Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.01.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 15. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Fundur fulltrúa Sovétríkjanna og Israels: Ræða heimsókn ísraelskrar sendi- nefndar til Moskvu Moskvu, Reuter. SOVÉSK stjómvöld upplýstu í gœr að fram fæm viðræður við Israela um heimsókn ísraelskra embættismanna til Sovétríkjanna, hinnar fyrstu i tvo áratup. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði að á dagskrá fundar fulltrúa ríkjanna, sem fram fór í Helsinki í gær, hefði verið tímasetning heim- Morðið á Palme; Maðurmn sem grunur féll á látinn laus eftir yfirheyrslu Stokkhólmi, Reuter. SÆNSKA lögreglan yfirheyrði í gær mann, sem áður hafði verið í haldi vegna morðsins á Olof Palme, og sleppti honum að því loknu. Lögfræðingur mannsins, sagði í sjónvarpsviðtali að spura- ingar lögreglunnar hefðu verið i „viðaukaskyni“ og að hann gæti ekki skýrt frá efni þeirra að skipan saksóknara. Svíinn var handtekinn tveimur vikum eftir að forsætisráðherrann sænski var veginn þar sem hann gekk heim á leið eftir kvikmyndsýn- ingu ásamt konu sinni Lisbet, hinn 28. febrúar 1986. Þegar maðurinn var handtekinn lýsti lögreglan honum sem áköfum hægrisinna, sem hefði verið haldinn óbeit í garð Palme. Sagt var að vitni hefðu séð hann í grennd við morðstaðinn. Manninum var haldið í átta daga, en að því loknu hélt saksóknarinn í málinu blaðamannafund, þar sem hann hreinsaði manninn af öllum áburði. sóknar embættismanna ísraelska utanríkisráðuneytisins til Moskvu. Tilgangur heimsóknarinnar verður að sögn Gerasímovs að „kynnast störfum ísraels-deildar hollenska sendiráðsins í Moskvu" — en hlut- verk hennar er að gæta ísraelskra hagsmuna í Sovétríkjunum og hefur svo verið undanfarið 21 ár. Árið 1967 slitu Sovétríkin stjómmála- sambandi við ísrael til þess að sýna samstöðu með arabaríkjunum í stríði þeirra gegn ísrael. Gerasímov gaf þó í skyn að heim- sókn þessi væri ekki forleikurinn að upptöku stjómmálasambands ríkjanna. Sagði hann það hafa verið ítrekað í Helsinki að slíkt væri háð því skilyrði að lausn yrði fundin á vanda Miðausturlanda. Sovétríkin og ísrael áttu síðast fund í Helsinki í ágúst á síðasta ári, en honum var slitið eftir einn og hálfan tíma. Sovétmenn segja ástæðuna vera þá að fulltrúar ísra- ela hafí krafíst þess að ræða mál þeirra gyðinga í Sovétríkjunum, sem flytjast vilja á brott. A síðasta ári vom nokkrar vanga- veltur um hvort Sovétmenn hygðust taka upp stjómmálasamband við ísrael að nýju, en eftir fundinn í Helsinki vom þau mál öll mjög í lausu lofti. Nicaragua: Reuter Bannað að senda hjálpargögn til Palestínumanna Yitzhak Rabin, vamarmálaráðherra ísraels, bannaði í gær flutninga á matvælum til Pal- estinumanna á hernumdu svæðunum. ísraelskir hermenn snem tii baka lest flutningabíla á Gaza-svæðinu, en starfsmenn Sameinuðu þjóð- anna fengu að flytja hjálpargögn til um 200.000 Palestínumanna sem hafast þar við í flótta- mannabúðum. Víða vom róstur á vesturbakkan- um og sýnir myndin hvar ungur Palestínumaður er borinn meðvitundarlaus á brott eftir að hafa verið sleginn i rot af israelskum hermönnum í Amari-flóttamannabúðunum eftir að hann kast- aði eldsprengju að þeim. Kontrar fallast á beinar fríð arviðræður við sandínista Miami, Reuter. LEIÐTOGAR Kontra-skæmliða féllust í gær á að hafa beinar friðarviðræður við sandinista- stjórnina í Managua og einn háttsettur kontra-skæmliði sagði að viðræður um hvernig stöðva mætti hina sex ára löngu borg- arastyijöld í landinu myndu hefjast i næstu viku í Costa Rica. Leiðtogar kontranna sögðust þó setja það skilyrði fyrir viðræðun- um að sandinistastjórnin sleppti úr haldi fimm stjórnarandstöðu- leiðtogum, sem hnepptir vom í varðhald í gær. í yfírlýsingu, sem gefín var út í Miami í gær, sögðust kontrarnir fallast á boð Daniels Ortegas, for- seta sandínistastjómarinnar, um beinar viðræður og sögðust myndu halda einkafund með kardínálanum Norðmenn óttast aukna spennu á Norðurhöfum: Ný kafbátalægí á Kóla-skaga Ósló, Reuter. Norðmenn segja að ný kafbátalægi Rauða flotans fyrir risakaf- báta af gerðinni Typhoon, rétt handaii landamæranna við Sovétrikin, geri Sovétmönnum hægara að hæfa skotmörk í Norður-Ameriku með langdrægum kjarnorkuflaugum sínum. Kafbátalægið, sem sprengt er inn i bjarg, er i um 50 km fjarlægð frá landamæmnum og komast sex Typhoon-kafbátar þar fyrir í einu. Þeir em stærstu kafbátar í heimi — rétt tæpir tveir knattspyrnuvellir á lengd. „Fullkomnari langdrægar kjam- orkuflaugar og stærri kafbátar hafa gert Sovétmönnum kleift að at- hafna sig mun meira í hafínu við heimahafnir sínar,“ sagði Eigil Eik- anger, aðmíráll og yfírmaður leyniþjónustu norska hersins, í sam- tali við Reuters. „Með meiri langdrægni flaug- anna geta þeir nú hæft skotmörk í Norður-Ameríku liggjandi við hafnarbakkann. Þetta hefur aukið hemaðarmikilvægi Ishafsins, Nor- egshafs og annara Norðurhafa,“ sagði Eikanger. Norðmenn, sem eru aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins, fylgjast grannt með kafbátaumferð Sovét- manna út af ströndum Noregs sem og öðrum hemaðarumsvifum Sovét- manna á þessum slóðum. Kafbáta- lægið umrædda er um miðja vegu milli landamæra ríkjanna og Múr- mansk, en á Kóla-skaga er ógrynni flotastöðva, smárra og stórra, enda hvergi í heiminum jafnmikill flota- styrkur samankominn á einn stað. Hinn 170 m langi Typhoon- kafbátur hefur 20 kjarnorkuflaugar af gerðinni SS-N-20 innanborðs, en hver þeirra ber sex til níu kjama- odda og dregur 8.300 km af mikilli markvísi. Eikanger sagði að auk þess væri einn kostur Typhoon- kafbátanna sá að úr þeim væri hægt að skjóta kjamorkuflaugum í gegnum íshelluna á norðurskaut- inu. Eikanger taldi að í framtíðinni myndu bandarískir árásarkafbátar DOD Typhoon er um 170 m á lengd, 25 m á breidd og ber 20 lang- drægar kjarnorkuflaugar. sigla í auknum mæli um Noregshaf til þess að geta lagt til atlögu gegn eldflaugakafbátum Sovétmanna ef til stríðs kæmi. Abando y Bravo á fimmtudag í San Jose, höfuðborg Costa Rica til und- irbúnings viðræðunum. Þessi yfírlýsing kontra-skæruliða siglir í kjölfar hins óvænta tilboðs Ortegas á laugardag um að hann væri tilbúinn til beinna friðarvið- ræðna, til þess að aflétta sex ára löngu neyðarástandi og að veita mörg þúsund pólitískum föngum sakaruppgjöf. Leiðtogar kontranna sögðu að handtaka stjómmálamannanna fímm væri skýrt dæmi um eðli sandínistastjómarinnar. Þeir sögð- ust þó vonast til þess að mönnunum yrði sleppt að loknum yfirheyrslum um meint samsæri þeirra gegn stjóminni. í yfirlýsingu kontra-skæmliða gerðu þeir tillögu um tvíþættar við- ræður í Costa Rica. Annars vegar leggja þeir til að embættismenn sandínista og kontra semji um vopnahlé. Hins vegar fari fram að- skilin umræða sandínista, kontra og stjórnarandstöðunnar í Nic- aragua um lýðræðisumbætur í landinu. Samþykki Ortega ekki seinni þátt tillögunnar sögðust kontrar eigi að síður tilbúnir til við- ræðna um vopnahlé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.