Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 16. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						60	MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1988
	
ÓLYMPÍULEIKARNIR í CALGARY	
+
Vetrarólympíuleikamir verða
settir í Calgary 13. febrúar
Fyrsta skipti sem vetrarólympíuleikarnir eru haldnir í Kanada
Níels
Kristjánsson
skrifarfrá
Calgary
HÉR í Calgary-borg líður senn
að því aö mesti wiðburður í
sögu borgarinnar hefjist, en
það eru XV. vetrarólympíuleik-
arnir sem hefjast 13. febrúar
nk. Þetta er ífyrsta skipti sem
vetrarólympíuleikarnir eru
haldnir í Kanada. Kanada-
mönnum er því umhugað að
framkvœmdin gangi snurðu-
laust og verði landi og þjóð til
sóma. Calgary-borg sótti fyrst
um að fá að halda vetrar-
ólympíuleika 1959, en það var
ekki fyrr en 1981 að sá draum-
ur varð að veruleika og er það
Ralp Klein borgarstjóra aðal-
lega að þakka.
Hvar og hvernig er nú þessi
Calgary? Nafnið er komið úr
skosku og þýðir tært vatn, borgin
stendur þar sem tvær ár, Bow og
Elbow, renna saman
í suðvesturhluta Al-
berta-fylkis,     en
Alberta-fylki er eitt
af vesturfylkjum
Kanada og nær að Klettafjöllunum
í vestri. Fyrsta byggð var virkið
Fort Calgary sem var byggt 1875,
og 1883 kom síðan fyrsta járn-
"""Sbrautin og síðan hefur borgin verið
í stöðugum vexti og búa hér nú um
650 þús. manns.
VUt fyrstu kyrYnl er ekkert
í borginni sem mlnnlr á
skíðaíþrottlna
Borgin er þekktust fyrir mikla kú-
rekahátíð sem kölluð er Stanpede
og er haldin árlega, en á seinni
árum er borgin þekktust fyrir olíu-
iðnað. Við fyrstu kynni er ekkert í
borginni sem minnir á skíðaíþrótt-
ina, en þegar nánar er að gáð má
sjá til vesturs í útjaðri borgarinnar
gnæfa eins og risa fornaldareðlur
skíðastökkpallana sem byggðir voru
fyrir Ólympíuleikana.
Það er að óreyndu erfitt að gera
sér í hugarlund hversu mikið fyrir-
tæki Ólympíuléikar eru. Undirbún-
ingur er ótrúlega mikill og hefur
staðið yfir síðan borginni var falið
að sjá um leikana, alls staðar má
sjá ólympíumerki og alls kyns
skreytingar og nú stendur yfir
blómatíð hjá minjagripasölum. Ein-
hver líkti þessu við snjóbolta sern
búið er að rúlla af stað niður brekku
og stöðugt stækkar og eykur hrað-
ann með vaxandi þunga.
Jólaljósln ekkl tekln nlður fyrr
en eftlr Ólympíuleika
Til þess að auka stemmninguna
hefur borgarstjórinn beint þeim til-
I mlðborg Calgary mun ólympíueldurinn loga á 190 metra háum turni alla leikdaganna. Turnin og ólympíukyndillinn
hæsti kyndill í víðri veröld.
mælum til borgarbúa að taka ekki
niður jólaljósin fyrr en eftir leikana,
eins munu fyrirtæki sem eru til
húsa í háhýsum miðborgarinnar
hafa öll ljós kveikt á kvöldin og
nóttunni. Fyrir utan þá sem starfa
á fulium launum við Ólympíuleik-
ana hafa um 10 þúsund sjálfboða-
liðar verið fengnir til starfa við
£mis störf er tengjast leikunum.
Óll uppsetnjng og prófun á tækjum
viðvíkjandi leikunum er nú lokið að
undanskilinni skautahöllinni sem
hýsa mun ísknattleikinn, en sá stað-
ur er í fullri notkun þar til 1.
febrúar.
Það hefur valdið töluverðum
áhyggjum hve lítið hefur snjóað hér
undanfarna tvo vetur, síðasti vetur
var sá hlýjasti í hálfa öld og þó
þessi sem nú stendur yfir hafi ekki
verið eins hlýr hefur hann verið
álíka Iaus við snjó. Til þess að ekki
þurfi eins að reiða sig á veðurguð-
ina hafa tæki til þess að búa til
snjó verið notuð með fullum afköst-
um alla daga vikunnar síðan hiti
fór niður fyrir frostmark og telja
menn að ekki þurfi að hafa áhyggj-
ur af því að aflýsa þurfi neinu nema
ef vera skyldi að veðrið bregðist
við á hinn veginn og verði slæmt.
30 sm snjólag getur horflð
á elnum sólarhring
Hér um slóðir er staðbundið fyrir-
brigði sem kallað er „shinook" sem
á íslensku er kallað hnjúkaþeyr.
Þetta eru hlýir vindar sem blása
ofan af Klettafjöllunum vegna
ríkjandi vestanáttar, þessir vindar
geta valdið því að hiti getur farið
úr -i-20oC í +10-15°C hluta úr
degi og getur 30 sm snjólag horfið
á einum sólarhring. Til að reyna
að sjá þessar veðrabreytingar fyrir
og gera langtíma spár hefur heill
herskari af veðurfræðingum verið
fenginn á staðinn ásamt 20 milljóna
króna (ísl.) tölvubúnaði.
Skautahðllln er staðsett á svæði háskólans f Calgary. Hún er sú fyrsta sinnar tegundar með 400 metra keppnis-
brautum. ólympluþorpið er einnig staðsett á loð háskólans.                                   *
Stœrsti kyndlll I vföri veröld
í hjarta borgarinnar er turn sem
er 190 metrar á hæð og hefur á
toppnum verið komið fyrir miklum
gasbrennara og mun þar loga eldur
alla daga leikanna, en turninn og
ólympSukyndillinn eru svipaðir i lag-
inu og mun þetta vera stærsti
kyndill í víðri veröld. 88 dögum
fyrir leikana var ólympíueldurinn
tendraður með viðhöfn í Grikklandi
og til þess notuð sólarorka. Þegar
eldurinn kom til Kanada hófst 18
þúsund kílómetra langt boðhlaup
um öll fylki landsins. Fjöldi manns
á öllum aldri, kynjum og kynþáttum
taka þátt í hlaupinu og þykir mikið
til um að fá að komast í svo náin
kynni við anda Ólympíuleikanna.
Til marks um áhugann fyrir boð-
hlaupinu má nefna að á miðviku-
dag, þann 13. janúar sl., hlupu 53
með kyndilinn 291 km frá Shabaqua
Cornes Ontario til Dryden Ontario
en 12.899 manns höfðu sótt um að
hlaupa með kyndilinn þessa leið.
Boðhlaupið endar síðan á opnunar-
athöfninni þann 13. febrúar
næstkomandi.
Opnunarhátíðin verður á
McMahon-leikvanginum
Töluverð leynd hefur verið yfír því
hvað boðið verður uppá á opnunar-
hátíðinni sem fer fram á McMahon-
leikvanginum. Leikvangurinn tekur
nú um 80 þús. manns í sæti eftir
að töluverðar breytingar höfðu ver-
ið gerðar á honum. Ekki langt frá
fyrrnefndum turni í miðbænum hef-
ur verið útbúið mjög smekklegt
torg, Olympic Placa, en þar fara
fram allar verðlaunaafhendingar á
kvöldin eftir keppni. Þar fara líka
fram alls kyns listasýningar og
verður borgin reyndar öll undirlögð
af listaviðburðum og alls kyns sýn-
ingum.
Rétt við háskólann var byggð geysi-
stór skautahöll, Olympic Oval, sem
Ljósmynd/Nlels Kristjánsson
eru svipaðir í laginu og mun þetta vera
notuð verður fyrir skautahlaupið.
Skautahöllin skartar 400 m langri
hlaupabraut, tekur 4.000 manns í
sæti og þykir verkfræðilegt afrek
í alla staði. Þetta er í fyrsta skipti
í sögu vetrarólympíuleikanna sem
hægt er að halda skautahlaupið
innan dyra, þetta gerir íþróttina
óháða veðri og vindum og er spenn-
andi að sjá hver útkoman verður.
Búist er við að talsvert af heimsmet-
um muni fjúka, en Kanadamenn
gera sér vonir um að vinna til gull-
verðlauna í skautahlaupinu.
isknattleikur er nánast
trúaratriðl í Kanda
Listdansinn á skautum fer fram í
skautahöll sem heitir Father David
Bower Arena og er ein af mörgum
skautahöllum í borginni. Það er
rétt að geta þess að þar sem ísknatt-
leikur er nánast trúaratriði í
Kanada þá er ekki skortur á innan-
hússskautasvellum. Ein er sú
bygging sem mest ber á í borginni,
en það er Olympic Saddledone sem
er stærsta skautahöllin og ber mest
á sérkennilegri lögun þaksins, sem
minnir á söðul, og þaðan er nafnið
komið. Þakið eitt og sér þykir mik-
ið undur en innandyra er öllu þannig
fyrir komið að enginn þeirra 18
þúsunda sem sæti eru fyrir, er
lengra en 60 metra frá svellinu og
hvergi eru súlur eða bitar til að
byrgja sýn.
Olympic Saddledone er heimavöllur
Calgary Flames-ísknattleiksliðsins
hérna og hefur liðið verið sigursælt
þetta árið og verið í 1. sæti í 1.
deild langan tíma. Við hliðina á
Olympic Saddledone er Internation-
al Broadcast Center (IBC) sem er
miðstöð þeirra fjarskipta sem tengj-
ast leikunum. Þar eru ógrynni af
sjónvarps- og útvarps-stúdíóum og
gafst undirrituðum tækifæri til að
berja staðinn augum og hef ég aldr-
ei á ævinni séð jafnmikið af
tækjabúnaði og alls kyns rafmagns-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64