Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.04.1988, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 80. tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðaíns Farþegaþotan frá Kuwait enn á valdi arabískra öfgamanna: Vlð vinnum si dexjum píslar - sagði einn flugræningjanna skömmu eftir lendingu á Kýpur Ijimaka, Beirút, Reuter. FARÞEGAÞOTA frá Kuwait sem verið hefur á valdi flugræningja frá því á þriðjudag lenti i gær á Larnaka-flugvelli á Kýpur. Þangað sneru ræningjarnir þotunni eftir að sýrlensk yfirvöld höfðu neitað þeim um lendingarleyfi í Beirút i Libanon. Yfirvöld á Kýpur veittu lendingarleyfi og buðust í gærkvöldi til þess að láta setja eldsneyti á þotuna. Ræningjarnir hafa um 50 manns á valdi sinu og eru flestir þeirra frá Kuwait. Einn ræningjanna sagði í gær að farþegarnir og flugvélin væru í mikilli hættu gengju stjórnvöld í Kuwait ekki að kröfum þeirra og slepptu 17 mönnum sem dæmdir hafa verið til fang- elsisvistar þar i iandi. „Við höldum áfram þar til sigur vinnst eða við komumst i tölu píslarvotta," sagði einn ræninginn er hann ræddi við starfsmenn flugturnsins á Larnaka-flugvelli. Farþegaþotan í lágflugi yf ir flugvellinum í Beirút í gær. Ræningjamir miðuðu byssu að höfði flugstjórans sem grátbað flugyfirvöld um lendingarleyfi en því var hafnað. Loks sneru ræningjamir þotunni til Kýpur þar sem hún lenti á Lamaka-flugvelli.Neðri myndin sýnir nokkra farþeganna, sem ræningjarnir slepptu í Mashad í íran, er þeir komu til Kuwait í gær. Starfsmenn flugtumsins livöttu ræningjana til að sleppa gfslunum af mannúðarástæðum og sögðu það sanngjamt þar eð. þeim hefði verið veitt lendingarleyfi á Kýpur. Einn ræningjanna sagði í yfírlýsingu, sem hann las á ensku, að þeir væm þakk- látir Kýpurbúum en bætti við að hánn vildi minna yfírvöld í Kuwait á að þeim væri full alvara með hótun- um sfnum. Niðurlag yfírlýsingarinn- ar heyrðist illa en þó gátu menn greint kveðjur til „byltingarmanna í Palestínu, félaga f íran og allra bar- áttusamtaka í alheiminum". Heimildarmenn Reuters-frétta-. stofunnar sögðu yfírvöld á Kýpur hafa boðið ræningjunum um 40.000 lítra af eldsneyti á þotuna en meira væri ekki að fá. Eldsneyti þetta mun duga til nokkurra klukkstunda flugs. Þotunni hafði verið lagt utan flug- brautarinnar er Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöldi. Tjöld höfðu verið dregin fyrir glugga farþega- rýmisins og flugstjómarklefinn var myrkvaður. Blátt ljós logaði á stéli flugvélarinnar þar sem hún stóð um 200 metra frá aðalflugstöðvarbygg- ingunni. Um borð í þotunni em þijú ætt- menni emfrsins af Kuwait. Samn- ingamenn frá Kuwait héldu í gær- kvöldi flugleiðis til Larnaka á Kýpur en yfírvöld þvertaka fyrir að gengið verði að kröfum ræningjanna og fangamir í Kuwait leystir úr haldi. Um 50 farþegar em enn um borð í þotunni en ræningjamir slepptu 57 manns f borginni Mashad í íran það- an sem hún hélt í gærmorgun áleið- is til Beirút. Sýrlensk flugmálayfir- völd í borginni neituðu flugstjóranum um lendingarleyfí og var tveimur aðvömnarskotum skotið að henni er hún hringsólaði yfír flugvellinum í lágflugi. Flugstjórinn grátbað um lendingarleyfí, sagði ræningjana miða byssu að höfði sér, og fullyrti að eldsneytið væri senn á þrotum. Sýrlendingar endurtóku fyrri svör og tók þá flugstjórinn að steypa þot- unni yfir flugvellinum og áttu menn á jörðu niðri fótum fjör að launa. Tveir farþeganna töluðu í talstöðina og báðu um lendingarleyfi ella myndu allir um borð í þotunni far- ast. Loks tilkynnti flugstjórinn að hann myndi brotlenda þotunni á flug- vellinum en Sýrlendingar höfðu látið koma fyrir hmdmnum á öllum braut- um hans. Áður en til þess kom snem ræningjamir þotunni til Kýpur þar sem hún lenti í Lamaka skömmu eftir klukkan 18 í gærkvöldi. Ekki er ljóst hversu margir ræn- ingjamir em en flugfreyja sem sleppt var f Mashad kvaðst álfta að þeir væm um tíu að tölu. Ónefndur heim- ildarmaður, sem Reuters-fréttastof- an kveður áreiðanlegan, sagði í gær að mennimir væm félagar í samtök- um sem nefnast „Hizbollah" (Flokk- ur Guðs). Leiðtogar samtaka þessara halda til í suðurhluta Beirút-borgar og kvað heimildarmaðurinn félaga samtakanna einnig nota nafnið „Jih- ad“ (Heilagt stríð). Sagði hann nokkra ræningjanna vera ættingja arabanna sem silja f fangelsi í Kuwa- it. Sjá einnig fréttir af flugráninu á bls. 26 og 27. Reuter Samið um brottflutning sovéska innrásarliðsins frá Afganistan: Undirskrift fyrir 14. apríl Hondúras: Lýðréttindi takmörkuð Tegucigalpa, Reuter. STJÓRNVOLD f Hondúras lýstu f gær yfir neyðarástandi í 15 daga í tveimur stærstu borgum landsins vegna óeirða sem brutust út f kjölfar fjöl- mennra mótmæla sem beint var gegn Bandaríkjastjóm. Tilefni mótmælanna við banda- ríska sendiráðið f Tegucigalpa vom fréttir um að Juan Matta, sem gmnaður er um stórfellda eiturlyfiasölu, hefði verið fram- seldur og fluttur úr landi til Bandaríkjanna. Sjá einnig „Mótmæli vegna ... á bls. 24. Genf, Moskvu, Santa Barbara, Reuter. HÁTTSETTUR bandariskur embættismaður sagði f gær að fulltrúar Sovétstjómarinnar hefðu gefið til kynna að brottflutningi sovéska innrásarliðsins frá Afganistan yrði lokið á þessu ári. Diego Cordovez, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, sem undanfarin sex ár hefur reynt að miðla málum f deilunni um Afganistan, tilkynnti í gær að samning- ur miffi stjómvalda f Pakistan og Afganistan um fyrirkomulag brott- flutningsins væri tilbúinn til undirskriftar og færi hún fram fyrir þann 14. þessa mánaðar. Háttsettur bandarfskur embættismaður sagði að málamiðlunartillaga Bandaríkjaatjómar um jafna og gagnkvæma hemaðaraðstoð risaveldanna við strfðandi fylkingar í Afganistan hefði orðið til þess að höggva á þann hnút sem viðræðumar vom komnar í. Fulltrúar skæruliða lýstu yfir þvf f gærkvöldi að þeir hygðust hundsa samkomulagið og halda áfram baráttunni gegn leppstjóminni í Kabúl. Vændu þeir stjórnvöld f Pakistan um að hafa brugðist frelsis- sveitunum. Cordovez tjáði blaðamönnum að samningurinn væri fullbúinn og til- búinn til undirritunar. Hins vegar hefði enn ekki náðst samkomulag hvenær undirritunin færi fram en þó væri ljóst að það yrði fyrir 14. apríl. Gert væri ráð fyrir að brott- flutningurinn hæfíst 15. maí og sagði Diego Cordovez að svo kynni að fara að honum yrði lokið á þessu ári þó svo að kveðið væri á um að hann færi fram á níu mánuðum. í sam- komulaginu er ekki kveðið á um vopnahlé í stríðinu í Afganistan, sem talið er að hafí kostað eina milljón Afgana lífið. Sovétmenn gerðu inn- rás í Iandið árið 1979 og hefur her- lið þeirra, sem telur um 115.000 menn, stutt herafla kommúnista- stjómarinnar f Kabúl f bardögum við frelsissveitir skæruliða. Embættismenn f Washington fögnuðu þessum tfðindum og sögðu „góðar líkur á því“ að Bandaríkja- sljóm myndi ábyrgjast samkomulag Afgana og Pakistana. Howard Bak- er, starfsmannastjóri Hvíta hússins, sagði að stjóm Reagans Bandaríkja- forseta hygðist bfða þess að Sovét- menn skýrðu frá því hvemig brott- flutningnum yrði háttað áður en tek- in'yrði formleg afstaða til sáttmál- ans. Háttsettur bandarfskur embættis- maður, sem ekki vildi láta nafns sfns getið, sagði á fundi með fréttamönn- um í Moskvu í gær að Sovétmenn hefðu fallist á afstöðu Bandaríkja- manna varðandi hemaðaraðstoð við hinar stríðandi fylkingar í Afganist- an eftir að sovéska innrásarliðið hefði haft sig á brott. Þar með hefði sfðustu hindruninni verið mtt úr vegi. Bandaríkjastjóm krafðist þess f fyrstu að Sovétmenn hættu hemað- araðstoð við kommúnistastjómina í Kabúl. Gegn þessu vom Bandaríkja- menn reiðubúnir til að láta af stuðn- ingi við freisissveitir afganskra skæmliða. Þessu hafnaði Sovét- stjómin en ráðamenn eystra hafa nú, að sögn embættismannsins, fallist á málamiðlunartillögu Bandaríkja- manna sem kveður á um jafna og gagnkvæma hemaðaraðstoð við skæmliða og stjómvöld f Kabúl. „Afstaða okkar er eftir sem áður sú að betra sé að bæði ríkin skuld- bindi sig til að láta af öllum vopna- sendingum," sagði embættismaður- inn en vildi að öðm leyti ekki fjá sig um samkomulag risaveldanna varð- andi þetta atriði. í sameiginlegri yfírlýsingu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og Najibuliah, forseta og leiðtoga afganska kommúnistaflokksins, - á fimmtudag sagði að ríkin tvö fögn- uðu því að bæði risaveldin væra reiðubúin til að ábyrgjast samning um brottflutning herliðsins. Hins vegar lýsti Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, því yfír nýlega að Bandarfkjamenn gætu ekki gegnt því hlutverki á meðan þeir styddu afganskar frelsissveitir. Sjá ennfremur fréttir og frétta- skýringu á miðopnu blaðsins og á bls. 26.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.