Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.1988, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10: JÚLÍ 1988 32 Afmæliskveðja: Steinn Stefánsson fyrrv. skólastjóri Steinn Stefánsson, fyrrum skóla- stjóri á Seyðisfirði, er áttræður á morgun. Hann er fæddur á Reyni- völlum í Suðursveit 11. júlí 1908. Voru foreldrar hans Stefán Jónsson síðar bóndi og hreppstjóri á Kálfa- felli í sömu sveit og kona hans, Kristín Eyjólfsdóttir hreppstjóra á Reynivöllum. Nánar verður hér ekki rakin ætt- artala með því að línur þær sem hér fara á eftir eiga ekki að verða eftirmæli heldur afmæliskveðja til góðs vinar. Steinn er enn við góða heilsu og líklegur til að verða karla elztur. Ekki verður heldur rakin hér nein ævisaga, þótt ærin ástæða væri til, því að Steinn á að baki merkan og auðnuríkan starfsdag. Hann hefur verið kennari á Seyðis- firði frá 1931 og skólastjóri lengst af þar til hann lét af því embætti árið 1975. Nánar verða ekki nefnd ártöl hér. Þau eru leiðinleg eins og aðrar tölur og óprýða jafnan ræðu og ritað mál. Steinn var dugmikill maður og setti markið hátt. Hugur hans stóð til langskólagöngu, en þess var eigi kostur af ástæðum sem allnokkru yngra fólk hvorki þekkir né skilur. Ég og jafnaldrar mínir þekkjum þetta vel. Steinn bjó sig undir ævi- starfið af mikilli kostgæfni. Auk hins almenna kennaranáms hafði hann numið organleik, sótt nám- skeið í söngkennslu og sundkennslu og kenndi báðar greinar, sund- kennslu um tíma og söngkennslu við skóla sinn alla tíð. Hann er mjög músíkalskur maður, hefur ^ afar næma tónheym og hefiir sam- ið nokkur sönglög sem heyrst hafa í hljóðvarpi nokkrum sinnum. Þá stjómaði hann og kómum á Seyðis- firði, lengstum samkómum Bjarma og kirkjukómum. Ég átti samstarf við Stein öll ár mín á Seyðisfírði, nánar á þriðja tug ára. Ég var formaður fræðsluráðs hér um bil alla mína embættistíð þar, var auk þess alltaf stundakenn- ari við bama- og unglingaskólann og prófdómari. Ég kynntist því störfum Steins mjög vel. Hann var mikill og góður skólamður enda var hann sí og æ í endurhæfingu sem svo yrði nefnt nú á tímum. Ferðað- ist í orlofum til Sovétríkja, Dan- merkur og Englands, kynnti sér skólamál í þeim löndum og stund- aði nám í hljómfræði, organleik og flautuleik hér heima og erlendis og kenndi flautuleik við skóla sinn auk söngkennslu. Slíkrar manngöfgun- ar fór margir skólar á mis úti á landi í þann tíð. Steinn var ágætur kennari, vandvirkur og samvizku- samur með afbrigðum og umgekkst nemendur sína jafnan af samúð og skilningi enda bera þeir áreiðanlega til hans hlýjan hug a.m.k. þeir sem ég hef haft kynni af síðar. Samstarf okkar var náið bæði við skólann og kirkjuna og á ég margs góðs að minnast þaðan, sem verður ekki tíundað hér. Organleik og söngstjóm í kirkjunni rækti Steinn af sömu alúð og kennsluna og stjórn skólans. Steinn var yfir- leitt allur í því sem hann var að gera þá og þá stund. Oft var glað- vært á kennarastofu þótt alvara og samvizkusemi réðu ferð, enda vor- um við stálheppnir með samkenn- ara, sem allir urðu góðkunningjar okkar og vinir. Minnist ég sérstak- lega Björns Jónssonar sem látinn er fyrir nokkrum árum. Hann varð skólastjóri í Vík í Mýrdal við góðan orðstír enda mikill ágætismaður, góður maður og gáfaður. Sumir gömlu kennaranna starfa enn við skólann. Ég minnist þeirra ætíð með gleði og þakklæti. Steinn er ákaflega duglegur og hefur áhuga á mörgu. Hann átti lengi sæti í bæjarstjóm og var um skeið varaþingmaður fyrir sósíal- ista, seinna Alþýðubandalag. Við vorum ekki samheijar í stjóm- málum nema kannski til hálfs, en það kom sjaldan að sök. Ekki væri þó satt að segja að aldrei hafi kom- ið til árekstra, en þar fyrir hrakti hvorugan úr kirkju né skóla af þeim sökum. Steinn var alltaf sáttfús og mjög gott að sættast við hann. Það gerir drenglund hans. Lífsskoðun Steins mótaðist mjög af erfíðum kjörum ungs menntamanns á kreppuárum og ríkti samúð með lítlmagnanum. Einlægur og trúr þessu viðhorfí mannúðar og samúð- ar hefur hann alla tíð verið. Ég minnist síðast en ekki sízt hátíða og gleðistunda á heimili Steins. Hann bar gæfu til að skapa og eignast skjólgott menningar- heimili ásamt eiginkonu sinni, Arn- þrúði Ingólfsdóttir, sem ung var honum gefín. Mikið var sungið á heimilinu þegar vinir komu saman og lék þá Steinn á harmoníum sitt. Voru þar allir glaðir á góðri stund. Oft endranær voru leikin og sungin lög sem voru þá í tízku og eru raun- ar enn að nokkru og verða, ef tón- smekkur fólks verður ekki líkur gróðureyðingu landsins. Amþrúður var mikil myndar- og atgerviskona og Steini og bömum þeirra ómetanlegur lífsförunautur og móðir. Hún lézt sviplega á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn á miðjum aldri. Hún varð mikill harm- dauði mörgum ættingjum og vinum á Seyðisfirði og víðar. Óvænt ógró- ið sár er eftir dauðans sigð. Eldri bömin voru fullorðin að verða, rúm- lega tvítug, þau yngri í æsku og bemsku. Þeim hjónum Amþrúði og Steini varð fimm bama auðið. Þau kom- ust öll ti) æðri mennta eins og það er orðað að ljúka langskólagöngu. Bömin em þessi eftir aldursröð: Séra Heimir, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og skáld, Iðunn og Kristín, kennarar og rithöfundar, Ingólfur, kennari við Fjölbrauta- skóla Suðurlands, og Stefán, lækn- ir. Þau fengu því svalað þeirri menntaþrá sem föður þeirra dreymdi í æsku sinni en fékk eigi fullnægt að eigin dómi. Hann hefur eigi að síður með elju sinni, áhuga og fjölhæfni orðið margfróður og marghæfur til margra starfa. Nú er hann að rita sögu skólans á Seyð- isfírði. Þegar ég nú lýk við að skrifa þessa afmæliskveðju sé ég að þetta er eins konar meðmælabréf sem Steinn vinur minn þarf ekki á að halda og raunar hefur hann aldrei þurft þess. Hann mælir með sér sjálfur við kynni, jafnvel fyrstu kynni. Ég hefði nú helzt kosið að hafa þetta í sendibréfsformi og byija, kæri Steinn o.s.frv., en maður má líklega ekki vera svo persónulegur í afmælisgrein, a.m.k. má það ekki í eftirmælum hjá dagblöðunum, enda þótt við syngjum „Far þú í friði“ við ljúfsárar kveðjuathafnir. Þetta vers vil ég ekki syngja nú heldur vil ég segja komdu blessaður og sæll, ekki þetta heijans hæ! eða bæ!“, sem afkomendur okkar kunna að apa eftir ómenningunni. Kær kveðja frá íjölskyldum mínum. Bestu heillaóskir frá okkur öllum með alúðarþökk. „Aldrei deyr þótt allt um þrotni endurminning þess sem var.“ (Gr.Th.) Erlendur Sigmundsson Æviganga manna er misjöfn og af mörgum þáttum spunnin. Sumir ganga um gáttir án þess nokkur taki eftir, en skilja þó eftir andblæ hins góða, hvar sem gengið er. Aðrir ganga fram í fremstu röð, fara um með gusti og glaumi, en skilja máske ekki eftir sig merkjan- leg spor, miðað við atganginn. Enn aðrir fara í fylkingarbijósti, fremstir í gleði og félagsskap öllum, leggja hvarvetna lið, þar sem lið- semdar er þörf. Hvar sem þeir eiga ævispor er eftir þeim tekið og af þakklæti þegið framlag þeirra, óeigingjarnt í annarra þágu, en um leið auðga þeir eigið líf. Einn slíkur er áttræður í dag og ætla ég mér ekki þá dul að rekja átta tuga ævi- þráð nú, en aðeins minna þar á, sem merlar skírast í muna. Hver skyldi svo sem trúa því, að þessi kviki og íturhressi öðlingur, beinn í baki með bros á vör, sé áttræður orðinn? En kirkjubækur kveða svo, að Steinn Stefánsson hafi í heiminn fæðst þennan dag — 11. júlí — fyrir áttatíu árum — og er þá ekki annað en lúta því, enda lífshlaupið gott og gjöfult. Ég hlýt auðvitað fyrst að óska honum áframhaldandi góðs gengis í glímunni við Elli kerlingu, hún á greinilega langt í að koma honum á annað kné, hvað þá meir. En mér er Steinn hugstæður og kær fyrir marga hluti og alla ágæta. Hann sameinar marga ólíka eðlisþætti, allt frá alvöruþrunginni aðgát yfir í gleðinnar geislaleik. Hæfíleikar hans spanna svo vítt svið, að ég efa ekki, að oft hafi verið erfitt að velja, en hvarvetna hefur hann nýtt þá góðum málum til framgangs. Lífstrú hans er ein- læg og sönn, hann ann lífinu með litbrigðum þess og ljóma, skúrum þess og skuggum, og sjálfur hefur hann rejmslu og er ríkari af, ríkari af víðsýni, umburðarlyndi og næm- um, skörpum skilningi á mannanna misjöfnu högum. Steini kynntist ég fyrst á vett- vangi okkar aðalstarfs — kennsl- unnar — þar sem hann var hinn vaski og framsýni fullhugi með frjó- ar hugmyndir, fullur áhuga á öllum nýjungum og átti gnótt ríkrar reynslu að baki, þar sem nemand- inn, þroski hans og heill sátu ávallt í fyrirrúmi. Það voru raunar engir aukvisar í skólamálum sem fóru fyrir í aust- firzkum kennarasamtökum, þegar mig bar þar að garði, ungan og óreyndan; Það voru, ásamt Steini: - Gunnar Ólafsson, Sigfús Joelsson og Skúli Þorsteinsson. Allt voru þetta miklir skólamenn, sem margt var unnt að læra af, allir samtaka um það að auka veg og virðingu starfsins, stuðla að alhliða mennt og menningu, þar sem manngildið ríkti efst og æðst. Og allir voru þeir einlægir sósíalistar og sýndu það m.a. í framsækinni skólastefnu sinni, svo og í umhyggju sinni og alúð gagnvart þeim, sem erfiðara áttu og aðstoð þurftu. Ég hefi hitt mikinn fjölda nem- enda Steins frá áratauga kennslu hans og skólastjóm og þar hafa ævinlega í öndvegi verið þökk í þeli og vörm væntumþykja. Gott er að eiga slíka sögu í jafn við- kvæmu og vandasömu starfi og vissulega er raunin um starf kenn- arans. Það reynir á svo ótal marga þætti; ákveðni og stjómsemi, lipurð og lagni, hæfni og miðlunarhæfi- leika, einlægan og opinn hug og síðast en ekki síst samkennd með nemendum sínum, þeim helzt, er örðugast eiga námsgönguna. Allt þetta átti Steinn í öllu sínu farsæla leiðsagnarstarfí og þar komu gáfur góðar og gjöfull hugur að traustu haldi. Síðar átti ég kynni við sósíalist- ann Stein Stefánsson, hinn óþreyt- andi boðbera samhjálpar og félags- hyggju, merkisbera þeirra Seyð- firðinga um fjölda ára, bæði í bæjar- málum og á landsmálasviði. Hann hafði þar ekki einungis boðun fram að færa, heldur flutti hann kenning- ar sínar og boðskap í verki og var í fylkingarbijósti um félagslega uppbyggingu atvinnulífs á Seyðis- fírði, en á þeim grunni er í raun ennþá byggt austur þar. Honum hefur aldrei látið sú list að látast og þó fylgi sósíalista væri ekki sem skyldi miðað við mannval þar í þessu vígi íhalds og krata, og síðar maddömunnar, þá kunnu Seyðfirð- ingar að meta og nýta sér hæfíleika Steins og hugmyndaauðgi. þar var vart svo ráðið ráðum, að Steinn væri þar ekki virkur sem jafnan í vöm og sókn, — sér í lagi í sókn. Þar komu bjartsýni hans og raun- sæi í bland sér mætavel. Ég vænti að þessa þáttar Steins verði getið í atvinnusögu Seyðfirð- inga að sömu verðleikum og í mennta- og menningarsögu bæjar- ins. Og talandi um menningu þá má eitt ekki gleymast: Söngsins mál er Steini sérlega kært og Seyðfírð- ingar nutu þessa ríkulega í kór- starfí, í kirkjunni, á glitrandi gleði- stundum og þegar hátíð skyldi hald- in. Steinn var allt í senn; stjómand- inn, hljóðfæraleikarinn og laga- smiðurinn, en lög hans mörg eru undraljúf og falleg, eins og sprottin af innsta eðli þessa ágæta drengs. Ég rek ekki ætt og uppruna, farsælt fjölskyldulíf né nefni þar til nöfn að sinni. Það bíður níræðisaf- mælisins. Ég gæti vissulega haldið áfram lengi enn. Þökk á ég honum góða að gjalda fyrir marga, mæta lið- semd á þjóðmálasviðinu, fyrir það, hve sannur og einlægur hann er, opinskár en sanngjam í gagnrýni sinni, innilegur í gleði sinni, þegar gengið hefur vel. Þessi síungi söngsins maður er enn allra drengja glaðastur á góðum stundum og gleðifundum. Enn vill hann láta sönginn hljóma hátt og heíja okkur yfir argaþras dægranna og and- laust stagl — upp í gleðinnar vold- uga veldi. Enn heldur hann hugarsýnum heiðríkjunnar á loft og brýnir til baráttu fyrir betra og réttlátara þjóðfélag. Um leið og ég árna honum allra heilla á hamingjudegi bið ég holl- vætti alla að gefa honum áfram góða daga og gleðiríka tíð. Helgi Seljan Afmæliskveðja frá Seyðis- firði Mig langar í tilefni áttræðisaf- mælis Steins Stefánssonar, sem reyndar verður á morgun, að senda honum og fólki hans kveðju héðan að austan, undan bröttum hlíðum Bjólfs og Strandartinds. í upphafi vil ég reyna að geta uppruna þessa sómamanns að svo miklu leyti sem ég til þekki. Steinn fæddist 11. júlí 1908, að Reynivöllum í þeirri einu og sönnu Suðursveit. Foreldrar hans vom hjónin Stefán Jónsson hreppstjóri og Kristín Eyjólfsdóttir. Nafnið mun vera frá einum forföður hans sem nefndur var Steinn í Eskey, sem er og nafn Gamla-Steins sem þekkt er úr verkum meistara Þór- bergs, frænda Steins. Að Kálfafelli fluttist flölskyldan þá sveinninn var fjögurra vetra, þar sem bernskuár hans liðu. Innan við tvítugt yfirgaf hann heimaslóðir og hélt út í hinn stóra heim, til að búa sig frekar undir lífsstarfið. Hann hóf nám við Kennaraskólann og lauk þaðan prófi 1931. Hingað til Seyðisfjarðar kom hann til starfa sama ár, og kenndi við Barna- og unglingaskól- ann til ársins 1945, en það ár varð hann skólastjóri. Því erilsama starfi gegndi hann síðan í 30 ár. Arið 1937 leyfi ég mér að telja til tímamóta í lífi Steins, þegar hann gekk að eiga hina ágætustu konu, Arnþrúði Ingólfsdóttur Hrólfssonar frá Vakursstöðum í Vopnafirði, sem hér bjó. Það kann máske að hljóma nokkuð væmnis- lega þegar ég segi hér, að þá hafí hann stigið sitt stærsta gæfuspor, en það var sannarlega svo. Fremur vildi ég orða það svo, að þá hafi hann stokkið sitt lengsta lífsgæfu- stökk. Það vita allir þeir sem þekktu hjónin Stein og Öddu. í Tungu hér á Seyðisfirði bjuggu þau nær allan sinn búskap, og eignuðust fimm böm, þau Heimi, Iðunni, Kristínu, Ingólf og Stefán. Þau hlutu mikið bamalán. Á annan hátt kann ég ekki að lýsa því. I Tungu var lifað einstöku menningarlífi. Öll fjöl- skyldan söng við orgelundirleik húsbóndans. Hygg ég að allar bókmenntir hafi þar verið í hávegum hafðar. Man ég það glöggt eitt sinn þegar ég kom við í Tungu, að yngsta bamið, Stefán, sem þá var að mig minnir 5-6 ára, sat með Hávamál eða gríska goðafræði í höndum, en Steinn útskýrði efni verksins. Þar var faðirinn ekki að „troða" í son- inn, hann var að svara spumingum hans. Á þennan hátt mótuðust börn- in fimm í Tungu, sem var einnig sannkallað söngfuglahreiður. Enda hafa ungar þeir sem úr því flugu, flogið hátt og sungið þýtt, hver og einn á flugi sínu í lífinu: Heimir prestur, nú þjóðgarðsvörður á Þing- völlum, Iðunn rithöfundur og kenn- ari, Kristín rithöfundur og kennari, Ingólfur kennari og Stefán læknir. Árið 1964 réðust örlaganomimar harkalega, ég vil segja aftan að Steini. Trúi ég að þær hafí farið mannavillt, því þetta átti Steinn ekki skilið. Þær hrifsuðu Öddu frá honum, sem þá var í blóma lífsins og hann sannarlega henni háður. Enda annaðist hún hann af ástúð og umhyggju, næstum eins og bam- ið sitt. Eitt sinn lýsti Adda Steini sínum spaugilega á þá leið, að stundum þegar hann kæmi heim í mat, þá yrði hún að hreinsa roð og bein frá fískinum, því annars æti hann þetta allt, þar sem hugur hans væri langt frá diskinum, ýmist við kennsluna, tónlist eða stjómmál. Svo ég víki aftur að upphafi Steins á Seyðisfirði, þá kenndi hann hér hartnær í 45 ár. Hann þótti stundum dálítið strangur kennari. Það var þó að ég held aðeins álit þeirra sem reyndu að komast sem léttast frá kennslunni. Undirritaður var því miður of oft í þeim hópi. Athyglisvert er þó, að flestir hinna böldnustu í skólanum, urðu síðar þegar þeir áttuðu sig á kostum Steins, góðir vinir hans. Söngtím- amir í yngri bekkjum eru mér og öðrum þeim sem þeirra nutu ógleymanlegir. Hann hafði sérstakt lag á að hrífa nemenduma með sér á vængjum söngsins, jafnvel svo að „hrafnar" og „gamlir símastaur- ar“ sungu af hjartans list. Ég trúi jafnvel að Steinn muni enn þessa daga. Sjálfur dáist ég enn af eld- móði þeim sem hann geislaði frá sér við alla kennslu. Sérstaklega þó þegar móðurmálið var á dag- skrá. Stundum gerðist það þegar leið á kennslustund og Steinn búinn að fylla töfluna af skýringum um uppmna og skyldleika orða, að hann fann á sér að tíminn væri að renna út. Þá fylltist hann þvflíkum krafti að hann bókstaflega stökk milli enda töflunnar til að nýta sem best þær fáu sekúndur sem eftir vom. Stundum gerðist það að hann bók- staflega gat ekki stansað, og „stal“ þá af okkur örlitlum tíma af frímínútunum. Ekki var það vel séð af öllum, en þó vom þeir nægilega margir sem hrifust með Steini í kennslunni, að þetta var hægt. Frá þessum stundum eigum við, sem þeirra nutum, góðar minningar. Teljum við okkur hafa fengið þar frábæra tilsögn og um leið nokkra ást á móðurmálinu, sem mér finnst nú því miður eiga nokkuð í vök að veijast fyrir árásum bæði utan- og innanfrá. Væri betur ef kennarar á borð við Stein væm fleiri, því móð- urmálið er stærri hluti sjálfstæðis okkar en margur gerir sér grein fyrir. Tel ég jafnvel nokkra íhalds- semi nauðsynlega í þessum efnum, svo ekki fari illa, eins og mér sýn- ist stundum stefna að. I störfum sínum hér á Seyðisfirði varð Steinn þeirrar gæfu njótandi að öðlast mikla lífsfyllingu. Bæði í „vinnu" og tómstundastarfi. Satt að segja á ég erfitt með að skilja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.