Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.12.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um kostnað við Flugstöðina Flugstöðin vitnar best inn störf nefndarinnar - segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra, sem var lengst af formaður byggingarnefndar „ÞRÁTT fyrir ýmsa erfiðleika við innréttingar var flugstöðin tekin í notkun á réttum tíma í aprílmánuði og sýnir það vel að byggingar- nefndin hafði heildaryfirsýn yfir verkið og góða stjórn á hlutunum. Þá ber rekstur stöðvarinnar frá þeim tíma einnig vott um það sama,“ sagði Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra Islands í Genf er leit- að var álits hans á gagnrýni á byggingamefnd flugstöðvar Leifs Eirikssonar sem fram er sett í skýrslu ríkisendurskoðunar. Sverrir Haukur var formaður byggingarnefndar frá ágúst 1983 þar til í júní á þessu ári. „Ég fagna því að athugun ríkisend- urskoðunar var gerð og hún hefði hvort sem er orðið að fara fram vegna lagaákvæða um skil á opinberum byggingum. Þetta er yfirgripsmikið verk og hefði athugunin mátt taka lengri tíma,“ sagði Sverrir Haukur. „Flugstöðvarbyggingin hefur verið umdeild alveg frá því fyrstu teikning- ar voru birtar fyrir 7 eða 8 árum, er stærð byggingarinnar og fleiri þættir voru gagnrýndir. Byggingamefndarmenn hafa ekki viljað tjá sig opinberlega um bygg- ingu flugstöðvarinnar á meðan rannsókn ríkisendurskoðunar hefur staðið yfir og hefur á þeim tíma orð- ið fyrir einhliða áróðri. Nú fyrst erum við í aðstöðu til að tjá okkur um málið og hægt að leiðrétta margt af því sem sagt hefur verið. í því mold- viðri sem þyrlað hefur verið upp hefur því meðal annars verið haldið fram að skattborgaramir þyrftu að borga íslenska hluta flugstöðvarinnar. Það er einfaldlega ekki rétt. Rekstur byggingarinnar mun sjálfur standa undir greiðslu byggingarkostnaðar enda verður þetta eitt arðbærasta fyrirtæki landsins þegar fram líða stundir. Að þvf hefur verið fundið að við höfum ekki látið flárveitingar- valdið vita nógu fljótt um hækkanir á byggingarkostnaði. Ég svara þessu þannig að við höfum á hveijum tíma látið viðkomandi aðila vita stöðu STEINGRÍMUR Hermannsson ut- anríkisráðherra segir að greini- lega hefði mátt standa betur að ýmsum málum við byggingu Leifsstöðvar, en byggingin hafi vissa sérstöðu, bæði vegna þess að þar var blandað saman íslensk- um og ameriskum stöðlum svo hönnun varð flóknari enn ella, og vegna þess að listræn sjónarmið hefðu verið höfð til hliðsjónar. Þvi hafi verið fyrirsjáanlegt að mannvirkið yrði dýrt og menn verði að sætta sig við þennan umframkostnað. „Ég held að þessi skýrsla sé mjög ítarlega unnin og þótt byggingar- nefndin sé ekki sammála öllum þeim niðurstöðum sem þar koma fram fínnst mér þó að reynt sé að taka á málum af sanngim," sagði Steingrímur. „Ég held að þar komi fram skýringar á þeim tæpu 900 milljónum sem um er að ræða í um- framkostnað, sem ég held að menn verð: að sætta sig við. Ég held að það sé til dæmis ljóst, að sá spamað- ur sem reynt var að ná með því að minnka stöðina, var í raun ekki raun- hæfur. Hann kemur allur inn aftur og ég sé ekki betur en að í skýrsl- unni sé það talið skynsamlegt. Það sem mér finnst gagnrýnisverð- ast er að fjárveitingarvaldinu hafí ekki verið gerð grein fyrir að þetta yrði að koma inn aftur. Einnig virð- ist verða visst sambandsleysi milli flárveitingavaldsins og bygginga- nefndar. Þá sýnist mér sú staðreynd alveg ljós að þama voru notaðir bæði amerískir staðlar og íslenskir, og amerískir hönnuðir og íslenskir sem mála eins og hún hefur komið okkur fyrir sjónir.“ í skýrslu ríkisendurskoðunar er sagt að framreiknaður byggingar- kostnaður fullgerðrar flugstöðvar sé tæpir 3 milljarðar, og fari 871 milljón kr. fram úr upphaflegri kostnaðará- ætlun. Sverrir Haukur sagði þegar hann var spurður út í þetta: „Þama er verið að bera saman ósambærilega hluti þvi húsið var stækkað vegna stóraukinnar umferðar um flugvöll- inn á byggingartímanum. Síðan upphafleg kostnaðaráætlun var gerð, árið 1983, hefur árlegur farþegaflöldi aukist úr 450 þúsund í 750 þúsund í ár. Ég tel að miklu meiri ástæða hefði verið til að gagnrýna nefndina ef hún hefði byggt flugstöðina sam- kvæmt gömlu áætlununum þrátt fyrir þessa aukningu á umferð. Hluti þeirrar upphæðar sem kostn- aðaráætlun er talin hafa farið fram úr áætlun skýrist af því að vegna óhagstæðrar þróunar dollaransgagn- vart íslensku krónunni minnkaði raungildi framlaga Bandaríkjastjóm- ar um 237 milljónir kr. Allar breytingamar hafa verið gerðar með það í huga að auka arð- semi hússins. Þjónustu- og verslunar- svæðið var stóraukið og gefur þar af leiðandi af sér meiri tekjur, auk þess sem aðbúnaður farþega batn- aði. í skýrslu ríkisendurskoðunar er ekki fundið að neinum þeim viðbótum hefur flækt málin mikið og leitt til verulegs aukakostnaðar," sagði Steingrímur. Steingrímur sagði það örugglega vera að ýmsu leyti rétt, sem kom fram í skýrslunni, að ekki hefði verið staðið nægilega vel að undirbúningi verksins á ýmsum sviðum. „Þetta kennir okkur þá lexíu að við þurfum að halda betur á þessum málum en ég held að flugstöðin hafí þá sérstöðu að vera tiltölulega flókið mannvirki. „MÍN reynsla af samstarfi við byggingarnefnd flugstöðvarinnar var í alla staði hin besta og ég tel að nefndin hafi unnið ákaflega gott starf,“ sagði Geir Hallgríms- son seðlabankastjóri, þegar Morgunblaðið spurði hann álits á skýrslu Ríkisendurskoðunar um rannsókn á byggingu Leifsstöðv- ar á Keflavíkurflugvelli. Geir var utanríkisráðherra frá 1983 þar til í árbyijun 1986. Geir sagði síðan að Ríkisendur- skoðun hefði ekki tekið nægilegt tillit til viðbóta við verkið og breytinga á skilyrðum sem urðu meðan á verkinu stóð, eins og td. fails dollarans og einkum hefði flölmiðlum sést yfír og breytingum sem hækkun bygging- arkostnaðar stafar af. Ég legg á það áherslu að svo til allir framkvæmda- þættir voru boðnir út og fyllstu hagkvæmni gætt á öllum sviðum. Enda hefur verið sýnt fram á að byggingarkostnaður við flugstöðina er sambærilegur við kostnað við byggingu annarra stórbygginga hér á iandi. Erfitt er að bera saman byggingar- kostnað Flugstöðvar Leifs Eiríksson- ar og erlendra flugstöðva en þess má þó geta að nýlokið er viðbyggingu við biðsal flugstöðvarinnar í Kastrup þetta mál heyri undir og sé á ábyrgð utanríkisráðherra eigi fjármálaráðu- neytið og fjármálarðaherra auðvitað að því óbeina aðild. Hann sagði að helstu niðurstöður skýrslu þeirrar, sem Ríkisendurskoðun skilaði, séu þær að staðfest sé að farið var rúm- Ég held einnig að menn hefðu mátt sjá, þegar fyrstu teikningar af flug- stöðinni lágu fyrir að þetta yrði dýrt hús. Hún er ekki álkassi eins og flest- ar flugstöðvar í löndunum i kringum okkur, heldur listrænt mannvirki sem er með flestum homum skökkum, og ég held að mönnum hefði mátt vera ljóst að þegar ákveðið var að byggja svona veglegt mannvirki yrði það mjög dýrt," sagði Steingrímur Her- mannsson. þetta. „Meðan ég var utanríkisráð- herra samþykkti ég stækkun land- gangsins úr þremur flugvélarstæðum í sex, og stækkun kjallara til þess að færa leiðslur og ýmiskonar geymslur í ódýrara húsnæði. Sömu- leiðis var sjálfgert að eldhús, sem átti að vera á annari hæð, var að frumkvæði Flugleiða flutt í sérhús. Allt þetta hafði kostnaðarauka í för með sér en þar var um hreinar við- bætur að ræða. Það verður auðvitað að taka tillit til þessa þegar upphaf- leg kostnaðaráætlun er borin saman við byggingarkostnað," sagði Geir. Hann bætti því við að þessar breyt- ingar hefðu verið kynntar Fjárlaga- og hagsýslustofnun og viðkomandi ásamt stóraukinni verslunaraðstöðu og er þar gert ráð fyrir að kostnaður á hvem fermetra verði tvöfalt meiri en hjá okkur. Þar eru þær skýringar gefnar að mikið hefur verið unnið í næturvinnu og hefur orðið að vinna verkið með stöðina í rekstri. En ljóst er að allar flugstöðvar sem þjóna millilandaflugi eru mjög dýrar. Byggingarnefndin stóð auðvitað frammi fyrir fjölda vandamála á lega 1 milljarð króna fram úr áætlun á framreiknuðu verðlagi, eða 871 milljón króna að viðbættum fjár- magnskostnaði, kostnaði vegna lista- verka, eftirlits og byggiiigamefndar- launa. „Upphafleg kostnaðaráætlun var í nóvember 1980 57 milljónir dollara. Hún var skorin niður í 42 milljónir dollara. Byggingamefndin hafði hinsvegar sinn hátt á að hún bætti nánast öllum niðurskurðinum inn á framkvæmdaáætlun án þess að breyta kostnaðaráætlun. Hún virð- ist með öðrum orðum hafa ætlað sér að reisa 57 milljón dollara mannvirki fyrir 42 milljónum dollara. Og hvað svo sem líður þróun gengis dollars er það ekkert nýtt varðandi kostnað- aráætlanir við framkvæmdir og það skýrir engan veginn þá hluti sem talað er um í skýrslu Ríkisendurskoð- unar,“ sagði Jón Baldvin. „Það er haft eftir aðstandendum verksins að hér hafí verið beitt aldeil- is óvenjulega hátæknilegum vinnu- brögðum í sambandi við áætlanagerð, enda var því stíft haldið fram á síðast- liðnum vetri að allar áætlanir myndu standast. Ég get ekki lagt dóm á það hvort skýringamar, sem lagðar eru fram í skýrslunni, séu fullnægjandi í þeim skilningi að öll kurl séu komin til grafar. En stærstu liðimir í við- bótarkostnaðinum er endurhönnun, 102 milljónir, stækkun landgangs þingnefndum í sambandi við gerð Ijárlaga og lánsfjárlaga fyrir árin 1984, 1985 og 1986. Að vísu hefði árlega eitthvað verið skorið af fyrir- fram áætluðum framkvæmdakosnaði en þá með þvl fororði að heimilt væri að flytja á milli ára ef gjald- frestur fengist á kaupum, eins og td. á landgangi. Um gagnrýni Ríkisendurskoðunar á áætlanagerð og undirbúning út- boða, sagðist Geir ekki geta tjáð sig í einstökum atriðum. Hann vildi þó leggja áherslu á að verkið hefði verið unnið samkvæmt útboðum og lægsta tilboði tekið, bæði hvað snerti grunn stöðvarinnar, gerð hennar fokheldrar og frágang. byggingartímanum en þau vom tekin fyrir jafnóðum og leyst. Niðurstaðan, það er sjálf flugstöðin, varð líka góð. Okkur tókst að koma þessu tækni- væddasta húsi landsins í notkun á tilsettum tíma og rekstur þess geng- ur vel. Það segir meira um störf byggingamefndarinnar en nokkuð annað," sagði Sverrir Haukur Gunn- laugsson. 100 milljónir og innréttingar 78 millj- ónir svo eitthvað sé nefnt. Byggingamefndin leitaði eftir og fékk heimild hjá þáverandi utanríkis- ráðherrum fyrir þessum útgjöldum en ekki var gerð grein fyrir útgjalda- aukningu eða kostnaðaráætlunum breytt í sambandi við auknar fram- kvæmdir. Fjármálayfirvöldum var ekki gerð nein grein fyrir kostnaði vegna meiriháttar breytinga eða aukningu á framkvæmdum. Reyndar var framreiknuð kostnaðaráætlun aldrei gerð, hvað þá heldur send fjár- veitingarvaldinu á verktímanum. Allt árið 1986 var framkvæmdastjóra og byggingamefnd ljóst að 160 milljónir vantaði svo að endar næðu saman í árslok en í fjárlagatillögum nefndar- innar fyrir 1987 var ekki óskað eftir fé til að leysa þennan vanda," sagði Jón Baldvin. Hann nefndi að einn þeirra verk- þátta þar sem allt hefði farið úr böndunum væri innréttingar. „Þar eins og annarsstaðar voru útboðs- gögnun mjög ófullkomin, ma. vegna þess að hönnun þeirra var ekki tilbú- in á réttum tíma og tók miklum breytingum þar til útboð fóm fram. Vegna innréttingaráfangans eins þurfti að bæta við 700 svokölluðum viðbótarverkefnum sem kostuðu 264 milljónir króna óframreiknað. Eitt lítið dæmi er að í útboðslýsingu fyrir verksamning voru tilgreindir 3250 lampar í bygginguna. Þegar verkinu var lokið voru þeir orðnir 5573. Þess- ir lampar áttu að kosta 16 milljónir en kostuðu 38 milljónir í október ’85 sem þýðir 53 milljónir á núgildandi verðlagi," sagði Jón.. Hann bætti við að sér hefðu borist upplýsingar um flugstöðvarbygg- ingu, sem reist var á sama tíma og Leifsstöð, í Harrisborg í Bandaríkjun- um, og væri sambærileg að stærð en með meiri afkastagetu vegna betri nýtingar á húsnæði. Kostnaður við bandarísku flugstöð hefði verið 71 þúsund krónur á fermetrann en sú íslenska kostaði 130 þúsund á sam- bærilegum grunvelli. „Nefndin spyr sjálfa sig hvað megi læra af þessum mistökum og kemur fram með fjórar ábendingar. Orð eru til alls fyrst og ef menn geta lært eitthvað af þessum mistökum er það gott. En eftir strendur spumingin um ábyrgð opinberra embætytismanna á meðferð almannafjár og ábyrgð hönnuða og stjómenda þegar um er að ræða hönnunarskyssur, mistök og bágboma verkstjóm sem endar í bruðli og ósköpum. Upp kom í Nor- egi nýlega mál þar sem kostnaðará- ætlun á vegum ríkisfyrirtækis þar í olíubransanum fór langt fram úr áætlun. Forstjórinn var látinn fjúka. Hvað gera tslendingar? Ég bíð eftir tillögum utanríkisráðherra," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Fyrirsj áanlegt að flug- stöðin yrði dýrt mannvirki - segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra Tel að nefndin hafi unn- ið ákaflega gott starf - segir Geir Hallgrímsson fyrrum utanríkisráðherra Spurningin er enn um ábyrgð embættismanna - segir Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra JÓN BALDVIN Hannibalsson fjármálaráðherra segir það gott ef hægt sé að læra eitthvað af þeim mistökum sem hann segir að hafi orðið við byggingu Leifsstöðvar, en eftir standi spurningin um ábyrgð opinberra embættismanna á meðferð almannafjár og ábyrgð hönnuða og stjórnenda þegar um sé að ræða hönnunarskyssur, mistök og bág- borna verkstjórn sem endar í bruðli og ósköpum. Hann segir ef viðurlögin séu engin og ábyrgðin engin þá haldi slík mál áfram að koma upp. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.