Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
Málflutningur í kaffibaunamáli fyrir Hæstarétti:
Starfsmenn SIS vissu að
viðskiptin voru sviksamleg
- sagði Bragi Steinarsson, vararíkis-
saksóknari, í sóknarræðu sinni
STARFSMENN SÍS gerðu sér grein fyrir því að af þeirra hálfu
hefðu viðskipti SÍS við Kaffibrennslu Akureyrar verið sviksamleg.
Þetta kom meðal annars fram í sóknarræðu Braga Steinarssonar,
vararikissaksóknara, fyrir Hæstarétti í gær.
Bragi hóf ræðu sína á að reifa
málið og forsögu þess og fór yfir
ákæruna. Þar kom fram, að Erlend-
ur Einarsson, fyrrum forstjóri SÍS,
og Hjaltí Pálsson, fyrrum fram-
kvæmdastióri innflutningsdeildar
SÍS, eru ákærðir fyrir fjársvik og
þrír starfsmenn fyrirtækisins, þeir
Sigurður Árni Sigurðsson, Gísli
Theodórsson og Arnór Valgeirsson,
eru ákærðir fyrir hlutdeild f brotum
yfírmanna sinna. Héraðsdómur
sýknaði ákærðu af ákæru um
skjalafals og sagði Bragi að þeim
sýknulið væri ekki áfrýjað, en hins
vegar hefði ákæruvaldið áfrýjað
sýknudómi yfir Erlendi Einarssyni.
Þá vitnaði Bragi í niðurstöður hér-
aðsdóms í málinu, en þeirra er get-
ið á öðrum stað hér á síðunni, ásamt
tildrögum málsins.
Bragi fór yfir reikninga vegna
viðskiptanna og tók fram, að
ákæruefnið lyti að öllu því, sem
teldist umfram venjuleg umboðs-
laun. Hann sagði, að þegar reikn-
ingar, sem hefðu verið hærri en
raunverulegt kaupverð sagði til um,
hefðu verið sendir til Kaffibrennsl-
unnar, þá hlyti það að vera vegna
þess að ákvörðun um slíkt hefði
verið tekin hjá SÍS. Slíkar ákvarð-
anir tækju undirmenn ekki, heldur
yfirmenn. Þá væri ljóst, að sú full-
yrðing, að tvöfalt kerfi vörureikn-
inga, hærri og lægri, væri frá Bra-
ilfumönnum komið og SÍS hefði
orðið að notast við það, væri al-
rðng. Það væri umhugsunarefni
hvort Brasilfumenn hafi þá ein-
göngu krafist þessa á ákærutfma-
bilinu. Hvergi komi fram að sér-
stakar óskir um slíkt kerfi hafi
komið frá Brasilíumönnum, nema f
tveimur tilfellum, þegar greitt var
fyrir kaffið í Sviss. Allar óskir um
þetta kerfi hafi ýmist komið frá SÍS
eða að beiðni SÍS frá NAF, Norr-
æna samvinnusambandinu, sem
SÍS er aðili að.
Kaff ibrennslan vissi ekki
umtekjurnar
Varðandi samninga um kaffi-
kaup milli NAF og Brasilfumanna
sagði Bragi að vottað væri að þess-
ir samningar hefðu verið sendir til
SÍS, þó ákærðu hafi ekki kannast
við að hafa séð þá. Vitnaði hann
þar til framburðar Hjalta Pálssonar
fyrir sakadómi, þar sem Hjalti
kvaðst ekki hafa séð reikningana
fyrr og að hann áliti að þeir sem
stóðu í kaffiviðskiptunum hafi ekki
taiið ástæðu til að sýna sér þá.
Bragi benti á, að forráðamenn
Kaffibrennslu Akureyrar hefðu ekki
fengið vitneskju um þær miklu tekj-
ur, sem SÍS hafði af kaffiviðskipt-
unum, fyrr en f ársbyrjun 1981,
þegar einhliða ákvörðun hafði verið
tekin hjá SÍSum að endurgreiða
hluta þeirra. Á þessum tíma hafí
verið farið að þrengja að Kaffí-
brennslunni, sem einmitt þá lagði
fram beiðni til verðlagsstjóra um
hækkun á kaffiverði. Fram-
kvæmdastjóri Kaffíbrennslunnar
hafí sent verðlagsstjóra gögn um
innkaupsverð kaffís, án þess að vita
að þau gögn sýndu ekki raunveru-
legt kaupverð kaffísins. Hjalti Páls-
son hafí tekið þá ákvörðun, að frá
fyrri hluta árs 1981 skyldi Kaffí-
brennslan fá helming teknanna af
innflutningnum. Hins vegar hafí
forráðamenn Kaffibrennslunnar
| ekki vitað að tekjur hðfðu áður
runnið óskiptar til SÍS.
WBBiBBHHi
Þessu næst ræddi Bragi hversu
mjög þessar tekjur SÍS vegna af-
sláttar af kaffikaupum hefðu aukist
árið 1980 og 1981. Þá hefðu háar
fjárhæðir safnast upp hjá skrifstofu
SÍS f London, sem fékk senda
greiðslu Kaffíbrennslunnar og
greiddi sjálf lægri reikninginn til
seljanda. Vegna þessara uppsöfn-
uðú tekna hefði þurft að taka
ákvörðun um það innan SÍS hvert
þær skyldu renna. Þessar tekjur
hafí verið fluttar á reikning SÍS
fyrir umboðslaun innflutningsdeild-
arinnar. Bragi vitnaði f skýrslu
Geirs Geirssonar, endurskoðanda
SÍS, þar sem fram kemur að þar
sem um háa fjárhæð hafi verið að
ræða, sem hafí verið flutt milli
reikninga á óvenjulegan hátt, hafí
verið getið um þetta í skýrslu hans
til stjórnar SÍS. Þar hafí verið gerð
sú athugasemd, að tekjur þessar
stöfuðu af sérstökum afslætti f
kaffíviðskiptum. Seljendur veittu
afslátt, sem greiddur væri í formi
ávfsana á frekari kaffíkaup, en ekki
greiddur út f reiðufé. Þá benti Bragi
á, að Geir hafí borið að árið 1980
hafí afslátturinn aukist mjög og
verið orðinn stór hluti af kaffí-
verði. Þvf hefði mátt vera ljóst að
tekjur vegna afsláttarins ættu betur
heima hjá endanlegum kaupanda
kaffísins, Kaffíbrennslunni, heldur
en SÍS.
Vorið 1980 fór Geir Geirsson á
skrifstofu SÍS f London til að endur-
skoða gögn þar. Bragi benti á að
Geir hefði þá ekki rekist á tvöfalda
reikninga vegna kaffiviðskiptanna
og hefði borið fyrir dómi að hann
hefði frétt að þáverandi forstöðu-
maður skrifstofunnar, Gfsli Theó-
dórsson, hefði haldið þessum gögn-
um aðskildum fra þeim bókhalds-
gögnum, sem verið var að endur-
skoða. Þá hafi Geir borið að hann
hefði heyrt að Hjalti Pálsson hafi
gefið fyrirskipanir um að tvöfalt
kerfi reikninga skyldi notað f við-
skiptunum.
Bragi Steinarsson fjallaði þessu
næst um viðbrögð við skýrslu Geirs
Geirssonar endurskoðanda, til
stjórnar SÍS. Komið hefði fram að
Valur Arnþórsson, stjórnarformað-
ur SÍS og Kaffibrennslunnar, hefði
fengið vitneskju um miklar tekjur
SÍS vegna afsláttarins daginn fyrir
aðalfund Sambandsins. I samtali
hans við Geir hefði komið fram að
það væri álit Erlendar Einarssonar
og Hjalta Pálssonar að SÍS bæru
þessar tekjur vegna aðildar Sam-
bandsins að NAF. Valur hefði hins
vegar kannað málið nánar og sent
Geir til London til að kanna gögn
þar. Sigurður Árni Sigurðsson, þá-
verandi forstoðumaður skrifstof-
unnar f London, hafi borið að Geir
hafi komið þangað fyrirvaralaust f
september 1981, að beiðni Vals.
Sigurður hafi þá beðið um frest ti)
að ræða við yfírmann sinn, Erlend
Einarsson, og hafí Erlendur sagt
að Geir gæti skoðað gögn um við-
skiptin f Reykjavík. Bragi benti á,
að þegar Geir var þá á ferð í Lon-
don hafí verið skammt liðið síðan
hann var þar við endurskoðun
síðast, en þá hafí gögnum verið
haldið frá. Bragi sagði, að f máli
þessu vörpuðu yfirmenn sökum á
undirmenn sína, en undirmenn
gerðu slfkt síður, enda ættu þeir
atvinnu sfna undir velvild yfirmann-
anna.
Valur Arnþórsson skipaði sfðan
nefnd til að kanna þessi viðskipti
nánar og hverjum bæru þessar af-
sláttargreiðslur. Hann fékk Geir
GeirsBon og Guðmund Skaftason,
lögfræðilegan ráðunaut Kaffí-
brennslunnar, til að sitja í nefnd-
inni. Með þeim störfuðu Geir Magn-
ússon, yfirmaður fjármáladeildar
SÍS og Snorri Egilsson, skrifstofu-
stjóri innflutningsdeildar. Guð-
mundur Skaftason taldi kaffí-
brennsluna eiga afsláttinn, þar sem
um umboðsviðskipti hefði verið að
ræða, en Sambandsmenn tðldu að
afslátturinn skyldi renna til SÍS,
þar sem hann væri til kominn vegna
aðildar SÍS að NAF. Engin niðor-
bandinu. Hann vfsaði til framburðar
Gísla Theódórssonar hjá lögreglu
um að hann hafí fengið fyrirmæli
frá Hjalta Pálssyni og Sigurði Árna
Sigurðssyni um að innheimta
brúttóreikninga hjá Kaffíbrennsl-
unni. Fyrirmæli til seljenda kaffís-
ins um tvöfalda reikninga hafí kom-
ið frá innflutningsdeild SÍS, en mis-
munur upphæðanna á reikningun-
um hafí verið lagður inn á reikning
skrifstofunnar f London. Gfsli hafí
sfðan sagt fyrir dómi að hann hafí
fengið boð frá fóðurvörudeild SÍS
um að tveir reikningar vegna við-
8kiptanna væru væntanlegir og
ætti að innheimta brúttóreikninginn
reglurannsókn, en Hjaltí dró þau
tíl baka fyrir dómi og vildi kalla
viðskiptin „samráðskaup". Þá benti
Bragi á að Sigurður Árni, Gísli og
Arnór teldu allir að um umboðs-
viðskipti hafí verið að ræða. Kaffí-
kaupin hafi verið færð í bókhaldi
Kaffíbrennslunnar sem bein að-
fangakaup og Kaffibrennslan talin
innflytjandinn. SÍS hafí hins vegar
ekkert bókað hjá sér um viðskiptin
nema hvað tekjur vegna þeirra voru
færðar sem umboðslaun.
Þessu næst fjallaði vararíkissak-
sóknari um þær varnarastæður að
um bein kaup SÍS hafí verið að
ræða, en ekki umboðsviðskipti.
Hann taldi slfkt fjarstæðu, enda
hefði SÍS þá þurft að leggja spilin
á borðið, færa viðskiptin til bókar
hjá sér og senda verðlagsstjóra
verðútreikninga. Verjendur hafi
bent á, að SÍS hafí tekið lán f Lon-
don til að fjármagna kaffíkaupin
og á sumum reikningum hafí SÍS
verið tilnefnt sem kaupandi. „En
hvað Uggur að baki því að SÍ S greið-
ir reikningana í London?", spurði
Bragi. Hann bentí á að eðii viðskipt-
anna hafi ekkert breyst við þá til-
högun og það hafí aldrei verið ætl-
Við upphaf sóknarræðu vararík-
issaksóknara, Braga Steinars-
sonar, þegar málflutningur i
kaffibaunamálinu hófst fyrir
Hæstarétti í gær. Sex dómarar
hlýða á málflutning, en fimm
munu dæma málið. Er þetta gert
vegna umfangs málsins, svo
tryggt sé að dómur sé f ullskipað-
ur þó einn dómara forfallist.
Keiknað er með að málflutningur
standi f ram f miðja næstu viku.
staða fékkst, en SÍS ákvað sfðar
einhliða að endurgreiðá Kaffí-
brennslunni.
„Oftekin umboðslaun"
endurgreidd
Bragi fjallaði um samþykkt
stjórnar SIS, þar sem tekjur af
kaffibaunainnflutningnum voru til
umræðu. Hann benti á, að stjórnin
hafi talið að SÍS hafi eignað sér
hærri umboðslaun en efni stóðu til.
Þvf bæri að endurgreiða Kaffí-
brennslunni afslátt fyrir árin 1979,
1980 og 1981. Þá lagði Bragi á það
mikla áherslu, að stjórn SÍS hafi
samþykkt að láta gera könnun á
hverjir bæru ábyrgð á þessari til-
högun viðskiptanna. Stjórnin hafi
tekið fram, að hver vörutegund
ætti að standa undir sér og hagstæð
innkaup ættu að koma neytendum
til góða. Þá sé það orðað svo f sam-
þykkt stíórnarinnar að samþykkt
sé að endurgreiða Kaffíbrennslunni
oftekin umboðslaun, samtals rúmar
42 milljónir. Nefndin, sem kanna
átti hver bæri ábyrgð á viðskiptun-
um, hafi aldrei starfað og verið lögð
niður þegar opinber rannsókn á
málinu hófst.
Þessu næst ræddi Bragi nánar
þá fuUyrðingu sína, að kerfí tvö-
faldra reikninga væri ekki frá Bras-
ilíumöhnum  komið,   heldur  Sam-
hjá Kaffibrennslunni. Gfsli kyaðst
hafa rætt þetta við Sigurð Árna,
en ekki við Hjalta eða Erlend. Hann
teldi þó að ákvörðun um slfkt hefði
Sigurður Árni tæpast tekið, hún
hlytí að vera frá Hjalta komin.
Máli sínu til stuðnings benti
Bragi einnig á framburð Sigurðar
Áma, sem bar að hann teldi SÍS
hafa beðið NAF um tvöfalda reikn-
inga og NAF komið skilaboðum um
það til seljenda f Brasilfu, eða SÍS
óskað beint eftir því við seljendur.
Ákvörðun um þennan þátt viðskipt-
anna hafi komið frá íslandi. Þá
hafi Sigurður Árni gefíð Lundúna-
skrifstofunni fyrirmæli um að senda
hærri reikningana tíl Kaffíbrennsl-
unnar, að skipan yfírmanns sfns,
Hjalta.
Bragi sagði að SÍS hefði lagt
áherslu á að Kaffibrennslan frétti
ekki af afslættinum. í skeyti SÍS
til brasilfskra seljenda kæmi fram
að fyrir misskilning hefðu reikning-
ar vegna viðskiptanna verið sendir
beint til banka á Akureyri, þrátt
fyrir samning um að þeir yrðu send-
ir til skrifstofunnar f London. Voru
seljendurnir beðnir um að tilkynna
banka sínum að þessir reikningar
yrðu aldrei greiddir á íslandi. Eina
leiðin til að fá greiðslu væri að fá
bankann á Akureyri til að senda
skjölin tíl London. Þá hafí Sigurður
Árni sent NAF skeyti með tilmæl-
umum að sendur yrði nýr reikning-
ur yfír ákveðna sendingu, þar sem
eingöngu yrði tilgreint brúttóverð.
Umboðsviðskipti
í máli þessu hefur mjög verið
deUt um hvernig líta beri á við-
skipti Sambandsins og Kaffí-
brennslunnar. Bragi sagði f ræðu
sinni að ekki léki vafí á þvf að um
umboðsviðskipti væri að ræða.
Vfsaði hann þar til ummæla Þrastar
Sigurðssonar, framkvæmdastjóra
Kaffíbrennslunnar, Vals Arnþórs-
sonar, Guðmundar Skaftasonar og
ummæla Hjalta Pálssonar við lög-
unin. Því sé röksemd verjendanna
að þessu leyti léttvæg. Og það að
SÍS hafí verið tilgreint sem kaup-
andi á einhverjum reikningum stafi
einungis af því að NAF leit á SÍS
og Kaffíbrennsluna sem eitt og hið
sama, Viðskiptin hafí þrátt fyrir
þetta verið umboðsviðskipti og SÍS
hafí aðeins getað krafist hæfilegr-
ar, sanngjarnrar póknunar fyrir
miUigönguna.
Loks fjallaði Bragi um þá laun-
ung, sem verið hefði á viðskiptunum
gagnvart Kaffíbrennslunni og
sagði, að ástæða hennar hefði verið
sú, að forráðamenn Sambandsins
og aðrir starfsmenn hafi vitað, að
um sviksamlegt athæfí var að ræða.
Hann vitnaði f framburð Þrastar
Sigurðssonar, framkvæmdastjóra
Kaffibrennslunnar, en þar kom
fram, að Þröstur vissi ekkert um
tilvist tveggja reikninga fyrir hverja
sendingu. Hann hefði ekki vitað
betur en allar bætur vegna kaup-
anna hefðu runnið til Kaffibrennsl-
unnar, eftir að SÍS hafði tilkynnt
að greiðslur skyldu renna þangað.
Bragi benti á að Valur Arnþórsson
hefði ekki vitað um afsláttargreiðsl-
urnar fyrr en hann sá skýrslu end-
urskoðandans. Þá hafí Sigurður
Gils sagt að það væri Ijóst að verið
var að plata Kaffíbrennsluna og það
hefði lengi tíðkast og Geir Geirsson
hafí ekki vitað um tilvist tvöfaldra
reikninga fyrr en hann fór til Lon-
don til að endurskoða gögn skrif-
stofunnar þar. Geir Magnússon
hefði heldur ekkert um þetta vitað
fyrr en hann fékk yfirlit um tekjur
Lundúnaskrifstofunnar. „Þetta
sýnir hvflfk leynd var viðhöfð,"
sagði vararfkÍBsaksóknari og bætti
við að ljóst værí að ákærðu f málinu
hafi vitað að viðskiptin væru svik-
samleg.
Bragi Steinarsson lauk ekki
sóknarræðu sinni f gær og heldur
áfram f dag þar sem frá var horfíð.
Að ræðu hans lokinni taka verjend-
ur til við að flytja ræður sínar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64