Morgunblaðið - 20.08.1988, Side 7

Morgunblaðið - 20.08.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST 1988 B 7 Konur eru spennandi inyndefni Rcett við Sigríði Gyðu Sigurðardóttur myndlistarkonu Myndlistarkonan Sigríður Gyða Sigurðardóttir opnar næstkomandi laugardag, þann 27. ágúst, sýningu í austur forsal Kjarvalsstaða. Þarna sýnir Sigríður afrakstur undangengins árs við trönurnar og verða á sýningunni um 30 verk, unnin í akrýl, olíu og vatnsliti. Sigríður Gyða Sigurðardóttir listmálari. steinsteypunnar. Þessir skúlptúrar eru túlkun á umhverfi, tilfinningum og skynjun. Ég vinn í alls kyns efni mest í járn og reyni að leita leiða sem henta best því sem ég vil koma á framfæri. San Fransisco Art Inst- itute var upphaflega hugsað sem vinnuaðstaða fyrir myndlistarmenn og það besta við skólann er hversu frjálst val maður hefur um aðferð- ir. Ég hef tekið kúrsa í kvikmynd- un, grafík og videogerð með skúlp- túrnum og fínnst mjög jákvætt að prófa svona ólíkar aðferðir í list- sköpun". Kristín María: „Ég sýni málverk, vatnslitamyndir og teikningar. Mál- verkin eru unnin í olíu og með blandaðri tækni öll gerð á sl. tveim- ur árum. Ég tek fyrir ákveðin form úr umhverfinu og raða saman og túlka upp á nýtt. Ég nota sömu formin aftur og aftur, raða saman upp á nýtt og skapa þeim nýja merkingu. Það er gaman að taka öll þessi tákn sem eru í umhverf- inu, umferðamerki t.d. þar sem ákveðin form og litir hafa vissa merkingu sem allir skynja eins og setja þessi form og liti í annað sam- hengi. Þetta alþjóðlega táknkerfi sem fylgir hraða nútímans, þar sem engin hefur tíma til að hugsa um hvað þessi tákn þýði í sjálfu sér hefur held ég miklu meiri áhrif á undirmeðvitundina en við gerum okkur grein fyrir“. Engin ákveðin stefna sem þið fylgið fremur öðrum? Jóhannes: „Það á ekki lengur við að tala um stefnur og isma, það sem skiptir máli er hvað hentar hveijum og einum að gera. Auðvit- að verður maður fyrir áhrifum úr ýmsum áttum, sumum sterkari en öðrum, en það er úrvinnsla manns sjálfs sem skiptir sköpum. Ég held að ungir myndlistarmenn í dag hafí fleiri tækifæri en menn höfðu áður. Það er ekki lengur stefnan að mál- ari vinni eingöngu málverk og myndhöggvari eingöngu högg- myndir, þú getur notað hvaða efni og aðferð sem þú vilt, video, upp- stillingu og skúlptúr í sama verkið og hefur þannig meiri möguleika á að finna nýjar leiðir til að koma þínu á framfæri“. Kristín María: „Umhverfið hefur líka mikil áhrif á það sem maður er að vinna, án þess maður geri sér sem sýningargestir hafa meiri áhuga á kokteilnum og s'úðursög- um hvor um annan, en verkunum sem hanga á veggjunum". Hvernig er búið að myndlist í Tékkóslóvakíu? „Það er skemmtilegt að þú skul- ir spyija að þessu, því mér sýnist margt líkt með myndlist þar og hér á íslandi. Bæði þar og hér er listin mikils metin í samfélaginu, mun meira en t.d. í Þýskalandi og Frakklandi, en listamennirnir sjálfir virðast ekki meta sig og list sína eins mikils og listamenn gera í Mið-Evrópu. Atvinnumenn á Ítalíu, Frakklandi og Spáni t.d. vinna að list sinni af mikilli alvöru og gera miklar kröfur, en bæði hér og í Tékkóslóvakíu finnst mér skorta nokkuð á að menn taki sjálfa sig nógu alvarlega. í Tékkóslóvakíu skiptist myndlist í opinbera og óop- inbera list, sem er mjög slæmt, því mönnum hættir til að dæma alla grein fyrir því. Ég var einu sinni að vinna hér heima í skammdeginu og kom út eftir áramótin í stórborg- ina og sólina, en lengi á eftir mál- aði ég tómar dimmbláar myndir. Litimir í landslaginu, myrkrið á veturna og birtan á sumrin hefur mjög sterk áhrif á verk Islendinga, þótt þeir séu búsettir annars stað- ar, ræturnar koma í gegn“. Jóhannes: „Kennararnir í skólan- um segja að það sé eitthvað sameig- inlegt með öllum myndum íslenskra listamanna, eitthvað sem er öðruv- ísi, en við komum ekki auga á þetta". Kristín María: „Og hér heima er talað um erlend áhrif í sömu verk- um, fólk kemur á sýningar og seg- ir þetta vera áhrif héðan og þaðan. En ég held að það hafí mjög góð áhrif á þróun myndlistar á íslandi hvað fólk lærir á mismunandi stöð- um. Menn koma hingað heim með áhrif sitt úr hverri áttinni og það verður úr skemmtilegur suðupottur sem gefur vissan kraft. Þrátt fyrir leguna held ég að Island sé á marg- an hátt ekkert meira einangrað en t.d. einhver borg í Bandaríkjunum". Jóhannes: „Það er líka eftirtekt- arvert hvað það er mikið af lista- mönnum á Islandi og hvað fólk hér fylgist vel með, þrátt fyrir það að upplýsingastreymið hingað heim sé takmarkað. Þú færð t.d. fá mynd- listartímarit í búðum hér, ef þú vilt fylgjast með verðurðu að fara út og sjá og heyra sjálfur og það er einmitt það sem fólk gerir“. Kristín María: „Það er líka ein- kennandi fyrir ísland hvað almenn- ingur er áhugasamur um myndlist og óhræddur við að láta í ljósi skoð- anir sínar. Þegar ég sýndi í Fellabæ kom oft fólk og byijaði á að segja að það hefði ekkert vit á myndlist, en var alveg ófeimið við að segja sína skoðun og benti mér oft á mjög skemmtilega og góða hluti. Það er líka gjörólíkt hér og í Banda- ríkjunum hvað almenningur hér sækir mikið sýningar og kaupir myndlist vegna þess að hún fellur því í geð, ekki af því að einhver fræðingurinn hafi lýst því yfir að þetta séu góð verk eða að verk eft- ir þennan listamann séu álitin góð fjárfesting. Fólk treystir eigin smekk og tilfinningu". óopinbera list góða og alla opinbera list lélega, sem er auðvitað langt frá því að vera rétt“. Nú ertu búinn að heimsækja marga íslenska myndlistarmenn og skoða verk þeirra, telurðu þig vera kominn með góða mynd af því sem er eftst á baugi í íslenskri myndlist? „Nei, ekki góða mynd, en ein- hveija og ég er sannfærður um að það er hægt að gera þetta góða sýningu. Ég á eftir að heimsækja íslenska listamenn í London og Amsterdam og tel mig hafa betri forsendur til að meta verk þeirra í réttu samhengi, eftir dvölina hér. Þetta er fyrsta heimsókn mín til íslands og var hugsuð sem upplýs- ingaöflun fyrir sýninguna ég á eftir að koma oftar og þá fyrst er hægt wað hefja raunverulegan undirbún- ing. Ég vona bara að þessi sýning veki jafnmikla athygli og hrifningu og Sykurmolarnir“. Blaðamaður hitti Sigríði Gyðu að máli á heimili hennar á Seltjarnar- nesinu þar sem hún var í óða önn að undirbúa sýninguna. Sigríður gaf sér þó tíma til að spjalla við blaðamann um myndlistariðkun sína fyrr og nú. „Ég hef málað og teiknað alveg frá bamsaldri en það er þó aðeins síðustu tvö árin sem ég hef getað helgað mig myndlistinni ein- göngu. Þessi sýning á Kjarvals- stöðum er mín fyrsta „alvörusýn- ing“ ef svo má að orði komast en ég hef sýnt nokkmm sinnum í Þrastarlundi í Grímsnesi og einn- ig átt myndir á samsýningum FÍM árin 1980 og 1982. Ég byijaði að mála 11 ára gömul 1 hinum svokallaða Frístundamálaraskóla sem Axel Helgason setti á fót. Sá skóli starfaði þó að ég held aðeins þennan eina vetur. En í bernsku var ég alltaf að mála og teikna. Valgerður Briem kenndi mér teikningu í barnaskóla og henni á ég mikið að þakka fyrir stöðuga hvatningu og uppörvun. Æskuvinkonur mínar vom dætur Jóns Engilberts listmálara og ég á margar minningar frá því þar sem við lágum á gólfi vinnustofu Jóns, vinkonumar, og sulluðum með vatnslitina á meðan meistar- inn málaði stóm verkin." Sigríður stundaði síðan nám við Myndlista- og handíðaskólann veturinn 1961-1962 undir hand- leiðslu þeirra Sigurðar Sigurðs- sonar og Steinþórs Sigurðssonar. Hún stundaði einnig nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og naut þar tilsagnar Hrings Jóhann- essonar og Þorbjargar Höskulds- dóttur. „Eg fór einnig í gegnum nám í auglýsingateiknun í gegn- um amerískan bréfaskóla. Það var heilmikið nám þó ég hafi nú aldr- ei lagt slíkt fyrir mig síðan.“ Myndefni sitt sækir Sigríður í sitt nánasta umhverfi, borgarlífið og fantasía virðast haldast í hendur í mörgum mynda hennar. „Ég mála myndir sem hægt er að lýsa sem hálf-fígúratívum og hálf- abstrakt. Ég mála gjarnan konur og finnst mjög gaman að fást við þær. Konur em spennandi mynd- efni og veita ýmsa möguleika í útfærslu á litum í fatnaði og hára- lit t.d. Mér finnst mest gaman að spinna frá eigin bijósti. Ég tek einnig mikið af ljósmynduhi og í hallargarðinum. spifln siðan inn í þær.“ Sigríður Gyða á sæti í menning- ar- og listanefnd Seltjarnarnes- bæjar og er einnig einn af stofn- endum Myndlistarklúbbs Seltjarn- arness. „Myndlistarklúbburinn hefur starfað mikið og við höfum haldið nokkrar sýningar sem tek- ist hafa vel. Við höfum einnig fengið þekkta myndlistarmenn til að kenna okkur og það er nauð- synlegt. Auðvitað eru markmið félaganna í klúbbnum misjöfn, sumir fínna í þessu góða dægra- styttingu og hvíld en aðrir vilja komast lengra eins og t.d. ég. Ég geri mér vonir um það. Ég finn einnig hvemig vinnubrögðin og hugmyndimar hafa breyst við það að helga sig þessu óskipt,“ sagði Sigríður Gyða Sigurðardóttir að lokum. Hún bætti því við að bestu gagnrýnendurnir sínir væru börn- in og eiginmaðurinn sem hefðu stutt hana með ráðum og dáð í gegnum tíðina. Sýning Sigríðar Gyðu verður opnuð á Kjarvals- stöðum þann 27. ágúst sem fyrr segir og stendur til 11. september. H. Sig. Jiri Svestka MORGUNBLAÐIÐ/EINAR FALUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.