Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Byggðastofnun: Mjög- alvarlega horfir um þróun byggðar í landinu ÞORSTEINN Pálsson, forsœtis- ráðherra, hefur falið Byggða- stofnun að gera heildarúttekt á þróun byggðar í landinu. Á stofn- unin að kanna breytingar á búsetu og hvernig stöðu höfuðatvinnu- vega er háttað á landsbyggðinni. Jafnframt hefur ráðherrannn fa- Uð Byggðastofnun að semja yfirlit ýfir þróun byggðar með hliðsjón af mannfjöldabreytingum, bætt- um samgöngum og þjóðfélags- breytingum. Ákvarðanir um þetta efni tók forsætisráðherra á grundvelli greinargerðar eða minnisblaðs, sem hann fékk frá Byggðastofnun 28. mars siðastlið- inn, þar sem stofnunin lýsir þvi, að hún telji nyög alvarlega horfa um þróun byggðar í landinu og hafi svo verið um nokkurt skeið. Morgunblaðið birtir hér minnis- blað Byggðastofnunar til forsætis- ráðherra í heild. Byggðastofnun vill með minnis- blaði þessu koma þvf á framfæri að hún telur mjög alvarlega horfa um þróun byggðar í landinu og hefur svo verið um nokkurt skeið. Að ýmsu leyti voru horfur atvinnulífs á lands- byggðinni mjög góðar í upphafi árs- ins 1987 og svo var raunar fram eftir því. En þrátt fyrir gott atvinnu- ástand víðast um landið flutti margt fólk af landsbyggðinni. Röskun á byggð í landinu hélt áfram á árinu, og er sú röskun þjóðarbúinu óhag- kvæm og hættuleg að mati stofnun- arinnar. Hún leggur til að gert verði átak til að snúa henni við þar sem höfuðáherslan verði á eflingu atvinn- ulífs á landsbyggðinni. Ef ekki verð- ur breyting á byggðaþróuninni á allra næstu árum þarf að horfast í augu við það að ýmsar opinberar fram- kvæmdir sem ráðist hefur verið í og nú standa yfir eiga sér enga réttlæt- ingu. íbúaþróun innanlands íbúaþróun innanlands var ekki eins hagstæð og fyrir landið allt. íbúum landsbyggðarinnar fækkaði þó ekki á fyrra ári eins og árin þar á undan en fjölgunin er minni en áætlaður aðflutningur þangað frá útlöndum. Nettótap landsbyggðar- innar vegna búferlaflutninga innan- lands er áætlað yfir 1.300 manns. Á myndinni sem hér fylgir er ann- ars vegar sýnd íbúaþróun lands- byggðarinnar og hins vegar búferla- flutningar innanlands og á milli landa nettó á undanförnum árum. Þessi mynd sýnir svo ekki verður um villst að það eru búferlaflutningar sem hafa valdið meginbreytingu á íbúa- þróuninni. Fækkun fæðinga skiptir mun minna máli. Um verulegan flölda fólks er að ræða í flutningum innanlands. Flutn- ingar eru miklir í báðar áttir og mis- munur aðfluttra og brottfluttra lítið hlutfall af heildarstraumnum fram og til baka. Er það venjulegt um búferlaflutninga að svo sé. Hins veg- ar hefur mismunur aðfluttra og brottfluttra á landsbyggðinni farið vaxandi undanfarin ár vegna þess að brottfluttura fjölgar stöðugt en aðfluttum ekki. Flutningur fólks milli landshluta getur átt sér eðlilegar skýringar í breyttum forsendum byggðar í landinu, en samsöfnun fólks vegna framboðs á þjónustu en án tillits til grundvallarforsendna þjóðarbúsins er óæskileg og stenst ekki til lengdar. íbúaþróun einstakra svæða á landsbyggðinni er nokkuð mismun- andi. Suðumes skera sig úr að því leyti að þróunin verður að teljast viðunandi, enda hefur íbúum fjölgað í sama hlutfalli og þjóðinni allri á undanfömum árum. Þróunin er lök- ust á Vestijörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi Byggbastofnun Þróunarsui’b Fjölgun íbúa landsbyggðarinnar og helldarflutningar nettó 2000 1500 1000 500 0 -500 -1000 -1500 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 E3 Fjölgun BS Flutningar alls Heimild: Hagstofugögn ! Gagnabrunni Byggöastofnunar. Ibúatölur eru bráöabirgðatölur. Flutninga- tölur fyrir áriö 1986 eru bráðabirgðatölur. Flutningatölur fyrir áriö 1987 eru áætlaðar. eystra. í þessum landshlutum hefur fólki fækkað á undanfömum árum. Á Austurlandi og Suðurlandi hefur íbúum fjölgað örlítið. Staða ^jávarútvegs o g byggðaþróunin í starfsáætlun ríkisstjómarinnar var á það bent að taka þurfí meira tillit til byggðasjónarmiða í fískveiði- stjómuninni. Að mati Byggðastofn- unar liggur mesta hættan fyrir ein- staka útgerðarstaði í því að veiði- heimildir fylgja skipunum algerlega. Á undanfömum árum hefur það oft verið talið vandamál að veiðar og vinnsla séu ekki á sömu hendi á hverjum stað, vegna þess að það gæti leitt til þrýstings um að selja físk óunninn til útlanda í von um hærra verð. Þetta ástand er óbreytt. Byggðastofnun verður þess nú vör í auknum mæli að lánastofnanir þrýsta á um að fiskvinnslufyrirtæki í rekstrarörðugleikum selji skip sem þau eiga, vegna þess að eigið fé fyrir- tækjanna liggur í verðmæti veiði- heimildanna. Þetta er óviðunandi, einkum á þeim stöðum sem ekki geta aflað hráefnis í vinnsluna nema með eigin skipum. Staða landbúnaðarins og byggðaþróunin Á undanfömum árum hefur dregið úr framleiðslu í hefðbundnum bú- greinum. Það hefur valdið minnkandi umsvifum í sveitum landsins og sam- drætti í byggðinni. Ýmsar aðrar ástæður em þó fyrir þvf að búskapur dregst saman eða leggst af. Um leið og dregið hefur verið úr framleiðslu hefðbundinna landbúnaðarvara hef- ur hið opinbera lagt verulegt fé til ýmiskonar mótvægisaðgerða. Þar er víða um að ræða háar upphæðir sem notaðar eru til að halda við búsetu í fámennum héruðum meðan fé skortir til að styðja atvinnurekstur í þéttbýlinu. Samdráttur f búvöruframleiðslu er nú að koma í ljós í úrvinnslu, verslun og þjónustu á landsbyggð- inni. Auknar og bættar samgöngur, aukin bifreiðaeign og auknar kröfur allra landsmanna til sambærilegra lífskjara hafa þau áhrif að sífellt meiri þjónusta er sótt til-höfuðborg- arsvæðisins. Því er líklegt að sveita- byggð dragist enn frekar saman. Niðurstöður í skýrslu byggðastofnunar, Byggð og atvinnulíf 1985, sem kom út um áramót 1986/87, var í fyrsta sinn kynnt íbúaspá sem ffamreiknuð var fyrir einstaka landshluta að teknu tilliti til reynslu undanfarinna ára af búferlaflutningum. Mörgum þótti reikningur þessi svartsýnn fyrir hönd landsbyggðarinnar. Þvf miður hefur hann reynst nokkuð réttur. Forsend- ur framreiknings nú væru í fullu gildi. Ef svo heldur sem horfír er þeim markmiðum sem ríkisstjómin hefur sett sér varðandi þróun búsetu í landinu stefnt í hættu. Auðlindanýt- ingin kallar á vissa dreifingu byggð- arinnar. Nægir að benda á síldar- og loðnuveiðar, og nýtingu innfjarð- arrækju- og skelfískmiða. Vinnslu afurðanna og þjónustu við íbúana er hins vegar hagkvæmara að stunda á fáum stöðum. Nauðsynlegt er að leita leiða til að samræma þetta mis- munandi Jiagræði atvinnugreina, þannig að búsetan verði í byggðar- lögum sem fá staðist til lengdar. Án þessháttar stefnumörkunar mun sjávarútvegurinn í vaxandi mæli snú- ast um að safna saman hráefni til vinnslu erlendis. Þar að auki er tolla- reglum og aðgerðum í byggðamálum f markaðslöndunum beitt til að ýta undir þessa þróun. Hin mikla fjár- festing í allskyns opinberum þjón- ustumannvirkjum verður vannýtt. Ekki er hægt að segja fyrir um það hversu lengi höfuðborgarsvæðið get- ur' tekið við aðflutningi af lands- byggðinni en ljóst að hann er þjóð- inni ekki lengur hagkvæmur. Það mun reynast erfítt að spoma við þessari þróun. Langvarandi brott- flutningur dregur þrótt úr byggð- inni. Dæmi um það má t.d. sjá í vilj- askorti til að byggja húsnæði víða á landsbyggðinni. Á undanfömum árum hefur dregið verulega úr bygg- ingu fbúðarhúsnæðis á landsbyggð- inni. Er nú svo komið að segja má að slík starfsemi fari svo til eingöngu fram á suðvesturhomi landsins. Þó er víða húsnæðisskortur á þéttbýlis- stöðum landsbyggðarinnar. Að margra áliti ýta sumar aðgerð- ir hins opinbera undir byggðaröskun- ina, þótt með óbeinum hætti sé. Mik- ill hluti þeirrar opinberu þjónustu sem nú er í hvað örustum vexti er þess eðlis að talið er hagkvæmast að reka hann á einum stað í landinu. Hið opinbera hefur enga stefnu varð- andi staðarval þjónustufyrirtækja. Ýmsar aðgerðir sem ætlað er að rétta hlut sk. forgangshópa hafa mest áhrif á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að þeir hópar eru fjölmennastir þar. Ýmiskonar misræmi í skattlagn- ingu hefur verið látið viðgangast enda þótt vitað sé að áhrifín mis- muni landshlutum. Meðan ekki er sjáanlegt neitt lát á hinni neikvæðu byggðaþróun telur Byggðastofnun sér skylt að benda stjómvöldum á að þau þurfa að breyta til f verulegum atriðum varð- andi opinberar framkvæmdir og upp- byggingu þjónustu á landsbyggðinni. Sú fjárfesting f atvinnutækjum og þjónustu sem ráðist hefur verið í á undanfömum árum er þegar orðin vannýtt að hluta og verður það enn frekar f framtfðinni. Spumingin er því fyrst og fremst sú hvemig menn vilja horfast í augu við þessar stað- reyndir. Það er óveijandi að veita fé til opinberra framkvæmda sem fyrir- sjáanlegt er að munu ekki nýtast nema að óverulegu leyti vegna þess hve íbúar eru fáir. Á sama hátt er óveijandi að fjárfest sé í atvinnu- tækjum sem fyrirsjáanlega munu ekki geta orðið arðsöm. Þá vill stofnunin benda á að rök- semdafærsla fyrir ýmsum opinberum útgjöldum sem talin em gagnast landsbyggðinni sérstaklega er ekki lengur fyrir hendi. Þar má meðal annars nefna framlög til strandferða- skipa og innfjarðaflutninga á sjó. Nauðsynlegt er að stokka upp og breyta um áherslur f opinberum flár- veitingum til byggðamála. Við það gæti skapast svigrúm til fjárveitinga til verkefna á landsbyggðinni sem eru mun meira aðkallandi og sem geta skapað grundvöll undir heil- brigðari byggðaþróun. Úrræði Byggðastofnun telur ekki veijandi að stjómvöld sitji aðgerðarlaus. Oflugt atvinnulíf og mannlíf á lands- byggðinni er þjóðinni nauðsynlegt, ekki síst vegna þess hversu mikill hluti útflutningstekna þjóðarbúsins skapast þar. Stofnunin vill sérstaklega vára við því að aðgerðum í ýmsum málaflokk- um sem eru að meira eða minna leyti á ábyrgð ríkisvaldsins verði hagað þannig að þær leiði til enn meiri samþjöppunar byggðarinnar á einn stað en nú er; þannig ganga þær þvert á þjóðarhag. Aðgreining starfa eftir landshlutum í framleiðslusam- félag landsbyggðarinnar og þjón- ustusamfélag höfuðborgarsvæðisins er óæskileg. Aðgerðir stjómvalda á hinum ýmsu sviðum hafa atlflestar áhrif á aðstöðu til búsetu með beinum eða óbeinum hætti enda þótt ekki sé allt- af vitað fyrirfram hver þau munu verða. Byggðastofnun hefur bent á að sumt af því sem hið opinbera gerir taki ekki nægjanlega mið af þeim staðreyndum sem við blasa. Einnig hefur stofnunin bent á að fjár- veitingar sem em að margra mati réttlættar í nafni byggðastefnu nýt- ist ekki nægilega vel í þeim tilgangi að hafa raunvemleg áhrif til að bæta aðstöðu íbúa landsbyggðarinn- ar og fyrirtækja þar. Þeir fjármunir sem Byggðastofn- un hefur verið falið að annast hafa á undanfömum ámm í sífellt auknum mæli verið landsíjármagn og æ oftar hefur þurft að veija þeim til að grípa til aðgerða til að rétta við hag físk- vinnslu sem að vemlegum hluta er að finna á landsbyggðinni. í kjölfar samdráttar í hefðbundinni land- búnaðarframleiðslu, bættra sam- gangna og aukinna krafna um sam- bærileg lífskjör bætast verslun og úrvinnslu úr landbúnaðarafurðum í þennan hóp og stefnir í það sama hjá -flestum eða öllum atvinnugrein- um landsbyggðarinnar. En án heil- brigðs atvinnurekstrar og mannlifs á landsbyggðinni getur þjóðfélagið ekki staðist og því fer nauðsynlegt að grípa til aðgerða og koma í veg fyrir að þessi þróun haldi áfram. Til þess þarf að fara aðrar leiðir en þær sem famar hafa verið til þessa. Það er skoðun stofnunarinnar að efling atvinnulífs á landsbyggðinni þurfí að vera á ábyrgð íbúa hennar og að fmmkvæði þeirra. Þróun und- anfarinna ára hefur hins vegar dreg- ið úr möguleikum þeirra til að rækja þetta hlutverk sitt. Auk þess er að- staða þeirra sem vilja stofna eða reka fyrirtæki á landsbyggðinni víðast lakari en á höfuðborgarevæð- inu. StjómvTild geta því með góðri samvisku lagt atvinnuþróun lands- byggðarinnar lið án þess að hafa áhyggjur af því að þau séu með því að mismuna mönnum óeðlilega. Byggðastofnun hefur nú starfað í rúm tvö ár. Henni er óhægt um vik að styðja við ýmis mál sem áhuga- verð em vegna þess hversu mikill hluti fjármagns hennar er endur- lánað lánsfé. Á höfuðstól stofnunar- innar vilja stjómendur hennar ekki ganga. Foreætisráðherra hefur varp- að fram þeirri hugmynd að leggja fram tekjur af sölu fyrirtækja í eigu ríkisins til að auðvelda einstakling- um, félögum þeirra og fyrirtælgum að leggja fram eigið fé í starfandi eða nýjum fyrirtælqum f heima- byggð. Ríkið hefur nú þegar selt nokkur fyrirtæki og áhugi er á að selja fleiri. Sum þeirra em á lands- byggðinni. Þetta er mjög álitlegt, sérstaklega í þeim tilgangi að geta lagt fram hlutafé í nýjum fyrirtækj- um. Byggðastofnun er þess albúin að takast á við það verkefni að ann- ast um slíkt áhættufíármagn hins opinbera til að efla atvinnurekstur á landsbyggðinni. Engu að síður er nauðsynlegt að byggja markvisst upp framlag úr ríkissjóði sem hægt er að nota til ýmissa verkefna á lands- byggðinni sem stofnunin telur nauð- synlegt að ráðast í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.