Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1988 JUORRÆNT TÆKNIÁR1988 Umsjón: Sigurður H. Richter Iðntæknistofnun Lslands — Opið hús Iðntæknistofnun íslands býð- ur almenningi í „Opið hús“ á Keldnaholti sunnudaginn 15. mai kl. 13-17 f tilefni Norræna tækniársins. Starfsmenn verða við vinnu og kynna verkefni sem unnið er að og þá þjónustu sem stofnunin veitir. í kaffistofunni er heitt á könnunni og allir eru velkomnir. Á réttri leið Iðntæknistofnun er ætlað að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með sérhæfðri þjónustu á sviði tækni og stjómunar og jafnframt að stuðla að hagkvæmri nýtingu íslenskra auðlinda. Stjóm stofnun- arinnar og starfsmönnum er það mikið kappsmál að hafa náið sam- starf við þau fyrirtæki sem henni er ætlað að vinna fyrir og með. Aukin eftirspum eftir þjónustu stofnunarinnar vekur bjartsýni um að starfsemin sé á réttri leið og að unnið sé að þeim verkefnum sem þjóna þörfum atvinnulífsins. Atvinnulífið hefur þurft að laga sig að breyttu starfsumhverfi, miklum breytingum á flármálasvið- inu og aukinni samkeppni erlendis frá. Segja má, að almennt hafi fyrirtækin sýnt aðdáunarverða að- lögunarhæfiii, en umskiptin hafa orðið mörgum þeirra erfíð. Iðn- tæknistofnun kappkostar að vera þess umkomin að styðja fyrirtæki við breytingar, bæði með innleiðslu nýrrar tækni og nýrra stjómunar- aðferða og aðstoða við vöruþróun. Til að vera hlutverki sínu vaxin verður stofnunin sjálf að vera í sífelldri þróun og því er lögð mikil áhersla á þekkingaröflun og þekk- ingarmiðlun. Þá er rannsóknar- verkefnum beint að nýjum tækni- sviðum þar sem helst er að vænta vaxtarbrodda á næstu áratugum. Vöruþróun lykilverkefni Kröfur tímans eru aukin fram- leiðni, nýsköpun og markaðssinn- aðri rekstur. í samræmi við það hefur átak í framleiðni verið meðal lykilverkefna Iðntæknistofunar undanfarin ár og nú er lögð síauk- in áhersla á að aðstoða fyrirtæki við vöruþróun, bæði stjómunarlega og tæknilega. Unnið er með fyrir- tækum að þróun á nýjum vöruteg- undum úr ull, málmi og fleiri hrá- efnum, en ekki síst á matvælasvið- inu er verið að vinna áhugaverð verkefni, þróa fiskrétti, kartöflu- rétti, súpur, bökunarvörur, skyndi- mat og margt fleira með ýmsum fyrirtækjum víða um land. Rétt fyrir sfðustu áramót hófst vöruþróunarátak Iðntæknistofunar með þátttöku Iðnlánasjóðs og 24 fyrirtækja og er þar á ferðinni eitt umfangsmensta verkefni, sem stofnunin hefur ráðist í. Markmiðið er að aðstoða einstaklinga og fyrir- tæki við að þróa vörur sem eru samkeppnisfærar á heimamarkaði og hæfar tjl útflutnings. Nýjar stjórnunaraðferðir og’tölvuvæðing framleiðslunnar Markaðssinnaður rekstur kallar á nýjar stjómunaraðferðir sem í senn tiyggja minni fjármagns- kostnað, styttri afgreiðslutíma og aukin gæði framleiðslunnar. Þessu má ná með „Just in time“ eða „Á réttum tíma.“ Erlendis hefur JIT framleiðslustjómun hlotið skjóta útbreiðslu og hér á landi hefur Iðn- tæknistofnun lagt áherslu á að vinna með fyrirtækjum að því að koma á slíku fyrirkomulagi. Ekki leikur á því vafi, að þessi aðferð hentar íslenskum fyrirtækjum, en reynslan sýnir, að fara verður gæti- lega f sakimar og taka tillit til aðstæðna hveiju sinni. Tölvuvæðing fyrirtælg'a á íslandi hefur gengið fremur hratt, en það er þó fyrst og fremst rekstrarleg hlið starfseminnar, sem hefur verið tölvuvædd. Hinsvegar er tölvuvæð- ing framleiðslunnar og sjálfvirkni nú vaxandi í íslenskum iðnaði og hefur Iðntæknistofnun undanfarin ár lagt mjög ríka áherslu á þann Iðntæknistofnun er að Keldnaholti. Ekinn er Vesturlandsvegur upp fyrir Keldur, síðan til vinstri kirkjugarðsveginn og fyrsta afleggjara til hægri, en við hann er merki Iðntæknistofnunar. þátt í starfsemi sinni. Um þessar mundir er unnið með Iðnþróunar- sjóði og fyrirtækjum í nokkrum greinum framleiðsluiðnaðar að þró- unarverkefni sem nefnist „Ný tækni í iðnaði" og felst í sjálfvirkni- væðingu. Stofnunin sér um gerð útboðsgagna og hefur yfirumsjón með verkum, sem unnin eru af fslenskum rafeinda- og sjálfstýri- fyrirtækjum. Nám í fyrirtækjunum sjálfum Eftirmenntun í atvinnulífi verður stöðugt mikilvægari. Stofnunin tók á sl. ári að sér framkvæmdahlut- verk í þjálfun ófaglærðra í fataiðn- aði. Fræðslumiðstöð iðnaðarins undirbjó námsgögn og námskeið og samhliða tók TreQadeild stofn- unarinnar að sér þjáifun starfs- þjálfara innan fyrirtækjanna sjálfra. Nú er verið að undirbúa svipuð verkefiii í öðrum greinum iðnaðar og er hér vonandi komið upp fyrirkomulag sem á framtfð fyrir sér, eftirmenntunarkerfí þar sem nám og þjálfun fer fram í fyrir- tælq'unum sjálfum. FVæðslusvið Iðntæknistofnunar er sívaxandi og helst sú þróun í hendur við þörfina á endurmenntun bæði vegna starfsnáms ófaglærðra, tækninýjunga og breyttra þjóð- félagshátta. Varia líður sá dagur, að salir og önnur kennsluaðstaða stofnunarinnar sé ekki í notkun, oft þarf að fá húsnæði fyrir nám- skeið og námsstefnur annars stað- ar og mörg námskeið eru haldin úti á landi. Breytum ógiiunum ítækifæri Vandamál dagsins f dag eru aðkallandi, en framtíðarsýn er af- gerandi fyrir samkeppnisstöðu okkar. Þau ríki og fyrirtæki sem hvað best hafa staðið sig undanfar- in ár reyna að sjá fyrir um þróun- ina og styðja við rannsóknir og þá atvinnustarfsemi sem. talin er eiga mesta framtíð fyrir sér. Með því móti er dregið úr óvissu og áhrifum óhjákvæmilegrar úreldingar á at- vinnutækjunum og þeim aðferðum sem beitt er. Iðntæknistofnun hef- ur af megni reynt að fylgja slíkri stefnu með því að beina rann- sókna- og þróunarstarfsemi sinni inn á ný hátæknisvið eins og líftækni, eftia- og efnistækni. Að læra að lifa með breytingun- um, breyta ógnunum í tækifæri og tækifærum í aðgerðir. Það er leið- arljós Iðntæknistofnuar íslands og ætti að vera kjaminn í atvinnu- stefnu okkar. Margt að sjá Starfsfólk og sljómendur Iðn- tæknistofnunar hlakkar til að taka á móti gestum f Opnu húsi. Allir em tilbúnir að sýna og útskýra hvað fengist er við og í tilefni dags- ins verður reynt að koma áhuga- verðustu hlutunum sérstaklega vel fyrir. Svo skemmtilega vill til, að fyrir nokkmm dögum tókst vísinda- mönnum stofnunarinnar að búa til sjálfan ofurleiðarann úr keramiki, sem framleitt er hér á stofnuninni, og er ætlunin að leyfa gestum að sjá hann svffa f lausu lofti. Tölvustudd hönnun og fram- leiðsla (CAD/CAM) er tækni, sem Iðntæknistofnun hefur verið að kynna í hringferð um landið undan- famar vikur. Festivagn með full- komnum búnaði fyrir þessa tækni Tilraunaframleiðsla á fisknasli með þrýstisuðusprautun er meðal vöruþróunarverkefna á matvælasviði. var fengin hingað frá Svíþjóð og verður til sýnis almenningi f Opnu húsi eftir vel heppnuð námskeið úti um land. Rafeindasmásjá er splunkunýtt tæki sem stofnunin var að eignast, en með henni er hægt að fá fram skýra mynd með allt að 300 þús- und faldri stækkun og samtímis efnagreina smæstu punkta. Rekstrartæknifólk ætlar að gera markaðskönnun f tengslum við matvömtegund sem verið er að þróa með þrýstisuðutækni, lfftækniliðið skýrir framleiðslu efnahvata úr hitakærum örvemm og notkun rótarsveppa til að örva vöxt skóga, efnistæknamir sýna framleiðslu dufts úr kísilnum á botni Bláa lónsins. Fleira mætti telja, en hér verður látið staðar numið. Verið velkomin í heimsókn á Iðntæknistofnun á morgun. p»jli Dæmigert verkefni í sjálfvirknivæðingunni: Sjálfvirk pylsupökk unarvél, smíðuð i Landssmiðjunni fyrir Sláturfélag Suðurlands. Myndasýning og kynning rit- gerða bama á Kjarvalsstöðum í DAG opnar á austurgangi Kjarvalsstaða myndasýning 10 ára barna og kynning ritgerða 12 ára barna. Þarna er sýnt úr- val myndverka úr myndgerðar- samkeppni og úrval ritgerða úr ritgerðasamkeppni, sem efnt var til i tilefni af Norrænu tækniári 1988. Allir eru velkomnir á þessa sýningu, sem stendur i hálfan mánuð. Aðdragandi sýningarinar er sá, að í janúar síðastliðnum hófst sam- Ráðstefna um tæknibreytingar í tilefiii af Norrænu tækniári 1988 hafa aðstandendur þess, í samvinnu við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Sölusamband fslenskra fiskframleiðenda og Sam- band íslenskra samvinnufélaga ákveðið að efna til ráðstefnu um tæknibreytingar og sjálfvirknivæð- ingu í atvinnulífinu. Markmið ráðstefnunnar er að koma á skoðanaskiptum milli at- vinnulífs, stjómmálamanna og annarra er láta sig tæknimál varða, um leiðir til að greiða fyrir tækni- breytingum og aukinni framleiðni í atvinnulífinu. Ráðstefnan er liður í því markmiði Norræna tækniárs- ins að efla samvinnu á tæknisvið- inu. Sérstök áhersla verður lögð á vanda fiskvinnslunnar, möguleik- ana á bættri samkppnisaðstöðu með tæknibreytingum og tækifæri sem í því felast fyrir þróun íslensks hátækniiðnaðar. Leitast verður við að ná fram sameiginlegri stefnu- mótun á þessu sviði. Tæknivæðing annarra atvinnu- greina verður skoðuð og áhersla lögð á að fá fram viðhorf atvinnu- rekenda, launþega, sljómmála- manna og tæknimanna. Ráðstefnan er tvfskipt, og verður fyrri hluti hennar haldinn í maí, en síðari hlutinn í október. Á fyrri hluta ráðstefnunnar, sem haldinn verður á Hótel Sögu, föstu- daginn 20. maí, verður vandinn skilgreindur, viðhorf atvinnulífsins fengin fram og leitað leiða til lausn- ar. Frá maí til október munu tveir vinnuhópar starfa og skila tillögum um stefnumótun og aðgerðir. Við- fangsefnin eru annarsvegar þekk- ingaröflun og menntun tengd tæknibreytingum, og hins vegar samvinna um þróun og fjármögnun tæknilegra lausna. Á seinni hluta ráðsteftiunnar í október verða tillögur vinnuhópa kynntar og ræddar. Frekari upplýsingar um ráð- stefnuna og þátttöku í henni gefur Norrænt tækniár í síma 27577. vinna milli skólaþróunardeildar menntamálaráðuneytisins, Sam- taka myndmenntakennara, Félags íslenskra móðurmálskennara og Norræns tækniárs um að efna til myndgerðarsamkeppni f 4. bekk grunnskóla (10 ára böm) og rit- gerðasamkeppni í 6. bekk grunn- skóla (12 ára böm). Kennarar þess- ara árganga vom beðnir um að stuðla að samkeppninni og senda inn í hana þær ritgerðir og mynd- verk er þeir teldu að ættu þangað erindi. Viðfangsefni myndgerðarsam- keppninnar var „Tækni framtfð- arinnar". Markmiðið var að örva hugarflug bamanna og fá þau til að lýsa í mynd þeirri framtíðarsýn sem þau hugsuðu sér að yrði raun- vemleiki fólks sem lifði á 21. öld- inni eða síðar (t.d. borgir, sam- göngur, heimili eða skóli). Mynd- imar mátti vinna sem einstaklings- verkefni eða hópverkefni og tækni var frjáls. Hér var gott tækifæri til að gefa ímyndunaraflinu og sköpunarþörfínni lausan tauminn. Mikill fyöldi mynda barst og á Kjarvalsstöðum verða hátt f 100 bestu myndimar sýndar. Viðfangsefni ritgerðarsam- keppninhar var „Tæknilaus dag- ur“. Nemendur áttu að gera sér grein fyrir hvemig dagur án tækni myndi líða. Gert skyldi ráð fyrir að nemandinn vaknaði að morgni í sfnu venjulega umhverfi og upp- götvaði að öll nútfma tækni væri óvirk. Ekkert rafmagn, engin hita- veita, ekkert bensín, ekkert sjón- varp o.s.frv. Markmiðið var að vekja nemendur til umhugsunar um hve miklu máli tæknin skipti f daglegu lífi okkar. Mikill fj'öldi ritgerða barst í keppnina og verður úrval þeirra m.a. kynntar á sýningunni á Kjar- valsstöðum. Laugardaginn 21. maí verða síðan bestu myndir og bestu rit- gerðir verðlaunaðar á Kjarvalsstöð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.