Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.09.1988, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 1988 57 S SólstoLir, arkitektar, ui isaöllar. Kveðjuorð: Sveinn Jónsson, Þangskála Fæddur 17. ágúst 1902 Dáinn 10. ágúst 1988 Sveinn Jónsson á Þangskála, frændi minn, var til grafar borinn í Ketu þann 20. ágúst. Sveinn fædd- ist á Þangskála 17. ágúst 1902. Hann ólst upp á Þangskála hjá for- eldrum sínum, Jóni Sveinssyni bónda þar og Maríu Sveinsdóttur. María var föðursystir þess sem þetta ritar. Fljótlega eftir fermingu fór Sveinn að vinna fyrir sér, enda á því heimili marga munna að seðja. Systkini Sveins voru þessi: Jón Skagan fyrrum prestur á Berg- þórshvoli, býr nú í Reykjavík, Pét- ur, mikill efnismaður, lést 1927, Guðbjörg eldri, dó bam að aldri, Guðbjörg yngri, dó 1930. Þá Sveinn, Ástríður, býr í Reykjavík, gift Jóni Sigurðssyni, Anna, býr í Reykjavík, Sigurður, dáinn fyrir nokkrum árum, Jónatan, býr í Reykjavík, og Indriði, dáinn fyrir nokkru. Öll systkinin nema Sveinn höfðu flutt til Reykjavíkur. Sem fyrr segir fór Sveinn snemma að vinna fyrir sér, svo sem algengt var í þá daga, hér í sveit sem víðar. Sveinn þótti mjög dug- legur og kappsfullur verkmaður. Faðir minn sagði mér (hjá honum var Sveinn oft á unga aldri) að aldr- ei hefði hann unnið eins vel og þeg- ar húsbóndi hans var ekki heima. Sveinn var léttur til gangs og fram- úrskarandi þolinn göngumaður. Mjög oft var hann fenginn til að sækja meðul fyrir sjúka hér í sveit, ýmist til Sauðárkróks eða Blöndu- óss. Nokkrum sinnum kom það fyr- ir að hann fór í þessum ferðum til Sauðárkróks og aftur til baka sama daginn. Um tvítugt fór Sveinn til sjós, var í Vestmannaeyjum á vertíð. Stundum var hann á sfld. Sveinn þótti góður færamaður, enda kappsamur við það sem annað. Sveinn mun hafa farið að búa á æskuheimili sínu árið 1929. Ifyrstu árin voru systur hans hjá honum. Eftir árið 1932 var hann einn allt til ársins 1967, en þá hætti hann búskap. Hann hafði á tímabili um 200 fjár, og komst vel af. Oftast aflaði hann heyja handa búfé sínu einn, og það á gamla mátann, þá var ekki slegið slöku við. Árið 1936 byggði Sveinn íbúðarhús á Þang- skála úr steinsteypu. Önnur hús byggði hann líka, en flest úr torfi, svo sem algengt var þá. Hann þótti góður hleðslumaður. Eftir að Sveinn hætti búskap fór hann ti) Vestmannaeyja á vetrum en var heima að sumrinu eða þá við vinnu hér norðanlands, þar til hann missti heilsuna. Mjög gott var með þeim systkinum Ástríði og fjölskyldu hennar. Dvaldi Sveinn á heimili hennar þegar hann var í Reykjavík. Eftir að Sveinn missti heilsuna dvaldi hann nokkur ár á heimili mínu, á Hrauni, eða þar til að hann gat ekki verið fjarri lækni. Þá fór hann á elliheimilið á Sauðárkróki. Þar var hann þar til hann lést 10. þessa mánaðar. Sveinn var mikill bókamaður, hann gaf sjúkrahúsi Sauðárkróks bókasafn sitt, sem var allmikið. Við Sveinn vorum nágrannar alla tíð og þekktumst því vel. Við áttum marga glaða stund saman. Að vísu sýndist stundum sitt hvorum sem Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. ekki er óeðlilegt en það var alltaf fljótt jafnað. Hann var hagorður, glaðsinna var hann og glaður á góðri stund. Gestrisinn var Sveinn og bamgóður. Síðustu árin átti Sveinn við mik- ið heilsuleysi að stríða. Ég er viss umað honum var hvfldin kærkomin. Ég þakka Sveini mínum allar samverustundimar og kveð hann sem vanalega. Veri hann blessaður og ég vona að við hittumst glaðir * * handan móðunnar miklu. Rögnvaldur Steinsson, Hrauni á Skaga. Radial stimpildælur = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER SVið útvegum þér iðnaöarmenn, til allra verka og sérhæfða viðgerðarmenn á öllum sviðum. S Gula línan er ekki „bílskúrsfyrir- tæki“. Hjá Gulu línunni vinna reyndir fagmenn sem veita þér persónulega þjónustu um allt milli himins og jarðar. Varahlutir, viðgerðir, sæta' áklæði, ökukennarar, umboð allt fyrir bílinn. ur, nuddpottar, GBrðyrkjumenn, landslagsarki- tektaf, gróður, áöuj;öur, bílaplön, tirtáíaQnir, sniómókstur. hleöslu- gnir, snjórrrokstur, hleðslu- fnenn, vinnuvélar, leiktæki, garðhusgögn; allt fyrii^garðinn og Imhverfið. iilýsing, innilýsing, raflagnir og rafmagnsviðgerðir. Við útvegum vana menn á stundinni. ®Ritvélar, tölvur, diskettur, húsgögn, þýðingar, bókhalds-' þjónusta . . . S Gluggar, gler, gluggatjöld, þjófavarnarkerfir-gluggaþvottur, allt á skrá hjá Guluifntmni. éppi, dúkar, stólar og borð, iskápar, eldavélar. Vörur og þjónusta með einu símtali Hvað er Gula línan? Gula línan er upplýsingabanki um þjónustu, vörur og umboð, Dæmin hér að ofan eru aðeins brotabrot af því sem við bjóðum upp á. Hvernig notar þú Gulu línuna? Þú hringir bara í síma 62 33 88 og við gefum þér án tafar traustar upplýsingar um hverjir geti veilt þér þá þjónustu sem þú þarft á að halda, hvar þú fáir þær vörur sem þig vanhagar um og hverjir hafi umboð fyrir tiltekna vöru, vöru- flokk eða vörumerki. Hverjir eru á skrá hjá Gulu línunni? Upplýsingabrunnur Gulu línunnar er nánast óþrjótandi. Uppflettiorðin á skránni okkar eru nú 7665 talsins og þeim fjölgar stöðugt. Þar á meðal eru hundruðir vöruflokka, einstaklinga, fyrirtækja og þjónustuaðila sem bíða eftir því að greiða götu þína hratl og örugglega, vinna fyrir þig stór og smá verkefni af öllum toga og selja þér eða leigja þá hluti sem þörfin kallar á hverju Tímasparnaður - nútímaleg þjónusta - hlýleg afgreiðsla Þú átt vitaskuld um fieiri leiðir að velja en Gulu línuna til að afla upplýsinga. Þú getur flett símaskránni, leitað í auglýsingum, ráðfært þig við kunningjana o. s. frv. En Gula línan gefur þér svarið strax; eitt símtal og vandinn er leyst- ur. Þú notfærir þér háþróaða tölvutækni nútím- ans en færð samt hlýleg og persónulega þjón- ustu. Hjá Gulu línunni vinnur nefnilega vinur- inn þinn sem veit allt. Traust fyrirtæki - gæðaeftirlit fagþekking Geymdu símanúmerið á góðum stað Við ráðleggjum þér að klippa út þennan gula miða og varðveita hann á öruggum stað þar sem auðvelt er að grípa til hans. T. d. í dagbókinni, á skrifborðinu eða við símtólið. Það gæti enn frekar sparað þér tíma. Gula línan er rekin af Miðlun hf., traustu fyrirtæki sem hefur margra ára reynslu af upp- lýsingaöflun og upplýsingavinnslu. Bakhjarlinn er því iraustur, starfsmennirnir vanir og vinnan vönduð. Við höldum t. d. uppi ströngu gæða- eftirliti með öllum þeim þjónustuaðilum sem við beinum viðskiptum til. Þeir sem ekki standa sig eru afskráðir. Ókeypis þjónusta Þjónusta Gulu línunnar kostar þig ekki neitt. Þú bara hringir í síma 62 33 88 og við afgreiðum málið. Einfaldara og þægilegra getur það ekki verið. X.... 'VVVWl 6233 88 ■X Opnunartími Gula línan er opin virka daga frá kl. 8 til 20 og laugardaga kl. 10-16. GULA LÍNAN GEFUR ÞÉR RÉTT SVAR, ÓKEYPIS 0G ÁN TAFAR w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.