Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 IMORRÆNT TÆKNIÁR 1988 / Umsjón Sigurður H. Richter • Hitaveitur — opið hús NORRÆNT TÆKNIÁR 1988/ Umsjón: Signrður H. Richter í Tilefni af Norrænu tækniári 1988, verða Hitaveitur viða um land með opið hús, sunnudag- inn 21. febrúar. Almenningi er boðið að koma í heimsókn og kynna sér starfsemi þeirra. Hitaveita Reykjavíkur Hitaveita Reykjavíkur er elsta hitaveita landsins og sú lang stærsta. Fyrst var borað við Þvottalaugamar í Reykjavík 1928 og 1930 var Landspítalinn, Aust- urbæjarekólinn og 60 íbúðarhús tengd veitunni. Hitaveitan gekk í upphafi undir nafninu Laugaveita. Starfsmenn eru nú um 100 og notendur um 130 þúsund. Dælt vatnsmagn er um 50 milljón rúm- metra á ári. Hitastig 80 gráður. Hámarksafl 575 MW. Hitaveitan verður með opið hús milli kl. 13 og 17. í aðalstöðvunum að Grensásvegi 1, verður opin stjómstöðin og dæluverkstæðið og einnig verður þar myndasýn- ing. Við Bolholt verður opin dælu- stöð og borhola. Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar Hitaveitan var stofnuð 1979 og fyrsta hús var tengt 1981. Hún fær vatn sitt einkum úr Deildart- unguhver í Reykholtsdal. Starfsmenn em 121 og notend- ur 6700. Dælt vatnsmagn er rúm- lega 4 milljónir rúmmetra á ári. Hitastig 80 gráður. Hámarksafl um 42 MW. Hitaveitan verður með opið hús milli kl. 13 og 17. Á Akranesi verður opið verkstæðið að Esju- braut 47 og dælustöðin. í Borgar- nesi verður verkstæðið og stjom- stöðin að Borgarbraut 4 opin og í Deildartungu verður dælustöðin opin. Hitaveita Sauðárkróks Hitaveitan var stofnuð 1953 og fyreta hús var tengt sama ár. Starfsmenn em 4 og notendur um 2500. Dælt vatnsmagn er um 2,4 milljón rúmmetra á ári. Hita- stig 70 gráður. Hámarksafl um 20 MW. Aðalstöð veitunnar verður opin milli 13 og 16. Orkuver Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi Hitaveita Dalvíkur Hitaveitan var stofnuð 1969 og fyreta hús var tengt sama ár. Starfsmannafjöldi er 3 og not- endur 1450. Dælt vatnsmagn um 850 þúsund rúmmetrar á ári. Hitastig 65 gráður. Hámarksafl 7 MW. Dælustöð og borhola á Hamri verður opin milli 13 og 15, ef færð leyfir. Hitaveita Akureyrar Hitaveitan var stofnuð 1977 og fysta hús var tengt sama ár. StarfsmannaQöldi er 17 og not- endur um 14 þúsund. Dælt vatns- magn er utn 3,4 milljónir rúm- metra á ári. Hitastig um 80 gráð- ur. Hámarksafl um 45 MW. Hita- veita Akureyrar er að því ieyti séretæð, að hún notar svonefndar varmadælur til að nýta einnig hi- tann ur afrennslisvatni veitunnar. Dælustöðvar við Laugaland og Þórunnaretræti og kjmdistöð við Þórunnaretræti, verða opnar milli 13 og 18. Blásandi borholur Hitaveitu Reykjavíkur á Nesjavöllum Hitaveita Egilsstaða og Fella Hitaveitan var stofnuð 1979 og fyreta hús var tengt sama ár. Starfsmenn eru 2 og notendur um 1600. Dælt vatnsmagn er um 840 þúsund rúmmetrar á ári. Hitastig 70 gráður. Hámarksafl 6 MW. Kyndistöðin og dælustöðvamar verða opnar milli kl. 13 og 15. Hitaveita Rangæinga Hitaveitan var stofnuð 1980 og fyrstu hús voru tengd 1982. Starfsmenn eru 3, en allt að 10 á sumrin. Notendur eru 1300. Dælt vatnsmagn 660 þúsund rúm- metrar á ári. Hitastig 83 gráður. Hámarksafl 7 MW. Dælustöðin á Laugalandi og aðsetur veitunnar að Eyjasandi 9, verða opin milli klukkan 13 og 15. Fjarhitun Vestmannaeyja Hitaveitan var stofnuð árið 1976, en áður hafði tilraunaveita verið starfiækt. Starfsmenn eru 10 og notendur um 4800. Dælt vatnsmagn er um 1 milljón rúm- metra á ári. Hitastig 78 gráður. Hámarksafl 15 MW. Hitaveitan í Vestmannaeyjum er ólík öðrum hitaveitum í því, að hún notar hitann úr hrauninu til upphitunar á köldu vatni. Kyndistöðin við Löngulág er opin milli kl. 13 og 17, og á sama tíma verður tekið á móti fóiki á virkjunarevæðinu. Hitaveita Selfoss Hitaveitan var stofnuð 1948. Starfsmenn eru 5 og notendur 3600. Dælt vatnsmagn er um 2,5 milljón rúmmetrar á ári. Hitastig 78 gráður. Hámarksafl um 25 MW. Dælustöðin og verkstæðið á Selfossi verður opið milli kl. 13 og 17. Hitaveita Suðurnesja Hitaveitan var stofnuð 1974 og fyrsta hús tengt 1976. Starfsmenn eru 70 og notendur ríflega 20 þúsund. Dælt vatns- magn um 6,5 milljón rúmmetrar á ári. Hitastig 80—90 gráður. Hámarksafl 125 MW. Orkuverið í Svartsengi verður opið milli kl. 13 og 18. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að koma og skoða starf- semi þessara hitaveitna og ann- arra sem hugsanlega verða opnar nú á sunnudaginn. Starfsmenn munu vera á stöðunum, leiðbeina og veita upplýsingar. Akranes: Fjárhagsáætlun Akranes- kaupstaðar lögð fram FRUMVARP að fjárhagsáætlun fyrir Akraneskaupstað og stofn- anir hans fyrir árið 1988 var lagt fram á fundi bæjarstjóraar Akraness 9. febrúar sl. Gert er ráð fyrír að sfðarí umræða og afgreiðsla áætlunarinnar fari fram þriðjudaginn 23. febrúar nk. í áætluninni er gert ráð fyrir að tékjur Akraneskaupstaðar verði röskar 3lð milljónir króna sem er 29,6% hækkun frá þeim tekjum sem komu í bæjarejóð á nýliðnu ári, en tekjur þá voru 5,7 milljónir króna undir áætlun. Utsvör 1988 eru áætluð röskar 192 milljónir króna og aðstöðugjöld röskar 39 milljónir króna, fasteignagjöld eru áætluð röskar 46 milljónir en nú er beitt 25% álagi á fasteignagjöld sem ekki hefur verið gert á undanfóm- um árum. Framlag úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga og landsútsvar er áætlað 40,4 milljónir króna og aðr- ir skattar og gjöld nema 11,4 millj- ónum króna. í rekstur bæjarsjóðs er áætlað að fari tæpar 278 milljónum króna, sem er rösk 22% hækkun frá fyrra ári. Stærstu gjaldaliðimir eru: Al- mannatryggingar og félagshjálp röskar 80 milljónir eða um 29% af gjöldum bæjarins, fræðslumál taka til sfn tæp 20% af rekstrinum eða tæpar 55 milljónir. Fjamámsgjöld nema um 35 milljónum og yfiretjóm bæjarins rúmum 32 milljónum. Gert er ráð fyrir tveim veigamikl- um breytingum á rekstri bæjarins á þessu ári. Annare vegar er áætlað að taka í notkun nýja sundlaug og hinsvegar er gert ráð fyrir auknum útgjöldum vegna breytinga á eyð- ingu sorps. Þeg’ar áætlað hefur verið fyrir rekstri stendur eftir rösk 41 milljón króna eða aðeins 13% af sameigin- legum tekjum og er hlutfall þetta óvenju lágt og lýsir vel þeim vanda- málum sem bæjaryfirvöld eiga við að glíma. Afborganir langtímalána eru áætlaðar 27,3 milljónir króna og því standa í raun eftir 13,2 millj- ónir til eignabreytinga. Við þá flár- hæð bætast síðan annarsvegar lán- tökur sem nú eru áætlaðar 48 millj- ónir og hinsvegar framlög ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum og aðrar tekj- ur. Til gjaldfærðrar fjárfestingar er áætlað að veija tæpum 42 milijón- um en tekjur þar á móti eru áætlað- ar 11,3 milljónir. í eignfærða fjár- festingu er áætlað að veija tæpri 81 milljón, en tekjur þar á móti eru 34,4 milljónir. Að sögn Gísla Gísla- sonar bæjaretjóra er gert ráð fyrir að helstu framkvæmdir á vegum kaupstaðarins verði viðbygging Brekkubæjarekóla, bygging heilsu- gæslustöðvar, bygging sundlaugar, bygging 2. áfanga dvalarheimilisins Höfða og nýbygging vemdaðs vinnustaðar. Þá nefndi Gísli að gert væri ráð fyrir framlagi til bygging- ar og kaupa á tíu verkamannabú- stöðum ef og þegar samþykki Hús- næðisstofnunar ríkisins liggur fyrir og eins yrði varið verulegum fjár- munum til gatnagerðar. Gísli sagði mikla óvissu vera um tekjur af útsvari enda er útreikning- ur þess nokkuð ólíkur því sem áður var með tilkomu staðgreiðslukerfis skatta. Þá er það okkur mikið áhyggjuefni hve tekjur af aðstöðu- gjöldum eru lágar miðað við önnur sveitarfélög. Þessu þurfum við að breyta og eru nú á lofti ýmsar hug- myndir varðandi þau mál, sagði Gísli að lokum. — JG Engin influensa Heilsufar er allgott í Reykjavík um þessar mundir, að sögn Skúla G Johnsen, borgarlæknis. Ekki bólar á flensufaraldrí og kvef álíka og veiyulega á þessum árstima. Skúli sagði f samtali við blaðið, að næsti influensufaraldur, sem hann hefði spumir af, væri í Rúss- landi, ekki hefði frést af slíkum sóttum í nágrannalöndunum og því væru tiltölulega litlar líkur á far- aldri hér. Ekki em teljandi farsótt- arvandamál hér að öðm leyti og kvefpest álíka og venjulega, þó e.t.v. lítið eitt meiri, en tölur em ekki tilbúnar enn um janúarmánuð, þannig að ekkert er hægt að full- yrða f því efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.