Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987
"j
Outi Heiskanen
Myndllst
Valtýr Pétursson
í Norrœna húsinu hefur finnska
listakonan Outi Heiskanen komið
fyrir sýningu á grafikverkum
sínum, sem eru aðallega ætingar
sem felldar eru á nokkuð sérstakan
hátt að sýningarrýminu bæði í and-
dyri og í bókasafninu.
Heiskanen er okkur að góðu
kunn sem grafíker. Hún hefur áður
verið á ferð með verk sín I Nor-
ræna húsinu og í Galierí Langbrók.
Ennfremur var hún ein af þeim,
sem þátt tóku f grafíkhátíðinni á
Kjarvalsstöðum, Graphica Atl-
antica, á sínum tíma. Af þessu má
sjá, að hún er nokkuð hagvön hér
í borg, ef svo mætti að orði kveða.
Sú sýning, sem nú er á ferðinni,
er rpjög framúrstefnuleg í allri
uppsetningu og hefur listakonan
byggt eftirlíkingu af ísjaka á miðju
sýningarsvæðinu og á fsjakann er
sfðan þrykkt ætingum. Aðeins ein-
staka myndir hanga á veggjum, svo
að ísjakinn hlýtur að vera hugsaður
sem þungamiðja þess, sem sýnt er.
í bókasafni eru svo myndraðir, sem
kallast grunnfíötur fsjakans og
þverskurður fsjakans. Ég skal fús-
lega játa, að mér er ekki ljóst,
hvert listakonan er að fara með
slíku fyrirkomulagi, en það hljóta
að vera gildar ástæður fyrir slfkri
uppákomu frá hendi jafn reyndrar
listakonu. Um ætingar Heiskanen
er ekkert nema gott að segja. Þær
eru kunnáttulega gerðar, sumar
unnar á handgerðan japanskan
pappfr, aðrar á 1000 ára handgerð-
an pappfr frá Vfetnam. Af þessu
má sjá að mjög er vandað til verks
og ekki meir um það.
Það er ætfð nokkurt gaman að
því að skoða óvenjulega hluti og
ekki hvað sízt, þegar myndlist á í
hlut. Áhorfandinn á það jafnan á
hættu, að verið sé að gera svolítið
gys að honum og listamenn eiga
það til að bregða á glens, eins og
hér virðist á ferð. Það er hressilegt
að sjá þessa nýstárlegu uppsetn-
ingu á grafíksýningu og aðalatriðið
að skemmta sér sem bezt.
KRISTJAN STEINGRIMUR
í Vestursalnum á
Kjarvalsstöðum hefur
Kristján Steingrímur
Jónsson efiit til sýning-
ar á nýjum verkum
sínum. Kristján
Steingrímur er nýkom-
inn frá framhaldsnámi
í Þýzkalandi, nánar til
tekið frá listaskóla í
Hamborg. Hann stund-
aði nám hér heima á
órólegu árunum, ef svo
má til orða taka, og er
hann tók þátt í sýningu
hér síðast með nokkrum
vinum sfnum báru verk
hans nokkuð annan svip
en nú er. Þetta sannar,
að hann hefur fellt sig
að nokkrum aga hjá
þeim þýzku, og árang-
urinn er eftir því.
Sérstaklega er það eft-
irtektarvert, hve mjög
Kristján Steingrímur
þreifar fyrir sér á nýjum
slóðum, hvað stíl snert-
ir. Mætti segja mér, að
hér væri einkum um
þýzk áhrif að ræða, og
ekkert eðlilegra. En stíll
í myndgerð er hinn
margvísiegasti og
breytist oft í takt við
þá tízku, sem drottnar
í augnablikinu.
Það fyrsta, sem blas-
ir við á sýningu Krist-
jáns Steingríms er Eförþanid, 1987.
myndrænn frískleiki og
leit listamannsins í margar áttir. Hann þreifar fyrir
sér hér og þar og gerir margar tilraunir. í þessu
umróti eru afar hressilegir sprettir, sem gefa góða
hugmynd um þá hæfíleika, sem í þessum unga
manni búa. Hann hefur
þegar þróað með sér
nokkuð sjálfstæða lita-
meðferð, sem honum
tekst stundum að koma
til skila með þeim ágæt-
um, að maður sannfæ-
rist um tilgang
verksins. Formið aftur
á móti er ekki eins
ákveðið í verkum Krist-
jáns Steingríms. Enda
þótt hann tefli því fram
af dirfsku og nokkru
öryggi vantar svolitla
hnitmiðun á köflum.
Þetta eru engar stórar
yfirsjónir, en algengar
hjá byijendum í faginu.
Það er skoðun mín, að
slíkt muni breytast í
verkum Kristjáns
Steingríms á komandi
tímum og að það ör-
yggi, sem felst í verkum
hans nú, eigi eftir að
taka á sig enn sterkari
svip þegar hann hefur
öðlast meiri reynslu og
þroska.
Það kennir margra
grasa í þeim 29 olíumál-
verkum, sem eru á
þessari sýningu, og ekki
eru grafíkmyndimar og
akrýlmyndimar Síðri. I
heild er þetta mjög
snotur sýning og rit
það, sem Kristján
Steingrímur hefur gert
með myndum af verk-
um sfnum, er honum til mikils sóma. Sem sagt —
eftirtektarverð sýning sem er full af góðum áform-
um, gerð af miklum dugnaði og lofar góðu.