Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.10.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987 53 Minning: Ólína Bergsveins- dóttir, Siglufirði Fædd 30. júlí 1907 Dáin 24. október 1987 Ólína Bergsveinsdóttir var kvödd hinstu kveðju í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 24. október sl. Þótti öllum viðstöddum við þá athöfn veð- urblíðan og hin norðlenska stilla hæfa henni vel síðasta spölinn. Lína, eins og ég jafnan kallaði hana, var fædd 30. júlí 1907 á Litlu Eyri við Bíldudal. Hún var elst þriggja bama hjónanna Ingveldar Benónýsdóttur og Bergsveins Amasonar, jámsmiðs frá Sauðeyjum á Breiðafirði. Næstur henni var bróðirinn Viggó, sem bú- settur er í Reykjavík, yngst var systir hennar Björg, sem andaðist 1958. Einnig ólst hún upp að hluta til með þeim Gunnari Klængssyni, kennara í Reykjavík, nú látinn. Var hann henni afar kær, enda kallaði hún hann ávallt Gunnar bróður. Eg undirrituð minnist þess þegar hún riflaði upp fyrir okkur uppvaxt- arárin á Ísafírði, en þar ólst hún upp á miklu myndarheimili, sem Ingveld- ur og Bergsveinn reistu sér í Fjarðar- strætinu. Var á henni að skilja að hún hafi verið mjög hænd að föður sínum og þótti oft gaman að snúast í kringum hann í smiðjunni, en hann rak vélsmiðju í Fjarðarstrætinu til margra ára, rómaður athafnamaður sinnar samtíðar á Isafirði. í Bergsveinshúsi, en það var hús þeirra jafnan nefnt, dvaldi hún svo unglingsárin og hlaut almenna menntun og auk þess fór hún í Hús- mæðraskólann Ósk. Arið 1933 kynntist hún svo ungum manni frá Siglufirði, sem þá sótti sjóinn frá Isafirði. Með þeim tókst strax mikill kærleikur. Þessi ungi maður var Sigurður Sveinsson og þau giftu sig 1935. Strax kom fram dugnaður þeirra og myndarskapur. Þau reistu sér myndarlegt hús ásamt Rögnvaldi, bróður Sigurðar, á Suður- götu 51 á Siglufírði. Þetta þótti reisulegt hús í þá daga. í þessu húsi bjó Lína öll árin sem hún bjó á Siglu- fírði. Lína hafði vanist því í uppvextin- um að hafa mikinn fjölda í kringum sig og þetta endurtók sig á Siglu- firði því fljótlega varð jafn gest- kvæmt á Suðurgötu 51 og verið hafði í Bergsveinshúsi forðum. Nú tók við mikill athafnatími í lífí hennar. Eins og þá var þótti sjálfsagt að allir væru í síldarvinnu. Sigurður gerðist fljótt athafnasamur í þeirri grein, lengst af var hann verkstjóri við síldarsöltun á sumrin og í frystihús- um á vetuma. Síðustu árin rak hann síldarsöltunarstöð Óla Ragnars í samvinnu við Daníel Þórhallsson. Lína sagði mér oft hve gaman hefði verið á þeim árum, sem mest hefði verið að snúast í síldinni. Þá þótti ekkert tiltökumál að flytja búferlum með alla fjölskylduna úr húsinu á Suðurgötunni í braggapláss sem var á söltunarstöðinni. Þá gat Sigurður verið úti á plani mestallan sólar- hringinn og Lína sá um matseldina og að jafnaði voru 6—8 aðkomumenn af söltunarstöðinni í fæði og þjón- ustu hjá henni. Þá fannst henni gott að vera í nánum tengslum við söltun- arstúlkumar sem dvöldu einnig í bragganum því oft vom það gamlar vinkonur frá ísafirði sem komu til Siglufjarðar til að afla tekna eins og þá var algengt. Árið 1940 lést faðir hennar á Isafirði og þá var það sem móðir hennar og móðursystir, Valgerður Jóna, sem alltaf dvaldist á heimili Ingveldar, fluttust til Siglufjarðar, ásamt elsta syni Bjargar, Halldóri. Þau þijú fengu öll inni hjá Línu á Suðurgötunni í lítilli íbúð sem er í kjallara hússins. Oft hef ég heyrt um það rætt hve gott samband var á milli allra í húsinu. Með mjög skjótum hætti varð breyting á högum Línu, þegar óveð- ursdag í desember árið 1949 Sigurð- ur lést af slysförum. Ástkær eiginmaður tekinn frá henni svo snöggt og hún stóð ein uppi með fjög- ur böm, en þau eru: Lillý Jóna, gift Helmunt Homer, þau búa í Banda- ríkjunum og eiga einn son; Gunn- hildur, gift Kristni Jónssyni, búsett í Hafnarfirði, þau eiga tvær dætur; Nanna Björg, gift Garðari Jóhanns- syni, búsett á Ásmundarstöðum í Rangárvallasýslu og eiga þrjú börn; og einnig fóstursonurinn Bergsveinn, giftur undirritaðri, búsett í Hafnar- firði, þau eiga fimm böm. Nú reyndi á Línu og mér hefur verið tjáð og einnig minnist ég þess sem unglingur á Siglufirði hvernig hún vann myrk- ranna á milli. Á daginn vann hún t Eiginmaöur minn, SIGURJÓN HALLVARÐSSON, lést í Borgarspítalanum í gærmorgun, 30. október. Jarðarförin tilkynnt síðar. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Gerd Hallvarðsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og systir, JÓNA SVEINSDÓTTIR, Marargötu 4, Reykjavík, lóst í Landspítalanum 17. október. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Sveinn Þorkelsson, Dóra Diego Þorkelsdóttir, Hjálmar Diego Þorkelsson, Þorkell Diego Þorkelsson, Jón Þorkelsson, Arnheiður Sveinsdóttir. Brynhildur Sigurðardóttir, Kristján Þorgeirsson, Dagbjört Bergmann, Halldóra Björk Ragnarsdóttir, Linda Ágústsdóttir, Pórunn Sveinsdóttir. + Eiginkona mín, móðir okkar og amma, LÁRA BERGSDÓTTIR, Meðalholti 7, veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 2. nóvember j kl. 3 e.h. I Óskar Jóhannsson, Bergur Óskarsson, Gróta Óskarsdóttir, Þorbjörg Helga Óskarsdóttir, Sveinn Ingvarsson og barnabörn. lengst af á netaverkstæði en á kvöld- in og um helgar vann hún við veislu- undirbúning og kökubakstur fyrir einstaklinga og félagasamtök og einnig vann hún mikið á hótelinu, þess minnist ég sem unglingur er ég vann með henni á Hótel Hvann- eyri og naut tilsagnar hennar. Af frábærum dugnaði barðist hún við tilveruna og reyndi þá á samheldnina í flölskyldunni. Móðir hennar og móðursystir reyndust henni mikil stoð við allt heimilishald og uppeldi bamanna, sem ávallt minnast systr- anna með hlýhug. Undirrituð kom fyrst inn á þetta heimili 18 ára gömul og kynntist ég af eigin raun samheldni allra. Lína var alla tíð vinamörg, öllum þótti vænt um hana, hún var ein af þeim sem ekki gat sagt nei. Þegar bömin fóru að tínast í burtu og held- ur fór að hægjast um hjá henni réð hún sig sem hótelstýru á Kirkjubæ- jarklaustri og kunnugir segja mér að þar hafí hún stjómað öllu af mikl- um myndarskap. Þar starfaði hún allmörg sumur og enn bættist í vina- hópjnn. Árið 1962 flutti Lína ásamt móður sinni og móðursystur hingað til Hafnarfjarðar og áttu þær systur athvarf hjá henni þar til þær létust. Lína keypti sér vinalega íbúð á Hverfísgötu 17, þar sem hún bjó til dauðadags. Um þetta leyti var Lína beðin að taka að sér mötuneyti ríkis- starfsmanna í Borgartúni 7 í Reykjavík og þar starfaði hún í 13 ár. Á þessum árum var mikið að gera hjá henni, nú gat hún heimsótt og haldið vinskap við alla gömlu Minning: Sigrún Guðmunds- dóttirfrá Skarði Fædd 7. desember 1897 Dáin 24. október 1987 Sigrún Guðmundsdóttir frá Skarði í Dalsmynni er borin til moldar í dag að Laufási við Eyjafjörð. Hún átti fáa daga í nírætt þegar hún lést. Hún stóð áratugum saman fyrir höfðingsheimili með manni sínum Jóni Jóhannssyni. Hann lést fyrir hálfum öðrum áratug. Mér er skylt að minnast þessarar góðu konu. Þegar ég var að alast upp í næsta nágrenni var mikill samgangur milli Qölskyldu minnar og heimilisins á Skarði, enda skyldleiki náinn og vin- átta. Móðir min var systir Sigrúnar. Jón á Skarði var móðurbróðir föður míns. Minningar um hjónin á Skarði eru mér mikið verðmæti. Á Skarði var allur bragur á mannlífi skemmtilegur, heimilið jafn- an mannmargt og fólkið þróttmikið. Búskapur var þar rekinn með fá- gætum myndarbrag. Skarð stendur í Dalsmynninu þar sem Fnjóská fellur vestur til Eyja- fjarðar. Þar eru birkiskógar um allar hlíðar, niður árinnar fyllti dalinn. Mannlífið fór vel í því landi. Svo hafði lengi verið. Á Skarði bjuggu áður foreldrar Jóns, Sigurlaug Ein- arsdóttir og Jóhann Bessason, þekktur fyrir smíðar sínar og at- gervi. Það heldur áfram á Skarði skemmtilegt mannlíf og myndarlegur búrekstur. Þar búa nú Skímir Jóns- son og Hjördís Sigurbjömsdóttir. Sigrún á Skarði ólst upp með for- eldrum sínum á Lómatjöm í Höfða- hverfi. Þau áttu ellefu börn, og var Sigrún næstelst. Ættir hennar vom: Móðir, Valgerður, dóttir Jóhannesar Reykjalín (Jónssonar) og Guðrúnar Hallgrímsdóttur; Jóhannes og Guð- rún bjuggu á Þönglabakka í Fjörðum, síðar á Kussungsstöðum í austari firði. Faðir Sigrúnar var Guðmundur Sæmundsson hreppstjóra í Gröf í Eyjafirði Jónassonar, móðir Guð- mundar Ingileif Jónsdóttir úr Svarf- aðardal. Foreldrar Sigrúnar komust vel af á Lómatjöm. Margir hafa vitnað um það heimili. Bamahópurinn var stór, + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES KRISTINSSON, sem andaðist 25. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 2. nóv. kl. 10.30. Kristinn Hannesson, Sigrfður Hannesdóttir, Ólafur Magnússon, Þorvaldur Hannesson, Guðmunda Oddsdóttir, Sigurlaug Hannesdóttir, Jóhann Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, ALBERTÍNA ELÍASDÓTTIR, Grnnagarði, ísafirði, lést í sjúkrahúsi ísafjarðar aðfaranótt 28. október. Jarðarförin fer fram frá kapellunni í Hnífsdal miðvikudaginn 4. nóvember kl. 14.00. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og annarra vandamanna, PóturTryggvl Pétursson, Grænagarðl, ísafirði. + Þökkum auðsýnda samuð við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, LIUU INGVELDAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Vegamótum 2, Seltjarnarnesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. kunningjana sem voru fluttir hingað suður, bæði frá ísafirði og Siglu- firði, og einnig var hún alltaf í góðu 1 sambandi við öll böm sín, bamaböm og bamabamaböm. Mér eru minnis- stæð öll jólaboðin á jóladag þar sem öll ijölskyldan hittist og við munum öll eiga eftir að sakna þeirra. Ég held að ég þekki ekki frændræknari manneskju en Línu, hún varð að vera í reglubundnu sambandi helst við öll skyldmenni og var dugleg að bjóða heim vinum, kunningjum, frændfólki og ættingjum. Lína starfaði af áhuga að félags- málum og má þar nefna slysavama- félög og kvenfélög, bæði á Siglufírði og í Hafnarfirði. Lína hafði mjög gaman af öllum ferðalögum og gam- an var að heyra hana segja frá ferðum sínum vestur til Banda- ríkjanna til að heimsækja elstu dóttur sína. Þar búa einnig tveir systursyn- ir hennar, þeir Halldór og Sigurður, v sem sakna Línu frænku, því hún var þeim og fjölskyldum þeirra alltaf svo kær. Að lokum vil ég kveðja ástkæra tengdamóður mína og þakka henni allt sem hún hefur fyrir mig gert. Blessuð sé minning hennar. Ruth Jónsdóttir tápmikið fólk, hópurinn söngelskur. Enn standa grónar hleðslur á grund fyrir ofan Lómatjöm. Þar stóð kór ungs fólks, heimiliskennarinn á Lómatjöm stjórnaði, Ingimundur Ámason. Lómatjamarhjónin keyptu sér orgel skömmu upp úr aldamótun- um. Kerruna fyrst, sagði þá einn af nágrönnum. Sigrún giftist ung Jóni á Skarði. Jón var vörpulegur maður, mun hafa kippt í kyn föður síns, manna skemmtilegastur. Fimm böm þeirra Jóns og Sigrúnar komust til fullorð- insára. Skímir var áður nefndur. Elstur var Einar, vann lengi við verk- fræðistörf í Los Angeles, g. Hildi Barðadóttur, þau eru bæði látin. Guðmundur Sveinn, verkfræðingur, látinn, var giftur Elínu Finnboga- dóttur, Dætur eru tvær yngstar: Sigurlaug, g. ísleifi Sumarliðasyni, skógarverði á Vöglum, Valgerður, býr á Grenivík, hennar maður var Daði Eiðsson, skipstjóri, iátinn. Systkin Sigrúnar lifa fjögur, Jó- hanna, kennari í Reykjavík, Guðrún, húsmóðir í Reykjavík, Sigríður, kór- stjóri, nú á Akureyri, og Sverrir, fv. oddviti á Lómatjöm; einnig fóstur- systir, Ingileif, dóttir Sæmundar skipstjóra, bróður Guðmundur á Lómatjöm, og Sigríðar systur Val- gerðar. Fallin eru úr hópnum: Guðbjörg, lést ung, Lára, húsmóðir í Reykjavík, Sæmundur, bóndi í Fagrabæ, Sigur- björg, húsmóðir í Hléskógum, Valtýr, sýslumaður á Eskifirði, og Ingólfúr, sjómaður, nýlátinn S Reykjavík. Sigrún á Skarði var falleg kona og hélt reisn sinni lengi. Elli sótti hana hin síðustu ár. Meðan þær lifðu systur, móðir mín og Sigrún, var vinátta þeirra náin. Þær sinntu í sameiningu ýmsum áhugamálum sínum, áttu dtjúgan hlut að söfnun gamalla muna í Laufásbæ, þar sem nú er minjasafn; raddir þeirra hljóm- uðu í kómum; báðum var hugleikin ræktun í garði sínum. 3amabömin þeirra vissu stundum varla hvora ömmuna þau áttu. Ég flyt þakkir okkar systkina þeg- ar Sigrún á Skarði er kvödd. Valgarður Egílsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.