Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 1
96 SIÐURB 49. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Flugslys áKýpur Nicosia, Reuter. BOEING 727 flugvél Talya Air- lines í Istanbúl fórst í gær með 15 manna áhöfn innanborðs. Engir farþegar voru í vélinni sem fórst í fjallgarði á norðan- verðri Kýpur. Ahöfn vélarinnar missti fjar- skiptasamband við flugtuminn á Erean-flugvelli tíu mínútum áður en vélin átti að lenda. Þegar reyk sást leggja frá Kyrenia-fjöllum í tyrkneska hluta Kýpur lögðu björg- unarmenn af stað til leitar. Ekki er vitað hvort nokkur úr áhöfninni komst lífs af. Talið er að þetta hafí verið eina flugvél tyrkneska flugfélagsins. V estur-Þýskaland: Vinnuvik- an styttíst Gelsenkirchen, Vestur-Þýskalandi, Reuter. VERKAMENN í stáUðnaði í Vest- ur-þýskalandi hafa samið við vinnuveitendur sína um styttingu vinnuvikunnar í 36,5 stundir. Búist er við að samkomulagið sem túlkað er sem sigur fyrir verka- lýðshreyfinguna verði samþykkt i atkvæðagreiðslu eftir helgina. IG Metall, verkalýðsfélag iðn- verkamanna, er eitt hið öflugasta í Vestur-Evrópu með 2,6 milljónir fé- lagsmanna. Þar af vinna 150.000 í stáliðnaði. Talsmenn þess sögðu3t í gær vera ánægðir með nýja sam- komulagið sem þeir hafa barist fyrir mánuðum saman. Þeir segja að það komi í veg fyrir að fjögur þúsund verkamönnum í stáliðnaði verði sagt upp. í skiptum fyrir stytta vinnuviku sömdu þeir um einungis tveggja pró- senta kauphækkun á næstu tveimur árum. Vinnuveitendur segja nauðsynlegt að draga saman seglin vegna bágrar stöðu markaðar fyrir skip og fleira. Þúsundum manna hefur þegar verið sagt upp störfum og sérfræðingar í þungaiðnaði segja að enn þurfi að fækka í greininni. Morgunblaoið/RAX BEÐIÐ EFTIR BOLTANUM Amman: Friðartil- lögum þung- lega tekið Amman. Reuter. GEORGE Shultz, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, ræddi í gær við jórdanska ráðamenn um ástandið á hernámssvæðum ísraela og tillögur Bandaríkja- stjórnar um friðarsamninga milli þeirra og araba. Hafa leið- togar arabarikjanna tekið til- lögunum heldur þunglega og finnst þær ganga of skammt og i Israel skiptir alveg i tvö horn með afstöðu stjórnarflokkanna til þeirra. Shultz átti gær viðræður við Hassan krónprins í Jórdaníu og Zeid al-Rifa’i forsætisráðherra og ætlaði síðan til Damaskus í Sýr- landi á fund Hafez al-Assads for- seta. Hussein Jórdaníukonungur er hins vegar í fríi í Bretlandi og er talið líklegt, að hann vilji sjá hvemig Shultz reiðir af áður en hann hittir hann í London á þriðju- dag. Jórdanir, Sýrlendingar og Egyptar hafa lagt áherslu á, að skilyrðið fyrir hugsanlegum friðar- samningum sé að kvödd verði sam- an alþjóðleg ráðstefna, sem hafí umboð til að skipa ísraelum burt af hemumdu svæðunum. Viðræður Shultz við ísraelska ráðamenn einkenndust af þeim ágreiningi, sem er með þeim um hugsanlega friðarráðstefnu og hemumdu svæðin. Yitzhak Shamir forsætisráðherra og Likud-banda- lagið vilja enga ráðstefhu og engu landi skila en Shimon Peres ut- anríkisráðherra og Verkamanna- flokkurinn era á öndverðum meiði. Mannskæð átök kyntu undir þjóðemisvakningu Armena Moskvu, Reuter. UNDANFARNA daga hefur komið til átaka milli Armena og múhameðstrúarmanna í Nag- orno-Karabakh-héraði i Az- Hefði bréfið frá Lenín getað breytt sögunni? Moskvu. Reuter. EITT af síðustu bréfunum, sem Lenín skrifaði, þar sem hann legg- ur til, að kommúnistaflokkurinn losi sig við Josef Stalín, komst í hendur Stalin sjálfum fyrir mistök og auðveldaði honum að treysta stöðu sína. Var frá þessu skýrt i Prövdu, málgagni sovéska komm- únistaflokksins, í fyrradag. Bréflð var stflað til flokksþings- ins árið 1924, sem Lenín lifði ekki til að sitja, og var raunar birt á valdatíma Níkíta Khrústsjovs árið 1956. Ekki hefur þó fyrr verið upplýst hvemig Stalín komst yfir það. í bréflnu lýsir Lenín Stalín sem grófum og hrottafengnum manni, sem hafl tekist að sölsa undir sig allt of mikil völd eftir að hann varð aðalritari árið 1922. Bað Lenín rit- ara sinn, M. Volodísjovu, að geyma bréfsins vel fram að flokksþinginu en Volodísjovu láðist að vara hinn ritarann, L. Fotijovu, við og frá henni barst bréfið til Stalíns í des- ember 1922, mánuði fyrir dauða Leníns. Á flokksþinginu 1924 var bréfið sýnt fáum mönnum en ekki þing- heimi öllum og var afgreitt þar sem vangaveltur Leníns en ekki sem bein fyrirmæli hans. Stalín stjóm- aði síðan Sovétríkjunum þar til hann lést árið 1953 og bar ábyrgð á dauða milljóna manna. erbajdzhan. Mannfall hefur orð- ið en ekki er kunnugt um hve víðtæk átökin eru. Þetta kemur fram í ræðu Vladímírs Dolgíkhs, orkumálaráðherra Sovétríkj- anna og aukameðlims Stjóm- málaráðsins, sem birt er í dag- blaðinu Kommunist sem gefið er út í Armeníu. „Slík þróun getur leitt til ófyrirséðra kring- umstæðna og varpar að sjálf- sögðu skugga á bræðralag Arm- ena og íbúa Azerbajdzhans,” segir Dolgíkh sem sendur var til Jerevans, höfuðborgar Arm- eníu, til að lægja ófriðaröldurn- ar. Dolgíkh upplýsti ekki hversu mikið mannfall hefði orðið og blaðamenn í Jerevan gátu ekki veitt nánari upplýsingar. Svo virð- ist sem átökin sem einkum áttu sér stað fyrir tíu dögum hafí ýtt undir mikla þjóðemisvakningu meðal Armena. Alexander Kat- úsev, aðstoðarríkissaksóknari Sov- étríkjanna er kominn til Nagomo- Karabakhs til að grafast fyrir um ástæður óeirðanna. Á föstudag safnaðist ein milljón manna saman í Jerevan en íbúar hennar em 1,2 milljónir talsins. Kröfur mótmælenda hafa falist í þvi að Armenía fái aftur Nagomo- Karabakh-hérað sem frá árinu 1923 hefur tilheyrt Azerbajdzhan en var áður hluti Armeníu. íbúar héraðsins sem er fjalllent en fijó- samt em að þremur fjórðu hlutum af armenskum uppmna. Fjórðung- ur íbúanna er shíta-múslímar. Embættismaður í Jerevan sem ekki vildi láta nafns síns getið sagði í gær að enn væri mikill mannfjöldi á götum borgarinnar. Fundir hefðu verið haldnir „í öllum fyrirtækjum, á öllum samyrkjubú- um og héraðsráðum. Allir kröfðust sameiningar Nagomo-Karabakhs og Armeníu". Skólum og verk- smiðjum var lokað í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.