Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988
37
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Tíu ára drengur varð fyrir bifreið í Reykjavík á þriðjudag.
Barn fyrir bifreið
TÍU ára drengur varð fyrir bif-
reið í Engjaseli í Reykjavík á
þriðjudag. Drengurinn var flutt-
ur á slysadeild með nokkra
áverka.
Slysið varð um kl. 18 á þriðju-
dag. Drengurinn mun hafa hlaupið
út á götuna og í veg fyrir bifreið,
sem var ekið suður Engjasel. Hann
hlaut nokkra áverka og var meðal
annars talinn viðbeinsbrotinn.
Sjávarútvegsráðherra:
Reynt að ná samstöðu
umleiðirtilaðstýra
ferskfiskútflutningí
HALLDÓR Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra hefur undanfarið
unnið að því að finna leið til að
stýra útflutningi á f erskum fiski
sem hagsmunaaðilar í sjávarút-
vegi gætu náð samstöðu um.
„Það liggur fyrir að of mikið
framboð, einkum á Þýskalands-
markaði, hefur orðið til þess að þar
hefur orðið verðfall og okkur ber
skylda til að sjá um að verð fari
ekki niður fyrir lágsmarksverð inn-
an Efhahagsbandalagsins og því
verður að grípa til aðgerða nú þeg-
ar til að takmarka útflutning^ á
þann markað," sagði Halldór Ás-
grímsson.
„Það hefur verið stjórn á skipun-
um með 15% kvótaálagi, sem ég
að vísu hafði lagt til að yrði 25%.
Gámaútflutningurinn hefur hins
vegar stjórnlaus og því hefur verð-
fallið orðið. Hugmyndin er að grípa
inn í það núna. Síðan verður þessu
starfi haldið áfram og við munum
vinna að endanlegri niðurstöðu en
hún er enn ekki fengin," sagði sjáv-
arúvegsráðherra.
Stefán Frið-
finnsson að-
stoðarmaður
fjármála-
ráðherra
STEFÁN Friðfinnsson viðskipta-
fræðingur hefur verið ráðinn
aðstoðarmaður Jóns Baldvins
Hannibalssonar fjármálaráð-
herra og tók hann til starfa í
ráðuneytinu f gær. Stefán hefur
undanf arin ár starf að sem f ram-
kvæmdastjóri Vörumarkaðarins
hf.
Stefán er 39 ára gamall, fæddur
í Reykjavík 21. apríl 1948, sonur
hjónanna Friðfinns Ólafssonar for-
stjóra Háskólabfós og Halldóru
Önnu Sigurbjörnsdóttur. Bróðir
hans er Björn Friðfinnsson aðstoð-
armaður viðskiptaráðherra.
Fjármálaráðherra:
Stefán Friðfinnsson
Stefán lauk viðskiptafræðiprófí
frá Háskóla íslands árið 1973 og
stundaði framhaldsnám í rekstrar-
hagfræði við Uriiversity of War-
wick. Hann var fjármálastjóri bygg-
ingarfélagsins      Ármannsfells
1975-78 og framkvæmdastjóri
Vörumarkaðarins hf. frá 1978.
Kona Stefáns er Ragnheiður
Ebenezefdóttir, verslunarstjóri og
eiga þau einn son.
Borgarráð:
Tvær nýjar stöður við
listasöfn borgarinnar
BORGARRÁÐ hefur samþykkt,
að stofna stöðu listráðunauts
Reykjavikurborgar fyrir Kjarv-
alsstaði og Ásmundarsafn og
stöðu safnvarðar á listasöfnum
borgarinnar.
Að sögn Gunnars Eydal skrif-
stofustjóra borgarstjórnar, er hér

um breytingu á innra skipulagi
borgarinnar að ræða og mun Gunn-
ar Kvaran Hstráðunautur Kjarvals-
staða, gegna stöðu listráðtlnauts
Reykjavíkurborgar. Staða safn-
varðar verður síðar auglýst laus til
umsóknar.
uwanntnm lix
Áætluð heildarlaun fram-
haldsskólakennara um
100 þúsund á mánuði
Kröfugerð HKÍ metin sem 65% launahækkun
AÆTLUD heildarlaun frani-
haldsskólakennara innan Hins
íslenska kennarafélags eru
98.703, samkvæmt úttekt fjár-
málaráðuneytisins á launum
kennara, sem kynnt vár á fundi
með fréttamönnum í gær.
Heildarlaun grunnskólakenn-
ara innan sama f élags eru sam-
kvæmt þessari úttekt 77.807
krónur, heildarlaun framhalds-
skólakennara innan Kennara-
sambands íslands 91.815 krón-
ur og heildaríaun grunnskóla-
kennara innan KÍ 74.820 krón-
ur. Tillögur fjármálaráðuneyt-
isins um breytingar á kjara-
samningi kennara við fram-
haldsskóla eru í aðalatriðum
þær, að almennar launabreyt-
ingar milli áranna 1987 og 1988
verði sömu og samið var um
milli VMSÍ og VSÍ. Kröfugerð
HÍK fyrir sama skólastig felur
hins vegar i sér um 65% launa-
hækkun, samkvæmt túlkun
fjármálaráðuneytisins.
Útreikningar fjármálaráðu-
neytisins á launum kennara eru
byggðir á launaverðlagi í desemb-
er 1987, en hafa síðan hækkað
um 2% til 5%. Heildarlaun eru
miðuð við hiutfall yfirvinnu og
annarra greiðsina af föstum laun-
um eins og þau voru árið 1986.
Föst dagvinnulaun framhalds-
skólakennara miðað við 27 tíma
kennsluskyldu á viku (hver
kennslustund er 40 mínútur) er
63.069 krónur á mánuði hjá kenn-
urum innan HÍK, en 60.966 krón-
ur hjá kennurum í KÍ. Dagvinnu-
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Baldvin Hánnibalsson fjár-
málaráðherra gerir grein f yrir
úttekt ráðuneytisins á launum
kennara á fundi með frétta-
mönnum í gær.
laun grunnskólakennara miðað
við 29 tfma kennsluskyldu á viku
eru 57.892 krónur á mánuði hjá
kennurum í HÍK en 58.000 krónur
hjá kennurum í KÍ, samkvæmt
úttekt fjármálaráðuneytisins. Hér
er um að ræða föst mánaðrlaun
alla 12 mánuði ársins og áður-
nefndar tölur um heildarlaun er
meðaltal mánaðarlauna alla mán-
uði ársins.
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra sagði að yfirstand-
andi samningaviðræður fjármála-
ráðuneytisins við samtök kennara
væru í framhaldi af samkomulagi
sem gert var f kjarasasaningum
í upphafi síðasta árs um að taka
launakerfi og vinnutilhögun kenn-
ara til endurskoðunar. í þeim
samningum hefði að öðru leyti
verið gengið frá samningum við
kennara með kjarabreytingum á
sfðasta ári og upphafi þessa árs
sem hefðu verið fyllilega sam-
bærilegar eða meiri en fólst í
samningum annarra ríkisstarfs-
manna og samningum á almenn-
um vinnumarkaði, að sögn fjár-
málaráðherra. Hann sagði að
þessar launabreytingar hefðu leitt
til aukins kaupmáttar hjá kennur-
um, ekki síður en öðrum launþeg-
um. Eins og nú horfði í þjóðarbú-
skap hér á landi væri hins vegar
ljóst að ekki væri neitt svigrúm
til frekari hækkunar á almennum
kaupmætti og reyndar vafasamt
að haldið verði fengnum hlut án
óforsvaranlegrar skuldasöfnunar
erlendis. Við þessar aðstæður
hefði fjármálaráðuneytið ekki ta-
lið gerlegt að gera kjarasamninga
við starfsmenn rfkisins sem ganga
lengra hvað launabreytirigar
snertir, en ætla má að verði á
almennum vinnumarkaði.
Tilboð fjármálaráðuneytisins
gerir ráð fyrir um 13,5% launa-
hækkun til kennara, en að sögn
fjármálaráðherra er krafa HIK
upp á 65% launahækkun eins og
áður segir eða 51,5% hærra en
tilboð ríkisins. Hann tók það enn-
fremur fram að kröfur Kennara-
sambands íslands um breytingar
á samningi grunnskólakennara
væru mun hóflegri en kröfur HÍK.
Tillögur fjármálaráðuneytisins
gagnvart þeim væru áþekkar til-"
boðinu til HÍK.
Kennarasamband Islands:
Vinnubrögð ráðuneyt-
isins síst til að liðka
fyrir samningagerð
Heildarlaun grunnskólakennara 8% lægri en upplýs-
ingar ráðuneytisins gefa til kynna
Kennarasamband íslands hefur
sent frá sér yf irlýsingu þar sem
„harmað er, að fjármálaráðu-
neytið skuli hafa birt upplýs-
ingar um kennaralaun með
þeim hætti sem gert var, þar
sem ekki var gerð fyllilega
grein fyrir þeim forsendum
sem lagðar voru til grundvall-
ar. Með slfkum vinnubrögðum
sé gefið tilefni til rangtúlkana
og misskiluings sem sfst verði
til þess að bæta samstarf þess-
ara aðila f yfirstandandi samn-
ingagerð," eins og segir f yfir-
lýsingunni. Þar kemur enn-
fremur fram að þær tölur sem
birtar hafi verið sem meðaltals-
laun grunnskólakennara og
framhaldsskólakennara séu
afar villandi og gefi ranga
mynd af launum þeirra.
í yfirlýsingu KÍ er þess getið
að byrjunarlaun grunnskólakenn-
ara eftir þriggja ára haskólanám
séu 48.205 krónur á mánuði og
eftir 18 ára starf 62.771 króna.
Framhaldsskólakennari     með
meistararéttindi fái 51.140 krón-
ur á mánuði í byrjunarlaun og nái
66.593 krónum á mánuði eftir 18
ára starf.
Varðandi tölur fjármálaráðu-
neytisins um meðaltalslaun
grunnskólakennara bendir KÍ á
að þar sé ekki einungis um að
ræða laun grunnskólakennara og
leiðbeinenda heldur einnig laun
skólastjórnenda, sem séu hærra
launaðir en almennir kennarar.
Þá séu einnig taldir með ýmsir
hópar sem raðast ofar í launa-
flokka en almennir kennarar.
Þegar reiknuð séu meðaltals dag-
vinnulaun almennra grunnskóla-
kennara og leiðbeinenda komi f
ljós að f desember 1987 hafi þau
verið um 55 þúsund krónur eða
tæplega 6% lægri en fram kemur
í upplýsingum fjármálaráðuneyt-
isins. Laun þeirra með yfirvinnu,
miðað við sambærilegar forsendur
og gefnar eru í upplýsingum fjár-
málaráðuneytisins hefðu verið um
69 þúsund krónur að meðaltali í
desember 1987, eða um 8% lægra
en upplýsingar fjármálaráðuneyt-
isins gefi til kynna. í þessu sam-
bandi væri rétt að benda á, að
fjöldi kennara hefði litla sem enga
yfirvinnu á sama tíma og aðrir
hefðu neyðst til að taka að sér
meiri yfirvinnu en þeir kærðu sig
um til þess að bjarga þeim vanda
sem skólar landsins stæðu frammi
fyrir vegna kennaraskorts.
í yfirlýaingu KÍ segir ennfrem-
ur að í tilboði ríkisins, sem l'agt
var fram á fundi kjararáðs KÍ og
samninganefndar ríkisins 5. mars
sl. væri ekki gert ráð fyrir neinni
upphafshækkun, aðeins tæplega
6% hækkun á launalið samnings-
ins síðar á árinu og óverulegum
breytingum á tilfærslum milli
launafiokka vegna starfsaldurSj
framhalds og endurmenntunar. I
tilboðinu væri gert ráð fyrir að
verðbólga gæti orðið allt að 15%
án þess að launaliður samningsins
verði endurskoðaður. Fulltrúaráði
KÍ hefði ekki talið fært að ganga
til samninga um kjararýrnun fyrir
kennarastéttina og því samþykkt
samhljóða að leita heimildar fé-
lagsmanna til verkfallsboðunar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68