Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 37 Jómfráræða Sigríðar Lillýjar Baldursdóttiir: „Lögmálið“ er ekkert lögmál HÉR fer á eftir jómfrúræða Sigríðar Lillýjar Baldursdóttur sem flutt var á Alþingi 4. febrúar sl. í umrœðum utan dagskrár um efnahags- og kjaramál. Hér er efnahagsstefna hæstvirtrar ríkisstjómar til umræðu. Menn eru raunar ekki á eitt sáttir um það að um stefnu sé að ræða. Sumir trúa því að fyretu skref hæstvirtrar ríkis- stjómar hafí verið mistök og fram- haldið hljóti að verða á öðmhi nótum. En ég hræðist að hér sé í raun um stefnu að ræða, stefnu þar sem rétt- ur fjármagnsins — og þeirra fáu sem það eiga — er settur í forgang og réttur fólksins settur í afgang. Hæstvirt ríkisstjóm hefur lagt á það áherelu að ríkissjóður verði halla- laus. Aðgerðir hennar em við það miðaðar og er það vel í sjálfu sér en aðferðin, sem beitt er til að svo megi verða, er ekki rétt. A sama tíma og þeim sem ágætar tekjur hafa er enn léttur róðurinn með þvi að falla frá stighækkandi tekjuskatti, nú þegar staðgreiðsla hans er tekin upp, er seilst séretak- lega í léttar pyngjur láglaunafólks með þvi að leggja söluskatt á alla matvöm. Hæstvirt ríkisstjóm hefur hins vegar ekkert gert til að taka á þeirri hávaxtastefnu sem hefur verið við lýði undanfarín ár og gert mörg heimili og framleiðslufyrirtæki í landinu gjaldþrota. Gerir hæstvirt ríkisstjóm sér ekki grein fyrir því hvaðan flárrnagnið í ríkiskassann er sprottið? Fjármagnið er sprottið frá vinnu fólksins (landinu og framleiðsla er gmndvallaratríði hagkerfisins. Að fylla ríkiskassann á kostnað láglaunafólks og horfa fram- hjá vanda framleiðslufyrirtækja er því skammgóður vermir. Margt hefur verið rætt og ritað um 25% söluskattsálagningu hæst- virtrar ríkisstjómar á matvöro. Skattur þessi, sem nefndur hefur verið matarekattur, kemur misþungt niður. Veret bitnar hann á þeim sem haft lægst launin eins og ég gat um áðan. Til að geta betur áttað sig á því vil ég setja hér upp dæmi. Skoðum matarútgjöld tveggja 4ra manna fjölskyldna og gemm ráð fyr- ir að þær hafi þurft 30 þúsund krón- ur til matarkaupa í ágúst. Eftir ára- mótin þegar álagning matarekattsins var komin á að fullu hækkaði sú upphæð í 37.500 krónur. Gemm nú ráð fyrir að tekjur annarrar flölskvld- unnar séu 150 þúsund krónur á mánuði. Hlutfall matarútgjalda af heildartekjum þessarar fjölskyldu fyrír álagningu söiuskattsins var 20% en eftir söluskatt á matvæli varð hlutfall matarkostnaðar af heildar- tekjum 25%. Gemm nú ráð fyrir að hin fjölskyldan hafi haft 50 þúsund í tekjur. Fyrir áramótin var hlutfall matarkaupa af telq'um þessarar Qöl- skyldu 60% en eftir matarskatt var hlutfallið orðið 75%. Hlutfall útgjalda vegna matar- kaupa hækkaði um 5% hjá þeirri flöl- skyldu sem hafði hærri telq'umar, en um 15% hjá hinni fjölskyldunni sem hafði lægri tekjumar með til- komu matarskattsins. Þetta er flölskyldustefna hæst- virtrar ríkisstjómar. Ég veit að fátt er einfaldara en að setja upp sannfærandi töludæmi og fá hvað það fram sem viðkom- andi þóknast, en mér er ómögulegt að koma auga á nokkra sanngirai með vangaveltum mínum um 25% söluskatt á matvæli. Skoðum aftur sömu Qölskyldumar og f dæminu hér áðan, en í stað þess að skoða hlutfallslega hækkun matarútgjalda af tekjum — það lifír enginn á prósentum í sjálfu sér — skulum við nú athuga hver afgangur- inn af tekjum þessara fjölskyldna er þegar matarkaupunum sleppir, það fé sem þessar flölskyldur eiga að nota í önnur nauðsynleg útgjöld, skatta og til kaupa á lágt tolluðum lúxusvamingi. Sigriður Lillý Baldursdóttir Sú flölskylda sem hafði 150 þús- und í tekjur hefur í afgang þegar hún er búin að kaupa matinn sinn: 120 þúsund krónur fyrir matarekatt og 112.500 krónur eftir matarekatt. Líklegast þurfum við ekki að hafa vemlegar áhyggjur af þessari flöl- skyldu. Lítum nú á hina, hún hefur 50 þúsund í tekjur þannig að fyrir matarekatt var afgangur tekna — þegar matarkaupum sleppti — 20 þúsund kiónur, eftir matarekatt var afgangurínn einungis 12.500 krónur. Við í Kvennalistanum höfum vem- legar áhyggjur af þessari fjölskyldu, en þær em margar ^ölskyldumar í landinu sem em líkt eða jafnvel enn verr settar. Hækkun bamabóta og lífeyris- greiðslna em flarri því að vega upp þá lífskjaraskerðingu sem matar- skatturínn veldur. Og ég bið menn að athuga að fjölskyldumar, sem ég nefndi áðan, fá jafnháar bamabæt- ur. Að auki er flöldi láglaunafólks sem nýtur þessara bóta í engu. Matarekatturinn er stórháskaleg tilraun, gerð á lifandi fólki. Tilraun til að fækka möguleikum til undan- dráttar frá söluskatti, er okkur sagt. Tilraun þessi er vemlega keimlík einni sem ég hef heyrt af. Þá tilraun gerði bóndi nokkur, að því sagt er, á hrossi sínu. Hún var í því fólgin að smáminnka við hrossið fóðrið dag frá degi og freista þess að það vend- ist skortinum. Tilraunin gekk vel framan af en því miður dó hesturinn daginn áður en fóðurskammturinn varð að engu. Ég vil hvetja hæstvirta ríkisstjóm til að hætta nú tilraun sinni, þvf mér segir svo hugur að hver dagur geti nú verið hinn síðasti, skammturinn sem stómm hluta þjóðarínnar er nú ætlað að lifa af er að verða — eða er jafnvel orðinn — að engu. Þessu til áréttingar langar mig með leyfi foreeta að lesa upp ályktun sem var samþykkt á fundi trúnaðar- ráðs Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði 28. janúar sl. Ályktunin er svohljóðandi: Fundur í trúnaðarráði Verka- mannafélagsins Hlífar mótmælir harðlega hverskonar skattaálagn- ingu á matvöm, þar sem slfk skatt- lagning hlýtur óhjákvæmilega að koma harðast niður á fólki með lág- ar tekjur. Fundurinn bendir á að nú er svo komið að dagvinnulaun verkamanns duga ekki lengur fyrir matvömút- gjöldum. Byijunarlaun em kr. 27.577 á mánuði en útgjöld vísitölu- fjölskyldunnar til matarkaupa í jan- úar sl. vom kr. 28.200. Matarútgjöld- in hafa hækkað um kr. 5.400 á mánuði frá því f júlí sl. Á sama tíma hafa lágmarkslaun hækkað um kr. 2.100. Fundurinn skorar á alþingismenn að kynna sér betur launakjör verka- fólks og fella niður matarekattinn, nema þeir ætli sér vfsvitandi í hung- uretríð við lágtekjufólkið f landinu. Þá lýsir fundurinn fyllsta stuðn- Ólánsfólk á Istedgade Kvlkmyndir Sæbjöm Valdimarsson REGNBOGINN: MORÐ I MYRKRI - MORD I M0RKET Leikstjóri Sune Sund-Larsen. Handrit Dan Turéll, byggt á samnefndri bók hans. Aðalleik- endur Michael Falch, Ove Sprogae, Tommy Kenter, Ole Ernst, Morten Grunwald. Dönsk. Nordisk Film i samvinnu við Det Danske Film Institut 1987. Danskar myndir slqóta óreglu- lega upp kollinum í Regnboganum og vfkka þar með örlítið sjóndeild- arhríng fslenskra kvikmyndahúsa- gesta. (Hvenær ætli verðlauna- myndin Flamberede hjærter verði tekin til sýninga, sýnishomið hefur nú verið sýnt mánuðum saman — og gefur vonandi ekki rétta mynd af þessu hálofaða og umdeilda kassastykki!) í Morði f myrkri er kfkt undir viðfelldið jrfirborð Borg- arinnar við Sundið, þar blasir við mynd sem ekki er ætluð til kynn- ingar fyrir ferðaskrifstofur. Mynd- in gerist f sorahverfinu í nágrenni Jámbrautarstöðvarinnar, hvere þungamiðja er Istedgade, sem er e.k. 42. stræti Kaupmannahafnar og samkvæmt lýsingu Turélls og Sund-Larsen lítið skárra. Við emm stödd f sódómu morða, glæpa, eit- urlyQa, kynskiptinga, úrhraka og smælingja. Hér birtir ekki af degi. Blaðamaðurínn og byttan Falch virðist ekki kunna neitt séretaklega illa við sig f þessum félagsskap uns lögregian er komin á hæla hans. Ástæðan er sú að besti vinur hans finnst myrtur vegna afskipta af eiturlyflasölu og síðast sást til hans þar sem hann sat að sumbli með Falch ... Mord i merket er snyrtilegasta spennumynd og samkvæmt blaða- umsögnum telja Danir það ganga kraftaverki næst að slíkt geti lukk- ast meðal kvikmyndagerðarmanna þeirra. Og það er margt laglega gert. Sú skuggahlið sem dregin er upp af Kaupmannahöfn kemur vissulega nokkuð á óvart f fyrstu en fylgifiskar sterkra eiturlyfja em hverekyns auðgunarglæpir, vændi, lfkamsmeiðingar og morð. Þau em harðir húsbændur og vitað er að borgin hefur verið miðstöð eitur- lyfjasala og dópista um áratuga skeið. Sögufléttan er kunnugleg en þó frískleg í höndum leikstjór- ans, ágæts aðalleikara, sem ömgg- lega á eftir að gera garðinn frægan og handritið, einkum samtölin, er f vænu meðallagi. Hinsvegar finnst manni heldur mikið teygt á efninu, en kannski er kaninn bara búinn að gjörepilla manni með sfnum hröðu þriUerum þar sem varia líður mfnúta á milli átaka. Tvær kynslóðir danskra öndvegisleikara; Ove Sprogee og Mich- ael Falch f hinum dökkleita þriller Morð f myrkri. Dáðlaus hryllingur Laugarásbfó: Hroilur II — Creepshow II Leikstjóri Michael Gomik. Handrit George A. Romero, byggt á smásögum e. Stephen King. Leikendur George Kennedy, Dorothy Lamour, Tom Savini, Lois Chiles, Dom- enick John, David Holbrook, Page Hannali. Bandarísk. Westron 1987. 90 mfn. Að þessu 8inni leggst lítið fyr- ir þá kappa, Romero og King. Romero hefur fallið í þá freistni að gera framhald Creepshow, þokkalegrar hrollvekju sem gekk bærilega þó hún væri víðsfjarri bestu myndum leikstjórans að gæðum. En hann hefur að þessu sinni grafið upp þijár smásögur eftir vin sinn King til viðbótar og unnið úr þeim kvikmynda- handrit, en það er sérhver só- traftur á sjó dreginn í henni Hollywood, svo framarlega ef á honum stendur Stephen King. Romero kemur ekki nálægt leikstjóm að þessu sinni, hann hefði sjálfsagt eitthvað getað gert úr eigin handriti, það hefur reynst Gomik þessum ofraun. En það er ekki við King að sak- ast. Sögumar voru vel læsilegar er þær birtust á prenti, (ein, m.k. í Skeleton Crew). Romero og Gomik hafa glutrað niður allri spennu og dulúð sagnanna, fara einstaklega illa með miðkaf- lann, The Raft, og leikstjórinn grípur gjaman til ódýmstu hjálp- armeðala, ofbeldis og blóðs, til að halda áhorfendum við efriið. Það er aðeins f sfðasta kaflan- um sem bólar á óneitanlegri snill- igáfu King og kunnum gálgahú- mor þeirra Romero. Það er ekki síst að þakka gamanleikhæfíleik- um Lois Chiles í hlutverki frúar- innar kynsveltu. Skopskyn henn- ar kemur svo sannarlega á óvart f allri lágkúmnni. ingi við Neytendasamtökin og bar- áttu þeirra gegn okri og óeðlilegum viðskiptaháttum. Hvemig hefur hæstvirt ríkisstjóm hugsað sér að bregðast við tilmælum sem þessum og hver em skilaboð háttvirtra stjómarþingmanna til lág- launafólksins f landinu? Einn þeirra, háttvirtur 17. þingmaður Reýk- víkinga, Geir Haarde, sá sérstaka ástæðu til þess að nota tækifærið í sjónavarpsþætti á dögunum. Hann benti viðstöddum og sjónvarpsáhorf- endum á að gera sér grein fyrir því að ekki væri hægt að hækka laun hinna lægst launuðu nema til komi auknar tekjur þjóðarinnar og við því væri ekki að búast næstu misserin. Ævintýri á borð við þetta em æ ofan í æ boðskapur þeirra sem þykj- ast vita, til þeirra karla og Qölmörgu kvenna sem lægst launin hafa. Eg bið menn að gera sér grein fyrir því að þjóðartekjumar em nægar, kakan er nógu stór til að metta alla. Það þarf einungis að skipta henni með öðrum hætti. Ástandið hér er nú þannig að það er látið óátalið að sumir taki mettir hverja sneiðina á fætur annarri, eyði og spenni þannig að líkja má við það þegar hástéttin í Róm kastaði upp matnum, svo fyndist magarými fyrir einn bitann enn meðan stór hópur ~ þjóðarinnar svalt. ÞetU var upphaf hnignunar Rómaveldis og bið ég hæstvirta ríkisstjóm að leiða að því hugann. Fróðlegt er að rifja það upp í þessu sambandi að á þessum tíma í Rómaveldi byggðu menn glæsihall- ir og mikla minnisvarða. — Einnig þetta er að gerast hér í höfuðboig- inni þessa dagana. í stjómarmyndunarviðræðum Kvennalistans sl. vor gerðum við að úrelitaatríði að lágmarkslaun í landinu skyldu hækkuð og miðuð við framfærelu. Þá var okkur bent á að í fyreta lagi væri ekki hægt að meta lágmarksþörf einstaklings eða Qöl- skyldna og í öðm lagi giltu aldagöm- ul lögmál um innbyrðis hlutföll launa, lögmál sem giltu í Mesópótamíu til foma eigi við hér í dag, hafí f raun ætíð gilt og muni alltaf gilda. Þ\4- værí fráleitt að ætla að hækka lægstu launin, slík hækkun myndi skila sér upp allan launastigann — fólkið, sem næstlægstu launin hafi, heimti sfna hækkun og svo koll af kolli. En hvað er nú að gerast í kjara- samningum? Frá Vestfjörðum berast þau tíðindi að samið hafi verið um heildarbónus í frystihúsunum. Allir sem f húsinu vinna fá jafnháa bónus- greiðslu — í krónum talið — allt frá móttöku og þar til fiskurínn er kom- inn í frysti. Þetta þýðir auðvitað að þær sem næstlægst kaupið höfðu, sætta sig við að þær, sem höfðu lægsta kaupið, hækki og allar fái sömu laun. Vissulega er hækkunin smánarleg. En þetta tekur af allan - vafa um að lögmálið sem hagfræð- ingamir sameinuðust um að fullvissa þjóðina um að væri lögmál — er ekkert lögmál. Allavega er það ekki láglaunafólkið, sem kemur launa- skriðunni af stað. Það skyldi þó ekki vera að þeir, sem enn hærra kaup hafa, standi á bak við og ýti við fyretu steinunum, — kannski til þess að viðhalda þvf sem þeir kalla lög- mál, sem er þá ekki annað en val þeirra, sem valdið hafa á þvf launa- kerfí sem þeim þóknast. „Mesti og besti auður hvere lands er fólkið sjálft, sem lifir þar hugsar og starfar." Þetta er gullvæg setning fengin frá skáldinu Einari Benedikts- syni. Má ég biðja um ríkisstjóra sem hefur hana að leiðarljósi. Við Kvennalistakonur kre^umst ábyrgrar ríkissq'ómar, stjómar sem vill axla ábyrgð. Og ég bendi hátt- virtu Alþingi á að slík stjóm þarf ekki að vera í meginatriðum grátein- ótt. — Hún gæti jafnvel eingöngu verið með mjúkum línum. Stjóm sem tæki allar sfnar ákvarðanir út frá þorra fólks og bæri á höndum sér þá sem bera minnst úr býtum. OTTIROn AFGREIÐSLUKASSAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.