Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1988, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. ÁGÚST 1988 - Rætt við Úlfar Bragason forstöðumann Stofnunar Sigurðar Nordals FYRIR tveimur árum var komið á fót Stofnun Sigurðar Nordals í tilefni af aldarafmæli Sig- urðar. Á síðasta ári fékk hún til umráða eigið húsnæði í Þingholtsstræti 29 og í upphafl jan- úarmánaðar tók til starfa nýráðinn forstöðu- maður, Úlfar Bragason. Blaðamaður Morgun- blaðisins ræddi við Úlfar um Nordalsstofnun, aðstöðu hennar og hlutverk. Morgunblaðið/KGA Að sögn Úlfars er hlutverk stofnun- arinnar það að efla hvarvetna í heim- inum rannsóknir og kynningu á íslenskri menningu að fomu og nýju og tengsl fslenskra og erlendra fræðimanna á því sviði. „Þessu hlutverki ber að gegna með ýmsum hætti. Afla skal gagna um rannsóknir tengdar íslenskri menningu sem stundaðar eru í heiminum. Erlendum fræðimönnum skal boðið til íslands til rannsóknar- starfa og íslenskir fræðimenn skulu styrktir til að fara til annarra landa og stunda rannsóknir í fræðum sínum eða kynna þau. Staðið skal fyrir ráðsteftium, umræðufundum, námsferðum og fyrirlestrum um íslenska menningu og útgáfu rita um hana. Loks skal höfð forganga um kennslu í íslensku og íslenskum fræðum erlendis." stofnun einbeitt sér á þessu ári að því að kynna starfsemi sína og hlut- verk á Islandi og erlendis. „Send voru um 500 bréf til fræði- manna og háskóla erlendis þar sem stofnunin var kynnt. Nú þegar hafa svör borist frá 100 til 200 aðilum, einstaklingum eða í nafni háskóla. Vitað er að víða um heim er áhugi á íslenskum miðaldafræðum og á 45 stöðum í heiminum utan íslands fer fram kennsla í íslensku nútíma- máli. Þá er vitað að margir mál- vísindamenn sem þó starfa ekki í beinum tengslum við íslensk fræði hafa kynnt sér íslensku. Húsið hefur sögulegt gildi Húsið í Þingholtsstræti 29 var fengið Stofnun Sigurðar Nordals til varðveislu á síðasta ári. Að sögn Úlfars hefur húsið sögulegt gildi. „Þetta hús lét Jón Magnússon landshöfðingjaritari og síðar for- sætisráðherra reisa laust fyrir alda- mótin síðustu. Viðimir í það voru fluttir inn tilhöggnir frá Noregi en húsið er í svokölluðum sveiterstíl. Einkenni norsku sveiterhúsanna em hár og vel gerður sökkull, mik- ið þakskegg, port undir þaki og sérkennilegar og miklar skreyting- ar. Húsið í Þingholtsstræti 29 er hið eina af þessari gerð hér á landi sem er óbreytt og nú er búið að friða það.“ í framtíðinni á skrifstofa Nor- dalsstofnunar að vera á aðalhæð hússins en fræðimannsíbúð í risi. „Ætlunin er að við getum hýst gesti stofnunarinnar hér. Erlendir fræðimenn eiga að geta skrifað okkur og fengið íbúðina á leigú til lengri eða skemmri tíma ef þeir vilja stunda hér fræðistörf. Það hefur verið skortur á slíku húsnæði fyrir útlendinga sem vilja koma hingað til fræðistarfa og íbúð sem þessi er mun ódýrari kostur heldur en hótelherbergi." Efst á baugi að kynna stofn- unina Að sögn Úlfars hefur Nordals- Hús Nordalsstofnunar í Þingholtsstræti 29. háskóla opinberan fyrirlestur hér í boði heimspekideildar Háskólan ís- lands og stofnunarinnar." Að sögn Úlfars hefur stærsta verkefni Nordalsstofnunar á þessu ári verið málþing um kennslu og rannsóknir í íslenskum fræðum sem haldið var dagana 24.- 26. júní. Til þingsins var boðið tíu erlendum fræðimönnum frá níu löndum. Gest- imir fluttu fyrirlestra um rannsókn- arefni sín ásamt nokkrum íslend- ingum og tóku þátt í umræðum um stöðu íslenskra fræða erlendis. Málþingið fór fram í Odda, húsi Háskólans. Það var öllum opið og sóttu það um hundrað manns þegar mest var. Gestimir tíu dvöldust hér á landi í sex daga í boði Nordals- stoftiunar. Þeim gafst tækifæri til að skoða stofnanir Háskólans, fara í skoðunarferð um Borgarfjörð og Þingvelli, hitta forseta íslands og menntamálaráðherra og ræða við fjölda íslenskra fræðimanna. „Markmiðið með þessu málþingi var þríþætt. Að skapa umræðu um íslensk fræði og kynna rannsóknir á því sviði, að efla samskipti mill' íslenskra og erlendra fræðimanna og að vekja athygli á Nordalsstofn- un og hlutverki hennar. Ég tel að þessum markmiðum hafí verið náð. Umræður voru fræðandi og gagn- Morgunblaðið/Bjami Við höfum einnig vakið athygli á stofnuninni innanlands. í maí var haldinn málfyndur sem bar yfir- skriftina „Á íslensk menning framtíð fyrir sér?“ Stjómandi var Páll Skúlason prófessor. í júní- mánuði flutti Peter Hallberg fyrr- verandi prófessor við Gautaborgar- HtJS NORDALS- STOFNUNAR ER í NIÐURNÍÐSLU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.