Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 16. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						42
MORGUNBLAÐH), FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988
Mannshugurinn
Erlendar baekur
s   Siglaugur Brynleifsson
The Oxford Companion to the
Mind. Edited by Richard L.
Gregory with the assistancc of
O.L. Zangwill. Oxford Univers-
ity Press 1987.       >
Þetta er fyrsta bók sinnar teg-
undar sem út hefur komið, upp-
flettibók um hugtakið „hugur" og
það sem tengist því hugtaki. Upp-
flettiorðin eru samtals 1001 og
höfundar greina og ritgerða, sem
ítstjórinn hefur fengið til liðs við
sig á þriðja hundrað. Þeir eru
fræðimenn í þeim efnum sem
snerta „the mind" á einn eða ann-
an hátt. Ritstjórinn starfaði að
verkinu í tfu ár ásamt aðstoðar-
mönnum.
Samantekt og úrvinnsla heim-
ilda um mannshugann og kerfun
þeirra virðist vera svo yfirgrips-
mikil og í mörgum efnum svo á
reiki og skoðanir og kenningar um
marga þætti ósamhljóða, að val
útgefandans er meira en lítið
vandaverk.
Ritstjórinn segir í formála, að í
fyrstu hafi hann ætlað sér að setja
saman uppflettibók um hugtök og
skilgreiningar hugtaka í öllum
vísindagreinum. Slík uppflettibók
hefði einnig orðið að fjalla um
heimspekihugtök og fagurfræði og
bókmenntir. Þegar tekið var að
undirbúa skipulag þessa verks kom
brátt í ljós, að það var meira en
litlum vandkvæðum bundið og var
talið lítt framkvæmanlegt. „En á
einhvern hátt varð þessi tillaga til
þess að það tóku gerjast hugmynd-
ir um bók svipaðs toga um
mannshugann..."
Hugtakið mannshugurinn er
samkvæmt skilgreiningu ritstjór-
ans haft í víðtækari merkingu en
almennt er gert. Hugsun og með-
vitund kemur fyrst í hug, en eins
og ristj. skrifar í formála: „V.ér
takmörkum ekki hugtakið (mind)
við meðvitundina eina, að því ljóst
var löngu áður en Freud birti kenn-
ingar sínar, að hugarheimar verða
seint kortlagðir samkvæmt því,
sem kallast sjálfsmeðvitund..."
Ritstj. er blessunarlega fjarri
þeirri þröngu meðvitund, sem hef-
ur löngum einkennt þá sem þefað
hafa af vísindum, sálfræði og
heimspeki og Goethe dregur svo
skemmtilega saman í persónu
Wagners í Faust: „Zwar weiss ich
viel, doch möcht ich alles wissen."
Þeir sem hafa til að bera ein-
hverja þekkingu geta sagt eins og
kunnur íslenskur læknir sagði í
viðtali, að það sem menn vissu um
mannshugann og heilastarfsemina
væri eins og arða í samanburði við
Reykjavíkurborg.
Birtar eru hér greinar og rit-
gerðir um taugafræði og starfsemi
heilans, efnaskipti og breytingar,
sem tekist hefur að staðfesta og
unnar hafa verið undir ríkjandi
paradigmum     raunvísindanna.
Greinar um fræðslu, nám, greind
manna og dýra, áhrif deyfi- og
fíknilyfja á heilastarfsemina.
Chomsky ritar um kenningar sínar,
A.J. Ayer um kenningar heimspek-
innar um tengsl hugar og líkama,
Skinner reifar kenningar atferlis-
fræðinnar og ritstjórinn, Gregory,
um skynjun og skynvillur. Hér er
aðeins nefnt brot af þeim fjölda
fræðimanna og sérfræðinga sem
eiga greinar í bókinni.
Farið er hér inn á svið, sem
vísindin viðurkenna ekki sem rann-
sóknarverð eða erfitt er að beita
við vísindalegum rannsóknarað-
ferðum, svo sem rannsóknir yfir-
skilvitlegra efna,. hugsanaflutning
(sem margir telja að sé verðugt
verkefni vísindalegra rannsókna)
andatrú, þá tegund sem hófst á
19. öld og einnig hinna hefðbundnu
yfirskilvitlegu fyrirbrigða, sem eru
á svipuðum aldri og mannkynið.
Hugur, andi, sál, öll þessi hug-
tök eru oft á tíðum lítt skilgreind
og vissar stefnur í sálfræði hafna
þeim sem nothæfum vinnuhugtök-
um í hagnýtri sálarfræði. Hvort
sú skoðun gildir eða ekki skal ósagt
látið, en hvaðan kemur sköpunar-
gáfan? Er hugurinn e.t.v. öxulga-
tið, sbr. „Þrjátíu hjólrimar m.ætast
í nöfinni, en nytsemi hjólsins er
komin undir öxulgatinu ..." (Lao-
Tse: Bókin um veginn. Rv. 1921.)
Ritstjórinn skrifar í formála að
vandamál hafi komið upp varðandi
æviþætti þeirra manna, sem feng-
ist hafi við umfjölluð fræði, óger-
legt var að taka æviþætti þó ekki
væri nema þeirra helstu. Sú leið
var valin að vinsa úr, enda er fjarri
lagi að bókin geti verið bíógrafísk-
ur lexíkon ásamt uppflettibók um
mannshugann.
Verkefnið er óþrjótandi og þótt
uppflettiorð séu 1001 og bókin
rúmi 850 blaðsíður, tveggja dálka,
þá er útgefendum vel ljóst að slík
samantekt um efnið er ákaflega
fjarri því að geta verið tæmandi.
Bókin er vel unnin sem uppfletti-
bók og registrið eykur mjög
notagildi hennar. Þeir sem koma
til með að nota hana munu fljót-
lega komast að raun um, að erfitt
er að vera án hennar og það er
einkenni gagnlegra rita.
raðauglýsingar  —  raðauglýsingar
ra$auglýsingar
m
kennsla
Frönskunámskeið
Allíance Francaise
13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 25.
janúar. Kennt verður á öllum stigum ásamt
bókmenntaklúbbi, samtalshópi og í einka-
tímum.
Innritun fer fram í bókasafni Alliance Franca-
ise, Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyrameg-
in), alla virka daga frá kl. 14.00 til 19.00 og
hefst fimmtudaginn 14. janúar.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á
sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluaf-
sláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir
námsmenn. Greiðslukortaþjónusta.
Stefnir - ræðunámskeið
Stefnir. félag ungra sjálfstæðismanna, í Hafnarfirði heldur ræðunám-
skeið fyrir byrjendur laugardaginn 23. janúar nk. kl. 13.30 í Sjálfstæö-
ishúsinu í Hafnarfiröi. Leiðbeinandi veröur Guðmundur Á.
Tryggvason. Allir ungir Hafnfirðingar velkomnir.
Aðalf undur - Kópavogi
Aðalfundur Baldurs, félags sjálfstæðismanna í launþegastétt, verður
haldinn fimmtudaginn 28. janúar í húsakynnum Sjálfstæðisflokksins
i Hamraborg 1, 3. hæð og hefst kl. 20.30.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
515
Ný sókn - Eyverjar
Eyverjar,     Fólag
ungra  sjálfstæðis-
manna   í   Vest-
mannaeyjum, halda
opinn fund i Hótel
Þórshamri,  matsal,
kl. 20.30, föstudag-
inn 22. janúar.
Framsögumenn eru
Árni Johnsen, vara-
þingmaður,    sem
ræðir stööu  þjóð-
mála  og flokksmál
og Árni Sigfússon, formaður SUS, sem ræðir málefnastarf ungs sjálf-
stæöisfólks framundan, bæjarmál og landsmál.
Sjálfstæðisfólk fjölmennið!
Eyverjar.
Siglufjörður - Siglf irðingar
Matthías Á. Mathiesen, samgönguráðherra, og Pálmi Jónsson, al-
þingismaður, mæta á almennum fundi á Hótel Höfn fimmtudags-
kvöldið 21. jan. kl. 20.30. Rætt veröur um landsmál og hagsmunamál
Siglufjarðar. Fundurinn er öllum opinn.
Sjálfstæðisfélögin I Siglufiröi.
Dalasýsla
Aðalfundir sjálfstæðisfélaganna i Dalasýslu
og fulltrúaráðsins verða haldnir i Dalabúö,
Búðardal, þriðjudaginn 26. janúar kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Friðjón Þórðarson alþingismaður kemur á
fundina.
Stjórninrnar.
Sjálfstæðisfólk
íVestur-Húna-
vatnssýslu
Félagsfundur verður sunnudaginn 24. janú-
ar í Vertshúsinu, Hvammstanga, kl. 15.00.
Pálmi Jónsson mætir á fundinn.
Stjórnin.
515
Hugmynda-
bankinn
eropinn
Hugmyndabanki unga sjálfstæðismanna er opinn öllum þeim, sem
vilja leggja inn hugmyndir um nýjungar í starfsemi SUS. Innlegg á
reikning i hugmyndabankanum getur skilað sór með margföldum
vöxtum í styrkari stefnu og öflugri Sjálfstæðisflokki.
Takið þátt í starfi verkefnisstjórnarinnar um hugmyndabanka og
hringið i sima 82900 eða 686216 fyrir 21. janúar.
Sjórn SUS.
Akranes - bæjarmálef ni
Fundur um bæjar-
málefni      verður
haldinn í Sjálfstæð-
ishúsinu við Heiðar-
geröi sunnudaginn
24. janúar kl. 10.30.
Bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins
mæta á fundinn.
Kaffiveitingar.
SjáHstæðisfélögin Akranesi.
Fundur um
efnahags- og kjaramál
Verkalýðsráð Sjálfstæöisflokksins og mál-
fundafélagið Óðinn halda sameiginlegan
fund með forsætisráðherra og formanni
Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni.um
efnahags- og kjaramál. Fundurinn verður
haldinn i Valhöll, Háaleitisbraut 1, ménu-
daginn 25. janúar og hefst kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Munið mánudaginn 26. janúar.
Koníaksdeild Týs
heldur aðalfund sinn á þorrablóti Sjálfstæðisflokksins þann 23. jan. nk.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar mætið!
515
Lengdur
skilafrestur
Vegna fjölda áskoranna frá félögum höfum við ákveðið að lengja
skilafrestinn á svarbréfum til verkefnastjórnanna til 21. janúar.
Munið að svarbréfið má fara ófrímerkt í póst og einnig er hægt að
hringja á skrifstofuna í síma 82900 eða 686216.
Stjórn SUS.
Spilakvöld
Félög sjálfstæðismanna í Laugarnesi, Háaleitishverfi, Austurbæ og
Noröurmýri halda spilakvöld fimmtudaginn 21. janúar kl. 20.30 í
Valhöll, Háaleitisbraut 1. Stjórnandi er Þórður Einarsson.
Kaffiveitingar. Fjölmennið.
Stjórnirnar.
Bjóðum sjálfstæðisfólki í Au'sturbæ og Norðurmýri akstur á spila-
kvöldið. Hafið samband við skrifstofuna fyrir kl. 17.00 i síma 82900.
515
Notið símann
- síðustu forvöð
í lok þessarar viku munu verkefnisstjórnir SUS senda fyrstu bréfin
til þátttakenda í málefnastarfi sambandsins. Þeir, sem hyggjast vera
með, ættu þvi að grípa símann hið fyrsta og hringja í 82900 eða
686216 og tilkynna þátttöku. Við minnum á málaflokkana sem nú
eru til umfjöllunar: Umhverfismál, utanrikismál, verkaskipting rikis
og sveitafélaga, dagvistunarmál, áhrif kristinnar trúar á sjálfstæðis-
stefnuna, sjávarútvegsmál, islenskur fjármálamarkaður, neitenda-
iriál, landbúnaöarmál, samgöngumál, húsnæðismál, námslánakerfi,
hugmyndabanki SUS, almenningstengsl SUS og fjármál SUS.
Stjórn SUS.
Vesturland
Sjálfstæðisfélagið Freyr heldur aöalfund i
Vegamótum á Snæfellsnesi mánudaginn
25. janúar kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Friðjón Þórðarson, alþingismaður kemur á
fundinn.
Stjórnin
515
Umgengst þú
fisk?
Ef svo er, ættir þú að athuga möguleikana á að taka þátt i málefna-
starfi SUS um sjávarútvegsmál. Þar verður m.a. fjallað um:
•  Fiskveiðistjórnun og stefnu.
•  Fiskútflutning.
•  Gengisskráningu.
• Ákvörðun fiskverðs.
Griptu tækifæriö til aö hafa áhrif á málefnastarfiö. Þátttaka tilkynnist
í sima 82900 og 686216 fyrir fimmtudaginn 21. janúar.
Stjórn SUS.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64