Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 39
Jónas Egilsson Samtök sveitarfé laga á höfuð borgarsvæðinu: Nýrfram- kvæmda- sljóri ráðinn JÓNAS Egilsson sljórnmála- fræðingur, hefur veið ráðinn framkvæmdastjóri Samtak svetarfélaga á höfuðborgar- svæðinu. Tekur hann við starf- inu 1. apríl næstkomandi. Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1980 og lauk B.A.-prófi í stjóm- málafræði, frá San Jose State University í Kalifomíu vorið 1985. Síðastliði haust lauk hann prófi í alþjóðastjómmálafræði frá Uni- versity of San Diego í Klaifomíu. Hann hefur starfað sem gjald- keri hjá Landsbanka íslands fram til þessa. Eddie Skoller. Gamla Bíó: Grínistiim Eddie Skoller skemmtir LIONSKLÚBBURINN Njörður hefur fengið danska grínistann Eddie Skoller til að skemmta í Gamla Bíói sunnudaginn 27. mars og mánudaginn 28. mars nk. og hefst skemmtunin klukk- an 20 báða dagana. Allt starf innan Lionshreyfingar- innar er unnið f sjálfboðavinnu og fer afrakstur þess óskertur til líknarmála, segir m.a. f fréttatil- kynningu frá Lionsklúbbnum Nirði. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 39 Háskólinn á Akureyri: Rannsóknastofnun í sjávarútvegsfræðum EFRI deild afgreiddi í gær til neðri deildar frumvarp til laga um Háskólann á Akureyri. Um- sagnir um frumvarpið bárust frá nokkrum aðilum og vildu sumir umsagnaraðilar fá skýrari skil- greiningu á þvi hvers konar skóli þarna ætti að vera. Birgir ísleif- ur Gunnarsson, menntamálaráð- herra, sagði að hann teldi að skólinn ætti eftir að þróast i rannsóknastofnun í nokkrum greinum sem ekki væru rannsak- aðar annars staðar á landinu, s.s. í sjávarútvegsfræðum. Halldór Blöndal (S/Ne) mælti fyrir áliti meirihluta menntamála- nefndar en nefndin leggur til að frumvarpið verði samþyRkt með nokkrum breytingartillögum. Um- sagnir bárust frá nokkrum aðilum og má gróflega flokka þær í eftir- farandi flokka: 1. Akureyrarbær og Fjórðungs- samband Norðlendinga gera ekki athugasemdir og mæla með sam- þykkt frumvarpsins. 2. Bandalag háskólamanna gerir þá kröfu að tekin verði af öll tvímæli um að ekki sé verið að stofna til nýs „universitas" á íslandi heldur öflugrar kennslu að loknu stúdents- prófí í nánum tengslum við atvinnu- vegi þjóðarinnar. 3. Hið íslenska kennarafélag, Kennaraháskóli fslands og Háskóli íslands taka ekki beina afstöðu til þess hvort skólinn eigi að vera rann- sóknaháskóli eða sérskóli á há- skólastigi. í nefndarálitinu segir að um- sagnaraðilar hafi mismunandi skoð- anir á þvl hversu ítarleg lögin eigi að vera og í hve ríkum mæli skuli setja ákvæði um starfsemi Háskóla íslands í reglugerð. Kennarasam- band fslands og Háskóli íslands gera beinar athugasemdir við ein- staka kafla og greinar frumvarps- ins. Auk þess fjallar umsögn Há- skóla íslands ítarlega um mismun- andi hlutverk skóla á háskólastigi og er talið að tvískinnungs gæti í frumvarpinu hvað það varðar. í þessu sambandi vill nefndin taka fram að frumvarpið um Há- skólann á Akureyri var sniðið eftir Birgir ísleifur Gunnarsson Halldór Blöndal lögum um Tækniskóla fslands og hlýtur því í einstaka greinum að mótast af því, að hér er um stofnun að ræða, sem „hlýtur að fá á sig breytta og nokkuð fyllri mynd innan þriggja ára". Að því lýtur endur- skoðunarákvæði 14. greinar og ákvæði til bráðabirgða sem fellur úr gildi að þremur árum liðnum. í Háskólanum á Akureyri eru nú tvær brautir í hjúkrunaifræði en ákveðið hefur verið að taka upp braut I sjávarútvegsfræðum við skólann auk matvælafræði. Fjórð- ungssjúkrahúsið hefur látið náms- braut í hjúkrunarfræðum í té full- búna kennsluaðstöðu og fullbúinn lestrarsal fyrir alla nemendur námsbrautar í hjúkrunarfræðum. Þá hefur sjúkrahúsið gengið til samvinnu við Háskólann á Akur- eyri um bókasafn sjúkrahússins, fagbókasafnið og ráðningu bóka- varðar til viðbótar þeim, sem verið hefur við sjúkrahúsið, auk þess sem það kaupir inn bækur og tímarit sem á vantar til þess að þar komi hið ágætasta fagbókasafn í hjúk- runarfræðum. Tveir nefndarmenn, þau Danfríð- ur Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) og Guðmundur Ágústsson (B/Rvk), skrifuðu undir nefndarálitið með fyrirvara. Danfríður sagði m.a. að mikið vantaði upp á til að við gæt- um státað af heilsteyptri mennta- stefnu. Svavar Gestsson tók í sama streng og sagði okkur vanta íslenska menntastefnu. Guðmundur Ágústsson sagði vera þörf á þess- ari stofnun en ekki með því nafni sem lagt væri til. Birgir ísleifur Gunnarssson, menntamálaráðherra, sagði að sumum fyndist sem heilstæða menntastefnu vantaði. Háskólastig- ið hefði þróast ört á síðustu árum en lengi vel hefði Háskóli íslands verið eini skólinn á háskólastigi. Menntamálaráðherra sagði að hann hefði í vetur skipað samstarfsnefnd um háskólastigið, þar sem ættu m.a. sæti fulltrúar allra stofnana á háskólastigi. Fyrsta verkefnið sem þessi nefnd hefði fengið hefði verið að semja rammalöggjöf um há- skólastigið og vonaði hann að það myndi liggja fyrir á næsta þingi. Varðandi þróun Háskólans á Akureyri sagði Birgir ísleifur, að hann teldi að skólinn ætti eftir að þróast í rannsóknastofnun i nokkr- um greinum sem ekki væru rann- sakaðar annars staðar á landinu, s.s. í sjávarútvegsfræðum. Alþýðubandalagið boðar nýja launastefnu: Launamimur aldrei meiri en tvöfaldur TILLAGA til þingsályktunar um Iaunajöfnun, lágmarkslaun og nýja launastefnu var lögð fram á Alþingi í gær. I tillögunni felst meðal annars það markmið að Kvennalistakonur vilja lögbinda 50 þús. króna lágmarkslaun Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl/Rvk) mælti í gær fyrir lagafrum- varpi frá fjórum kvennalistakonum um að óheimilt verði að greiða lægri grunnlaun fyrir 40 dagvinnustundir á viku en sem nemur 50 þús. krónum á viku, miðað við framfærsluvísitölu 1. mars 1988. Þetta er i þriðja sinn sem kvennalistakonur flytja frumvarp svipaðs efnis. Þórhildur sagði að ekki væri með neinu móti verjandi hversu lág lægstu laun væru nú, en þau lægju á bilinu 29.000-31.500. Ekkert lát væri á verðhækkunum og 50.000 væru engin ofrausn heldur raun- sætt mat á aðstæðum. Hún taldi einnig að lögbinding af þessu tagi myndi hafa í för með sér launajöfnun í verki þar sem fyrirtæki myndu þurfa að draga úr yfirbyggingu og halda háum laun- um niðri til þess að mæta þessum kostnaði. Steingrimur J. Sigfússon (Abl/Ne) sagði einhliða lagasetn- ingu ekki ná tilgangi sínum nema t*TKKt væri að svona hækkanir færu ekki upp allan launastigann. Þó ástæðan fyrir flutningi þessa frumvarps væri öllum ljós þá væri veruleikinn ekki þannig að hægt væri að leysa vandann á svona ein- faldan hátt. Einar Kr. Guðfinnsson (S/Vf) sagði að í frumvarpinu væri horft fram þjá þeim tæknilegu göllum sem væru á því að hrinda þessu í framkvæmd, hvorki kæmi til dæmis í ljós við hvað þessi 50 þús. kr. laun ættu að miðast. Væri það 40 stunda vinnuvika án allra aukagreiðslna? Eitt af því sem menn óttuðust væri líka að ekki tækist að halda hækkun af þessu tagi við lægstu launin. Það hefði ekki komið fram hvemig ætti að tryggja að hækkan- imar fæm ekki upp allan launastig- ann. Sú spuming vaknaði hversu stóran hluta launakerfísins myndi þurfa að lögbinda. Arni Johnsen (S/Sl) varaði við því að menr kæmu eins og töfra- læknar og segðu „hókus - pókus, hér kemur lausnin". Hann sagði meðal annars að veröbólgan gerði það að verkum að við þyrftum að hugsa öll mál til enda og gætum ekki farið hókus-pókus leiðina. launamunur i framtiðinni verði aldrei meiri en tvöfaldur. Flutn- ingsmenn eru þingmenn Alþýðu- bandalagsins. ólafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, sagði á fundi með f réttamönnum, þar sem hin nýja launastefna var kynnt, að hún væri fram komin í ljósi vaxandi misréttis, mis- skiptingar og ranglætis i launa- málum í landinu. Á sama tima og verðmætasköpun væri meiri, þjóðartekjur hærri en nokkru sinni fyrr og laun þeirra hæst- launuðu næmu 15 til 20 földum lágmarkslaunum, þyrfti marg- föld dagvinnulaun verkamanns til að framfleyta meðalfjöl- skyldu. Þvi væri brýn nauðsyn á að skapa víðtæka þjóðfélagslega samstöðu um nýja launastefnu, er miði að þvi að draga úr hinum óhóflega launamun sem ríkti i landinu og tryggi að lægstu laun dugi fyrir nauðsynlegum fram- færslukostnaði. Samkvæmt tillögu Alþýðubanda- lagsins er gert ráð fyrir að launa- munur í landinu taki mið af því að hæstu laun nemi á næstu árum ekki hærri upphæð en nemur íjór- földum lágmarkslaunum og á hveij- um vinnustað verði lægstu laun aldrei lægri en einn þriðji hluti af hæstu launum sem þar eru greidd. Stefnt verði að enn frekari launa- jöfnuði þannig að launamunur verði MMACI í framtíðinni aldrei meiri en tvöfald- ur. Þá er gert ráð fyrir að reiknuð verði út sérstök lágmarkslaunavísi- tala sem miðist við nauðsynleg út- gjöld venjulegs launafólks til heim- ilisreksturs. Þessi nýja lágmarks- launavisitala verði reiknuð út fjór- um sinnum á ári. Takist ekki með kjarasamningum að. tryggja að lægstu laun séu f samræmi við þann framfærslukostnað, sem hin nýja lágmarkslaunavísitala mælir, verði sett lög um lágmarkslaun fyrir dag- vinnu sem tryggi nauðsynlegar framfærslutekjur. Þar til útreikn- ingur á nýrri lágmarkslaunavísitölu hefur farið fram verði, ef til laga- setningar kemur, varði tekið mið af 45 þúsund til 55 þúsund króna dagvinnutekjum á mánuði. Gerðar verði sérstakar ráðstaf- anir, lögbundnar ef með þarf, til þess að stuðla að fullum jöfnuði í launum karla og kvenna. Unnið verði að þvl að fellla yfirborganir og aðrar umframgreiðslur inn í launataxta þannig að umsamdir launataxtar endurspegli hin raun- verulegu laun. Jafnframt verði í tengslum við hina nýju launastefnu gert að forgangsverkefnum að stytta vinnutímann, úrbætur í dag- vistar- og húsnæðismálum, aukið öryggi og bættur aðbúnaður á vinnustað og aðstaða til starfs- menntunar. Loks er í tillögum Alþýðubanda- lagsins gert ráð fyrir að kosin verði þingmannanefnd sem f samráði við aðila vinnumarkaðarins hafí for- göngu um að afla nauðsynlegra gagna og upplýsinga um þessi mál. Nefndin vinni einnig að því að skapa samstöðu um nýja launa- stefnu á grundvelli ofnagreindra stefnuatriða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.