Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 árum á eftir Bandaríkjamönnum sem eru að fá sig fullsadda af nei- kvæðri auglýsingamennsku, sem hefur verið töluvert áberandi þar í landi, þó sérstaklega í stjómmála- slagnum, þannig að mönnum þykir nú nóg komið af svo góðu. Um þetta hef ég ekki fleiri orð en bið Morgunblaðið að birta eftir- farandi tilvitnanir f ummæli sjón- varpsstjóra Stöðvar 2, fleyg orð, sem höfð hafa verið eftir honum í blöðum á síðustu misserum. Er það hin fróðlegasta lesning og skólabók- ardæmi um fullyrðingar, glamur og glys sem sérsaumað er fyrir hvert tækifæri, þar sem menn láta vaða á súðum og snúa léttilega við blað- inu þegar þeir hafa verið króaðir af og ekki stendur steinn yfir steini í málflutningi ef horft er um öxl og hlutimir skoðaðir í samhengi. Jón Óttar í Tímanum — ágúst 1986: Sagði Jón Óttar það stórmerki- legt að íslenzka Sjónvarpinu hefði ekki tekizt á öllum sínum ferli að klúðra saman mynd eftir íslend- ingasögunum eða öðmm íslenzkum bókmenntaverkum. „Markmiðin hjá Ríkissjónvarpinu hafa fyrirfarist eða þá að tilgangin- um hefur ekki verið náð.“ Jón Óttar í danska blaðinu Information 8. ágúst 1986: Forlæggersönnen er f. eks. vis paa at det ny TV kan give Islands stolte iitterære traditioner nyt liv, paa saloon-restauranten ser han syner som ikke ville være fremmede for Universal Pictures — ikke en westem — men Northem-tradition. „Det er endnu aldrig produceret rigtig gode fílmatiseringer af saga- eme.“ Sem í lauslegri þýðingu hljóðar svo: „Sonur bókaútgefandans er til dæmis viss um að nýja sjónvarps- stöðin geti blásið nýju lífi í foma bókmenntahefð íslendinga, helsta stolt þeirra. Á ölstofunni skjótast úr hugarfylgsnum hans hugmyndir í ætt við bandaríska kvikmynda- framleiðslu hjá Universal Pictures — þó ekki að kúrekamyndum — heldur fomnorrænum. „Enn sem komið er hefur engum tekizt að gera verulega góða kvikmynd úr Islendingasögunum." Jón Ottar i DV 16. desember 1986 (í tilefni af fjölmiðlakönnun Steinaldarmað- ur á Stöð 2? eftir Markús Örn Antonsson Á dögunum gerði ég að gefnu tilefni athugasemd um það hér í Morgunblaðinu að auglýsingatelqur Sjónvarpsins árið 1987 hefðu numið 198,7 milljónum króna en auglýs- ingatekjur Stöðvar 2 um 110 millj- ónum króna samkvæmt upplýsing- um fjárhagsstjóra fyrirtækisins. Það var full ástæða til að upp- lýsa þetta vegna margendurtekinna yfírlýsinga forráðamanna Stöðvar 2 sem ekki voru sannleikanum sam- kvæmar eins og bezt sést á þeim tilvitnunum sem fylgja hér á eftir. Þessi athugasemd mín hefur komið Jóni Ottari Ragnarssyni, sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, lítillega úr jafnvægi og orðið tilefnið nýrra upphrópana og skelfilega ósann- Blaðbemr færandi vandlætingar eins og fram kom hér á síðum blaðsins hin 5. marz sl. Þar lét Jón Óttar þess getið að nýverið hefði hann sótt ráðstefnu í útlandinu um fjölmiðlun og gaf fyr- irlesurum sæmilega einkunn, svo sem forstjóra BBC. Jón Óttar í Morgunblaðinu 5. marz 1987: „Það sem vakti sérstaka athygli mína á þessu þingi voru málefnaleg efnistök allra viðstaddra. Á leiðinni heim las ég svo aftur íslenzku blöð- in og þar blasti við sú ömurlega staðreynd að allar umræður um hina nýju miðla hér á landi eru enn á steinaldarstigi í samanburði." Batnandi manni er bezt að lifa. Enginn hefur verið jafniðinn við að drösla umræðu um ljósvakamiðl- ana niður á þetta tilvitnaða stein- aldarstig og einmitt Jón Óttar Ragnarsson. Með fádæma kjafta- vaðli, ótrúlegri sjálfumgleði og linnulausum blekkingarflaumi hef- ur sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 staðið í því að sverta keppinautinn og upphefja sjálfan sig og Stöð 2 langt umfram efni, þó að Stöð 2 sé alls góðs makleg og hafí hlotið af- bragðsgóðar viðtökur sem tækni- lega háþróuð útfærsla af videóleigu með heimsendingarþjónustu. Forráðamenn Ríkisútvarpsins hafa ekki átt orðastað við Jón Ottar Ragnarsson á opinberum vettvangi nema með einni eða tveim undan- tekningum. Um þessa hæversku sýnist hverjum sitt. Ekki hefur skort frýjunarorð ýmissa velunnara stofnunarinnar þegar þeim hefur blöskrað ófrægingarherferð Jóns Óttars og hans kumpána á Stöð- inni. Allt er þar með sama marki brennt, hvort sem um er að ræða blaðaviðtöl eða auglýsingar: Nei- kvæði, rangfærslur, hálfsannleikur eða vísvitandi blekkingar í saman- burði við íslenzka Sjónvarpið. Þarf þessa viðhorfsbrenglun til að ávinna nýju og framsæknu fyrirtæki viðun- andi sess á markaðinum? Er hér enn staðfesting þess að við séum 5 Selfoss: Nýr framkvæmdastjóri hjá Mjölni Markús Órn Antonsson „Enginn hefur verið jafniðinn við að drösla umræðu um ljósvaka- miðlana niður á þetta tilvitnaða steinaldar- stig- og einmitt Jón Ótt- ar Ragnarsson. Með fá- dæma kjaftavaðli, ótrú- legri sjálfumgleði og linnulausum blekking- arflaumi hefur sjón- varpsstjóri Stöðvar 2 staðið í því að sverta keppinautinn og upp- hefja sjálfan sig og Stöð 2 langt umfram efni, þó að Stöð 2 sé alls góðs makleg og hafi hlotið afbragðs- góðar viðtökur sem tæknilega háþróuð út- færsla af videóleigu með heimsendingar- þjónustu.“ Selfossi. Vörubílstjórafélagið Mjölnir hefur ráðið sér nýjan fram- kvæmdastjóra, Guðmund Kr. Jónsson. í félaginu eru 40 sjálfs- eignarbílstjórar í Arnessýslu, Hveragerði og á Selfossi. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardög- um frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 19. mars verða til viðtals Páll Gíslason, formaður bygginganefnd- ar aldraðra, veitustofnana og sjúkrastofnana og Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistar barna, í stjórn veitustofnana og heilbrigðisráðs. Mýrar Lyngbrekka Hlíðarvegur 138-149 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Guðmundur Kr. Jónsson framkvæmdastjóri Mjölnis og Helgi Stefáns- son formaður félagsins. Á síðastliðnu ári voru aðalverk- efni vörubflstjóranna vegavirina og vikurkeyrsla. Undanfamar vikur hefur akstur með físk úr Þorláks- höfn til Eyrarbakka og Stokkseyrar auk uppskipunar úr bátum í Þor- lákshöfn verið aðaluppistaðan ( vinnu bílstjóranna. Félagið, sem var stofnað 1941, tekur að sér flutninga á hvers kon- ar vörum og efni. Afgreiðsla félags- ins er að Hrísmýri 1 á Selfossi. Sig. Jóns. Símar 35408 og 83033 MIÐBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laufásvegur 58-79 o.fl. UTHVERFI Sogavegur112—156 Kambsvegur VESTURBÆR Tjarnargata 3-40 nm Stigahlíð 49-97 SELTJNES Fornaströnd Vallarbraut KOPAVOGUR GARÐABÆR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.