Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 05.12.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 49 Hermann Ágústsson Reyðarfírði — Minning Fæddur 23,júní 1908 Dáinn 28. nóve.mber 1987 Mikið valmenni og virtur drengur er vikinn af sviði. Jafnhliða fágætri prúðmennsku átti hann sér sína ákveðni og stefnufestu, hann hafði fágað, en rösklegt fas, bar með sér frískleika og alvöru í senn, var ævinlega tilbúinn að láta hina létt- ari strengi óma. Vandvirkni hans var við brugðið, vel og fljótt voru verk af hendi leyst, handbragðið einstaklega vandað, falleg rithönd og frágangur eins og best v_arð á kosið. Hermann Agústsson var fjöl- þættum gáfum gæddur, atgervis- maður til sálar og líkama, en hógværð hans mikil og ekki af ágæti gumað. Hann var ljómandi söngmaður, hafði fallega söngrödd, frábær liðs- maður í okkar litla kirkjukór, en söngur var yndi hans og tónlist öll. Hann var einnig ágætur leikari, hafði góða rödd, er hann kunni vel að beita, lék enda nokkuð á yngri árum og endurnýjaði síðar kynni sín af þeirri göfgu gyðju og þar kynntist ég Hermanni best, nota- legri hlýju og kímni alvörumanns- ins, sem í engu mátti vamm sitt vita. Mér er enn í fersku minni, er þau léku í „Happinu" heima, Hermann og Guðrún tengdamóðir hans og báru það bæði með sér, að leik- gáfan var þeim eiginleg og sann- kallað yndi þótti þeim að túlka persónur sínar, enda gerðu þau það með einstökum glæsibrag. Enn síðar lék Hermann erfitt hlutverk í „Allra meina bót“ og skilaði því með miklum ágætum, jafnt leik sem söng. Þá kynntist ég honum virki- lega vel og að verðleikum mat ég hann enn meir. Hermann var afar lipur hagyrð- ingur, en fór dult með, fékkst ekki til að flíka skáldgáfu sinni, orti þó oft gamanbragi fyrir þorrablót okk- ar. Þá bragi var gott að syngja, er Minning: Fæddur 12. aprU 1924 Dáinn 25. nóvember 1987 „Hann einn má hjálpa þér, þá'hjástoð mannleg þver, heim þig á höndum sér í himna sælu ber.“ (H.P.) Guðjón Benediktsson fæddist á Brúará 'í Kaldrananeshreppi. For- eldrar hans voru hjónin Benedikt Sigurðsson og Guðríður Áskels- dóttir. Guðjón hóf sjósókn strax um fermingaraldur og stundaði sjó- saman fór næmt brageyra, hnyttni er hitti í mark og tónvísin á sínum stað. En margar góðar ferskeytlur mun hann hafa gert, fáeinar þeirra má sjá í „Aldrei gleymist Austur- land“, en hræddur er ég um, að yfirleitt hafi þeim ekki verið haldið til haga. Sjálfur sagði hann: Oft þó orðum finni stað er ég sjaldan níðinn. Ég er heldur ekki að yrkja fyrir lýðinn. Þarna hitti Hermann í mark eins og svo oft. Hann orti af ærinni íþrótt og aldei heyrði ég meinyrta stöku frá hans hendi, enda hafði hann ævinlega meira í heiðri og hélt á lofti kostum samferðafólks- ins, því aldrei heyrðist hann leggja vafasamt orð, hvað þá illt til nokk- urs manns. Hermann hafði mikla unun af að vera sem „knapi á hestbaki kóngur um stund". Hann var maður gleðinnar og naut útiveru og þeirrar ánægju að „eiga fylgd með fáknum góða“. Mér hefur löngum þótt sem Fljótsdælingar beri nokkuð af öðr- um, hvað félagsþroska snertir, fólk söngs og gleði er nýtur þess að eiga með öðrum fund. Sú er a.m.k. mín reyðfirska reynsla og Hermann var hvað gleggstur og bestur reynslu- gjafi í þessu. Hermann var mikill félags- hyggjumaður, samvinnumaður af lífi og sál, hann fylgdi Framsóknar- flokknum einarðlega að málum sem málsvara félagslegra lausna í anda samvinnuhugsjónarinnar. Í því sem öðru var hann heill en öfgalaus, hélt skoðunum sínum djarflega fram, en af fullri sann- gimi. Hann var starfsmaður mikill, stundvísi hans var til fyrirmyndar, reglusamur, samviskusamur og trúr í hvívetna. Ómetanlegt er fyrir hvert fyrir- mennsku alla tíð síðan meðan honum entist heilsa til. Skipstjóm- arferill hans hófst árið 1947 en árið 1963 keypti hann sinn eigin bát og gerði hann út frá Drangs- nesi allt til vors 1971, en það ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni suður í Garð. í nokkur sumur eftir það fór hann norður á Drangsnes til að vera með báta fyrir ýmsa aðila. Guðjón var kvæntur Ingunni Ein- arsdóttur frá Drangsnesi og þar bjuggu þau til ársins 1971. í Garð'- inum reistu þau sér myndarlegt hús tæki að eiga slíkan starfsmann og fyrir fólk að geta leitað til slíks prúðmennis, sem ævinlega vildi hafa það eitt er réttara reyndist. En í mínum huga nú þá sakna ég mannsins, sem var allt í senn greindur vel, glaðlyndur og góður félagi. Hermann var sannur öndvegis- drengur og samfélag okkar fátæk- ara að honum gengnum. Fáein atriði úr ævi hans skulu færð hér á blað. Hermann Ágústsson var fæddur 23. júní 1908 að ‘Langhúsum í Fljótsdal. Foreldrar hans voru hjónin Vil- helmína Ejríksdóttir, norðlenskrar ættar og ísak Ágúst Jónsson, ér bjuggu á Langhúsum, en faðir Her- manns lést, er Hermann var ársgamall. Móðir hans bjó ásamt bömum sínum á Langhúsum. Henni var ekki fisjað saman, einstakur dugnaður og elja varð henni til bjargar, börnin voru fjögur, öll ung og fólk þess tíma hafði fátt að leita. Hetjusaga mörg er frá þessum tíma og óhætt mun að segja, að ekkjan á Langhúsum hafi með lífsstarfi sínu skráð eina slíka. Á Langhúsum ólst Hermann upp og þó ekki væm efni mikil vildi hinn námsfúsi sveinn afla sér ein- hverrar menntunar. 1930 hleypir hann heimdragan- um og fer í Héraðsskólann að Lau^arvatni og er þar tvo vetur, en vinnur fyrir sér syðra um sumar- ið. Hermanni sóttist námið vel sem vænta mátti og íþróttir urðu þar yndi hans einnig, enda maðurinn stæltur og lipur í senn. En um frekari skólagöngu varð ekki að ræða. Hermann fer austur í dalinn sinn og er þar í kaupa- mennsku, á Valþjófsstað býr hann eitt ár og á Amaldsstöðum tvö ár, en síðan flyst hann til Reyðarfjarð- ar 1944. Hann er þá heitbundinn Sigríði Stefánsdóttur úr Fljótsdal og þau giftu sig 1945. Með þeim flyst móðir Sigríðar, Guðrún Magn- úsdóttir, og á hjá þeim athvarf tii æviloka. Guðrún var einkar geðfelld og skemmtileg kona, sem ég hafði af mjög kær kynni. Hún er látin fyrir nokkrum árum. Sigríður, kona Hermanns, lifir mann sinn. Hún er mikil afbragðskona í allri viðkynn- og áttu þar heima síðan. Þeim varð fimm bama auðið og búa öll í Garð- inum utan eitt. Þegar ég lít yfír farinn veg og samskipti mín við Guðjón, frænda minn, er mér þakklæti og virðing efst í huga, enda varð hann mér fyrirmynd í mörgu sem að sjó- mennskunni laut. Hann var að mínum dómi afburða snjall sjómað- ur og áttum við ýmsar sameiginleg- ar minningar um djarfa sjósókn þar sem mikið reyndi á hæfni og kunn- áttu. En þótt djarft væri teflt á stundum á sjó og landi sluppum við báðir óskaddaðir frá þeirri glímu. Fyrir hönd fjölskyldu minnar vil ég votta Ingunni, bömum þeirra og bamabömum og öðrum aðstand- endum, mína dýpstu samúð. Megi þeim veitast styrkur í minningunni um góðan dreng. Utför Guðjóns verður gerð frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Ingimundur Jónsson Birting afmælis- og minningargreina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldrq. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Guðjón Benedikts- son frá Drangsnesi ingu og framúrskarandi heim að sækja. Sigríður er fríð kona, létt og hress í lund, þó ýmislegt hafí að sótt á seinni árum. Löngum hef- ur hjá þeim dvalist Skarphéðinn Þorsteinsson úr Fljótsdal, það mikla snyrtimenni og ljúfa prúðmenni og hjá þeim öllum ólst upp að hluta Sigmar Óðinn Jónsson, sem nú er fulltíða maður, en á þessu góða heimili einstaklega mikið upp að unna. Á Reyðarfírði fór Hermann til starfa hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, lengst sem gjaldkeri á skrifstofu þess. Hann gegndi störfum sínum af stakri natni og nákvæmni, glögg- ur og fljótur ásamt sérstakri iðju- semi. Segja mátti að hann léti sér ekkert annað nægja en að vinna allt óaðfinnanlega. 1966 flytja þau svo frá Reyðar- firði til Akureyrar og eru þar í fimm ár, þar sem Hermann vinnur á skrif- stofu Mjólkursamlags KEA, en aftur er haldið austur á Reyðarfjörð 1971 og þar dvalist alla tíð síðan. Þar vann Hermann svo áfram hjá Kaupfélagi Héraðsbúa um nokkurt árabil. Hermann hafði um hríð verið sjúklingur, en svo dulur maður bar ekki veikindi sín á torg, svo fáir áttuðu sig á, hversu heilsan var í -raun. Heimili þeirra Sigríðar og Her- manns var mikið myndarheimili, gestrisni mikil og gleði í ranni ásamt góðum hug. Þar lögðu allir sig fram fyrir gestina. Hermann lést hinn 25. nóvember sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Síðast er fundum bar saman var handtakið hlýtt og þétt, viðmótið einlægt og gaman að eiga við hann orð sem fyrr. Beinn var hann í baki með bjart- leitan svip sem alltaf áður. Ég vissi að heilsan var ekki sem skyldi, en vílinn var hann ekki, og enn var framkoman frískleg og lundin undralétt. En nú hefur til hinstu ferðar verið farið. Góðar minningar um mætan dreng þyrpast að og þökkin fyrir góðar stundir i nota- legri návist Hermanns er efst í huga í dag. Ég sendi Sigríði, konu hans, svo og Skarphéðni góðvini hans einlæg- ar samúðarkveðjur frá okkur hjónum og foreldrum mínum. Her- mann var einlægur trúmaður og átti vissu um ódáinslönd eilífðarinn- ar. Björt var öll hans ganga, björt og góð er minningin mæt um geng- inn dáðadreng. Blessuð sé sú minning. Helgi Seljan t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, THORA KRISTJÁNSSON, Hliðartúni 6, Mosfellsbæ, andaðist á heimili sínu 3. desember. Rúna Gísladóttir, Stína Gisladóttir, Hans Gíslason, Lilja Gísladóttir, Þórir S. Guðbergsson, Edda Gisladóttir, Heiða Björg Sigurbjartsdóttir, Jón Snorri Sigurðsson og barnabörn. Faðir okkar t SIGURÐUR SIGURÐSSON fyrrverandi vigtamaður frá ísafirði andaðist á Hrafnistu í Reykjavik 4. desember. Börnin. t Útför foreldra okkar, HRÓÐNÝJAR SIGURÐARDÓTTUR JÓHANNS HALLDORS PÁLSSONAR, _ Dalbæ Hrunamannahreppi, sem létust af slysförum 28. nóvember sl. fer fram frá Hrepp- hólakirkju laugardaginn 5. desember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinna látnu er bent ó orgelsjóö Hrepp- hólakirkju. Rútuferð verður frá BSI kl. 11.30. Börnin. t Þökkum innilega samúð og auösýnda vináttu við andlát og jarðarför, EIRÍKS JÓNSSONAR frá Helgastöðum, Biskupstungum. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURJÓNS BJÖRNSSONAR, Jaðarsbraut 21, Akranesi. Kristín Karlsdóttir, Guðrún Sigurjónsdóttir, Sigþór Karlsson, Björn Almar Sigurjónsson, Karl Sigurjónsson, Guðrún Alfreðsdóttir, Stefnir Sigurjónsson og afadrengir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.