Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988
4
Fjáröflun til jarðgan
eftírHjörleif
Guttormsson
Það var ánægjulegt að fínna
' þann samhug sem ríkti á fundi þing-
flokks Alþýðubandalagsins á Hall-
ormsstað í ágústlok. Ekki var ein-
göngu rætt um hin nærtæku efna-
hagsmál, þar sem samstaða varð
um tillögur af hálfu flokksins. Mál-
efni landsbyggðarinnar voru á dag-
skrá alla þrjá dagana, þar á meðal
samgöngumálin, ekki síst óskir
Austfirðinga og Vestfirðinga um
jarðgöng til að sigrast á einangrum
margra byggðarlaga. Ég hygg að
þessa fundar verði síðar einkum
minnst vegna stefnumarkandi sam-
þykktar um fjáröflun til jarðganga-
gerðar.
Þjóðhagslega hagkvæm
verkefni
Auk jarðganga í Ólafsfjarðar-
múla liggja fyrir áætlanir um jarð-
göng undir Botnsheiði og Breiða-
dalsheiði á Vestfjörðum til að tengja
saman Önundarfjörð, Súgandafjörð
og ísafjörð, og verið er að móta
tillögur um jarðgöng á Austurl-
andi, m.a. til að tengja saman Seyð-
isfjðrð, Neskaupstað og Fljótsdals-
hérað.
I samþykkt þingmanna Alþýðu-
bandalagsins 30. ágúst sl. segir:
„Það er mat þingflokks Alþýðu-
bandalagsins að hér sé um þjóð-
hagslega hagkvæm og brýn verk-
efni að ræða og eðlilegt sé að sam-
félagið sameinist um að hrinda þeim
í framkvæmd.
Því hefur þingflokkurinn ákveðið
á fundi sínum á dag að flytja frum-
varp strax og þing kemur saman í
haust, til að tryggja tekjuöflun í
þessu skyni. Verður þá miðað við
að unnt verði að halda samfleytt
áfram við jarðgangagerð þannig að
öllum ofangreindum framkvæmd-
um verði lokið á næstu 10—15
árum. Til fjármögnunar verði frá
ársbyrjun 1989 lagt á gjald sem
nemi 125 aurum á hvern seldan lítra
af bensíni og díselolíu á bifreiðir,
svo og svartolíu nema til fískiskipa.
Rannsóknir og undirbúningur
vegna ofangreindra jarðganga og
annarra sem æskileg verða talin til
að rjúfa einangrun byggða og stytta
leiðir verði framvegis fjármögnuð
af vegafé samkvæmt vegaáætlun."
Hvað gera aðrír
þingflokkar?
Það hlýtur að teljast til tíðinda
þegar heill þingflokkur, jafnt þing-
menn kjörnir í dreifbýli og þéttbýli,
nær fullri samstöðu í slíku stór-
máli. Hér er líka um að ræða þing-
flokk, sem verið hefur í stjórnarand-
stöðu, en því er oft haldið fram að
við slíkar aðstæður sé oftast bent
á þörfina á auknum útgjöldum en
síður á leiðir til tekjuöflunar.
Eftir þetta frumkvæði Alþýðu-
bandalagsins ætti það að vera auð-
velt fyrir samgönguráðherra og
Sjálfstæðisflokkinn, sem ber ábyrgð
á þeim málaflokki í ríkisstjórn, að
stilla sfna menn saman um fjáröflun
til jarðgangagerðar. Sama máli
ætti að gegna um aðra flokka á
Alþingi. Þess er að vænta að þeir
styðji tillögur um tekjuöflun í þessu
skyni, þannig að málið fái öruggan
stuðning og verði lögfest á Alþingi.
Aðstandendur þessara flokka um
land allt, og ekki síst í þeim lands-
hlutum sem hér eiga mest undir,
hljóta að óska eftir svörum hið
fyrsta um afstöðu til þessa máls,
og víst er að með niðurstöðunni
verður fylgst af fjölda fólks hvar í
flokki sem menn standa.
Yfir400railljóniráári
Það er ætíð álitamál, hvernig
tekna skuli aflað til framkvæmda.
Alþýðubandalagið hefur hér vísað
á leið, sem er í senn rökrétt og
sanngjörn og á að geta tryggt að
lokið verði fyrsta stórátakinu í jarð-
gangagerð hérlendis á röskum ára-
tug.
Sá gjaldstofn sem felst í tillögu
Þingflokks Alþýðubandalagsins
mun skila um eða yfir 400 milljón-
um króna miðað við eldsneytisnotk-
un á árinu 1988. Væntanlega munu
kaup á bensíni og díselolíu á bifreið-
ir fara vaxandi næstu árin, þannig
að hliðstæð gjaldtaka geti skilað
nokkru hærri upphæðum að raun-
gildi árlega framvegis. Það er því
fyllilega raunsætt markmið sem
þingflokkur Alþýðubandalagsins
setti fram í samþykktinni á Hall-
ormsstað.
Menn ættu einnig að taka eftir
þeirri tillögu þingflokksins, að fjár-
magna beri framvegis rannsóknir
og undirbúning að jarðgangagerð
af vegafé samkvæmt vegaáætlun.
Slík tilhögun er eðlileg og mun flýta
fyrir athugunum vegna næsta
áfanga að 10—15 árum liðnum, en
þá gætu m.a. orðið á dagskrá jarð-
göngtil að stytta leiðir milli byggða,
þar sem af nógu er að taka.
Gjörbreytt viðhorf
í byggðaþróun
Þau jarðgöng sem framundan er
að grafa undir fjöll á Austurlandi
og á Vestfjörðum munu gjörbreyta
aðstöðu fólks í viðkomandi byggð-
Hjörleifur Guttormsson
arlögum og jafnframt skapa skil-
yrði tij þróunar og samvinnu milli
byggða, sem er lífsnauðsyn fyrir
viðkomandi landsvæði.
Menn ættu að leiða hugann að
þvi, hvaða gildi það muni hafa að
geta treyst á það árið um kring að
komast á milli staða á Vestfjörðum
„Öruggar samgöngur
árið um kring er ein af
undirstöðum byggðar í
landinu. Af staða al-
mennings til sam-
gangna hefur breyst
mikið á stuttum tíma.
Það sem menn létu
bjóða sér þegjandi fyrir
fáum árum er nú ótækt
orðið og getur ráðið
úrslitum um búsetu
manna. Samf élagið sem
heild verður að bregð-
ast við þessu, eins og
mörgu öðru, sem veldur
gífurlegum aðstöðu-
mun í landinu."
eins og Flateyrar, Suðureyrar og
byggðanna við ísafjarðardjúp og á
langtum styttri tíma en nú gerist
að sumarlagi.
Sama máli gegnir um samgöngur
milli þéttbýlisstaðanna á Austfjörð-
um og tengsl við Fljótsdalshérað,
einnig milli Héraðs og Vopnafjarð-
ar. Neskaupstaður og Seyðisfjörð-
ur, sem aðskildir hafa verið af
þremur fjallvegum, gætu með jarð-
göngum orðið nátengdar byggðir
Yfirlitsrit um
rekstrarhagfræði
Bækur
Þórir Einarsson
Gylfi Þ. Gíslason:
Rekstrarhagfræði
Fyrsta bindi, 1986
Annað bindi, 1987
Þríðja bindi, 1987
Útgefandi: Iðunn.
Gylfi Þ. Gíslason er maður
margra heima. Hann er víðþekktur
fyrir stjórnmálaþátttöku sína,
lengst af sem ráðherra svo ólíkra
málaflokka sem viðskipta og menn-
ingar. Lög hans hljóma í fjölmiðlum.
Þúsundir muna eftir honum sem
einstökum kennara. Bæði fyrir og
eftir ráðherradóm gegndi hann
starfi prófessors í viðskiptadeild en
hann lét af störfum á síðasta ári.
A fyrra kennsluskeiði sínu samdi
Gylfi nokkrar kennslubækur sem
enn eru _ sumar hverjar í fullum
notum. Á seinna skeiði sínu sem
prófessor lagði Gylfi í það þrekvirki
að semja kennslubók í rekstrar-
hagfræði sem nú er komin út í
þremur bindum, alls 661 síða.
Gylfi Þ. Gíslason er líklega fyrsti
íslenski rekstrarhagfræðingurinn
og örugglega fyrsti háskólakennar-
inn í rekstrarhagfræði og því sá sem
mótað hefur kennslu hérlendis í
greininni. Var það um 1940 þegar
kennsla hófst f viðskiptafræði enda
rekstrarhagfræðin og hliðargreinar
hennar aðaluppistaðan í þeirri
námsbraut.
I riti sínu rekur Gylfi tilurð og
þróun rekstrarhagfræðinnar. Bend-
ir hann á að rekstrarhagfræðin
hafi orðið til í þýskumælandi lönd-
um upp úr síðustu aldamótum, þeg-
ar þar var tekið að skipta hagfræði
í    tvær    greinar,     þjóðhagfræði
(Volkswirtschaftslehre) og rekstr-
arhagfræði (Betriebswirtschafts-
lehre). Til hinnar síðarnefndu voru
taldar greinar sem fram að því
höfðu ekki flokkast undir hagfræði
en fjölluðu um einstaka rekstrar-
þætti fyrirtækja svo sem reiknings-
hald, fjármál, markaðsmál, stjórnun
og . starfsmannahald og einnig
kostnaðarfræði, verðmyndun og
markaðsform. Þessu fordæmi
fylgdu háskólastofnanir á Norður-
löndum.
I enskumælandi löndum varð
þróunin á annan veg. Fræðigreinar
um einstaka rekstrarþætti fyrir-
tækja hlutu samheitið Business
Administration, sem var án nokk-
urra tengsla við hagfræði. Innan
hagfræðinnar var síðar greint á
milli heildarhagfræði (macroec-
onomics) og deildarhagfræði
(microeconomics) þar sem viðbrögð-
um einstakra eininga hagkerfisins,
fyrst og fremst fyrirtækja, eru gerð
skil. í háskólastofnunum á sviði
viðskipta i enskumælandi löndum
var aðaláherslan á Business Admin-
istration en jafnframt á deildar-
hagfræði (microeconomics), þótt úr
þessum greinum hafi ekki orðið
samstæð   fræðigrein,   eins   og   í
Gylfi Þ. Gíslason
þýskumælandi löndum og á Norður-
löndum. Þegar kennsla hófst í við-
skiptafræðum við Háskóla íslands
var fordæminu frá meginlandinu
fylgt og rekstrarhagfræði og þjóð-
hagfræði hafðar sem aðalkennslu-
greinar. í upphafi viðskiptadeildar
Vetrartíminn hjá Sjóvá
erfrá níu til fimm
Haustið er komið og veturinn nálgast
óðum. Hjá Sjóvá skiptum við yfir í
vetrarafgreiðslutíma, sem er frá
klukkan níu til fimm.
Vetrartíminn gildir frá
15. september til 1. maí.
Sjóvátryggingarfélag Islands hf., Suðurlandsbraut 4, sími 91-692500.
4
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56