Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1988
57-
Minning
Friðbert Friðberts-
son frá Súganda-
fírði
Fæddur 29. september 1911
Dáinn 17. febrúar 1988
Aldrei er um seinan að miimast
góðs vinar sem genginn er.
Friðbert Friðbertsson var fæddur
á Suðureyri við Súgandafjörð 29.
september 1911. Hann var sonur
Friðberts Guðmundssonar útvegs-
bónda þar og hreppstjóra og Elínar
Þorbjarnardóttur. Var faðirinn,
Friðbert, frá Laugum í Súganda-
firði, sonur Guðniundar bónda þar,
Guðmundssonar hreppstjóra á Suð-
ureyri Guðmunssonar og konu hans
Ingibjargar dóttur hins kunna gáfu-
manns, bónda og hreppstjóra í
Vatnadal, Friðberts Guðmundsson-
ar. Móðirin, Elín, var dóttir Þor-
bjarnar Gissurarsonar frá Selárdal
og konu hans Sesselju Magnús-
dóttur frá Þjóðólfshaga í Bolung-
arvík.
Var Friðbert hreppstjóri .stór-
huga athafnamaður á Suðureyri um
langt skeið og átti drjúgan þátt í
framfaramálum heimabyggðar
sinnar. Hann var í mörg ár formað-
ur á stærri og minni vélbátum og
eftir að hann hætti formennsku rak
hann þar útgerð og fiskverkun fram
á seinustu ár. Heimili þeirra hjóna,
Friðberts og Elínar, var löngum
rómað fyrir höfðingsbrag, gestrisni
og rausn í hvfvetna. Var Elín mikil
mannkostakona og með afbrigðum
hjálpsöm. Vildi hún leysa hvers
manns vanda, sem hún sá eða vissi
til að með þyrfti, ekki síst þeirra
sem minnst mega sín áveðra í lífinu.
Friðbert Guðmundsson andaðist
árið 1953 og Elín kona hans fjórum
árum síðar, 1957.
Þau eignuðust 6 börn og voru
þau þessi: Þorbjörg, sem giftist
Gísla Guðmundssyni, skipstjóra frá
Grundarfirði. Gissur verkstjóri
kvæntur Indíönu Eyjólfsdóttur frá
Bolungarvík. Ólafur skipstjóri,
kvæntur Guðrúnu Valdimarsdóttur.
Fjórða barn þeirra hjóná var Frið-
bert, sem eftirmæli þessi fjalla um,
og Guðmunda gift Gissuri Guð-
mundssyni húsasmfðameistara á
Suðureyri. Yngstur þeirra systkin-
anna var Páll, sem einn lifír eftir
af börnunum. Hefur hann um ára-
tugabil staðið einna fremstur í at-
vinnulífi Súgfirðinga, verið fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju
á Suðureyri, allt þar til fyrir fáum
árum, þegar eigendaskipti urðu að
fyrirtækinu, að hann fluttist hingað
suður til Reykjavíkur. Páll er
kvæntur Svanhvíti Ólafsdóttur frá
Reykjavík.
ÖU börnin og makar þeirra ílent-
ust á Suðureyri að Friðbert einum
undanskildum.
Ég kynntist Friðbert Friðberts-
syni snemma á árum, þegar ég
dvaldi í þrjú sumur að Stað f Súg-
andafirði 1923-1925. Þau gömlu
kynni okkar leiddu til vináttu með
okkur, þegar fundum okkar bar
saman löngu sfðar hér syðra. Frið-
bert fór snemma að stunda sjó-
mennsku, þegar á fermingaraldri.
Á þeim tímum, uppvaxtarárum
hans, mændi von ungra manna,
lang flestra út á hafið þeirra, sem
ólust upp við sjávarsfðuna á Vest-
fjörðum. Að verða fengsæll formað-
ur, skipstjóri, var þeim keppikefli,
sem var þeim þess virði að sækjast
efir, enda margar fyrirmyndir þar
um harðduglega aflamenn, sem
báru af
En lífsþráðurinn spinnst ekki
alltaf eins og menn ætla í fyrstu.
Um tvítugt hélt Friðbert að heiman
hingað suður. Hann stundaði einnig
sjómennsku hér syðra um nokkur
ár. Þann 14. nóvember 1936 kvænt-
ist Friðbert eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ragnhildi Guðmundsdóttur
frá Ferjubakka í Borgarfirði og
settu þau heimili í Reykjavík. Má
segja að þá hafi orðið straumhvörf
í lífi hans, því að nokkru síðar seg-
ir hann skilið við sjómennskuna.
í strfðsbyrjun fer hann að versla
með fisk í austanverðum Laugar-
ásnum, í íbúðarhverfí sem þá var
óðum að byggjast. Áttu þau hjónin
þá heima í eigin íbúð í Efstasundi
3. Nokkuð frumstæður mundi
mörgum þykja sá verslunarrekstur.
í byrjun hafði Friðbert engan
samastað, en seldi fiskinn upp úr
opnum handvagni þar sem honum
þötti hentugast. Hann var snemma
á fótum, ók vagni sínum niður að
höfn til að sækja fiskinn og síðan-
inn 5 Laugarás, engan smáspotta,
og mundi nú vefjast fyrir ýmsum
að fara í föt Friðbérts í þessum
efnum, og vera kominn á markaðinn
á réttum tíma með soðninguna, sem
hver húsmóðir vildi fá refjalaust.
Brátt fékkFriðbert leigt gott
húsnæði við Ásveg sem hann þó
síðar varð að fara úr við eiganda-
skipti. í styrjaldarlokin fékk Frið-
bert byggingarlóð við Langholtsveg
19, reisti sér þar söluskúr til bráða-
birgða áður en hann byggði sér þar
verslunar- og íbúðarhúsnæði. Um
skeið hafði hann þar auk fiskbúðar-
innar vefnaðarvöruverslun og síðar
söluturn í nokkur ár.
Friðbert var hörkuduglegur mað-
ur og vflaði ekki fyrir sér hlutina.
Hann kunni vel til verka í fagi sfnu,
gerði sér far um að fara vel með
fiskinn og fór um hann snilldar
handbragði. Hann var fljótur og
fylginn sér við afgreiðslu viðskípta-
vina, enda brýn þörf þegar „stór-
veldin" biðu fyrir framan borðið og
hver vildi fá sitt, eftir vilja og geð-
þótta. Stundum vildi það koma fyr-
ir eins og gengur, að viðskiptavin-
irnir kæmu sér ekki saman úm
hver næstur væri í rððinni. Gat þá
hafist háreysti nokkur fyrir framan
borðið. Alltaf hélt Friðbert þó ró
sinni og jafnaðargeði. „Segiði til",
sagði hann, saup þá kannske á
kaffinu sfnu sér til hressingar í
vosbúðinni fyrir innan borðið.
Fiskbúðina rak hann fram til
ársins 1980. Árið 1975 fluttu þau
hjónin heimili sitt að Kleppsvegi
124 og áttu þar heima æ síðan.
Þegar Friðbert hætti fisksölu að
Langholtsvegi 19, þá um sjötugt,
settist hann ekki í helgan stein, því
að aðgerðarleysi var honum fram-
andi hugtak. Hann hélt áfram að
vinna við iðju sína hér og þar næstu
árin meðan heilsa og þrek leyfði,
þó að hann færi sér ögn hægar en
áður.
Friðbert var góðu veganesti bú-
inn að heiman, sem hann kunni að
færa sér í nyt á lífsleiðinni. Hann
var sjálfstæður í hugsun og fram-
kvæmdum og vildi helst fara sínar
eigin leiðir og fá að ráða ferðinni.
Hann var dagfarsprúður, heldur
hlédrægur og fámæltur, en sérstak-
lega hjálpsamur, og hygg ég að
hann hafi líkst móður sinni í því
að hafa fá orð um velgjörðir sínar,
og í raun fáir eða engir vitað um
góðverk hans í annarra þágu. Frið-
bert var raungóður, trúr og góður
vinur. Hann hafði gott skopskyn
og græskul?.ust, fyndinn í frásögn
og tilsvörum, góður þegn og hollur
samtfð sinni.
Hann eignaðist fallega og væna
konu, sem með dögum og árum
varð æ meir samofin vitund hans.
Þau áttu jafnan gott og hlýlegt
heimili, góð myndarleg og vel gerð
4 börn. Er Bára þeirra elst og starf-
ar hún í Verskmarbankanum hér í
Reykjavík. Sonur hennar Friðbert
R. Hafþórsson, smiður, ólst upp hjá
afa sfnum og ömmu, Friðbert og
Ragnhildi. Kona hans er Anna
Maria Halldórsdóttir og eiga þau
tvö börn. Annað barn þeirra hjón-
anna er Ingibjörg gift Guðmundi
Sörlasyni húsasmið og eiga þau
fjörur börn. Þriðja barn sitt, Óskar
Bertel, misstu þau, er hann fórst í
flugslysi árið 1967, rúmlega tvítug-
ur að aldri, efnismaður, og var það
þeim hjónum sárt áfall, sár, sem
seint eða aldrei hefur að fullgróið
um. Yngst barnanna er Lára, fjögra
barna móðir, sem hún eignaðist
með eiginmanni sínum, Armanni
Árnasyni.
Styrkum stoðum var í upphafí
rennt undir persónugerð Friðberts,
manndóm hans í starfí öllu. hann
var trúr og sannur, mikill vinur og
tryggur í raun.
. Þegar Jón bróðir minn Grímsson
tók við starfi útibústjóra Ásgeirs-
verslunar á Suðureyri árið 1912,
varð brátt innileg vinátta með hon-
um og Friðberti Guðmundssyni
hreppstjóra, sem hélst meðan báðir
lifðu. Þeir urðu síðan samstarfs-
og sameignarmenn um útgerð á
Suðureyri. Innileg vinátta var og
með fjölskyldum þeirra og er enn
með afkomendum þeirra, þeim sem
vita og muna horftia daga.
Þessara vináttutengsla hef ég
fengið að njóta, ekki sfst þegar ég
dvaldi á Suðureyri á árunum 1980-
1981, höfðinglegrar fyrirgreiðslu
af hálfu afkomenda Friðberts Guð-
mundssonar og góðs atlætis meðan
ég dvaldi þar og ber mér að þakka
það hér.
Vinur minn, Friðbert Friðberts-
son, andaðist á Landspftalanum
þann 17. febrúar sl., eftir um það
bil mánaðar sjúkdómslegu þar, 76
áraað aldri.
Útför hans fór fram frá Foss-
vogskirkju viku síðar, miðvikudag-
inn 24. febrúar.
Við frumbýlingarnir í Laugar-
ásnum kveðjum hann og þökkum
samfylgd hans og þjónustu við okk-
ur um áratugi. Við minnumst jafn-
framt drengskaparmanns, dugnað-
armanns, sem f rúm 40 ár fór á
fætur löngu fyrir dag, oft út í kulda
og hráslagalega nóttina til að sjá
fyrir þörfum okkar, minnumst sam-
ferðamanns, sem gekk hljóður að
störfum og skilaði dagsverki sínu
með sóma, sem einstæðingum og
öldruðum þótti vænt um og hinir,
sem kunnu að meta, virtu að verð-
leikum.
Fyrir hönd okkar allra vil ég
mega vötta eiginkonu hans og börn-
um og öðrum ástvinum samúð okk-
ar og biðjum honum, sem horfinn
er, og þeim, sem næst stóðu hjarta
hans, blessunar Guðs.
Grímur Grímsson
Jóhanna Ólafs-
dóttir — Minning
Fædd 25. september 1915
Dáin25.febrúarl988
Föstudaginn 4. mars fór fram frá
Dómkirkjunni útför Jóhönnu Ólafs-
dóttur, til heimilis í Hólmgarði 41'
hér í bæ. Mig langar að minnast
þessarar elskulegu og hugprúðu
vinkonu minnar, Hönnu, en því
nafni var hún alltaf kölluð af ætt-
ingjum og vinum. Hanna fæddist í
Reykjavík við Bræðraborgarstfg í
vesturbænum. Foreldrar hennar
voru heiðurshjónin Elfn Jónsdóttir
og Ólafur Eyvindsson. Hanna var
næstelst 8 systkina en Gunnar, sem
var elstur, d6 18 ára. Hin systkinin
eru öll búsett í Reykjavík. Svo flutt-
ist fjölskyldan úr vesturbænum í
Austurstræti og bjó á efstu hæðinni
f Landsbankanum. Ólafur sá um
húsvarðarstörf í bankanum. Hanna
fór snemma að vinna og hjálpa til
við heimilsstórf því margt þurfti að
gera á stóru heimili. Seinna flutti
fjölskyldan í Ingólfshvol við Hafnar-
stræti. Það mun hfa verið haustið
1939 sem ég kom fyrst í Ingólfs-
hvol og kynntist þessari góðu og
stóru fjölskyldu. í Ingólfshvoli var
oft margt um manninn, vinahópur
systkinanna stór og allir voru vel-
komnir. Það var oft glatt á hjalla
í Hvolnum, sungið og Hanna tók
oft lagið á pfanóið. Það er margs
að minnast frá þessum árum.
Eftir nam í Kvennaskólanum fór
hún aðeins 15 ára gömul til Kaup-
mannahafnar og dvaldi þar um
skeið hjá danskri fjölskyldu og hélt
hún áfram námi f píanóleik. Oft
minntist hún þessa tfma með gleði
og hlýjum hug til þess fóiks sem
hún dvaldi hjá. Þegar heim kom
hóf hún störf á Morgunblaðinu. Þar
undi hún sér vel með mörgu góðu
fólki, stutt í vinnu, aðeins yfír Aust-
urstræti. Hönnu þótti vænt um
æskustöðvar sfnar og sagði
skemmtilega frá er hún rifjaði upp
minningar frá liðnum árum. Hanna
var falleg kona og hún unni öllu
sem fagurt var, ljóðum, söng og
tonlist. Því var alltaf fallegt í kring-
um hana. Hún var dama. Hún
Hanna dáði borgina sína,
Reykjavík, og fínnst mér eiga vel
við að setja hér nokkrar línur úr
fallegu kvæði Tómasar:
„Þín er borgin björt af gieði.
Borgin heit af vori og sól.
Strætin syngja. Gatan glóir.
Grasið vex á Arnarhól."
Hún Hanna var ein af fallegu
Austurstrætisdætrunum.
18. júlí 1940 giftist Hanna Krist-
jáni Halldórssyni kennara. Þáu
fluttu til Patreksfjarðar og síðan til
Bíldudals þar sem Kristján stundaði
kennslu. A þeim árum sá ég Hönnu
ekki oft en eftir að þau fluttu aftur
til Reykjavfkur og settust að við
Laufásveg 36 kom ég oft á heimili
þeirra. Þar var gott að koma. Þau
voru bæði gestrisin og ljúf í við-
móti og vildu láta ðllum lfða vel.
Hanna  og  Kristján   eignuðust   4
börn. Þau eru Gunnar, Guðríður,
Hanna Karen og ólafur Barði, öll
vel menntuð og mannkosta fólk sem
öll hafa stofnað sfn heimili. Barna-
bðrnin eru 5.
Hanna missti mann sinn 5. júlí
1976. Það var henni og börnunum
mikið áfall en hún bar ekki sorg
sfna á torg. Hún var hin ljúfa og
góða móðir sem annaðist börnin sín
og heimilið með sannri prýði. Eftir
að Hanna varð ekkja kom ég enn
oftar á Laufásveginn og áttum við
margar góðar stundir saman. Hún
var mér góð og mér leið alltaf vel
f návist hennar. Ég vissi að heilsa
hennar var ekki góð og eftir að hún
fluttist af Laufásveginum í Hólm-
garð 41 fór illkynja sjúkdómur að
gera meira vart við sig svo hún var
oft sárþjáð, en hún kvartaði aldrei.
Sfðastliðið ár var hún rúmliggjandi
heima, umvafin af börnum sfnum.
Hanna Karen, dóttir hennar, annað-
ist hana allan tfmann sem hún lá
heima af svo mikilli fórn og prýði
að betur var ekki hægt að gera.
Og eftir að Hanna fór á Landspítal-
ann, síðustu dagana sem hún lifði,
sátu dætur hennar við sjúkrabeð
hennar til skiptis daga og nætur
þar til yfír lauk.
Hanna var trúuð kona og efaðist
ekki að annað og betra líf væri eft-
ir þessa jarðvist. Hún andaðist á
Landspftalanum að morgni 25.
febrúar sfðastliðinn.
„Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki,
um lífsins perlu á gullnu augnabliki."
(T.G.)
Innileg samúð til barna, tengda-
barna, barnabarna og systkina.
Hafi hún hjartans þökk fyrir allt
og allt. Guð blessi minningu góðrar
konu.
Sveina
Kveðjuorð:
Sævar Berg
Hermannsson
Það fékk mikið á okkur þegar
okkur barst sú sorgarfrétt að Sæv-
ar vinur okkar væri dáinn. Erfítt
er að sætta sig við þá staðreynd
að einn úr gamla góða vinahópnum
sé farinn frá okkur aðeins tuttugu
og tveggja ára að aldri. Sævar var
mjög sérstakur og yndislegur per-
sónuleiki og við munum ætíð muna
hve hann var alltaf glaðvær og
hjálpsamur ( alla staði.
Lyftingar og vaxtarrækt áttu
hug hans allan og kom þar vel
fram sú lífsgleði og starfsorka sem
alltaf einkenndi hann. Við áttum
ófáar gleðistundir með honum og
minningin um góðan dreng mun
ætíð lifa meðal okkar.
Við vottum fjölskyldu hans og
öðrum aðstandendum okkar
dýpstu samúð og megi algóður guð
styrkja þau í sorg sinni.
„Deyrfé,
deyja frændur,
dey sjálfur ið sama
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur."
Mæja og Erla
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68