Morgunblaðið - 13.02.1988, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1988
Daði Guðbjörnsson
Þarft framtak
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Félag starfsfólks í húsgagnaiðn-
aði og Listasafn ASÍ tóku upp á
þeirri nýjung nú fyrir skömmu að
efna til listsýningar í húsakynnum
félagsins á Suðurlandsbraut 30.
Kveikjan að þessari sýningu er árs-
gömul hugmynd, og var Daða Guð-
björnssyni myndlistarmanni boðið
að ríða á vaðið. Daði er útlærður
húsgagnasmiður er söðlaði yfir í
myndlist að loknu sveinsprófí árið
1976.
Hugmynd félagsins er að rækta
betur samband sitt við þá einstakl-
inga, sem starfa eða hafa starfað
í húsgagna- og innréttingaiðnaðin-
um, og hafa lagt á listabrautina
með metnaðarfullum hætti svo sem
það heitir.
Þetta er góð og lofsverð hug-
mynd og mættu fleiri félög og fyrir-
tæki taka hana upp.
Þess skal hér getið, að víða ytra
eru starfandi listafélög innan fyrir-
tækja, smárra og stórra, sem gang-
ast fyrir sýningum virtra lista-
manna í húsakynnum sínum. Hefð-
in er þá að í stað leigugjalda af
myndunum kaupa fyrirtækin eitt
eða fleiri verk og eignast þannig
með tímanum álitlegt safn lista-
verka, sem er sómi og stolt þeirra.
— Oneitanléga er prýði að mynd-
um Daða í húsakynnunum því að
myndir hans eru litríkar og í þeim
sjaldgæfur gáski og launkímni í
bland. Daði kynnir á sér ýmsar
velkunnar hliðar frá fyrri sýningum
og það er vel þess virði fyrir áhuga-
menn á þessari hlið myndlistar, sem
leið eiga í hverfíð að glugga á
myndverkin.
Sautján myndir eru á sýningunni
og sumar allstórar en ráðgerður
sýningartími er aðeins til sunnu-
dagskvölds, sem er alltof snubbótt
fyrir þessa tegund upphengingar
myndverka...
Húsgögn & hönnun 88
List og hönnun
Bragi Ásgeirsson
Að Kjarvalsstöðum stendur nú
yfír sýning er nefnist Húsgögn &
hönnun, sem kynnir verðlaunas
amkeppni, er fram fór á vegum
Félags húsgagna- og innréttinga-
hönnuða. Styrkur fékkst frá Iðn-
þróunar- og Iðnlánasjóði til þessa
verkefnis. Og eins og segir í sýn-
ingarskrá var „meginmarkmið
samkeppninnar að laða fram nýjar
frumlegar hugmyndir, sem et.v.
gætu orðið að framleiðslu- og
söluhæfum vörum. Jafnframt var
með samkeppninni stefnt að því
að efla og treysta góð samskipti
hönnuða og framleiðenda og
hvetja unga hönnuði til starfa í
húsgagnaiðnaðinum".
Þetta var viðamikil samkeppni
sem fram fór í tveim áföngum.
Var fyrri hlutinn almenn og opin
keppni og skyldi tillögum skilað
í formi teikninga. Alls bárust 23
tillögur frá 17 höfundum og valdi
dómnefnd svo 7 teikningar eftir
5 höfunda til framhalds í keppn-
inni.
Óneitanlega nokkuð strembin
og vafasöm tilhögun samkeppni,
því að þar með túlka endanlegar
tillögumar öðru fremur mat dóm-
nefndar á húsgagnahönnun út frá
teikningum en ekki t.d. módelum.
Teikningar af húsgögnum, og
húsum raunar einnig, eru öllu
jafna stórum glæsilegri en endan-
leg útkoma, svo sem margur veit,
en hins vegar geta módelin ekki
villt um á sama hátt. Kannski er
það þess vegna sem þetta virkar
allt nokkuð þungt og á köflum
ofhannað — meira hugsað fyrir
HUSGOGN
& HÖNNUN 88
KJARVALSSTÖÐUM 5.- 14. FEBRÚAR 1988
vélmenni en lifandi fólk. Og þá
virðist framkvæmd sýningarinnar
hafa farið nokkuð seint af stað
og sýningin þannig sett saman á
of skömmum tíma — eða einhvern
veginn hefur maður þetta á til-
fínningunni við skoðun hennar.
Sumar tillögurnar njóta sín þann-
ig ekki nægilega vel í salnum og
fólk á erfítt með að gera sér rétta
hugmynd um þær, sem að sjálf-
sögðu er mjög miður.
Þá stendur sýningin of stutt
og lítið hefur verið gert til að
vekja upp almennar umræður á
opinberum vettvangi. Heildaráhrif
sýningarinnar verða þannig í senn
ruglingsleg og þung hvernig sem
á allt er litið, og einstök verk virka
jafnvel klunnaleg þótt trúlega
hafí þau litið vel út á teikningun-
um.
Vegna þessa .alls er erfítt að
dæma einstck verk'og farsælast
að láta það ógert.
Af mistökunum læra menn
mest og væntanlega verður efnt
til nýrrar samkeppni sem fyrst
og framkvæmdin þá öllu hnitmið-
aðri.
Frumkvæði vantar
eftirJón
Ingvarsson
Aðgerðaleysi stjómvalda
gagnvart rekstrarvanda frysti-
húsanna hefur þegar valdið fyrir-
tækjunum gífurlegu tjóni og er
engu líkara en að ríkisstjómin
með þessu aðgerðaleysi sínu
fljóti nú sofandi að feigðarósi.
Því verður vart trúað að
óreyndu, að ríkisstjómin sé vilj-
andi að leggja þessa þýðingar-
mestu atvinnugrein á Islandi í
rúst.
Því verður vart trúað, að nú-
verandi ríkisstjóm sé sömu skoð-
unar og þær raddir sem fram
komu í leiðara Mbl. sl. laugar-
dag, „að gengi krónunnar sé
ekki vandamálið heldur frystiiðn-
aðurinn í heild sinni".
En ef svo er, hljóta forráða-
menn frystihúsanna að eiga rétt
á því að vita það til þess að geta
hafíð undirbúning að lokun
frystihúsanna til frambúðar og
flutt fískvinnsluna í enn ríkari
mæli til Grimsby og Hull þar sem
mun betur virðist búið að þess-
ari atvinnugrein.
Því verður vart trúað að þetta
sé vilji ríkisstjómar Þorsteins
Pálssonar.
En til þess að menn glati ekki
trú á vilja stjómvalda til að bæta
rekstrarskilyrði frystihúsanna,
verður ríkisstjómin að sýna vilja
sinn í verki og hefja aðgerðir
þegar í stað.
Við skulum ekki drepa málinu
á dreif með því að karpa um
hvaða leiðir skuli fara til að rétta
Jón Ingvarsson
„En ef svo er, hljóta
forráðamenn frysti-
húsanna að eiga rétt
á því að vita það til
þess að geta haf ið
undirbúning að lok-
un frystihúsanna til
frambúðar og flutt
f iskvinnsluna í enn
ríkari mæli til Grims-
by og Hull þar sem
mun betur virðist
búið að þessari at-
vinnugrein.“
hag frystingarinnar.
Það vita allir sem vilja vita,
að 18% hækkun á raungengi
íslenskrar krónu á einu ári er
fjarstæða sem ekki stenst og
gengi krónunnar því í reynd fall-
ið.
Það vita allir sem vilja vita,
að 18% kaupmáttaraukning á
einu ári fær ekki staðist. Það er
meiri aukning kaupmáttar held-
ur en í nokkru öðru landi V-
Evrópu.
Það vita allir sem vilja vita,
að útflutningsatvinnuvegimir fá
ekki staðið undir vaxtabyrðinni
eins og hún er í dag. Forsenda
þess að fyrirtækin geti greitt
raunvexti er lágt verðbólgustig.
Það vita .allir sem vilja vita,
að kröfugerð VMSÍ sem felur í
sér 47% hækkun launa á einu
ári er fjarstæða, sérstaklega við
þær aðstæður sem útflutningsat-
vinnuvegirnir búa við í dag, og
er einungis til þess fallin, að
ekkert mark sé tekið á forystu
Verkamannasambands íslands.
Það vita allir sem vilja vita,
að hækkun fískverðs við núver-
andi aðstæður kemur ekki til
greina.
Við þessar aðstæður er það
skylda ríkisstjómarinnar að hafa
fmmkvæði og forystu í efna-
hags- og kjaramálum. Það er
hlutverk hennar.
Þess er nú beðið með óþreyju
af fískvinnslufyrirtækjum hring-
inn í kring um landið.
Höfundur er stjórnarformaður
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna.
Frá guðsþjónustu í Afríku.
Kristniboðs-
vika í Keflavík
HIN árlega kristniboðsvika í
Keflavík hefst nú um helgina.
Verða almennar samkomur
haldnar í félagsheimili KFUM og
K við Hátún á hverju kvöldi
14.—21. febrúar og hefjast jafn-
an kl. 20.30. Efni verður fjöl-
breytt, frásögur, leikræn tjáning
og myndasýningar, einnig söng-
ur og predikun á hverju kvöldi.
Nær allir sem kynna kristniboðið
eða flytja hugvekjur hafa dvalist
lengur eða skemur á starfssvæðum
Kristniboðssambandsins í Afríku.
Einnig mun ungt fólk láta til sín
taka á samkomunum. Seinni sunnu-
daginn verður guðsþjónusta í
Keflavíkurkirkju í tengslum við
kristniboðsvikuna.
Það em kristniboðsfélögin tvö í
Keflavík sem standa fyrir samkom-
unum. Kristniboðsstarfið í Afríku
er æði margþætt. Nefna má að ís-
lendingar hafa hjálpað æskufólki
til mennta og t.d. staðið fyrir því
að koma upp fimm skólahúsum
meðal Pókot-manna, 200 þúsund
manna þjóðflokks sem þeir starfa
á meðal í V-Kenýa.
íslendingar vom einnig fmm-
herjar í skólamálum í Konsó í
Eþíópíu. Fyrsti kristniboðinn þar
hóf þar skólastarf tíu dögum eftir
komu sína til þjóðflokksins. Fyrsta
daginn komu átta drengir. Nú hafa
tugþúsundir Konsómanna lokið
skólaskyldu fyrir tilstilli kristni-
boðsins og síðan kirkjunnar sem
risið hefur á kristniboðsakrinum.
Kostnaðurinn við kristniboðs-
starfið er nær allur greiddur með
frjálsum framlögum. A þessu ári
er áætlað að safna þurfi á níundu
milljón króna. Verða því tekin sam-
skot á samkomunum.
Eins og fyrr segir hefst kristni-
boðsvikan i Keflavík sunnudaginn
14. febrúar. Sr. Ólafur Oddur Jóns-
son flytur ávarp, Guðlaugur Gunn-
arsson sýnir myndband frá Eþíópíu
og Skúli Svavarsson predikar. Á
mánudagskvöld flytur ungt fólk
leikþátt og Jónas Þórisson talar.
Allir em velkomnir á samkomumar
í Keflavík. (Fréttatílkynning)