Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 16. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988
51
sitt kenndi hann lasleika og lagðist
fyrir. Séð var að lasleiki hans var
alvarlegur, svo að hann var fluttur
á sjúkrahús en var látinn, er þang-
að kom. Þann 29. desember 1964
varð formaður Glímufélagsins Ár-
manns, Gunnar Eggertsson.
Formaður félagsins hafði hann ver-
ið í rúm 23 ár er hann lést. Faðir
Gunnars var Eggert Kristjánsson,
sem gekk í Glímufélagið Armann
1919 og var virkur íþróttaiðkandi,
einkum glímu, en hann komst í röð
fræknustu glímumanna þjóðarinn-
ar. Harðduglegur stuðningsmaður
félagsins var hann meðan hans
naut við. Þann 28. september 1966
var hann staddur í hópi jieiðurs-
félaga Armanns og fleiri Ármenn-
inga á Hótel Borg er andlát hans
bar að.
Ungur gerðist Gunnar Ármenn-
ingur og iðkaði glímu, leikfimi, sund
og frjálsar íþróttir. Á skólaárum
sínum í Menntaskólanum í
Reykjavík, um og uppúr 1940, er
hann orðin einn færustu sund-
manna félagsins, sérstaklega á
stuttum vegalengdum og í frjálsum
íþróttum var hann sporléttur sprett-
hlaupari. Að loknu stúdentsprófí
1942 hélt hann til náms í viðskipta-
fræði við háskóla Kaliforníu í
Berkeley. Við þann háskóla lauk
hann bæði BS-prófí og MS-prófí. í
lok síðari heimsstyrjaldar kom hann
heim og gerðist stafsmaður í fyrir-
tæki föður síns, sem þá vár orðið
eitt af stærstu og fjölþættustu inn-
flutningsfyrirtækjum íslenskum.
Eitthváð starfaði Gunnar 5 Banda-
ríkjunum fyrir föður sinn vegna
verslunarsambanda þar vestra.
Hann sneri því til föðurhúsanna
með góðan lærdóm í verslunarfræð-
um og reynslu í samskiptum við
erlend fyrirtæki.
Hinn atorkusami formaður Ár-
manns í 33 ár, Jens Guðbjörnsson,
þurfti tíðum að hafa mörg járn í
eldinum og leitaði fanga hjá fyrir-
tækjum og einstaklingum. Oft
leitaði hann til Eggerts Kristjáns-
sonar og varð uppúr 1950 var við
að á þeim slóðum naut hans einnig
Gunnars. Það var þó ekki fyrr en
1959, að Gunnar er kosinn í full-
trúaráð Armanns. Sama ár í stjórn
félagsins og annast gjaldkerastörf
þar til 1961, að hann er kosinn
varaformaður en 28. desember
1964 tekur hann að sér formennsku
félagsins. Þegar Gunnar kom inn í
stjórn Ármanns var þeirri starfs-
breytingu komið á hjá stórum
íþróttafélögum, að þeim var skipt
í deildir. I ávarpi.'sem birtist í 5.
tbl. Armanns  1965, tók Gunnar
fram: „Aðalstjórn félagsins stóð
frammi fyrir þeim vanda (1960),
að sameina undir einu merki marg-
ar íþróttadeildir, sem flestar voru
sjálfum sér nógar fjárhagslega og
stunduðu auk þess æfíngar á mörg-
um stöðum í borginni. Sú hætta var
fyrir hendi, að fólk í hinum ýmsu
deildum yrði félagslega aðskilið og
það hætti að þekkja félaga sína í
hinum deildunum. Stjórnin einbeitti
því starfí sínu að því að vera sam-
einingarafl fyrir deildirnar ..."
Þessum tilgangi leitaðist Gunnar
að ná með því að halda árlega
„Starfsdag Armanns".
Árið 1947 hafði Ármann eignast
landsvæði fyrir velli og hús á Höfða-
túni. Fyrir formannstíð Gunnars var
þar komin hlaupabraut og gras-
völlur (1953) og fyrsti áfangi
félags- og íþróttahúss (1958). í
stjórnartíð Gunnars tókst (1981)
að taka í notkun stóran íþróttasal
með tilheyrandi húsakynnum. Mal-
arvöllur var lagður 1967 fyrir
knattspyrnu, en fyrir knattspyrnu
á vegum Ármanns beitti Gunnar
sér mjög. Tvö síðastliðin ár hafa
brautir og grasvöllur verið rifín upp
og lögð að nýju ásamt því að
traustri netgirðingu var komið upp
kringum allt svæðið.
í Jósefsdal, að baki Vífílfells,
höfðu Armenningar numið sér
skíðaland 1936 og í áföngum reist,
stækkað og endurreist (eftir bruna)
skíðaskála úr timbri og holsteini—
og rafvæddan. Skíðafólk félagsins,
sem lagði skíðaslóðir víða út frá
Jósefsdal, kynntist hentugu skíða-
landi norðan Lönguhlíðarfjalla
neðan Blákolls og vestur á Heiðina
há. Umráðarétt á þessu landsvæði
höfðu nokkur sveitarfélög, en þó
frekast Selvogshreppur. Gunnari
tókst fyrir hönd skíðadeildar félags
síns að ná samningi við hreppsnefnd
Selvogshrepps um afnot fyrir skíða-
iðkanir og að reisa þar nauðsynleg
mannvirki á svæði, sem hlaut nafn-
ið Bláfjöll. Þegar hér var komið
Jiöfðu margir á höfuðborgarsvæð-
inu komið auga á þetta svæði, sem
skíðaland almennings. Var svæðið
gert að fólkvangi og því kosin fram-
kvæmdastjórn. Vegna frumkvæðis
Gunnars fékk Ármann að halda
aðstöðu sem félagið hafði gert sér
í Kóngsgili. Eru nú þarna nokkrar
smáar og stórar lyftur ásamt af-
drepi og geymslum (1978—81).
Róðrarskýli ásamt bryggju og
tveimur innrónum kappróðrarbát-
um átti Armann við upphaf síðari
heimsstyrjaldar í Nauthólsvík við
Fossvog. Þessi aðstaða og iðkun
róðurs hjá félaginu eftir styrjaldar-
lok náðist eigi í fyrra horf þrátt
fyrir aðgerðir Gunnars og olli það
Gunnari og stjórn hans áhyggjum
og vonbrigðum.
Hér hefur verið dvalið að nokkru
við hinn efnislega þátt, mannvirkja-
gerð, sem ávallt þarf mikils fjár og
samhæfingu margra aðila. Gunnar
sýndi við störf að þessum þætti
lagni og ódrepandi þrautseigju.
Hinn íþróttalegi þáttur í stóru
íþróttafélagi spannar yfír mörg
svið: Útvegun kennara og þjálfara,
æfíngatíma, fé til þess að greiða
hvort tveggja ásamt tækjum; þátt-
taka í mótum og forstaða móta;
ferðalög hópa eða einstaklinga inn-
anlands og erlendis; afskipti af
deilumálum o.s.frv.
Fyrir utan þessi innri félagsmál
Ármanns varð Gunnar að sinna fé-
lagsmálum íþróttahreyfingarinnar.
Hann var eðlilega fulltrúi á þingum
íþróttabandalags     Reykjavíkur
(IBR) og allt frá 1960 var hann
meðal fulltruá ÍBR á íþróttaþingum
ISÍ. Á þessum þingum íþróttahreyf-
ingarinnar var Gunnar Eggertsson
virkur í störfum þeirra, t.d. kjör-
bréfanefndum og kjörnefndum.
Okkur, félaga Gunnars, má undra'
hverju hann kom til leiðar er við
lítum til baka, því hann gerði sér á
stundum lífið erfitt og heilsa hans
var eigi traust um nokkurt skeið.
Fyrir fjórum árum var gerður á
honum hjartaskurður á sjúkrahúsi
í Cleveland, Ohio, Bandaríkjunum.
Ekki var annað séð af störfum hans
en hann hefði náð betri heilsu, en
hjartabilun batt endi á líf hans.
Gæfa Gunnars var að hann náði
fólki til samvinnu og fólst í góð-
lyndi hans og einlægni. Gott fólk
tengdist honum tíl starfa og efldi
hann.
Við Armenningar kveðjum for-
mann okkar, Gunnar Eggertsson,
með virðingu og söknuði. Við mun-
um minnast starfa hans, sem hann
vann nær 100 ára gömlu félagi
okkar í fjórðung aldurs þess með
því að leitast við að láta takast
fyrirætlanir hans; að félagið eflist
með hátíðarhöldunum vegna 100
ára afmælis þess.
Gunnar Eggertsson fæddist og
ólst upp í Reykjavík. Eins og flestir
drengir þeirra tíma naut Gunnar
þess að dveljast í sveit. Þá naut
hann einnig að dvelja í sumarhúsi
foreldra sinna, Árnesi, við Laxá í
Kjós.
Móðir Gunnars var Guðrún Þórð-
ardóttir bónda Eyjólfssonar í
Selvogi, Árnessýslu, fædd 29. maí
1901, en andaðist 8. apríl 1987.
Faðir, Eggert Kristjánsson bónda
Eggertssonar í Mýrdal, Kolbeins-
staðahr., Hnappadalssýslu, og þá í
Dalsmynni í Eyjahreppi í sömu
sýslu.
Heimili þeirra var löngum á Tún-
götu 30 í Reykjavík, sem var þekkt
að hlýleik og myndarskap.
Systkini Gunnars eru þessi:
Kristjana Guðný, Ingibjörg og Aðal-
steinn.
Gunnar Eggertsson kvæntist
1946 Báru Vilborgu Jóhannsdóttur,
en hún lést 1969.
Þau áttu fímm börn og eru þau
þessi: Georg Ólafur, Guðrún Edda,
Ingibjörg Bryndís, Kristján Eggert
og Þórdís.
Á heimili Gunnars og Báru átti
Margrét Hallsdóttir heimili sitt í
mörg ár, en þær Bára voru systk-
inadætur.
Þrjú börn Gunnars og Báru eru
búsett í Reykjavík, en tvær yngri
dæturnar búa i Bandaríkjunum.
Gunnar átti 14 barnabörn og eitt
barnabarnabarn.
Gunnar kvæntist öðru sinni árið
1972, Valdísi Halldórsdóttur og lif-
ir hún hann. Þau eignuðust ekki
börn, en Valdís gekk yngri börnum
Gunnars í móðurstað og þá að
meðtalinni Lindu Báru, sem er elsta
barnabarn Gunnars og dvaldist
löngum hjá þeim.
Armenningar nutu starfa Gunn-
ars Eggertssonar og rændu honum
því oftsinnis frá fjölskyldu hans,
þakka umburðarlyndi hennar og tjá
ykkur, kæru ástvinir Gunnars, sam-
úð og að á 100 ára afmæli félagsins
mun hans minnst að verðugu.
Þorsteinn Einarsson
Formaður Glímufélagsins Ár-
manns, Gunnar Eggertsson, lést hér
í borg hinn 11. janúar sl. eftir langa
baráttu við erfíðan sjúkdóm. Ungur
gekk Gunnar í Glímufélagið Ar-
mann, en þar hafði faðir hans,
Eggert Kristjánsson stórkaup-
maður, verið í forystusveit á yngri
árum og ávallt upp frá því verið
dyggur stuðningsmaður félagsins.
í Armanni lagði Gunnar einkum
stund á sund og frjálsar íþróttir og
var á tímabili einn besti sprett-
hlauparí og jafnframt einn besti
hraðsundmaður landsins.
Að loknu stúdentsprófi árið 1942
hélt Gunnar til Bandaríkjanna, lagði
þar stund á viðskiptafræði og lauk
námi í þeirri grein með MS-prófí
árið 1945. Dvaldist hann sfðan
vestra um skeið, en fluttist svo
heim og hóf störf við fyrirtæki föð-
ur síns, Eggert Kristjánsson & Co.
hf. Eigi hafði íþróttaáhugi Gunnars
dvínað við dvölina vestra, því að
fljótlega eftir heimkomuna var
hann farinn að sinna félagsstörfum
í Ármanni á ný. Hann mun þó lítið
sem ekkert hafa tekið þátt í íþrótta-
keppni eftir þetta, en snúið sér þeim
mun meira að félagslega starfinu.
Hann var kosinn í aðalstjórn félag*—
ins og var m.a. lengi varaformaður.
Síðastliðin 23 ár hefur hann verið
formaður félagsins. Sýnir það vel
það traust sem hann hefur notið
meðal Ármenninga. Það var hvorki
létt verk né auðvelt sem hann tók
að sér með formannsstarfinu, því
að á herðum formanns hvíldi þá auk
hinna félagslegu starfa öll yfírum-
sjón og stjórnun framkvæmda yið
íþróttasvæði og félagsheimili Ár-
manns sem þá voru í byggingu við
Sigtún. Var slíkt ærið verkefni fyr-
ir einn mann en þarna áttu frístund^
ir að duga. Má fullyrða að Gunnar
hafí helgað Ármanni flestar
frístundir sínar í 30 ár auk ómælds
hluta vinnutímans hjá fyrirtæki
sínu. Slík störf og fórnfýsi fyrir
hugsjónir sínar verða aldrei metin
að verðleikum.
Gunnar var vinsæll maður og vel
iátinn af öllum sem hann þekktu
og áttu við hann samskipti og flest-
ir höfðu á honum því meiri mætur
sem þeir þekktu hann betur. Slíkra
manna er gott að minnast og slíkra
manna er sárt sa.knáð.
Sunddeild Armanns þakkar
Gunnari gott og fórnfúst starf í
þágu félagsins og Sunddeildarinnar
svo og ágæta samvinnu í nær fímnj
áratugi.
Sunddeild Ármanns sendir eftir-
lifandi eiginkonu Gunnars, frú
Valdísi Halldórsdóttur, nfðjum hans
öllum og fjölskyldum þeirra innileg-
ar samúðarkveðjur.
Sunddeild Ármanns
Nú þegar Gunnar Eggertsson er
til moldar borinn er rétt að staldra
við og leiða hugann til baka un£
tuttugu ár, en þá var knattspyrnu-
deild Ármanns stofnuð, og var
Gunnar einn af stofnendum deildar-
innar.
Allan þann tíma studdi hann við
bakið á deildinni og stappað í okkur
stálinu í þessari hörðu baráttu við
að ná sem bestum árangri í íþrótt-
inni. Verður honum seint þakkaður
sá neisti sem hefur ávallt verið í
okkur síðan.
Má segja að hann hafi verið með
okkur í gegnum súrt og sætt. Nú
SJÁ NÆSTU SÍÐU
VERÐLÆKKUIM
VEGNA
Það er ekki að ástæðulausu sem Al WA
er betra. Lítum t.d. á þessa frábæru sam-
stæðu frá AIWA CP-550. Hún er
með hálfsjálfvirkum plötuspilara, útvarpi með
LW - MW - SW og FM stereo. 2x30 W.
magnara með 5 banda tónjafnara. Segul-
bandið er tvöfalt með „HIGH SPEED
DUBBING" , METAL og CR02. Tenging fyrir
höfuðtól og CD.
Þú færð ekki betri samstæðu fyrir þetta verð.
Verð áður kr. 31.980,- stgr.
Verð nú  kr. 27.955,- stgr.
Ath!  Þotta er aðeins eln af mörgum
stærðum   úr Al WA fjölskyldunni.
AIWA er betra.
Sendum í póstkröfu.
Armúla 38 Símar 31133-83177
R moX un.er! t'd .nnBirriA.   jajfö) 8iBnnn!> mirhöjK i OBnns mea   'ui1íö4 i'-^<i 3Bínf;un ^j .011 inntee
L i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64