Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988
Landssamband sláturleyfishafa:
Ekkí verður gripið
til beinna ráðstafana
Á fundi síjórnar Landssambands
sláturleyfishafa f gser var f jallað
um stöðu sláturleyfishafa, og
varð niðurstaða fundaríns sú að
ekki skyldi gripið til neinna
beinna ráðstafana. Þess í stað
verði haldið áf rani að Ieita leiða
ísfilm hf.
hyggst
sjónvarpa
STJÓRN ísfilm hf. hefur ákveðið
að sækja um leyfi til sjónvarps-
reksturs. Kristján Jóhannsson
stjórnarmaður f fyrirtœkinu
staðfesti þetta í samtali við Morg-
unblaðið.
Kristjári sagði að ekkert hefði
verið ákveðið um hvernig að rekstr-
inum yrði staðið en umsókn um,
leyfi yrði send útvarpsréttarnefnd
á næstunni.
Frikirkjan:
Fundurán
niðurstöðu
FUNDI       safnaðarstjórnar
Fríkirkjunnar, sem haldinn var
f gærkvöldi, lauk án þess að
tekin væri nokkur afstaða tíl
niðurstöðu fjölmenns safnaðar-
f undar á mánudag þar sem sam-
þykkt var að ógilda uppsögn
séra Gunnars Björnssonar úr
starfi sóknarprests og jafn-
framt Jýst vantrausti á starf-
andi safiiaðarstjórn og skorað
á hana að segja af sér.
Guðmundur Hjaltason sóknar-
nefndarmaður sagði: „Málin voru
rædd ítarlega en jafnframt ákveð-
ið að skoða þau betur í þessari
viku og boða annan fund að þvi
loknu," sagði Guðmundur Hjalta-
son sóknarnefndarmaður. Að öðru
leyti vildi hann ekki skýra frá því
sem fram fór á fundinum.
Jón Ögmundur Þormóðsson,
fulltrúi stuðningsmanna séra
Gunnars, hafði samband við blaðið
og vildi að fram kæmi að missagt
væri f frétt f gær að menn úr
hópi stuðningsmanna Gunnars
hefðu skorað á hann að beita sér
fyrir því að vantrauststillagan yrði
dregin til baka.
tíl lausnar í samráði við stjórn-
völd.
Nokkrir sláturleyfishafar vilja þó
ganga svo langt að slátra ekki í
haust nema rekstur sláturhúsanna
verði fyrst tryggður. Stjórn Lands-
sambands sláturleyfishafa ákvað
þó ekki neinar sérstakar aðgerðir á
fundi sfnum, en vill áfram leita leiða
til að finna rekstrargrundvöll fyrir
afurðastöðvar í samvinnu við stjórn-
völd.
Hreiðar Karlsson, formaður
stjómar Landssambands sláturleyf-
ishafa, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að miðað við núverandi að-
stæður teldi hann að ekki væri
fært að selja kjöt af nýslátruðu á
meðan ríkjandi væri óvissa um verð-
lagningu og aðra réttarstöðu slátur-
leyfíshafa. „Við munum á næstunni
leita eftir nánari svörum varðandi
þessi mál. Þá eigum við einnig
óuppgerðar útflutningsbætur af
hálfu ríkisvaldsins, og það er eitt
af því- sem okkur er brýnt að fá
gengið frá hið fyrsta til að geta
staðið við skuldbindingar okkar,"
sagði Hreiðar.
Rekstrartap sláturlcyfishafa á
framleiðsluárinu 1986 var um 70
milljónir króna, og á því fram-
Jeiðsluári sem lauk um sfðustu mán-
aðarmót var tapið um 170 milljón-
ir.Áætlað tap sláturleyfishafa á því
framleiðsluári sem nú er að hefjast
er um 270 milljónir króna. Er þá
miðað við að verðlagning sem gerð
yrði í haust byggðist á einföldum
framreikningi, en tæki ekki til
greina aðrar leiðréttingar.
Verðlagsstofnun:
Morgunblaðið/Þorkell
Hugi Halldórsson gekk á fund forseta íslands, Vigdfsar Finnbogadóttur, f gær og aflienti henni
blórn og bréf, sem sagði: „Kæra Vigdfs. Ég þakka þér fyrir daginn. Hugi."
Takk fyrir daginn
MEÐAL þátttakenda í heims-
hlaupinu f Reykjavík á sunnu-
daginn var sjö ára drengur,
Hugi Halldórsson. í hlaupinu
varð hann viðskila við móður
sína, en þá kom annar þátttak-
andi tíl sögunnar, forsetí ís-
lands, frú Vigdfs Finnbogadótt-
ir.
Hún dró sig út úr hlaupinu,
gekk til Huga og spurði hvað
amaði að. „Eg er búinn að týna
mömmu minni." „Þekkirðu mig?"
spurði forsetinn. Þvf jánkaði Hugi.
Forsetinn fór með drenginn að
næsta lögreglumanni og eftir ráð-
færingar varð það úr að forsetinn
og Hugi héldu áfram för og gengu
sem leið lá í Alþingishúsið og
síðaní Stjórnarráðið. Meðan móð-
ir Huga leitaði hans og var á leið
til lögreglunnar, bauð forsetinn
Huga heim, þar sem hann dvaldi
þar til fundum hans og móður
hans bar aftur saman.
Aðspurður hvað hefði verið
minnisstæðast frá þcssum degi,
sagði Hugi: „Bara allt." En bætti
svo við: „Ja, þegar ég sá skrif-
borðið hjá Vigdísi, hugsaði ég:
„Hmmm, þetta er sko fallegt."
Óg fundarborðið f Stjórnarráðinu
er mjög ffnt. Þar sitja menn allan
daginn og búa til umferðarreglur
og svoleiðis."
Verslanir virða verðstöðv-
un nær undantekningalaust
NÝGERD könnun Verðlags-
stofnunar sýnir að verslanir
hafa virt verðstöðvunma með
fáum undantekningum, að sðgn
Georgs Ólafssonar, verðlags-
stióra. Þá bcndir hækkun fram-
færsluvisitðlu um 0,7% milli
ágúst og september tíl þess að
verðstöðvunin hafi dregið úr
vcrðhækkunum, sagði Guð-
mundur Sigurðsson hjá Verð-
lagsstofnun, en búist hefði verið
við 1-1,5% hækkun. Þessi hækk-
un samsvarar tæplega 9% verð-
bólgu á ári. f verðkðnnuninni,
sem náði tíl 19 matvöruverslana
á höfuðborgarsvæðinu, kemur
í ljós að verð er lægst í stór-
mörkuðum f Hafnarfirði og
Garðabæ.
„Kaupmenn og fyrirtæki hafa
verið mjög jákvæð gagnvart verð-
stöðvuninni og eftirliti Verðlags-
stofnunar," sagði Georg Ólafsson.
Hann sagði að yf irleitt hefðu menn
lækkað verð ef Verðlagsstofnun
hefði farið fram á það. Ef tilmæli
Verðlagsstofnunar væru ekki virt
yrðu nöfh viðkomandi fyrirtækja
birt opinberlega og hugsanlegt
væri að fara með mál fyrir dóm-
stóla. Slíkt hefði þó enn ekki kom-
ið til tals.
Guðmundur Sigurðsson sagði
að Verðlagsstofnun væri nú að
athuga þau tilfelli þar sem verð
hefði hækkað, en í sumum tilvik-
um væri þar um eðlilegar skýring-
ar að ræða. Til dæmis hefði sykur
hækkað víða frá miðjum ágúst,
en hann hefði hækkað á heims-
markaði áður en verðstöðvunin tók
gildi og hærra verð á n£jum birgð-
um  var því  hugsanlega þegar
ákveðið er verð var kannað um
miðjan ágúst.
Sjá bls. 37: Lægsta verðið f
stórmörkuðum f Hafnarfirði
og Garðabæ.
Frumvörp til laga um verðbréfasjóði og eignarleigu:
Hægt að skylda verðbréfa-
fyrirtæki til fjárbindingar
JÓN Sigurðsson, viðskiptarað-
herra, lagði fram á rikisstjórn-
arfundi í gærmorgun tvö frum-
vörp til laga um fjármálastarf-
semi utan bankakerfisins. Ann-
ars vegar er um að ræða frum-
varp um verðbréfaviðskipti og
vcrðbréfasjóði og hins vegar
frumvarp til laga um eignar-
leigustarfsemi eða fjármögn-
unarleigu. f frumvarpinu er
heimild tíl þess að láta sönw
reglur gilda um bindiskyldu
verðbréfasjóða og verðbréfa-
fyrirtækja og gilda um bindi-
skyldu innlánsstofnana.
í fréttatilkynningu frá við-
skiptaráðuneytinu segir að verð-
bréfafrumvarpið sé viðamikið.
Með því sé settur rammi um starf-
semi verðbréfamiðlara, verðbréfa-
fyrirtækja og verðbréfasjóða og
leysi það af hólmi eldri lög nr.
27/1986, sem séu um margt ófull-
komin.
Meðal helstu nýmæla í frum-
varpinu er að settar eru ítarlegar
reglur um skilyrði sem verðbréfa-
miðlarar verða að uppfylla og um
starfsskyldur þeirra gagnvart við-
skiptavinum og eftirlitsaðilum.
Ný ákvæði eru um verðbréfafyrir-
tæki og starfsemi þeirra en engin
slík ákvæði eru f gildandi lögum
og ftarleg ákvæði um rekstur
verðbréfasjóða. Ströng ákvæði
eru um tilsjón bankaeftirlits
Seðlabankans og settar reglur um
lágmarkshlutafé verðbréfafyrir-
tækis og um lágmark eigin fjár
þess og ákvæði um viðskipti verð-
bréfafyrirtækja og verðbréfasjóða
með verðbréf. Þá eru ákvæði um
rekstrarform, dreifingu fjárfest-
inga og lausafjáretöðu verðbréfa-
sjóða. Skýr ákvæði eru um heim-
ild stjórnvalda til að hlutast til
um  rekstur  verðbréfafyrirtækis
brjóti það gegn ákvæðum laganna
og ákvæði um hörð viðurlög.
f eignarleigufrumvarpinu eru
sett lágmarksskilyrði fyrir rekstri
slíks fyrirtækis. Eigið fé má ekki
nema lægri upphæð en 8% af
heildarskuldbindingum þess á
hverjum tíma. Þá eru lágmarksá-
kvæði um efni eignarleigusamn-
inga og um upplýsingaskyldu
gagnvart viðskiptavinum.
Frumvörpin eru samin af nefnd
sem viðskiptaráðherra skipaði í
febrúar í vetur til þess að und-
irbúa fyllri lagasetningu um starf-
semi á fjármagnsmarkaði.
Tónleika-
ferð Syk-
urmolanna
að ljúka
New York. Frá Ánui MnUIiiaasyni, blaðn-
manni Morgunblaosúu.
SYKURMOLARNIR héldu f nótt
síðustu tónleika sfna í tónleika-
ferð um Bandarfkin, þar sem
hljómsveitin hefur leikið á um
30 tónleikum. Tónleikarnir voru
f Boston, en á sunnudagskvöldið
lék hljómsveitín f New York
fyrir troðfullu húsi áheyrenda.
Á meðal áheyrenda á tónleikun-
um í New York, sem haldnir voru
á tónleikastaðnum Ritz þar sem
rúmast á milli 1500 og 2000
manns, voru meðal annarra for-
eldrar sumra hljómsveitarmeðli-
manna, en þeir komu gagngert frá
íslandi til þess að sjá hljómsveitina
spila. Einnig voru David Bowie,
Iggy Pop og meðlimir hljómsveit-
arinnar Talking Heads á meðal
áheyrenda, auk meðlima í ýmsum
þekktum hljómsveitum. Sykurmol-
arnir koma heim til íslands næst-
komandi sunnudag, en þá taka
þeir sér stutt frí áður en þeir hefj-
ast handa við að hljóðrita efni á
nýja LP plötu og undirbúa væntan-
lega tónleikaferð um Evrópu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56