, að póststjórnin
brigðar enn gefin loforð. Þegar ég
skrifaði síðasta þátt, datt mér alls
ekki í hug, að ný frímerki yrðu sett
á markað hálfum mánuði síðar. Sú
verður þó raunin.
Fyrir fáum dögum barst mér í
hendur tilkynning nr. 12 frá Póst-
og símamálastofnuninni, þar sem
segir, að jólafrímerki ársins 1987
komi út 21. október. Hins vegar
hafði útkoma þeirra verið ákveðin
11. nóvember, enda hefur verið föst
venja að gefa þau út í þeim mán-
uði. Segja má líka, að það sé ekki
eðlilegt, að þau frímerki, sem eink-
um eru ætluð á jólapóstinn komi
út löngu fyrir jólin. Þar sem ég er
með nokkrum hætti innanhúsmaður
hjá póststjórninni vegna setu
minnar í útgáfunefnd hennar, fer
ég ekki á stundum varhluta af
gagnrýni ýmissa manna úti í bæ.
Auðvitað tek ég á mig minn hlut
af ábyrgð á þeim frímerkjum, sem
valin eru til útgáfu, en ekki heyrir
undir nefndina ákvörðun um verð-
gildi merkja og útgáfudaga þeirra.
Slíkt er vitaskuld einungis á valdi
stjórnenda póstmálanna. Þegar ég
frétti um hinn breytta útgáfudag
jólafrímerkjanna, spurðist ég fyrir
a

,*«*
&F*5&&
\.
y^\ss)^
Milljónirá hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111
um ástæðuna. Hef ég hugboð um,
að útgáfunni hafi verið flýtt, svo
að gera mætti ársmöppu 1987 svo
tímalega, að hún yrði til sölu fyrir
viðskiptamenn póstsins, sem margir
hverjir nota hana til gjafa. Þetta
er að sjálfsögðu sjónarmið, en það
breytir ekki því, að hér hefur póst-
stjórnin farið í bága við fyrstu
tilkynningu ársins. Eg vænti þess,
að hún haldi sig betur við uppgefna
útgáfudaga á næsta ári, enda er
það öllum í hag.
Jólafrímerki undanfarandi ára
hafa orðið mörgum að umræðuefni
og heldur á neikvæðan hátt og jafn-
vel til hneykslunar. Ég hef sjálfur
varið þessa útgáfu og þá fyrst og
fremst á þann hátt, að sá listamað-
ur, sem valinn hefur verið til að
teikna þessi frímerki, hlýtur að
hafa óbundnar hendur í túlkun
sinni. Um þá túlkun má svo deila,
og ég hef sjálfur ekki alltaf verið
hrifinn af henni. En nú vænti ég
þess, að frímerkjasafharar og aðrir
viðskiptamenn póstsins verði
ánægðir með hin væntanlegu jól-
afrí-
merki og geti með ánægju notað
þau á jólabréfin sín. Að mínum
dómi hefur hér tekizt sérlega vel
til. Þórður Hall myndlistarmaður
hefur teiknað þau. Myndefni þeirra
eru annars vegar „Jólahelgin —
grenigrein, sem táknar lífið, er
vaknar með hækkandi sól," eins og
segir í tilkynningunni, og hins veg-
ar „Jólaljósið — kertalog sem tákn
um jólahelgina og hátíð ljóssins."
Ef litprentun þessara frímerkja
tekst vel í þættinum, vænti ég þess,
að lesendur geti orðið mér sammála
um, að hér hafi listamanninum
tekizt vel að draga fram skemmti-
lega jólastemmningu. Frímerkin eru
prentuð í Sviss eins og fyrri jólafrí-
merki, enda á svonefnd sólprentun
og rastadjúpþrykk vel við þetta
myndefni.
Nýtt hefti af Grúski,
tímariti fyrir safnara,
komið út
Á Degi frímerkisins kom nýtt
hefti af Grúskinu út, og á ég von
á, að það sé að berast í hendur
safnara um þessar mundir. Er þetta
2. tbl. 9. árgangs eða 19. hefti, svo
sem stendur á kápunni. En hana
prýðir mynd af nýju smáörkinni.
Ég á von á, að mönnum þyki feng-
ur í að fá þetta hefti í hendur, enda
er í því margs konar fróðleikur fyr-
ir    safnara.    Víðamesta    greinin
nefhist Innanlandspóstur á Islandi
1776-1872 og er eftir Ólaf Elías-
son og Þór Þorsteins. Hafa þeir
félagar um nokkurt skeið verið að
kanna ýmis gögn um póstmál á
íslandi á nefndu tímabili, þ.e. áður
en frímerki voru gefin út & íslandi.
Hefur athugun þeirra einkum
„beinzt að því að kanna og safna
saman þeim fyrirmælum og reglum,
sem um póstmál giltu og að rann-
saka, hvernig þessum fyrirmælum
var framfylgt og hvernig meðferð
pósts var í raun háttað," eins og
orðrétt segir í greininni. Hefur
margt komið í ljós, sem áður var
lítið vitað um. Við könnun þeirra
félaga á bréfum í skjalasöfnum
hafa þeir fundið það út, að þau
skiptast í tvo hópa. Annars vegar
eru þau bréf, sem hafa örugglega
farið með póstum. Þau eru tölusett
í samræmi við fyrirmæli um skrán-
ingu bréfa í tilskipunum frá 1776
og 1779. Hins vegar er svo fjöldi
bréfa, sem hafa verið flutt milli
sveita með einstökum mönnum og
bera þess vegna engin skrárnúmer.
Má öllum vera það ljóst, að í raun
og veru geta einungis skrásettu
bréfin kallazt forfrímerkjabréf,
enda er líka ritað á þau, hvort burð-
argjald hefur verið greitt fyrirfram
af sendanda eða hvort það skuli
innheimt hjá viðtakanda. Þessi at-
hugun Ólafs og Þórs á örugglega
eftir að valda þáttaskilum í mati
fslenzkra forfrímerkjabréfa og þá
um leið verðlagningu þeirra. Mörg
þess konar bréf hafa verið á upp-
boðum erlendis og sum hver keypt
dýrum dómum af erlendum söfnur-
um. Með hliðsjón af því var skyn-
samlegt af höfundum greinarinnar
að birta hana einnig á ensku, svo
að safnarar erlendis gætu dregið
lærdóm af niðurstöðum þeirra. Ekki
verður annað efni Grúsksins rakið
hér, en gjarnan má benda á grein
eftir Harald Tysland f Noregi um
Tilbúin „í GILDI" bréf, sem Olafur
Elfasson hefur þýtt á íslenzku. Því
miður er ekki svo lítið til af alls
konar tilbúnum bréfum og öðrum
hlutum, sem safnarar hafa glæpzt
á að kaupa af hreinni vanþekkingu.
En það er rétt hjá Ólafi, að íslenzk-
ir safnarar eru fullfærir um að
leiðbeina mönnum í þessum efnum.
Ég vil jafnvel taka enn dýpra í ár-
inni og segja, að þeir séu færari til
þess en erlendir safnarar, enda ekki
nema von. Hér þarf sem sé oft
bæði þekkingu í staðfræði og per-
sónusögu, sem útlendingar hafa
ekki til brunns að bera.
			^^gj.			
	f%,		1*^-1			
	%	k--—^1			m	i
"1%*$	I				1 _fi	
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og
Halldór Haraldsson pfanóleikari halda tónleika í félagsheimili Stykk-
ishólms á sunnudaginn.
Tónleikarí
Stykkishólmi
GUÐNÝ Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari, Gunnar Kvaran sellóleik-
ari og Halldór Haraldsson
píanóleikari halda tónleika í f é-
lagsheimili Stykkishólms sunnu-
dagimi 18. október kl. 16.00.
A efnisskrá tónleikanna er Tríó
nr. 1 í d-moll eftir Mendelssohn,
Miniatures eftir Frank Bridge og
Erkihertogatríó Beethovens.
Þetta eru fyrstu tónleikar þeirra
á þessu hausti, en þann 25. október
halda þau tónleika á vegum Kamm-
ermúsíkklúbbsins í Reykjavík.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64