Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 16. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988
Jafnrétti og virðing
Kynning á málefnum fatlaðs f ólks
eftirLáru
Björnsdóttur
Undanfarna áratugi hefur eitt
af höfuðmarkmiðum fatlaðra og
þeirra sem vinna að hagsmunum
þeirra, hvort sem það eru nánustu
aðstandendur, vinir eða fagfólk, að
kynna málstað þeirra almenningi
og stjórnvöldum. Að svipta hulunni
af lífí fatlaðra og með því leitast
við að ryðja þeim braut út úr ein-
angrun á stofnunum inn í þjóð-
félagið sem fullgildum þjóðfélags-
þegnum, þrátt fyrir fötlun þeirra
og hver sem hún er.
Fatlaðir sjálfir og foreldrar fatl-
aðra hafa riðið á vaðið og sagt frá-
lífi sínu og því, hvernig er að lifa
með afleiðingum fötlunar í þjóð-
félagi þar sem lögð er áhersla á
að allir séu sjálfbjarga og ekki upp
á aðra komnir og þar sem æska
og „fegurð" líkamans eru svo í
hávegum höfð sem raun ber vitni.
Það segir sig sjálft að það hefur
oft ekki verið sársauka- eða
áreynslulaust fyrir fatlaða og/eða
aðstandendur þeirra að deila
reynslu sinni og þjáningu með okk-
ur hinum, sem virðumst svo oft
full fordóma og skilningsleysis
gagnvart þeim sem fatlaðir eru. Þó
hafa þeir valið þennan kost, fullviss-
ir þess, að það væri ein af leiðunum
til jafnréttis og betri lífskjara fyrir
fatlað fólk. Mörg okkar sem höfum
gert það að lífsstarfi að vinna með
og fyrir fatlaða höfum „einnig talið
nauðsynlegt og rétt að „opna"
stofnanir, sem þeim eru ætlaðar,
og kynna starf það og líf sem þar
er lifað, í þeirri von að það yki skiln-
ing og eyddi fordómum í garð þeirra
sem þar dvelja. Ég hef vissulega
verið í hópi þeirra sem þannig hafa
viljað starfa. •
Því var það með nokkurri gleði
að ég opnaði Morgunblaðið einn
sunnudag á liðinni jólaföstu og sá
að þar var fjallað um Kópavogs-
hæli, stofnun, sem ég hef sjálf unnið
á og bundist heimilisfólki þar sterk-
um tilfinningaböndum.
Yfirskriftin lofaði líka góðu:
„Fordómaleysi og góð aðhlynning
fá  rniklu  áorkað."  En við  lestur
„Mistök sem þessi verða
að flokkast undir
mannleg mistök og
verða auðvitað ekki
sem slík aftur tekin. En
það verður að leiðrétta
þann misskilning, sem
greinarskrif sem þessi
geta valdið, að það sé á
þennan veg sem kynna
eigi líf og aðstæður
f atlaðs fólks. Einnig, og
ekki síður, verður að
benda á að sú mynd sem
birtist af umræddum
einstaklingum í um-
ræddri grein er engan
veginn sú eina eða
„rétta"."
Lára Björnsdóttir
greinarinnar breyttist gleði mín
fljótt í reiði og sorg.~Reiði yfir því
virðingarleysi sem því fatlaða fólki
sem fjallað var um í greininni var
sýnt og því réttleysi sem það býr
við og þarna birtist.
Sorg yfir því, hversu stutt við í
okkar þjóðfélagi erum á veg komin
í að líta á alla fatlaða sem fyrst
og fremst manneskjur og _ með-
höndla þá samkvæmt því. í stað
þess einblínum við á fötlunina eða
öllu heldur afleiðingar hennar.
Mannleg mistök
Ekki efa ég að aðstandendum
greinarinnar hefur gengið gott eitt
til með skrifunum. Sennilega haft
í huga þau markmið sem ég tíun-
daði áður, að auka skilning og eyða
fordómum. En útkoman er þannig
að ekki verður við unað. I greininni
er brotin þagnar- og trúnaðarskylda
sem allir eru bundnir af sem vinna
eða hafa unnið á heilbrigðisstofnun-
um (og reyndar öðrum stofnunum
líka) við þá sem þar dvelja og þeim
falið að annast. Þeim mun alvar-
legra er málið, þar sem í hlut eiga
einstaklingar sem ekki eru megnug-
ir að svara fyrir sig eða hafa
aðstöðu til sjálfir að reka mál sín
fyrir dómstólum eða á annan hátt
að gæta réttar síns. Auk þess, og
Loftmynd af Kópavogshæli og nágrenni.
það sem ef til vill er hálfu verra,
að fjallað er um líf og fötlun þess-
ara einstaklinga á þann veg að það
er vísast til þess að auka á fordóma
og hræðslu við fatlaða, sérstaklega
þá sem við köllum vangefna.
Þar er einblínt á afmarkaða og
(oftast) neikvæða þætti í fötlun ein-
staklinganna í stað þess að lýsa
þeim sem manneskjum. Sérhvert
þeirra hefur auðvitað sinn sérstæða
persónuleika, rétt eins og við hin,
en auk þess þurfa þau að lifa við
fjötra fötlunar, sem eðlilega hafa
í för með sér margs konar afleiðing-
ar fyrir þau og umhverfí þeirra.
Vissulega er þörf á þeirri ábend-
ingu í greininni að betri aðbúnaður
og fleira starfsfólk til umönnunar
og þjálfunar geti gert gæfumuninn
í lífi þessa fólks. En það er engin
þörf á yfírlýsingum um orsök fötl-
unar eða jafnvel sjúkdómslýsingum,
sem fyrir utan að þær virðast oft
orka tvímælis eru skýlaust brot á
þagnarskyldunni. Né heldur er þörf
á yfirlýsingum um útlit, hegðun og
geðslag einstaklinganna eins og það
birtist einum eða tveimur utanað-
komandi.
Mistök sem þessi verða að flokk-
ast undir mannleg mistök og verða
auðvitað ekki sem slík aftur tekin.
En það verður að leiðrétta þann
misskilning, sem greinarskrif sem
þessi geta valdið, að það sé á þenn-
an veg sem kynna eigi líf og
aðstæður fatlaðs fólks. Einnig, og
ekki síður, verður að benda á að
sú mynd sem birtist af umræddum
einstaklingum í umræddri grein er
engan veginn sú eina eða „rétta".
I fyrsta lagi er líf og atferli sér-
hvers einstaklings, fatlaðs og
ófatlaðs, svo margslungið, að því
verða ekki gerð skil í stuttri blaða-
grein. I öðru lagi leyfist engum
nema einstaklingnum sjálfum að
gera tilraun til þess konar umfjöll-
unar á opinberum vettvangi.
Jafnvel foreldrar og aðrir nánustu
aðstandendur • eru siðferðilegum
takmörkunum háðir, þegar verið er
að fjalla um einkalíf fullorðins fólks,
sem ekki getur „talað" máli sínu
sjálft.
Virðing og jafnrétti
Það eru vitanlega margar ieiðir
að því marki að fatlaðir nái raun-
verulegu jafnrétti við ófatlaða.
Leiðin að því marki er sennilegá
bæði löng og ströng. Ein af leiðun-
um til þess að auka skilning á
lífskjörum og aðstæðum fatlaðra
er kynning, sem felur í sér hvatn-
ingu  til  „okkar hinna"   að  setja
UTSALA
UTSALA - UTSALA
Utsalan byrjar í dag
Dömupeysur - herrapeysur - barnapeysur
Allt að 40% afsláttur
Acryl-garn 25% afsláttur —— v.prjónastofan
Uáumu,
Verslunin er opin daglega frá kl. 9-18
Laugardaginn 23/1 frá kl. 10-16
Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjarnarnesi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64