Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 20.02.1988, Blaðsíða 59
MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1988 59 Nagladekkin eru nauðsynleg Til Velvakanda Ég vil taka undir með þeim sem bent hafa á að nagladekkin eru al- veg nauðsynleg að vetrinum hér á landi. Einhver R.S. skrifaði í Vel- vakanda fyrir nokkru og virtist líta svo á að nagladekkin séu aðeins til þess að bflar komast áfram. R.S. skilur ekki eða virðist ekki skilja að nagladekkin eru fyrst og fremst til að auka öryggið í umferðinni, til þess að ökumaður geti stöðvað bifreiðina og missi ekki stjóm á henni í hálku. Við slíkar aðstæður tel ég að nagladekk séu nauðsynleg. G.M. Mótmælum kennitölu Kærí Velvakandi. Landsmenn hafa nú rétt fengið smjörþefinn af notkun kennitölu í stað nafnnúmers. Enn sem komið er notar einungis hið opinbera og fáein fyrirtæki kennitölu, en hugmyndin er, að kennitala ryðji nafnnúmeri víðast hvar úr vegi innan skamms. Einhvem veginn grunar mig, að fleir- um en mér sé nú farið að finnast það heldur lítið tilhlökkunarefni að þurfa si og æ að segja til um aldur sinn. Við höfum einungis fengið for- smekkinn af því sem koma skal. Mörgu fólki, ekki síst konum, að ég hygg, mun þykja þetta hvimleitt, upp í það að vera óþolandi, og ef ekki í byrjun, þá síðar á ævinni. Þegar hið opinbera kynnti kenni- töluna fyrir um það bil tveim árum, varð nokkur umræða um nauðsyn þessarar kerfísbreytingar. Sem tölv- unarfræðingur fylgdist ég nokkuð með umræðunni, án þess að hafa persónulega sérstakar áhyggjur af ofangreindum galla kennitölunnar, og raunar var þessi galli ekki mjög tií umræðu, heldur fremur aðrir þættir. Núna geri ég mér grein fyrir því, að út af fyrir sig fyndist mér heldur hvimleitt að þurfa gefa upp aldur minn, sérstaklega í þeim tilvik- um, þegar hann skiptir engu máli, en svo er einmitt oftast í sambandi við notkun nafnnúmers/kennitölu. En mér fínnst ekki einungis hvim- leitt, heldur óþolandi að nota kenni- tölu í ljósi þess, að hið opinbera skuli ætla að leggja þessa kvöð á lands- Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma þvi ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvf til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér i dálkunum. menn, þó að yfirhöfuð enga knýjandi nauðsyn beri til. Nú man ég ekki öll rök með og á móti kennitölu úr umræðunni forðum, en það er alveg ljóst að þessi kerfisbreyting er ekk- ert nauðsynjamál, og þar að auki stórkostlega kostnaðarsöm. Hin ein- falda lausn þess máls er, eins og bent hefur verið á, að nota áfram nafnnúmer, að því slepptu að ekki er lengur untit að úthluta nafnnúm- erum þannig að þau fylgi nöfnum í stafrófsröð. Þessi eiginleiki skiptir í fæstum tilfellum nokkru máli, og hann er nú ekki dýrmætari en svo, að kennitalan hefur hann ekki. Notkun kennitölu er enn mjög lítil og enn er lag að stöðva þessa ós- vinnu. Ég veit að margir aðrir en ég hafa nú fyret áttað sig á, hvað þeir eru að fá yfir sig. Ég skora á fólk að mótmæla. Hér er um visst feimnismál að ræða, einkum hjá þeim, sem eru viðkvæmastir fyrir þessu. Hið opinbera er frumkvöðull þess- arar ógeðfelldu kerfisbreytingar. Þama virðist ráða einhver blind skráningareýki hjá stóra bróður. Til Velvakanda. Hvereu skal fara, til að verða að- njótandi lifsambanda við lengra komna lifendur annarra hnatta? Hvereu má bæta móttöku lífork- unnar, sem hingað er beint? Ég hygg, að fyreta skrefið í þeirri viðleitni sé, að hver einn leggi sig fram um að bæta eigið hugarfar og eigið lífemi. Ég hygg, að væm gerð samtök nokkure hóps manna um slíkar hugarfars- og lífemisbætur, þá mætti vænta merkjanlegs árang- urs áður e’n langt um liði. Slfk hugræktun kæmi ekki að gagni nema fullur áhugi og einlægni væri til staðar hjá hveijum einum og skilningur á sambandinu og hvert þess er að leita. Hver einn yrði að reyna að upp- ræta óæskilegar hvatir úr eigin hug- skoti. Morðfysn, veiðilöngun, eigin- gimi og óvild em meðal þeirra hvata. í heimi, þar sem svo mikið er um Aðrir aðilar eiga að fylgja eftir, og mér hefur ekki tekist að finna neinn sem sér hag í breytingunni. Ég hvet einkaaðila til að skoða ábyrgð sína, áhrifamátt og hagsmuni í þessu máli, en láta ekki teyma sig út í vit- leysuna. Ég vil benda á, að ef hið opinbera þumbast við þrátt fyrir mótmæli, þá geta einkaaðilar samt firrt landsmenn þessu óláni að miklu leyti. Hið opinbera hyggst hætta að gefa út nafnnúmer í árelok. Fari svo, geta t.d. einhver samtök í einka- geiranum séð um slfka útgáfu. Mörg fyrirtæki mundu spara sér vemlegan kostnað við kerfísbreytinguna. Um einhvem aukakostnað gæti að vísu orðið um að ræða í sumum þeim til- vikum, þegar einkaaðilinn þarf að skipta við hið opinbera, en ég vil þá benda á, að fyrirtæki gætu tapað af viðskiptum við fólk, sem vill ekki nota kennitölu. Og hér er ef til vill komið sterkasta vopn fólksins gegn kennitölunni: Hótun um að forðast viðskipti við þá aðila, sem nota kenni- tölu. Slíkur þrýstingur gæti skilað sér alla leið að hjarta stóra bróður. Litli bróðir ofbeldisverk, þar fer ekki hjá því að sterk óvild skapist milli hinna stríðandi afla, þjóða, flokka og ein- staklinga. Þannig komast björgunar- málin í einskonar sjálfheldu. Þar sem svo hagar til vilja allir gera öllum öðmm illt. Hatur myndast og erfitt reynist að uppræta það. En beiting góðvildarinnar er að- ferð hinna lengra komnu íbúa stjam- anna. Ekkert annað en góðvildin, algjör kærleikur til allra, jafnvel til hinna verstu illmenna, getur dugað, ef koma skal fram breytingum til bóta. Og það er takmark hinna lengra komnu. Samtök manna, sem hefði hugar- fare- og lífemisbætur meðlimanna að aðalmarkmiði, ásamt sambands- viðleitni við lengra komna lifendur annarra hnatta, væri áreiðanlega spor í rétta átt. Ingvar Agnarsson HUGRÆKTUN Stöð 2: Of mikið Kæri Velvakandi Mig langar að lýsa vonbrigðum mínum í sambandi við Stöð 2 vegna endursýninga á myndum sem eru sýndar síðast á dagskrá. Það er búið að vera mikið um endursýning- ar og auk þess er sýnt mikið af myndum sem hægt hefur verið að fá á mjmdbandaleigum undanfarin ár. Það sem svo sem f lagi að endur-’ sýna en það á að gera á öðrum tíma um endursýningar og taka fram að myndin sé endur- sýnd. Það vanta alveg að taka fram f dagskrá Stöðvar 2 að mjmdir séu endureýndar. Það er orðið nokkuð vont þegar maður þarf að vera kvöld eftir kvöld á myndbandaleigum, ég bjóst ekki við því þegar ég fékk mér afruglara. Afruglaramir ættu að vera í eigu Stöðvar 2 og vera til leigu, þá gæti fólk skilað þeim og fengið þá aftur þegar því líkaði dagskráin betur. Þeir sem hafa keypt afruglara síðan Stöð tvö byijaði eiga tvo kosti - að vona að dagskrá- in lagist eða selja afruglarana á hálfvirði. Leiga á afruglurum væri lausnin. Fyrir utan endursýningamar er dagskrá Stöðvar 2 góð. Þessu þurfa forráðamenn þar að kippa í lag. G.L.A. Til sölu Eftirgreindar fasteignir eru tii sölu: Reykjamörk 1, Hveragerði, (efri hæð og hluti neðri hæðar). Húsið Árbær við Árnes, Gnúpverjahreppi. Miðengi 8, Selfossi. Tryggvagata 14, neðri hæð, Selfossi. Húsið Mikligarður, Eyrarbakka. Nánari upplýsingar eru gefnar í útibúi Landsbankans, Selfossi, sími 99-1400. Landsbanki íslands, útibúið Selfossi. ÞAKLEKAVANDAMÁL Leysum öll lekavandamál, svo , sem þakleka á flötum þökum, svalir fyrir ofan íbúðir, samskeyti milli húsa. Fillcoat á bárujárn svo ekki leki með nöglum og samskeytum. Sprunguvið- gerðirogsílanúðun. Fillcoat Þétting hf. gúmmíteygjanleg samfelld húð fyrir málmþök og pappaþök. kvöldsími: 54410 dagsími: 651710. Félag járniðnaðar- manna Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verður haldinn laugardaginn 27. febrúar 1988 kl. 14.00 á Suðurlandsbraut 30,4. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnurmál. Ath. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni 23. og 24. febrúar kl. 16.00-19.00 báða dagana. Mætið vel og stundvíslega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Borgarfjörður - Nærsveitir Sýnum hjá Bílasölu Vesturlands Borgarnesi NISSAN PRAIRIE 4 WD frábæran fjölskyldubíl og jeppa iH INGVAR HELGASON HF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.