Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 16. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ít-
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988
47
Afmæliskveðja;
Ingimundur Hjör-
leif sson níræður
Hver er sinnar gæfu smiður,
segir máltækið, og ekki dettur mér
í hug að rengja það, en aleinn er
vitaskuld enginn við það verk. Og
því sting ég nú niður penna að .
mig langar að senda afmælis-
kveðju og þakkir til verkstjórans
yfir minni smíð.
Ingimundur Hjörleifsson fædd-
ist 21. janúar 1898 og er því
níræður í dag. Fyrstu árin ólst
hann upp á bökkum Kúðafljóts í
Meðallandinu, þar sem faðir hans
var fátækur bóndi og ferjumaður.
Þaðan lá leiðin suður á Álftanes,
þar sem ferjumaðurinn frækni
týndi lífinu í Gálgahrauni og fjöl-
skyldan tvístraðist. Ingimundur
lenti hjá honum séra Jens í Görðum
og margar sögurnar hefur maður
heyrt frá þeirri tíð, og reyndar allri
hans tíð, því að allt man hann og
segir þannig frá að það flögrar
stundum að manni að García Márq-
ues og fleiri slíkir sagnaþulir hljóti
að vera ættaðir úr Meðallandinu.
Ég man fyrst eftir mér á Hverf-
isgötu 46 í Hafnarfirði. Það fallega
hús áttu öðlingarnir Palli Hjöll og
Sigga Palla, sem um þær mundir
létu sig ekki muna um að hýsa
Ingimund, bróður Páls, og hans
fjölskyldu meira og minna alla, auk
ættmóðurina úr Meðallandinu,
ömmu Rönku, sem oftast sat í
körfustólnum sínum á efsta loft-
inu, stjórnaði öllum í húsinu og var
nærri hundrað ára.
Þá var afi Mundi búinn að vera
giftur sinnar gæfu aðstoðaryfir-
smið, henni Mörtu Eiríksdóttur úr
Arnarfirðinum, í rúmlega tuttugu
ár, og saman áttu þau hana Sísí
sína, sem allt þeirra líf snerist um.
Þetta voru dýrðartímar.
Svo fluttum við í Tröðina upp
úr miðjum sjötta áratugnum. Þá
var Finnur faðir minn, tengdason-
ur Ingimundar og Mörtu, orðinn
smiður og búinn að byggja yfir
fjölskylduna.
Lengi bjuggu Marta og Mundi
á neðstu hæðinni, Sísí og Finnur
með þrjú börn á miðhæðinni og
Haukur sonur Mörtu ásamt Rós-
marí og fjórum börnum í risinu.
Svo skruppu Sísí og Finnur til
Noregs í nokkur ár og gömlu hjón-
in fluttu sig upp á miðhæðina til
okkar krakkanna til þess að geta
haft betri yfirsýn yfir fjölskylduna
— og Fjörðinn. Þetta voru líka
dýrðartímar.
Lífíð í þessu húsi var oft með
ólíkindum. Þarna var sko engin
lognmolla; alltaf margt um mann-
inn, alltaf eitthvað að gerast. Við
yngra fólkið kölluðum j>etta ættar-
hús, sem stendur við Asbúðartröð,
ýmist Ásbúðartröðina eða Mar-
tröðina, eftir því hvernig stóð í
bólið okkar, og það lýsir því lífi
sem þama var lifað eflaust betur
en mörg orð.
Þótt við kveddum ömmu Rönku
tókst okkur aftur að safna fjórum
ættliðum undir sama þak, og eng-
inn skortur var heldur á ættingjum
og vinum úr sveitinni sem dvöldu
hjá okkur um lengri eða skemmri
tíma. Og þótt ekki væri hávaðinn
í manninum fór ekkert á milli
mála hver vár verkstjóri í þessu
húsi. Húsbóndi er ekki rétta orðið,
því að þeir voru iðulega fjórir og
jafnvel fleiri, en sem verkstjóri hjá
Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var
Ingimundur vanur að stjórna og
gerði mest lítinn greinarmun á því
hvort hann var að stýra sínum
heittelskuðu saltfisk- og skreið-
ardömum í þurrkhúsinu uppi á
Hrauni eða uppeldinu á afkomend-
um sínum — enda aðferðirnar þær
sömu og fyrr eða síðar lenti maður
hvort eð var í sumarvinnu hjá hon-
um á „Hrauninu" og eins gott að
standa klár að hlutunum. Já, og
það fðr heldur ekkert á milli mála
að hann afi manns var heims-
frægur maður í Hafnarfirði, virtur
á sínu sviði og kunni sitt fag.
Maður var stoltur af honum. Svo
stoltur, að enn þann dag í dag
segist ég vera dótturdóttir hans
Ingimundar á Bæjarstöðinni, þegar
ég þarf að gera grein fyrir mér á
þeim slóðum. Það hefur dugað mér
vel hingað til.
Tíminn líður og Tröðin er ekki
lengur miðpunktur lífsins, enda afi
kominn aftur út á Álftanes. Þar
byggði Finnur annað hús og minna
fyrir nokkrum árum, enda fólkinu
farið að fækka og ekki lengur
móðins að búa,í ættarkommúnum.
En það breytir ekki svo ýkja miklu,
því að verkstjórinn aldni situr á
sínu lofti með allt á hreinu og held-
ur áfram að stýra okkur hinum á
sinn elskulega en ákveðna hátt,
fyrir nokkrum árum, langt um ald-
ur fram, og einnig hans sonur. Og
í fyrra missti Ingimundur auga-
steininn sinn, hana Sísí einkadóttur
sína sem allt.af hafði búið með
honum og hafði lofað sjálfri sér
því að annast hann alla hans daga.
Já, sorginni hefur hann kynnst, en
gleðin býr líka í hjarta hans og
hann á sína trú sem gerir hann
sterkan, góðan og gjöfulan, sann-
kallaðan gæfusmið.
Ingimundur Hjörleifsson hefur
alla tíð þóst vera á móti veislu-
stússi, þótt enginn sé kátari en
hann í góðra vina hópi. Og af því
að hann er óútreiknanlegur og
engum líkur lét hann sig ekki
muna um að rífa sig upp úr kvefi
og jólaflensu og fljúga vestur á
firði „bara til að þurfa ekki að
halda einhverja voðalega veislu" í
tilefni af níræðisafmælinu. í
Súðavík og á ísafirði býr nefnilega
um þesar mundir dágóður hiuti af
„uppskerunni" hans, tveir dóttur-
synir og fjölskyldur þeirra. Þangað
sendi ég og mínir menn innilegar
afmæliskveðjur með þökk fyrir allt
sem harin hefur kennt okkur og
gefið gegnum árin.
Hildur
gegnum síma; svo lygilega líkur
henni mömmu "sinni úr Meðal-
landinu, bæði í sjón og raun.
Fyrir rúmum þremur árum
kvaddi hans heittelskaða Marta,
orðin lasburða og hvíldinni fegin.
Þá var Haukur sonur hennar látinn
0TT02verð-
urfrumsýnd
föstudaginn
22. jan.
Nýja myndin um
hinnfrábæra
otto
Regnboginn.
NYTT FRA VOLKSWAGEN
PYSKUR KOSTAGRIPUR
BETUR BÚINN ENN NOKKRU SINNIFYRR
^lnnri búnaöui sami og í GOLF GT
D 5 gíra handskipting
D Snúningshraðamcelii
? Hœöarstilling á ökumannssœti
r^Hliðarspeglar með innistillingu
lyf Litaðar rúður

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64