Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 19. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1988
53
35
A DROTTEWGI
Umsjón:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Ásdís Emilsdóttir
Séra Kristján Valur Ingólfsson
Draumar um endurnýjun
kirkjukórsins rætast
Spjallað við sóknarprest og organista í Fljótshlíð
Kirkjukórar eru stór og mikill
kapítuli í íslenzkri kirkjusögu.
Ofurlítill hiluti hennar hefur verið
skrifáður hér á síðuna þegar kór-
fólk hefur sagt frá námskeiðun-
um, sem söngmálastjóri og fólk
hans halda í Skálholti. Kórfólkið
gegnir miklu hlutverki og er viða
kjarni safnaðarins með öðru trú-
föstu kirkjufólki. Það hefur
ótrúlega möguleika til að glæða
guðsþjóustuna hlýju og fögnuði
og notar þá oft undir vel. Það
nýtur samfélags hvers annars og
finnur gleðina af að starfa með
hinum, sem rækja kirkjuna og
gera hana að lifandi samfélagi.
Þó þarf að styrkja félagsand-
ann í kirkjukórunum við og við,
svo sem í öllum öðrum hópum.
Þá taka organistarnir til sinna
ráða. Þau ráð eru rædd þegar
organistar hittast á mótunum í
Skálholti. Organistar hvaðanæva
af landinu segja frá því hvernig
þeir hvetja fólk á æfingum og
heimsæki það til að efla það til
góðra mætinga. Það er nefnilega
svo fjarskalega niðurdragandi ef
sumir koma bara sjaldan. Kirkju-
kór er samstilltur hópur, þar sem
allir eru öldungis ómissandi. í
sumum kirkjukórum er erfitt að
fá karla til að gefa sér tíma og
næði til að slast í hópinn. í sumum
kórum er eins og heil kynslóð
hætti söngnum í sömu andránni.
Fólk hefur áhyggjur af því hver
muni taka við og halda kórsöngn-
um áfram í kirkjunni.
Prófastur Rangæinga, séra
Sváfnir Sveinbjarnarson, og
Margrét Runólfsson, organisti í
safnaðarkirkjum hans, eiga góða
og uppörvandi sögu um endurnýj-
un kirkjukórsins í Fljótshlíðinni.
Þar eru tvær kirkjur, Breiðaból-
staðarkirkja og Hlíðarendakirkja.
Sami kórinn syngur í þeim báðum
og Margrét er organisti beggja
kirknanna. Fyrir þremur árum
gerðist sá gleðilegi atburður að
margt nýtt fólk kom til starfa í
kórnum og með því varð kórinn
ungur ( annað sinn. Söngfólkið f
kórnum var sumt orðið fullorðið
og vonaðist eftir að nýtt sfólk
kæmi til starfa. Sérstaklega höfðu
karlarnir í kórnum áhyggjur af
framtíðinni því þeir voru flestir
komnir yfir sjötugt. Margir þeirra
höfðu sungið f kórnum síðan hann
var stofnaður um 1940.
En hvernig gerðist nú þessi
gleðilegi atburður? Mér heyrist
jafnan á organistunum, sem ég
heyri tala saman í Skálholti, að
ekkert gerist af sjálfu sér. Það
gerðist heldur ekki af sjálfu sér
að nýtt kórfólk kæmi til að syngja
í Fljótshlfðinni. Séra Sváfnir sendi
bréf til safnaðarfólks f báðum
söfnuðunum og útskýrði brýna
nauðsyn þess að uppörva hið trú-
fasta kórfólk, sem hafði sungið í
kirkjukórunum í svo mörg ár og
ævinlega verið reiðubúið til þjón-
ustu með kirkjusong þegar
söfnuðurinn þyrfti á að halda.
Margrét fór svo í heimsókn á
bæina og útskýrði þetta allt enn
betur og spjallaði í ró og næði
um málið. Og nú gerðist það allt
í einu að fólkið tók málið alvar-
sinni og hikar ekki við að hvetja
fólk til að koma í kirkjukórinn.
Það efast ekki um að þau, sem
koma, muni njóta starfsins og
samverunnar í kórnum eins og
þau sjálf hafa gert. Og úr því að
þetta gerðist í Fljótshlíðinni með
samstilltu átaki svo margra getur
það lfka gerzt annars staðar.
Kirkjukórar
geta f engið
kennara
— segir Guðrún Sigurðar-
dóttir á Biskupsstofu
Ég hafði samband við Guðrúnu
Sigurðardóttur á Biskupsstofu til
að spyrja hana um þá kennslu sem
kirkjukórunum stendur til boða.
Hún hefur nefnilega það hlutverk
á hendi að taka á móti óskum
þeirra kirkjukóra, sem hafa hug á
að fá til sín söngkennara á vegum
kirkjunnar. Guðrún sagði að tvær
konur sinntu þessu starfi, þær
Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir
og Ingveldur Hjaltested. Þær
skipta með sér einni stöðu á vegum
embættis söngmálastjóra og
kirkjukórasambandsins. Þær Ing-
veldur og Guðrún Sigríður ferðast
um landið vítt og breitt til að kenna
kirkjukórunum, eru mismunandi
lengi á sama stað því aðstæður eru
misjafnar. Sums staðar sameinast
kórar um kennsluna, annars staðar
vilja kórar fá þessa kennslu hver
fyrir sig. Guðrún sagði að viðmið-
unin væri að hver kór fengi um
20 tíma. Kennslan er kórunum að
kostnaðarlausu. Forsvarsmenn kór-
anna óska eftir henni og geta gef-
ið sig fram við Guðrúnu Sigurðard-
óttur á Biskupsstofu f sfma
91-611500.
HUðarendakirkja í Fljótshlíð.
Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, við kór-
stjórn á námskeiðinu í Skálhoiti.
Breiðabólstaðarkirkja i Fljótshlíð.
lega og hópur af ungu fólki mætti
á kóræfingu. Margrét segir að það
hafi vissulega verið mikil vinna
að kenna nýja fólkinu raddirnar
f sálmalögunum, en þau hafi öll
haft gaman af þessu, bæði þau
og hún. Þau hættu heldur ekki f
kórnum heldur héldu áfram að
syngja og syngja. Þetta var af-
skaplega skemmtilegt, segir
Margrét, ég kunni nefnilega ekk-
ert að stjórna og þau kunnu
ekkert að syngja en samt gekk
þetta allt svo ljómandi vel hjá
okkur.
Þegar nýja kórfólkið bættist í
kórinn var haldin mikil söng-
skemmtun í f élagsheimilihu
Gbðalandi í Fljótshlfðinni. Öllum
sem einhvern tíma höfðu verið í
kórnum, allt frá byrjun, var boð-
ið, líka þeim, sem voru flutt burtu.
Og fólk kom, frá Reykjavík og
Selfossi og víðar. Allir sungu sam-
an og það var drukkið kaffi og
spjallað. Söngskemmtunin var
haldin klukkan tvö á laugardegi
og sunnudagskvöldið eftir hélt
kórinn söngskemmtun í Fljótshlíð-
inni og seldi aðgang til að afla
kórnum tekna. Það þótti lfka rétt
að endurnýja kórstjórnina, því hún
hvílir annars alltaf á sama fólk-
inu. Nú heldur stjórnin fund f
janúar á hverju ári og leggur á
ráðin um hvað eigi að gera.
Það er víðar en í Fljótshlíðinni,
sem trúfast kórfólk, sem hefur
sungið saman um áratuga skeið,
vonast eftir að nýtt fólk leysi það
af hólmi. Það má ekki til annars
hugsa en þróttmikill kirkjusöngur
haldi áfram að óma í kirkjunni
Tónskóli þjóðkirkjunnar
tekur vel á móti öllum
— segir Heiðmar Jónsson á skrif stofu söngmálastjóra
Heiðmar Jónsson starfar á
skrifstofu söngmálastjóra þjóð-
kirkjunnar. Sú skrifstofa annast
líka málefhi Tónskóla þjóðkirkj-
unnar og skrifstofan og skólinn
eru til húsa á Sölvhólsgötu 13 f
Reykjavík. Söngmálastjóri er
skólastjóri söngskólans og emb-
ætti hans rekur skólann. Svo sem
öllum mun kunnugt er það Hauk-
ur Guðlaugsson, sem er söng-
málastjóri þjóðkirkjunnar.
Heiðmar sagði að í tónskólan-
um væri kenndur söngur og
raddþjálfun, orgelleikur og píanó-
leikur og fleira, svo sem tónheyrn
og bóklegar greinar sem org-
elsmíð, kirkjutónlistarsaga og
lítúrgía. Orgelkennarar eru marg-
ir og kenna á orgel i kirkjum
sínum. Þannig dreifist kennslan
út um kirkjurnar. Guðrun Tómas-
dóttir söngkona er söngkennari
og raddþjálfari skólans og hún
kennir i skólanum á Sölvhólsgötu.
Guðfræðinemar koma til hennar
til raddþjálfunar og lærdóms í
tóni en þeir eru líka í námi hjá
kantor guðfræðideildarinnar,
Herði Áskelssyni organleikara.
Söngmálastjóri skipuleggur
starf skólans og er sjálfur afar
áhugasamur um að heimsækja
organista og kóra úti á landi.
Hápunktur þess starfs og starfs
alls tónskólans og þeirra allra,
sem þar starfa, eru námskeiðin í
Skálholti. Þau námskeið eru bæði
fyrir organista og söngfólk. I sum-
ar verður námskeiðið haldið
dagana 3. til 12. júní. Það hefst
á námskeiði organista og því lýk-
ur á námskeiði kirkjukóranna og
að venju verða mikil og opin há-
tfðahöld f lokin hina sfðustu helgi
námskeiðsins.
Organistar utan af landi geta
komið til náms f tónskólanum og'
verið þar um lengri eða skemmri
tfma. Heiðmar sagði að það væri
notaleg tilfinning að söngmála-
stjóri vildi fyrst og fremst að vel
væri tekið á'móti öllum, sem leit-
uðu til skólans. Skólagjöld eru
engin og litið er á kennsluna sem
stuðning við starf kirkjunnar.
Þegar organistar utan aí landi
taka sig upp til að dveljast stuttan
tíma við námið tækju þeir nem-
endur, sem stunduðu orgelnám
hjá Hauki, sér oft þann tíma, sem
þyrfti til að gefa þeim kennsluT
stundir á hverjum degi. Nám-
skeiðin f Skálholti hefðu hvatt
marga organista til að halda
áfram að sækja þjálfun f orgel-
leik, bæði með því að halda áfram
að sækja námskeiðin og til að
koma f tónskólann til langs eða
skamms náms.
Heiðmar sagðist hafa skemmti-
legt starf við skólann. Hann þyrfti
að hafa samband'ivð fólk víðsveg-
ar um landið og sinna skrifstofu-
störfunum, en söngmálastjóri
legði mikla áherzlu á að greiða
eftir föngum fyrir þeim, sem leit-
uðu til skólans, og hjá slíkum
húsbónda væri notalegt að vinna.
Biblíulestur vikunnar
Sunnudagur:     Jak. 2.1.—4. Ekkert manngreinarálit
Mánudagur:      Jak. 2. 5.-7. Fátækt og auðævi
Þriðjudagur:     Jak. 2.12. Lögmál frelsisins
Miðvikudagur:    Jak. 2.14.-17. Trú og verk
Finuntudagur:    Jak. 2.18.—20. Trú ónýt án verka
Föstudagur:      Jak. 2. 21.—25. Verk Abrahams og Rahab
Laugardagur:    Jak. 2.26. Samlfking

^^^^¦¦¦¦¦^^¦^¦¦^¦¦¦¦^¦^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦MIMHai^^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
30-31
30-31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60