Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 t Unusti minn, sonur okkar og bróðir, BIRGIR GRÉTARSSON, Ölduslóð 45, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík þann 27. október. Hanna Björk Guðjónsdóttir, Agnes Eymundsdóttlr, Grótar Geir Guðmundsson, Guðmundur Lúðvik Grótarsson, Ingi Valur Grótarsson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG Þ. SÍMONARDÓTTIR fró Selfossi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 31. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuö. Drífa Pólsdóttir, Gestur Steinþórsson og börn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR A. PÉTURSSON, Hringbraut 60, Keflavík, verðu jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 31. október kl. 13.30. Vigdís Jónsdóttir, Ingveldur Sigurðardóttir, Annie Sigurðardóttir, Pótur Slgurðsson, Stefania Jónsdóttir, Jón Sigurðsson, Kristfn Kristjánsdóttir og barnabörn. % t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ARNGRÍMUR JÓNSSON, Árgilsstöðum, Hvolhreppi, verður jarösunginn frá Breiðabólsstaðarkirkju f Fljótshlíð laugar- daginn 31. október kl. 14.00. Jón Arngrímsson, Sæmundur Óskarsson, Guðrún Arngrfmsdóttir, Benjamfn Jóhannesson, Marta Arngrfmsdóttir, Svavar Friðleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR ÁRNADÓTTIR, Efra-Hvoli, verður jarösungin frá Lágafellskirkju laugardaginn 31. október kl. 10.30. Ingunn Vfgmundsdóttir, Pálmar Vfgmundsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Aðalsteinn Vfgmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginrr.aður minn, faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, KRISTINN PÁLSSON, Hryggjarseli 6, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. október kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóö La nda kotsspíta la. Gerður Sigurðardóttir, Páll Kristinsson, Ingveldur Kristinsdóttir, Páll Kristinsson, Helga Pálsdóttir, Þórir Eyjólfsson. t Hjartans þakklaeti fyrir auösýnda samúð og kaerleika við andlát * og útför FREYSTEINS DRAUPNIS MARTEINSSONAR, Neskaupstað, Marfa Siggeirsdóttir, Draupnir Rúnar Draupnisson, Ástvaldur Draupnisson, Siggeir Þorsteinsson, Björk Inga Arnórsdóttlr, Sindri Siggeirsson. Minning: Tage Möller hljómlistarmaður Fæddur 15. janúar 1898 Dáinn 20. október 1987 „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá ^ftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) í dag kveðjum _við elskulegan tengdaföður minn. Á slíkum stund- um kveður við sorgartón. Söknuð- urinn situr í fyrirními og hugurinn leitar hins liðna. Ég var lánsöm er ég tengdist jafn lífsglöðum og já- kvæðum manni og Tage var, þegar ég giftist Jóni Friðriki syni hans. Tage var af dönsku bergi brotinn. Ungur fluttist hann til íslands, ásamt flölskyldu sinni. Foreldrar hans voru Friðrik Christian Möller, en móðir Anna Katrín Möller (f. Nilsen). Tage fæddist á Samsö við Jótland. Hann átti fímm systkini. Fjölskyldan fluttist til íslands og stofnaði heim- ili við Hverfísgötu, og bjó með myndarbrag. Listhneigð var ríkur eðlisþáttur í fari Tage og systkina hans. Gunhild er ein eftirlifandi þessa systkinahóps og er búsett í Helsingör. Eldri Reykvíkingar muna Tage einkum fyrir píanóleik, en er hann lék fyrir áheyrendur sína, laðaði hann fram svo fagra tóna, nokkurskonar flauelistóna, að fólk heillaðist. Hann spilaði í fjöl- mörgum „revíum" í Iðnó ásamt fleiri skemmtistöðum, svo sem Hót- el íslandi. Hann var undirleikari hjá Guðmundi Thorsteinssyni, „Muggi", í Nýja bíói. Nú sjáum við þessa gömlu tíma í ævintýraljóma. Þar er veitingahús- ið Kvosin til húsa núna. Margt þar ber blæ fyrri ára. Tage var tvíkvæntur. Sonur hans frá fyrra hjónabandi er Birgir, sendiráðsritari í Kaupmannahöfn. Hann er kvæntur Gunillu, sænskri konu, og eiga þau tvo syni; Carl Birgisson, stundar háskólanám hér- lendis, en Birgir yngri, bróðir hans, er við nám í Danmörku. Þeir voru báðir augasteinar afa síns. Lífsföru- nautur Tage og seinni eiginkona er Margrét Jónsdóttir, ættuð frá Stokkseyri. Það var hans mesta gæfuspor í lífínu, er þau giftust og varði það hjónaband meira en hálfa öld. Hún var honum eitt og allt. Heimili þeirra var listrænt menn- ingarheimili. Gestrisnin var í fyrir- rúmi. Hver hlutur á sínum stað, og staður fyrir hvem hlut. Margrét var snillingur í öllu heimilishaldi og hygg ég að fáar húsmæður hafí haft tæmar þar sem hún hafði hælana, þegar hún var upp á sitt besta. Því miður er heilsa hennar búin að vera bágborin í mörg ár, en seiglan leynir sér ekki. Hún er nú á 77. aldursári. Þeim varð tveggja sona auðið, Jóns Friðriks og Carls. Lífsfömnautur Carls er Ólöf Magnúsdóttir. Listagyðjan gekk sannarlega ekki hjá garði er synir Tage fædd- ust. Þeim er hljómlistin í blóð borin. Hygg ég það lítt eiga við skap tengdamóður minnar, þó ég haldi áfram hástemmdum lofræðum, þó sannar séu, slík er hógværð henn- ar. Læt ég þvi staðar numið, og bið algóðan guð er lífíð gaf, að þerra tárin. Oddný Grímsdóttir Árið 1978 var ég svo lánsöm að kynnast Tage Möller og hans góðu konu, Margréti Jónsdóttur. Þau tóku mér af slíkri ást og umhyggju að ég fæ aldrei endurgoldið. Tage var einn þeirra manna sem eru ótrúlega ungir í anda þrátt fyr- ir háan aldur, og fylgdist hann vel með heimsfréttum og dægurmálum allt fram á síðasta dag. Sá hann oft hinar spaugilegu hliðar á málun- um enda „húmoristi" hinn mesti. Hann var listamaður af lífi og sáí, mjög góður píanóleikari, og yndislega falleg málverk eru til eft- ir hann, heimili þeirra hjóna ber þess líka merki að þau unnu fögrum hlutum. Það var mjög gaman að borða með Tage, hann var matmaður, nýjungagjarn í þeim efnum, ekkert hræddur við að prófa eitthvað nýtt. Hann var af „gamla skólanum", afskaplega áreiðanlegur og það sem hann sagði stóð. Kurteisari og meiri „gentleman" var varla hægt að fínna. Það eru svo ótal margar ljúfar minningar sem renna í gegnum hugann þegar hugsað er til baka, að sitja og spjalla við hann um heima og geima. Hann var hafsjór af fróðleik og hafði skemmtilega frásagnargáfu, oft snerust umræð- umar um tónlist og átti hann það þá til að ganga að píanóinu og spila tiltekið lag. Það voru góðar stundir. Ég fyllist þakklæti þegar ég hugsa um hvað litlu hundamir mínir gátu veitt honum mikla ánægju, þeim finnst líka eitt það skemmti- legasta að fá að fara á Skúlagötuna í heimsókn. Tage valdi sjálfur nafn- ið á ýngri hundinn, gaf honum nafnið „mon ami“ sem þýðir vinur minn. Mér fínnst ég geti sagt með sanni að Tage Möller var vinur minn. Ég bið þess að góður Guð veri með honum á nýjum slóðum og gefi öll- um hans ættingjum styrk, þó sérstaklega Margréti konu hans, sem sér nú á eftir lífsförunaut sínum eftir 53ja ára hjónaband. Guð blessi minningu Tage Möller. En fyrir handan hafið þar hillir undir land í gullnum geislum vafið það girðir skýjaband. Þar gróa í grænum hlíðum með gullslit blómin smá, í skógarbeltum blíðum í blómsturlundum fríðum má alls kyns aldin sjá. (Vald. Briem.) Ólöf Kveðjuorð: Birkir Njálsson Birkir er fallinn’ frá. Það er erfítt að trúa að minn góði trausti vinur skuli ekki vera til staðar lengur. Auk þess að hafa haft mikla ánægju af samvistum hans, þótti mér ávallt mjög gott að ráðgast við hann um hin ýmsu mál er upp komu og naut ég góðs af. En þessi ráðgjöf er ekki lengur til staðar. Birkir var skynsamur og handlag- inn, enda átti hann ekki langt að sækja þá hæfíleika. Móðir hans er komin af miklu gáfufólki og afí henn- ar var hinn virti gáfu- og fræðimaður Friðbert Guðmundsson úr Vatnadal, Súgandafírði. Faðir Birkis var ein- staklega laginn í höndunum, smíðaði og tálgaði mikið, þar á meðal mörg skipslíkön, sem voru og eru mörg enn algjör meistaraverk. Vinátta okkar Bigga hófst fyrir alvöru fyrir 12—14 árum, er hann var 18—19 ára og ég liðlega tvítug- ur. Á þeim árum var hann farinn að róast nokkuð, en hann hafði oft á tíðum verip svolítill prakkari eins og gengur. Á unglingsárum sínum í heimavistarskóla var hann eitt sinn að bralla eitthvað og þá með ljósin á í herbergi sínu eftir þann tíma, er leyfílegt var að nota ljós og nemend- ur áttu að vera sofnaðir. Kennari tók eftir ljósinu gegnum dymar, samdi skammarræðu í huganum og reif upp hurðina. En við honum blasti myrk- vað herbergi og hann varð í fljótheit- um að stumra út úr sér afsökunar- orðum við svefndrukkinn nemandann og koma sér út aftur. Biggi brosti í kampinn, þvi hann var búinn að tengja rafkerfí herbergisins við hurð- ina þannig að ljósið slökknaði er hurðin opnaðist. Þessi saga er nokkuð einkennandi fyrir margt er Biggi gerði, smá stríðni, kímni og úthugsun hlutanna. En eins og áður greinir fækkaði prakkarastrikunum með árunum, en fróðleiksfýsnin fór vaxandi. Biggi lærði rafvirkjun í Iðnskólanum, en bróðurpartinn af vitneskju sinni fékk hann af hinum ýmsu námskeiðum er hann sótti, ásamt lestri um þau áhugamál, sem hann hafði. Biggi reyndi að gera alla hluti sem best og var nákvæmni hans aðdáun- arverð, þó sumum þætti nóg um. Biggi var rétti maðurinn til að ræða við um sín einkamál, en helst til var hann of dulur um sín eigin. Hann gat orðið byrstur í skapi, ef honum fannst á hann hallað, en oft- ast réði gleðin ríkjum og hans hvelli hlátur. Flugið var hans áhugamál númer eitt og hann lærði að fljúga hérlend- is og var einnig um fímm mánaða skeið við flugnám í Bandaríkjunum. Biggi bjó í Reykjavík síðustu árin og starfaði sem rafvirki á Borgarspít- alanum. Hann var mjög hæfur rafvirki, það sýndi hann í þeim verk- efnum, sem hann leysti fyrir mig, og á Borgarspítaianum hlóðust á hann fleiri og fleiri sérverkefni við ýmis rafeindatæki. Forsjónin réö því að Biggi festi ekki ráð sitt, en á stundum hygg ég að hann hafí verið nálægt hnapphel- dunni. Hér er ekki rúm til að minnast hinna fjölmörgu hluta, sem við Biggi gerðum saman. Síðustu árin höfum við verið aðskildir, ég á Suðureyri, en hann í Reykjavík. Ávallt er ég kom í bæinn var hann mér innan handar og tók á móti mér á flugvell- inum, ef hann gat. Hann var traustur vinur. Ég sendi mínar samúðarkveðjur til móður hans og systkina. Signrður Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.