Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Úrskurður siðanefndar BÍ: Ummæli í fjöl- miðlagagnrýni ekki ámælisverð SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur úrskurðað að um- mæli Illuga Jðkuissonar um fyrsta tölublað tímaritsins Við karlmenn, í fjölmiðlagagnrýni á Rás 2, bijóti ekki f bága við siða- reglur BI. Illugi fjallaði um þetta tímarit í þætti sínum í bytjun desember á síðasta ári. í kærubréfí segir að í útvarpserindi Illuga séu „móðgandi og niðrandi ummæli" sem séu „æru- meiðandi" fyrir ritstjórann og það svo að um sé að ræða “hreinan atvinnuróg". Sérstaklega eru nefnd nokkur ummæli kærunni til stuðnings. Þar segir Illugi m.a. að Við karlmenn sé „hallærislegasta tímarit sem ég hef jséð lengi og til þess, hlustendur góðir, að þið þurfið ekki að kynna ykkur það sjálfír, þá skal ég nú segja ykkur allt um það“. Hann lýkur gagnrýni sinni á leiðara tíma- ritsins með þessum orðum: „Þá er leiðarinn búinn og það ætti að setja Þórarinn Þórarínsson skólastjórí látinn ÞÓRARINN Þórarinsson skóla- stjóri í Skúlagarði í Kelduhverfi lést sl. fimmtudag, 55 ára að aldri. Þórarinn var fæddur 14. júní í Krossdal í Kelduhverfi, sonur Þór- arins Jóhannessonar bónda og konu hans Guðnýjar Þórarinsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1952 og lauk guðfræðiprófí frá Háskóla lslands 1960. Þórarinn var kennari við ungl- ingaskóla í Skúlagarði 1960-61 og var settur sóknarprestur í Vatn- sendaprestakalli frá 1. júlí 1961. Þórarinn var vígður 25. júní sama ár og var honum veitt kallið 1962. en fékk lausn frá prestskap 1. nóv- ember 1968. Hann var kennari við héraðsskólann á Laugum og kvennaskólann þar 1962-65, og við unglingaskólann að Köldukinn þann mann í fangelsi sem tekst að skrifa jafn stuttan texta jafn illa.“ í úrskurðinum segir að fjölmiðla- gagnrýni Uluga á Rás 2 sé einn af þeim afmörkuðu þáttum í fjölmiðl- um þar sem höfundurinn segir und- ir fullu nafni álit sitt á þvi málefni sem hann fjallar um hveiju sinni. Siðareglur setji ekki hömlur á tján- ingafrelsi þeirra sem skrifa slíka gagnrýni eða annast hliðstæða þætti þar sem persónulegar skoðan- ir höfundar eru í fyrirrúmi. „Ulugi Jökulsson hefur ljóslega mjög ákveðna skoðun á því við- fangsefni, sem hann fjallar um í hinu kærða útvarpserindi, eins og í sumum öðrum erindum sömu teg- undar þar sem hann hefur rætt um efni annara fjölmiðla. Hann lætur þessar skoðanir sínar í ljósi tæpi- tungulaust en notar stundum vafa- söm stóryrði. Samt sem áður verður ekki séð að hann hafí með því brot- ið greinar siðareglna Blaðamanna- félags fslands." segir síðan orðrétt í úrskurðinum. Þórarinn Þórarinsson 1967-68. Hann var kennari við bama- og unglingaskólann í Skúla- garði 1968-70 og skólastjóri þar sfðan. Fyrri kona Þórarins var Guðrún Þórðardóttir kennari og eignuðust þau 3 böm. Þau skildu. Síðari kona hans var Rósa Jónsdóttir og eignuð- ust þau 2 böm. Morgunblaðið/Þorkell Frá námskeiði Félags fasteignasala. Fasteignasalar á námskeiði FÉLAG fasteignasala gekkst fyr- ir námskeiði á föstudag, þar sem farið var yfir skjöl sem tekin verða i notkun í fasteignavið- skiptum eftir páska, að sögn Félags fasteignasala. Um eitt hundrað fasteignasalar og starfsmenn þeirra voru á nám- skeiðinu. Samkvæmt nýrri reglu- gerð dómsmálaráðuneytisins þarf fasteignasali m.a. að leggja fram 10,5 milljóna króna tryggingu vegna kostnaðar og tjóns sem við- skiptamenn hans kynnu að verða fyrir, að sögn Þórólfs. Þórólfs HaUdórssonar, formanns Skreið: N ígeríumarkaður opinn en \ágt verð Gott verð fæst fyrir herta hausa MIKIL eftirspum er nú eftir skreið í Nígeríu, en háir innflutn- ingstollar og óhagstæð gengis- þróun nígeríska nairans gagn- vart Bandaríkjadollar valda þvi, að seljendur hér á landi geta ekki fengið nægilega hátt verð fyrir skreiðina, að sögn Ragnars Siguijónssonar hjá sjávarafurða- deild SÍS. Ragnar sagði, að hins vegar liti betur út með hausa- verkun, fengist gott verð fyrir þá. ánægðir með,“ sagði Ragnar. Hann sagði innflutningstolla nú vera 50% á skreiðina og að auki kemur til óhagstæð gengisþróun nígeríska gjaldmiðilsins gagnvart dollaran- um. Þetta veldur litlum kaupmætti Nígeríumanna og þar af leiðandi að lágt verð fæst til seljenda hér. Ragnar sagði engar birgðir vera til ( landinu núna og taldi framleiðslu verða nánast enga á árinu. Hann sagði, að til þess að það borgaði sig að verka skreið, þyrfti fískurinn að fást fyrir 10 til 16 krónur kílóið upp úr sjó. Fyrir herta þorskhausa sagði Ragnar að fengist þó gott verð. 30 kg pakkar seljast á 60 til 65 dollara, CIF verði. „Við þurfum að fylgjast vel með verðinu og sjá hvort og hvenær hægt verður að selia,“ sagði Ragnar Siguijónsson. I norska blaðinu Fiskaren var nýlega sagt frá því, að Norðmenn eigi nú um 4.000 tonna birgðir af skreið, en þeir selji ekki vegna hins lága verðs sem fæst fyrir hana og eru ekki bjartsýnir á, að úr rætist í bráð. Ragnar sagði, að Nígeríumark- aður hefði verið opinn og gengið greiðlega að eiga viðskipti við Nígeríumenn, síðan gjaldeyris- markaður var opnaður þar í sept- ember 1986. Síðan þá hafa verið opnaðar bankaábyrgðir og gengið vandræðalaust að selja. „Það er verðið sem við höfum ekki verið Rekstrarvandi Landakotsspítala: Rætt við fjármála- ráðherra eftir helgi Sá mórauðan hrút í Jökulfjörðum KaJdalóni. HJÖRTUR heitir maður á ísafirði Bjarnason, kallaður Hjörtur stapi, gamall útgerðarmaður og rækjubátaskipstjóri í tugi ára, harðjaxl hinn mesti fram i tær og fingur og bítur hvorki á hann frost né rok. Hjörtur þessi seldi fyrir nokkru útgerð sína og bát en þótt 75 ára sé hann orðinn gat hann engan veginn lagst í helgan stein, en keypti þá smá trillu sem hann fer á til færa á sumrin en á vetrum á sela- og tófuskytterí. Nýlega fór hann norður í Jökul- fjörðinn til refaveiða og fékk þar bæði tófu og sel. Fékk þó brælu og gekk á með éljum. Lá hann þá einn á bát sínum fram að bænum Dynjanda. En viti menn. Þá er upp rofar og minn maður fer að líta í kringum sig sér hann eitthvað sérkennilegt dýr við land- flöruna nálægt Höfða, mórautt að lit, sýnist honum í allri kólg- unni, stórt og mikið. En þá betur hann að gáir og upp birtir élið sér hann að þetta er kind, stór og fönguleg. En allt getur þetta komið heim og saman við það að ( haust sem leið vantaði Pál bónda ( Bæjum fjögurra vetra mórauðan hrút, feikna fallega skepnu og er því talið líklegast að þarna sé nú gimbillinn kominn, bráðhress og lifandi eftir þriggja mánaða sam- fellda innistöðu §ár hér norðan Djúps og hvíta mjöllina þakið alla jörð. En að sjálfsögðu hefur skepnan sú arna látið sér í léttu rúmi liggja allur hinn gífurlegi upphitunarkostnaður landa sinna og bara brosir svo út í hryssinginn upp á sitt eindæmi. Hugað er svo að kanna alla málavöxtu þá er upp styttist veð- urfarið og mun þá móri að sjálf- sögðu fús til að rekja ættartölu sína til sinna farsælu kynstofna þá ef fínnast kann. Að auki skaut Hjörtur þessi mink út á sjó hér undan Snæfjalla- strönd. Sá þar tvo minka á sundi en missti annan til lands enda fáliðað svo sem fyrr segir. En slíkum dýrum fínnst ekki meir að sækja ætið í sjóinn en qkkur að skreppa í volga sundlaug. Jens. GUÐMUNDUR Bjaraason heil- brigðisráðherra segist munu ræða málefni Landakotsspitala við fjármálaráðherra nú eftir helgina. Unnið hefur verið að því í heilbrigðisráðuneytinu að fara yfir stöðu spítalans en vanskila- skuldir hans nema nú um 180 milljónum króna. Ákveðið hefur verið að loka tveimur deildum á spítalanum og mun hann hætta bráðavöktum 1. apríl næstkom- andi. Guðmundur sagði að við fjárlaga- afgreiðslu um síðustu áramót hefði verið vitað að mörg sjúkrahús væru með greiðsluhalla en ekki hefði leg- ið fyrir hve mikill sá halli væri í heild. „Ég áætlaði að það kynni að vanta á bilinu 2-300 milljónir króna til sjúkrahúsanna vegna rekstrar- vanda ársins 1987 og áður. Það var ekki orðið við óskum að setja þá íjármuni til sjúkrahúsanna í fjárlög- in, enda hafði ég ekki nógu ná- kvæmar tölur, heldur var gert ráð fyrir 50 milljónum króna til að mæta greiðsluhalla sjúkrahúsa. Þeim peningum er þegar búið að ráðstafa til smærri sjúkrahúsa en eftir er að takast á við rekstrar- vanda stjóru sjúkrahúsanna fjög- urra," sagði Guðmundur. Hann bætti við að vandi annara sjúkrahúsa væri þó ekki í líkingu við vanda Landakotsspitala. Þar hefði myndast meiri halli en annars- staðar og verið væri að kanna ástæður þess í heilbrigðisráðuneyt- inu i samráði við forsvarsmenn Landakots. Selfoss: Nýtt fyrirtæki í úrvinnslu sjávarafurða Seifossi. NÝTT fyririækí í úrvinnslu sjáv- arafurða til útflutnings, Gagn hf., mun hefja starfsemi á Sel- fossi á næstunni. Fyrirtækið er í eigu nokkurra einstaklinga á Sel- fossi og er gert ráð fyrir að starfsmenn verði 8-10. Fyrirtækið sótti um til atvinnu- málanefndar Selfoss að fá húsnæði í iðngörðum bæjarins og mælir nefndin með því við bæjarstjóm..Að fengnu samþykki bæjarstjómar ligg- ur fyrir hjá fyrirtækinu að panta vélar til starfseminnar og koma henni af stað en gert er ráð fyrir að það taki um tvo mánuði. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.