Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1988
Ríkisskjalasafnið stendur á Mariaberget við annan enda Vesturbrúarinnar sem liggur yfir Malaren og
tengir suður- og norður hluta borgarinnar. í baksýn eru höfuðstóðvar stœrstu dagblaða Svíþjóðar,
Expressen, Dagens Nyheter og Svenska Dagbladet. Fyrir tuttugu árum var flutt inn í hið nýja húsnæði.
Ríkisskjalasafnið
íStokkhólmi
Verðmætasta náma landsins og minní þjóðarinnar
eftirMagnús
Guðmundsson
í miðri höfuðborg Svía, Stokk-
hólmi, er ein verðmætasta náma
landsins — Rfkisskjalasafnið. Á sex
hæðum niður i 700 milljón ára gamla
granítklöppina eru varðveittir um
100 km af hillum fullum af skjölum,
skinnhandritum, kortum og mðrgu
öðru. Námumennirnir eru skjalfræð-
ingar, sagnfræðingar og fjöldi ann-
arra sem rýna í orð fest í bókfell
og pappfr af löngu framliðnum
mönnum.
Sfðar á þessu ári verður Rfkis-
skjalasafn Svfþjóðar 370 ára. Það
var stofnað árið 1618 þegar Axel
Oxenstierna ríkiskanslari gaf fyrir-
skipun um að einn af skrifurum
kansellfsins skyldi varðveita ný og
gömul skjöl ríkisins. Ríkisskjalasafn-
ið á sér þó eldri rætur, eða allt aftur
f miðöldum þegar skjalasafnið var
safn ríkisvaldsins (konungsins og
ríkisráðsins). Á 16. öld fór safnið
að taka á móti skjölum frá þinginu
(riksdagen) og þegar stjórnsýslan
var byggð upp á 17. öld var farið
að taka við skjölum embætta. Elstu
skjöl f Ríkisskjalasafninu eru frá 12.
öld.
Svfar eiga þvf láni að fagna að
hafa ekki tekið þátt f styrjöldum sl.
tæp 180 ár. í styrjöldum hafa menn
nefnilega þann leiða sið að drepa,
brenna og eyðileggja Þess vegna
er talsvert meirá til af ýmsum heim-
ildum frá sfðustu öldum f Svfþjóð,
svo sem manntölum, en f öðrum
löndum þar sem stríð hafa geisað
og eldar herjað á stórborgir. Rfkis-
skjalasafnið brann reyndar árið 1697
þegar konungshöll Svfa „Þrjár krón-
ur" brann. Þá er talið að tveir þriðju
hlutar safnsins hafi fuðrað upp og
það sem ofti r var skemmdist af vatni
og dreifðist. Eftir þennan bruna var
reist höll á rústum þeirra eldri, sú
höll er nú konungshöll Svía.
Skjalavistun ríkisins
Frá því um sfðustu aldamót hefur
skipulag skjalavörslu f Sfþjóð verið
með óbreyttu sniði. Sem yfirvald
skjalavörslu rfkisins stendur Ríkis-
skjalasafnið, þá koma sjö héraðs-
skjalasöfn (Landsarkiv) og loks fjöldi
skjalasafna sveitarfélaga (Komm-
unala arkiv). Rfkisskjalasafnið tekur
við öllum heimildum frá rfkisstofn-
unum alls staðar að af landinu.
Héraðs- og sveitarfélagasöfn taka
við skjölum frá stofnunum tengdum
ákveðnum landshlutum og sveitarfé-
lögum. Skjalasófn sveitarfélaga
starfa sjálfstætt og taka t.d. sjálf
ákvarðanir um grisjun og eyðingu
skjala. Strfðsskjalasafnið (Krigsark-
„Næst íslendingxim og
Dönum ganga Svíar um
eign gamalla íslenskra
handrita. Flest eru
varðveitt í Konungs-
bókhlöðunni í Stokk-
hólmi og háskólabóka-
safninu í Uppsölum.
Hannes Finnsson bisk-
up kom frá Kaup-
mannahöfn 1772 og Jón
Sigurðsson forseti 1841
til að skoða og skrá hin
miklu söfn íslenskra
handrita. Hannes setti
saman ferðalýsingu
sem gefin var út í
Stokkhóhni 1935 undir
nafninu Stokkhólms-
Rella. Á leið sinni til
Uppsala kom Hannes
við hjá grasafræðingn-
um Linné og fræddi
hannumveðriðáís-
landi. Jón Sigurðsson,
sem lengst af starfaði
sem skjalafrœðingur í
Kaupmannahöfn, tók
saman skrá sem gefin
var út í Stokkhólmi
1848. Síðan hafa
íslenskufræðingar leit-
að í öðrum söfnum í
Svíþjóð og fundið fleiri
handrit, meðal annars í
Ríkisskjalasafninu í
Stokkhólmi."
ivet) f Stokkhólmi tekur við skjölum
frá varnarmálaráðuneytinu, hernum
og stofnunum þeim tengdum. Auk
þessara opinberu safna er fjöldi
einkasafna sem ýmist er á vegum
félagasamtaka eða f einstaklings-
eign.
Deildarskipting- saf nsins
Frá 1982 hefur safhinu verið skipt
í þrjár deildir, tvær varðveita skjöl
og ein sér um starfsmannahald og
fjármál. Skjaladeildirnar skiptast
aftur í átta undirdeildir. Hver deild
varðveitir skjöl frá ákveðnu ráðu-
neyti og þeim stofnunum sem heyra
„Olafs dyrd" stendur við hlið
teikningar af Ólafi konungi
Tryggvasyni sem handritaskrif-
ari hefur teiknað á eina blaðsiðu
f handritið. Sjálfur ber konung-
urinn öxi f annarri hendi og bók
f hínni, og hefur fyrir framan
sig stórt skjaldarmerki með ein-
hyrningi. Teikningin er f hand-
rití sem geymir hluta af sögu
ólafs Tryggvasonar.
undir það. Hver undirdeild er ábyrg
fyrir sögulegum gögnum og tekur
einnig við nýjum skjölum frá sama
ráðuneyti.
Við Rfkisskjalasafnið er gott
handbókasafn f tengslum við tvo
lestrarsali með 90 sætum og sér-
fræðibókasafn með meira en
100.000 bækur. Tæplega 20.000
safngestir heimsækja safnið árlega,
flestir sagnfræðingar, landfræðing-
ar og félagsfræðingar, en einnig
ættfræðingar og áhugafólk um hér-
aðsögu. Átján sérherbergi er hægt
að lána fræðingum sem leggja stund
á langtfmarannsóknir. í einu slíku
hefur sænskur rússneskufræðingur
setið í 16 ár og skrifað útdrátt úr
skattarollum frá Novgorod og á enn
eftir um 4ra ára starf.
Við safnið eru starfræktar bók-
bandsstofa og viðgerðarstofa. Stöð-
ugt þarf að gera við skjöi sem
skemmast f meðferð eða eyðast
smám saman vegna eigin sýruinni-
halds. Innsigladeild sér um að laga
og varðveita innsigli af ýmsum gerð-
um, gera af þeim afsteypur og selja
sem minjagripi. Sérstök deild varð-
veitir skjaldarrnorki frá ýmsum
tfmum og landssvæðum f sögu
Svfþjóðar.
I tengslum við safnið er sérstakt
fyrirtæki sem ljósmyndar heimildir
á filmur eða örglærur. Héraðsskjala-
Skjalageymslur Ríkisskjalasafnsins eru á sex hæðum sem grafnar
eru niður f mörg hundruð milljón ára granftklöpp. Skrifstofubygg-
ing kemur þar ofaná. Niðurgrafnar skjalageymslur eru aðeins til
hjá Ríkisskjalasafninu f Osló og í Mormónasafninu f Utah, auk þess-
ara. Skjalageymslurnar eiga að þola kjarnorkuárás. En hverjir verða
þá eftir til að lesa?
Anddyri Ríkisskjalasaf nsins á Maríuberginu.
Eitt af um tuttugu íslenskum handritum sem varðveitt er f Ríkis-
skjalasafninu. Handritið, sem skrifað er á pappfr, er bundið f skinn
með flúruðum spjöldum og bryggjum á kili. Á kilinum stendur „Her-
warar/saga" en f ritinu eru auk hennar fleiri sðgur. íslendingasog-
urnar voru andlegt fóður Svía á 17. öld og langt fram á þá 18. og
höfðu veruleg áhrif á fyrstu skáldsagnagerðir þeirra.
söfn, einstaklingar eða fyrirtæki
geta þannig pántað ákveðnar heim-
ildir á örglærum gegn ákveðnu
gjaldi. Flest manntöl, sem ættfræð-
ingar nota mikið, eru geyrhd á hér-
aðsskjalsöfnunum, en önnur skjöl f
Ríkisskjalasaminu sem tengjast ætt-
fræði kaupa söfnin á örglærum. Þá
er einnig sérstök deild sem sér um
30.000 landakort en þar tókst þó
ekki að hafa uppi á neinu korti yfir
ísland. Á Stríðsskjalasafninu f
Stokkhólmi er stærsta kortasafn
landsins með meðal annars nokkur
íslandskort frá fyrri öldum.
Upplýsingaskylda stjórn-
valda
Árið 1766 var samþykkt stjórnar-
skrá sem heimilaði almenningi að-
gang að öllum skjölum opinberra
stofnana og dómstóla. Þetta var
heljarstökk f átt til nútfma lýðræðis
og gaf fólki aðgang að mikilvægum
opinberum upplýsingum. Lögin, sem
hafa verið í gildi frá 1809, hafa einn-
ig haft afgerandi áhríf á alla skjala-
vörslu hins opinbera, skráningu
skjala og röðun. Lög þessi munu
einsdæmi f öllum heiminum. (Frum-
varp til laga um upplýsingaskyldu
stjórnvalda á íslandi var lagt fram
á Alþingi árið 1973 en hefur ekki
náð fram að ganga.) Til þess að
tryggja rétt almennings enn frekar
og styrkja skipulag ríkisstofnana
voru sett lög um skráningu skjala
árið 1980 og þar er jafnframt kveð-
ið skýrt á um það hvaða upplýsingar
eru leynilegar. Lögin skylda stofnan-
ir að skrá jafnharðan f bréfadag-
bækur öll bréf sem berast og 511
gögn sem verða til hjá hverri stofn-
un. Fljótt á litið mætti ætla að þetta
taki mikinn tíma. En sá tfmi vinnst
aftur þvf með þessu fyrirkomulagi
er mun auðveldara og fljótlegra að
finna skjölin aftur.
I byrjun júnf sl. var dómsmálaráð-
herra sósíaldemókrata, Anna-Greta
Leijon, uppvfs að því að hafa látið
undir höfuð leggjast að skrá í bréfa-
dagbók meðmælabréf til handa
flokksmanni hennar, en í ljós kom
að sá hefur unnið að einkarannsókn
á morði Olofs Palmes. Málið fór úr
böndunum og þurfti ráðherra að
segja af sér hinn 7. júnf sl., meðal
annars vegna lögbrots, þ.e. að skrá
ekki bréfið í bréfadagbók samkvæmt
lögum.
Vöxtur safna og skilaskylda
Þar sem lögin um upplýsinga-
skyldu stjórnvaJda heitnila aJmenn-
ingi aðgang að skjölum þvf sem
næst um leið og þau verða til, þá
líður oft lengri tími þar til þau hafna
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56