Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.09.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 199. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Afganistan: Kabúl-flugvöllur stóreyðilagður í eldf laugaárás Islamabad, Reuter. AFGANSKIR skæruliðar gerðu í gær eldflaugaárás á Kabúl-flug'- Svíþjóð: Leijon braut gegn stjórn- arskránni Stokkhólmj. Reuter. Stjómarskrárnefnd sænska þingsins lýsti því yfir í gær, einum rómi, að Anna-Greta Leijon fyrr- um dómsmálaráðherra hefði brot- ið ákvæði stjórnarskrárinnar er hún samþykkti leynilega rann- sókn á morðinu á Olof Palme for- sætisráðherra. í þingnefndmni eiga sæti fulltrúar allra flokka. Formaður þingnefndarinnar og flokksbróðir Leijons, Olle Svensson, sagðist álíta að ráðherrann hefði ekki framið afbrotið af ásettu ráði. Aðrir nefndarmenn voru þessu mjög ósammála. „Sé því haldið fram að Anna-Greta Leijon hafí ekki vitað hvað hún var að gera er það móðg- un við konu sem var ráðherra í meira en áratug," sagði Bertil Fiske- sjö fulltrúi Miðflokksins. Leijon sagði af sér embætti í júní eftir að upp komst um rannsóknina sem fjármögnuð var af einkaaðilum. Ingvar Carlsson forsætisráðherra hefur heitið Leijon því að hún hljóti aftur sæti í ríkisstjóm sigri jafnaðar- menn í þingkosningunum 18. sept- ember. völl og urðu gífurlegar skemmd- ir af hennar völdum. Ein eld- flauganna hæfði skotfæra- birgðageymslu og að sögn vest- ræns stjórnarerindreka i Kabúl stendur vart steinn yfir steini á flugvellinum. Samkvæmt frásögn stjómarer- indrekans varð sprengingin klukk- an 15.45 að staðartíma og varð hennar vart um alla borgina. „Okk- ur var sagt að einhverjar flugvélar hefðu eyðilagst, en hversu margar veit ég ekki,“ sagði hann. „Völlur- inn er í rúst eftir sprenginguna." Kabúl-útvarpið greindi frá því að fjórir hefðu látist og níu særst, þegar eldflaugar lentu inni í borg- inni, en ekki var greint frá neinu mannfalli á flugvellinum. TASS, hin opinbera fréttastofa Sovétríkjanna, staðfesti að spreng- ing hefði orðið á flugvellinum: „í dag gerðu stjómarandstæðingar mikla eldflaugaárás á alþjóðaflug- völlinn í Kabúl,“ sagði í frétt TASS. „Afleiðingar þessarar villimannlegu árásar voru þær að vörugeymslur og flutningavélar eyðilögðust." Undanfarna daga hafa skærulið- ar gert harða hríð að Kabúl-flug- velli og valdið talsverðum skemmd- um á honum. Vestrænir stjórnarer- indrekar segja að með þessari síðustu árás hafi afganskir skæru- liðar enn sannað getu sína til hem- aðar í nágrenni borgarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sovéska innrásarhersins og hers leppstjórn- arinnar til þess að uppræta þá. Reuter Svíi skipaður samningamaður SÞ \ Svínn Jan Eliasson var í gær skipaður sérlegur samningamaður í friðarviðræðum írana og íraka, sem fram fara undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Eliasson er vel kynntur bæði í Teheran og Bagdað, en hann var hægri hönd Olofs Palme, fyrrverandi forsæt- isráðherra Svíþjóðar, sem var sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Persaflóastríðinu á árunum 1980-86. Eliasson er 47 ára gamall og hefur starfað um árabil í sænsku utanríkisþjón- ustunni. í sjálfum friðarviðræðunum situr við sama og streitast málsaðilar við að ræðast við augliti til auglitis. Reuter Pershing-flaugarnará brott Bílalest lagði upp frá bandariskri herstöð skammt frá Heilbronn i Vestur-Þýskalandi i gær, en með henni voru fyrstu Pershing-2- kjarnorkueldflaugarnar, sem upprættar eru samkvæmt Washington-sáttmálanum um upp- rætingu skamm- og meðaldrægra kjarnaflauga, sem undirritaður var í desember siðastliðnum. Alls voru níu flaugar fjarlægðar að þessu sinni, en þær verða teknar í sundur í herstöð í Haus- en, nærri Frankfurt. Sjálfar flaugarnar verða fluttar flugleiðis til Bandaríkjanna, þar sem þær verða eyðilagðar, en ekki var látið uppi hvar kjárnaoddarnir verða, gerðir óvirkir. Pólland: Þúsundir hætta verk- föllum að beiðni Walesa Gdansk, Reuter. ÞÚSUNDIR Pólveija hættu verkfalli í gær eftir að Lech Walesa leiðtogi hinnar ólöglegu verkalýðshreyfingar hvatti menn til þess að láta af þeim, en verkföllin höfðu staðið í 17 daga. Eftir að verkamenn í Gdansk (Danzig) höfðu fallist á að snúa aftur til vinnu fylkti mikill fjöldi verkfallsmanna liði undir stóreflis krossi eftir götum borgarinnar. Tekið var á móti u.þ.b. 3.000 verkamönnum með blómum og kossi þegar þeir þrömmuðu út úr Lenín-skipasmíðastöðinni syngjandi ættjarðarsöngva. Verkfalli var einnig hætt í þremur skipasmíða- stöðvum öðrum í borginni og í stál- iðjuveri í suðurhluta landsins. Verkamennimir urðu við hvatn- ingu Walesa eftir að stjórnvöld til- kynntu á miðvikudag að þau væru til viðræðu um að Samstaða yrði lögleyfð á ný, en hún var bönnuð þegar herlög voru sett í landinu árið 1982. Czeslaw Kiszcack hers- höfðingi og innanríkisráðherra reif- aði þennan möguleika á fundi sínum með Walesa á miðvikudag. Ekki var vitað til þess í gær- kvöldi að enn væru verkföll nema í einni kolanámu í suður-Póllandi. Þá höfðu hafnarverkamenn í Stettin ekki enn tekið afstöðu til óskar Walesa. Biskupar í Póllandi lýstu því yfír í gær að þeir myndu ræða málefni hvers einasta verkamanns, sem rek- inn yrði vegna verkfallsins, við ríkisstjórnina. Afskipti Walesa ollu talsverðri ólgu meðal verkfallsmanna og er hermt að hann hafí þurft að taka á öllu sínu til þess að fá verkfalls- menn til liðs við sig. Þrátt fyrir að meginkrafa verkfallsmanna hafí verið að fá opinbera viðurkenningu á Samstöðu, hefur Samstaða í raun ekki tengst verkfallsaðgerðunum nema að litlu leyti. Segja fréttaskýr- endur að kynslóðaskipti hafi orðið í verkalýðshreyfíngunni og að nú stjómi yngri menn ferðinni en em í forystu Samstöðu. Ankara. Reuter. TURGUT Ozal, forsætisráðherra I Tyrklands, hét því í gær að stjóm I hans myndi aðstoða eftir megni Kúrda sem flúið hafa tugþúsund- um saraan til landsins frá írak að undanförnu. íraksstjórn gerir nú harða hríð áð skæruliðum Kúrda í norðurhémðum landsins, en þeir hafa lengi barist fyrir sjálfsljórn. Að sögfn Ozals hafa um 60 þús- und manns, aðallega konur og böm, komið yfír landamærin síðastliðinn mánuð. Sumir heimildarmenn telja þó að talan 150 þúsund sé nærjagi. Flóttamennirnir segja að írakar beiti efnavopnum og napalm- sprengjum í tilraunum sínum til að ganga á milli bols og höfuðs á skæruliðunum. Tyrkir hafa aukið viðbúnað sinn í þeim héruðum er liggja að írak. Eftir að bardögum lauk í Persa- flóastríðinu hafa Irakar aukið mjög árásir sínar á skæruliðana, sem í viðræðum sínum við verkfalls- menn sagði Walesa að fundur hans með Kiszcack innanríkisráðherra hefði verið „ægilegur" og játaði að hann hefði ekki fengið neina trygg- ingu fyrir því að banninu gegn Samstöðu yrði aflétt. „En við getum ekki áorkað neinu frekar núna,“ sagði hann. „Þessi ákvörðun er ekki tekin af hugleysi heldur ábyrgð." I m.a. njóta stuðnings tyrkneskra I Kúrda. Reykingar á Kýpur: 50.000 króna sekt Nikósíu, Reuter. 50.000 króna sekt bíður nú Kýpurbúa, sem staðnir eru að reykingum nær hvarvetna á almenningsstöðum, jafnvel í danshúsum. Lögum þessum er ætlað að fylgja eftir herferð stjómvalda gegn reykingum á eynni, en þær eru eiriar hinar mestu í heimin- um. Á síðasta ári reykti hver Kýpurbúi að meðaltali 202 pakka af vindlingum. Tyrkland: Kúrdum heitíð aðstoð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.