Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.03.1988, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988 .48 Lost Ljósmynd/BS N. á Nýrómantík Ljósmynd/BS Rokkbrœður Ljósmynd/BS Akureyrarrokk SíðastliAinn laugardag hóldu þrjár akureyrskar sveitir tónleika i Borgarbfói á Akureyri. Sveitirnar voru Lost, Rockbrothers og N. á Nýrómantfk. Borgarbíó er vel fallið til tónlist- arflutnings og það fór vel um áheyrendur sem voru eitthvað á bilinu 70 til 100. Rockbrothers komu fyrstir á svið og sungu acap- Annar söngvari Losts og einn Rokkbrœðra. Sykurmolar Ljósmynd/BS Sykurmolamir hafa ekkl hald- ið almenna tónleika hár á landi síðan um mlðjan desember og þykir ýmsum landinn afskiptur, en sveitin hefur haft f nógu að snúast. Á því verður þó ráðin bót, því f kvöld heldur sveitin tónleika á Hótel islandi með Sogblettum og Bleiku böstunum. Tónleikarnir eru haldnir af Smekkleysu /m sem einskonar minningartónleikar um Divine, en hann lést fyrir skernmstu, og má búast við skemmtun að hætti Smekkleysu. Sogblettir koma í kvöld fram á sfnum fyrstu tónleikum síðan söngvaraskipti urðu í sveitinni og Bastarnir hafa einnig haft hægt um sig. Þeir voru þó á Akranesi í gærkvöldi, en kynna í kvöld ný lög. ella þrjú eða fjögur lög. Bræðurnir eru þrír og voru að vísu með eina trommu og gítar með sér, en gítar- inn var bara til skrauts, það var ekkert leikiö á hann, og tromman var notuð mjög óreglulega í hverju lagi. Lögin og flutningur þeirra voru hin ánægjulegustu og best lagið um Johnny Bjarnarkló sem var harður hið ytra en besta skinn inn við beiniö. Einnig sungu þeir Mín kisa dansar tangó með eilítiö breyttum texta, sem heppnaðist þokkalega. Lost kom á svið á eftir Rokk- bræðrum og byrjaði leikinn á leiknu lagi í hverju klarinettleikur annars söngvara sveitarinnar var skemmtilega notað til að marka kaflaskipti, en klarinettið átti og eftir að koma við sögu í fleiri lög- um. Aö þeim forleik loknum kom hinn söngvari sveitarinnar á svið og fullmönnuð sýndi sveitin að þar fer ein af betri rokksveitum lands- ins. Heldur er sveitin samt óörugg sem skrifast líklegast á samæfing- arskort, en hljóðfæraleikur var all- ur prýöilegur og góðir trommuleik- ari og bassaleikari gáfu þéttan grunn, þó stundum hafi þeir hökt eilítið. Söngvarar sveitarinnar eru tveir, eins og fram hefur komið, og gefa þeir skemmtilega breidd í tónlistina, enda með ólíkar raddir og ekki endilega alltaf að syngja sömu laglínu eða textalínu samtímis. Tónlistin stendur föst- um fótum í pönkrokki en gælir þó skemmtilega við popprokk og rokkabillí, sem forðar sveitinni frá þv( að vera bara venjulegt pönk- sveit, enda lék sveitin eitt stór- skemmtilegt rokkabillílag og þar að auki flutti hún kaþólskan sálm, Lilju, á skemmtilegan hátt. Lost vakti mikla hrifningu og var klöpp- uð upp. Tóku sveitarmenn tvö aukalög, eftir deilur baksviðs að þeirra sögn. Nú var stutt hlé á tónlistarflutn- ingi, en síöan komu Rockbrothers og fluttu lagið um Johnny Bjarn- arkló aftur vegna fjölda áskorana. Að því loknu kom N. á Nýrómantík á svið. Tveir sveitarmanna voru vel nýrómantískir í útliti; annar, sem var gítarleikari sveitarinnar, í pilsi og með hvítmálað andlit, en hinn, sem var söngvari og rytmagítar- Tónleikar Tvennir tónleikar vekja athygli manna í kvöld, tónleikar Sykurmol- anna, Sogbletta og Bleiku bast- anna f Hótel íslandi og svo tónleik- ar Bitlavinafélagsins í Lækjar- tungli. Bítlavinafélagiö hefur ekki kom- ið fram á tónleikum lengi og mætti jafnvel segja sem svo að það sé endurreist Bitlavinafélag sem leiki fyrir tónleikagesti i Lækjartungli. Ekki er síðan úr vegi að vekja athygli manna á tónleikum hins snjalla jasspíanista Kenny Drew í Heita pottinum á laugardag og sunnudag, enda hefur Kenny verið í fremstu röð jasspíanista síðan um 1950. leikari, var málaður eins og kven- maður í framan og í rúskinnsjakka að hætti Roddy Frame, en ekki gat hann gert upp við sig hvort hann var að stæla hann, Robert Smith eða Martin Fry á þessum tónleik- um. Tónlist sveitarinnar er nokkuð frá því að vera frumleg og reyndar svo langt á köflum að hálf erfitt var að átta sig á hvort lagið sem leikið var væri frumsamið eða bara lag með Aztec Camera eða ABC eða Cure sem maður hafði ekki heyrt. Ryndar tóku þeir drengir eitt lag með REM, sem sýnir þó að þeir eru ekki fastir í nýróman- tískri naflaskoðun. Um textana, sem voru reyndar flestir á ensku, er best að segja sem fæst, enda fjölluöu þeir um hluti eins og kram- in hjörtu sem eru heldur ókræsi- legt yrkisefni. Ekki er þó vert að dæma N. á Nýrómantík of hart, enda mátti heyra að sveitin er langtífrá fullmótuð og það má vel vera að sveitamönnum takist að rífa sig uppúr því að vera hermi- sveit og fari að skapa eitthvað sjálfstætt. Að lokum er ekki hægt að segja annað e'n að tónleikarnir hafi heppnast hið besta og það verður fengur af því að fá Lost í heimsókn til Reykjavíkur á næstunni þegar sveitin hefur vinnu við væntanlega tólftommu. Músík- tilraunir Músíktilraunir, eða hljóm- sveitakeppni, Tónabæjar hafa verið árlegur viðburður sfðan 1982, en í þeim gefst bílskúrs- sveitum landsins kostur á að koma fram og flytja frumsam- ið efni án tillits til markaðs- sjónarmiöa. Tilraunirnar standa fyrir dyr- um nú á næstunni, nánar tiltek- ið 7., 14., 21. og 28 apríl næst- komandi. Þá gefst yfir tuttugu sveitum kostur á að koma fram og láta Ijós sitt skína, en hvert kvöld koma frem a.m.k 7 sveit- ir og síðan sjö bestu þeirra úr- slitakvöldið 28. apríl. Líkt og á síðasta verður úrslitakvöldinu útvarpað. Síðasta ár tóku um tuttugu sveitir þátt ( tilraununum og sigurvegar urðu akureyrska sveitin Stuökompaníið. Skrán- ing er komin vel á veg en að- standendur segja að enn eigi sveitir möguleika á að vera með. Verðlaun i keppninni hafa yfirleitt verið hljóðverstímar og svo er og að þessu sinni. Fyrstu verðlaun eru 40 tímar í Stúdíó Stemmu, önnur verðlaun 30 timar í sama hljóðveri, þriðju verðlaun 50 tímar í Stef og 4. verðlaun 25 timar i Glaðheim- um. Einnig verða verðlaun frá Rín og Poul Bernburg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.