Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.09.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1988 47 Minning: Sigurður Þórðarson frá Tannastöðum Þann 1. september sl. andaðist Sigurður Þórðarson frá Tannastöð- um í Ölfusi í Sjúkrahúsi Suður- lands, eftir tæpa mánaðarlegu á sjúkrahúsinu. Þessa grandvara heiðursmanns langar mig að minn- ast nokkrum orðum við þessi eykta- mörk, sem allir eiga örugg og viss, þrátt fyrir órætt lífshlaup. Sigurður fæddist að Tannastöðum þann 29. apríl 1910 og var þvf 78 ára er hann lést. Faðir hans, Þórður Sig- urðsson fræðimaður, bjó alla sína ævi á Tannastöðum. Hann fæddist 10. sept. 1864 og dó 91 árs gam- all þann 29. júlí, rigningasumarið 1955. Móðir Sigurðar var Jensína Snorradóttir frá Þórustöðum í Ölf- usi, fædd 5. júní 1878 og dáin 5. maí 1973, þá 95 ára gömul. Systkin átti Sigurður tvö, Há- varð, bifrstj. (nú látinn), og Hólm- fríði, húsfreyju á St.-Sandvík. Það mun nú farið að nálgast hálfa öld, síðan ég ungur að árum kom fyrst að Tannastöðum. Var ég í fylgd föður míns, sem var góð- kunningi og vinur þessa heimilis. Hafði hann leigt laxveiði af Þórði, og var nýbyrjaður að æfa stanga- veiði, þá hollu íþrótt. Vel man ég hve snyrtimennskan var höfð í heiðri á þessum bæ. Burstabærinn teygði sig upp móti fjallshlíðinni og sólin skein á velmál- uð þök og stafna. Túngarðurinn var úr grjóti, völundarsmíð, og gaf fal- lega skeifulaga umgjörð um bæinn og túnið. Faðir minn sagði mér, að frá þessum bæ kæmu fyrsta flokks afurðir, og væri mjólkin ávallt í hæsta gæðaflokki. Var hún kæld í ískaldri lind neðan við hlað. Mér er Þórður minnisstæður, þótt ekki kynntist ég honum náið, til þess var aldursmunur of mikill, hann á níræðisaldri en ég um fermingu. Furðar mig reyndar á því, þegar hugurinn reikar aftur til þessara ára, að hann gekk sumar hvert að heyskap með sínu fólki, en það gat ég grannt skoðað, því engjasláttur fór m.a. fram í nálægð við árbakk- ana, þar sem við vorum að veiðum. Kom Þórður þá gjaman til okkar og gaf okkur góð ráð um veiðiiega staði í ánni. Síðar frétti ég, að Þórð- ur gamli hafi tekið í orfið sitt viku áður en hann var allur. Eins og víðar á þessum árum stóð heyskapur fram á haust, og mýramar undir fjallinu urðu aðeins slegnar með orfí og ljá, enda blaut- ar og nokkuð þýfðar. Ef sæmilega viðraði mátti á þriðja degi sjá þyrp- ingu af vel sættu útheyi, léttu en kjammiklu fóðri, sagði Sigurður mér síðar. Er nú ekki að orðlengja það, að næstu fímmtíu árin, eða svo, hefí ég eytt mörgum dýrðardegi á Tang- anum við veiðar. Kristinn Vigfús- son, smiður, reisti og innréttaði dálítið veiðihús fyrir föður minn á þessum árum, sem enn stendur af gömlum vana. Við urðum því rétt- nefndir landsetar þess góða fólks, sem Tannastaði byggði. Árin líða, og þótt dráttarvélin leysi dráttarhesta af hólmi, verða engar stökkbreytingar á búskap Sigurðar, sem tók við jörðinni af föður sínum. Festa og snyrti- mennska eru enn í fyrirrúmi, og engu breytt breytinganna vegna, heldur að vel yfírlögðu ráði. Árið 1958 verða miklar og far- sælar breytingar á hag Sigurðar. Hann festir ráð sitt, og við hús- freyjustörfum á Tannastöðum tekur senn myndar- og dugnaðarkonan Halldóra Hinriksdóttir, ættuð úr Reykjavík. Nýr og ferskur blær kemur nú í bæinn með yngra fókinu. Halldóra átti einn son, Jón Hin- rik Gíslason, f. 2. aprfl 1953, þá sex ára, og gekk Sigurður honum í föðurstað. Man ég að alltaf voru unglingar á heimilinu á sumrum til snúninga. Lengst munu hafa dvalið hjá þeim hjónum þeir Guðmundur Einarsson og Kári Guðmundsson. Sigurður bætti jörð sína mikið, stækkaði tún og slétti, enda engjasláttur löngu aflagður og tún öll vélslegin. Var hann alla tíð bjargálna og hafði góðan arð af jörð og skepnum, þótt bú væri aldrei stórt. Fjárglöggur var Sigurður með afbrigðum, þekkti flest fé í sinni leit og mörk öll, en hann var fjallkóngur þeirra Ölfus- inga í Austurleit um 25 ára skeið. Uppúr 1980 fór heilsu Sigurðar hrakandi og dró hann þá mjög úr öllum búskap, en heilsan leyfði ekki annað. Fékk hann þó áður góða bót á mjaðmarkvilla, sem lengi hafði þjáð hann, en lungu hans þoldu illa umsýslan við þurrhey, einsog títt er um menn í hans stétt. Ég átti nokkuð tíðar komur til Sigurðar seinni árin, og kom tvennt til. Ég hafði ánægju af að hitta þau hjón og þá einnig, að ég fann að ég var aufúsugestur, eins og reynd- ar flestir, sem hjá Sigurði knúðu dyra. Hann leitaði frétta af afla- brögðum, mönnum og málefnum, þótt fróður væri af lestri blaða og góðra bóka. Minni hans var trútt, enda átti hann ekki langt að sækja þá gáfu. Eg læt nú lokið þessum fáu fá- tæklegu kveðjuorðum til Sigurðar á Tannastöðum. Vildi aðeins færa honum þakkir mínar fyrir kunn- ingsskapinn og greiðvikni, mér og mínum til handa í gegnum árin. Halldóru, syni, systur Sigurðar og öðrum ættingjum og vanda- mönnum votta ég samúð okkar hjóna. Sigurður verður jarðsunginn í Kotstrandarkirkju laugardaginn 10. september Megi hann þar í friði hvíla, í miðri sinni fögru sveit, skammt frá ginnhelgum véum Ár- nesþings, Ingólfsfjalli og Sogi, þar sem hann dvaldi ævilangt. Blessuð sé minning hans. Bened. Thorarensen Þegar ég hugsa til baka til þeirr- ar stundar sem ég dvelst með Sig- urði á Tannastöðum í hinsta sinn kemur margt upp í hugann. Ég fluttist ungur að Laugarbökk- um og þá frá Reykjavík, fljótt komst ég að því að á skrýtna bænum undir fjallinu, sem mér þótti, því hann var öðruvísi en bærinn heima hjá mér, bjó strákur á aldur við mig sem heitir Nonni. Vegna ýmissa samskipta á milli bæja kynntumst við Nonni fljótt og ferð- ir mínar upp að Tannastöðum urðu tíðar og varð ég því gestkomandi hjá Sigurði og Halldóru eða Sigga og Dóru, þau urðu mér fljótt svona eins og afí og amma. Mér er Siggi á Tannastöðum fyrst minnisstæður þegar eitthvað mikið var um að vera í sveitinni, smalamennska eða eitthvað því um líkt. Þá var slíkur hugur í Sigga að ungi Reykjavíkurpeyinn varð hálf hræddur en sú hræðsla gleymdist fljótt og ég tók að skynja það þegar ég kom í eldhúsið á Tannastöðum þar maður spurður ftétta eins og fullorðinn maður væri, sem mér þótti mikið til koma. Það var svo ótalmargt sem ég upplifði með Sigga á Tannastöðum sem við vorum báðir sammála og ósammála um, væri annað óeðlilegt vegna aldursmunar og tækifæra nú og þegar Siggi elst upp. Samt virt- ist hann alltaf skilja í manni ruglið hversu vitlaust sem það var og allt mun það geymast sem minningar og lærdómur. Þó verð ég að segja frá því sem lýsir best þeirri virðingu sem Siggi sýndi mér. Þannig þróuðust hlutir að við félagamir Birgir frá Torfa- stöðum enduðum ávallt orðið árið með því að hittast seinni part gaml- ársdags á Tannastöðum, var þá jafnvel kominn í mann smá gaml- ársdagur og margt sagt bæði létt og físlétt. Hafði þá Siggi eitt sinn orð á því að nú væri hann orðinn svoddan ræfill að sá tími væri kom- inn að best væri að leggja upp laup- ana og leggjast undir græna torfti. Þá bað ég hann bara fyrir alla muni áður en hann gerði það að arfleiða mig að Kubbnum, en það er Farmal Cup-traktorinn hans sem hann var þekktur fyrir að ferðast á og þótti ákaflega vænt um. Síðan liðu árin og eitt sinn hringir Siggi í mig og biður mig að fínna sig sem snöggvast, sem ég og gerði, hann segir mér að nú sé komið að því, sem við hefðum rætt saman um árið. Nú skyldi ég til baka á Kubbn- um, ég reyndi«að fínna því allt til foráttu en allt kom fyrir ekki. Því á Kubbnum skyldi ég til baka og standa við orð mín sem ég og gerði, sár orða minna því mér fannst ekki rétt að ég tæki það frá vini mínum sem honum þótti vænt um. Bæði klökkur og stoltur ók ég I hlað á Laugarbökkum þar sem Kubburinn býr nú. Mín sfðustu orðaskipti við Sigga voru á Sjúkrahúsinu á Selfossi, þar bar hann sig frekar aumlega og sagði að nú væri tíminn kominn, þá bað ég hann að bíða með það fram í janúar, því hann mætti ekki skilja okkur Birgi eftir heimilislausa á gamlársdag, hann kinkaði kolli og brosti. Þetta síðasta loforð sveik hann mig um og ég fyrirgef honum það því hann fyrirgaf alltaf allt sem ég sveik hann um. Fyrir hönd allra á Laugarbökkum þökkum við þau ár sem hann gaf okkur sem hefðu mátt vera fleiri og einhvem tímann hittumst við aftur á gamlársdag. Þorvaldur Guðmundsson, Laugarbökkum. Morgnnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins I Hafnarstræti 85, Aicureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afinælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Efttrvœnting • Gleöi • Spenna Undir skrapflötum nýju Bílaþrennunnar bída 50 splunkunýjar LANCIA skutlur frá Bílaborg eftir nýjum eigendum. Veröur þú einn þeirra? Þú kemst aö því fyrír 50 krónur. OGUR Bílaþrcnna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.