Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988
4
Borgarráð:
Skylt að styrkja dag-
heimili í einkarekstri
f GREINARGERÐ Hjörleifs B.
Kvaran framkvæmdastjóra lög-
fræði- og stjórnsýsludeildar
Reykjavfkurborgar, sem lðgð var
fram á fundi borgarráðs f gœr,
kemur f ram að sveitarf élðgum sé
skylt að styrkja að einhverju leyti
þau dagvistarheimili á vegum ann-
arra en borgarinnar, sem hafa
rekstrarleyfi frá menntamála-
ráðuneytinu. Þá geri lðg og reglu-
gerð ekki ráð fyrir að heimilt sé
að miða rekstarstyrk til dag-
heimila við bðrn frá 2ja til 6 ára
f stað 3ja mánaða til 6 ára eins
og samþykkt Stiórnar Dagvistar
barna frá þvf f juní gerir ráð fyrir.
Mosfellsbær:
Skemmd-
arverkið
upplýst
LÖGREGLAN f Mosfellsbæ og
rannsóknarlögreglan í Reykjavik
hafa upplýst hverjir unnu
skemmdarverk f Varmárskóla f
Mosfellsbæ um síðustu helgi.
Þrír piltar úr Mosfellsbæ, 15 og
16 ára, voru handteknir á þriðju-
dag og hafa þeir játað á sig verk-
ið.
Að sögn Friðriks Gunnarssonar
aðstoðaryfirlögregluþjóns gáfu pilt-
arnir þá skýringu á verkinu að þeir
hefðu verið ölvaðir. Tjónið sem þeir
ollu er metið á 5-600 þúsund krón-
ur.
Leitað var umsagnar Hjörleifs, við
bókun Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, Bjarna P. Magnússonar, Sig-
urjóns Péturssonar og Alfreðs Þor-
steinssonar i borgarráði vegna sam-
þykktar í Stjórn Dagvistar um að
takmarka rekstrarstyrk til heimil-
anna í einkarekstri. Kemst Hjörleifur
að þeirri niðurstöðu að í lögum og
reglugerð sé tiltekið ákveðið hámark
á rekstrarstyrkjum til dagvistar-
heimilanna en hvergi sé minnst á
ákveðið lágmark og sé það því á
valdi sveitarfélaganna að ákveða
það.
Þá segir enn fremur að: „Af sam-
þykkt stjórnar Dagvistar barna verð-
ur ráðið að samþykkt hafi verið að
styrkja dagvistarheimili, dagheimili
og leikskóla, með ákveðnum hætti
en skóiadagheimili ekki. Leikskólam-
ir fá skv. samþykktinni styrk allt
starfstímabilið, þ.e. frá 2ja til 6 ára
aldurs og þarf þvf ekki að fjalla um
þá. Hins vegar gera lögin ráð fyrir
að dagheimili geti tekið við börnum
frá 3ja mánaða aldri til skólaskyldu-
aldurs en skv. samþykktinni er þetta
rekstrarform styrkt frá 2ja ára aldri.
Af lögunum og reglugerðinni verður
ekki ráðið að heimilt sé að greiða
styrki vegna tiltekinna aldurshópa
innan ákveðins rekstrarforms. Þegar
dagheimili hefur hlotið leyfi til
rekstrar skal það fá þann rekstrar-
styrk, sem ákveðinn verður.
Hvað skóladagheimili varðar gerir
samþykkt stjórnar Dagvistar barna
ráð fyrir að þetta rekstrarform hljóti
ekki rekstrarstyrk. Með hliðsjón af
því sem að framan greinir er það
álit undirritaðs, að sveitarfélögum
sé skylt að styrkja að einhverju leyti
þau dagvistarheimili, sem hljóta
rekstrarleyfi ráðuneytisins, þ.m.t.
skóladagheimili."
Frá fundi Sambandsfrystihúsamanna á Akureyri í gær.
Sjávarafurðadeild SÍS:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Tíu gæðaeftirlits-
mönnum sagt upp
Frystihúsin beri sjálf ábyrgð á eigin f ramleiðslu
Akureyri. Frá Jóhönnu Ingvaradóttur blaðamanni Morgunblaðsins.
Sjávarafurðadeild Sambands-
ins hefur sagt upp ðllum fiskeft-
irlitsmðnnum sfnum sem eru nú
tfu talsins. I stað þeirra er gert
ráð fyrir breyttu gæðaeftirliti á
6. umferð Interpolis-skákmótsins:
Jóhanni spáð ósigfri
Frá Marlreiri Pétunwyni f Tilburg.                      JL                                   *-    J
Frá Margeiri Péturssyni i Tilburg.
JÓHANN Hjartarson náði að
lagfæra mjög erfiða stððu gegn
Nigel Short rétt áður en skák
þeirra í sjðttu umferð Interpolis-
mótsins fór f bið f gærkvðldi.
Eftir mistðk f miðtafli lenti hann
f mjðg þrðngri aðstððu og var
spáð ósigri af langflestum sér-
færðingunum hér f Tilburg.
Þessi skák skipti miklu máli f
baráttunni um efsta sætið, þvf
fyrír umferðina voru þeir
Karpov og Short jafnir og efst-
ir. Með sigri yfir Jóhanni kemst
Short f efsta sætið.
Rober Hiibner hristi heldur betur
af sér slenið eftir neyðarlega upp-
gjöf sfna gegn Short deginum áð-
ur. Hann tefldi listavel gegn Sikil-
eyjarvörn Jans Timmans rétt eins
og í síðustu skák þeirra í Belfort
þegar hann malaði Hollendinginn.
Timman „ reyndi nú peðsfórn, en
fékk aldrei nægileg gagnfæri og
varð að gefast upp eftir aðeins 28
leiki.
Skák þeirra Predrags Nikolic og
Anatólíj Karpovs var athyglisverð.
Júgóslavinn fékk sóknarfæri f byrj-
uninni, en nýtti þau ekki sem
skyldi og lenti enn einu sinni í erf-
iðri stöðu. Sem fyrr beit hann f
skjaldarrendur og tókst að hanga
á jafntefli. Júgóslavinn hefur gert
allar skákir sfnar á mótinu jafn-
tefli og má mjög vel við þau úrslit
una eftir gangi skákanna.
Lajos Portisch og John Van der
Wiel tefldu mjög einkennilega skák
þar sem Ungverjinn fórnaði skipta-
mun f byrjuninni. Hann fékk ekki
nægar bætur, en Hollendingurinn
tefldi framhaldið einstaklega illa,
lék hverjum afleiknum á fætur
öðrum og tapaði.
Hvítt: Nigel Short.
Svart: Jóhann Hjartarson.
Spánski leikurinn
1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5
- a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 -
Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6,
8. c3 - 0-0, 9. h3 - Bb7, 10. d4
- He8, 11. Rbd2 - Bf8, 12. a3 -
h6
í Belfort lék Short 12. - g6 og
fékk þá viðunandi stöðu eftir 13.
Ba2 - Bg7, 14. b4 - h6, 15. Bb2
- Rh5, 16. d5 - Re7, 17. Rb3 -
Hf8, 18. c4 - bxc4, 19. Ra5 -
Bc8, 20. Hcl, en varð þá of bráður
á sér: 20. - f5? 21. exf5 - Rf4,
22. Hxc4 - Bxf5? 23. Rxe5! með
unninni stöðu á hvftt.
13. Bc2 - Rb8,14. b4 - Rbd7
Á IBM-skákmótinu f Reykjavfk
í fyrra tefldi Short rólegar og lék
14. b3 - Rbd7, 15. Bb2 - g6, 16.
a4 - c6, 17. Dbl - Bg7, 18. axb5
- cxb5?! 19. d5 og fékk goða stöðu.
í tímahrakinu tefldi Short mjög illa
og tapaði skákinni.
15. Bb2 - g6, 16. Dbl - Bg7,
17. Rb3 - Hc8, 18. Ra5 - Ba8,
19. d5 - Rb6, 20. a4 - Dd7, 21.
axb5 - axb5, 22. Bcl - Rh5
Jóhann leggur nú f sóknarað-
gerðir á kóngsvæng sem misheppn-
ast, þannig að hvítur nær að koma
öflugum riddara á f5 og hefur eft-
ir það sterka stöðu báðum megin
á borðinu.
23. Be3 - Rf4, 24. Ha3 - Kh8,
25. Ddl - g5, 26. Bxf4 - gxf4,
27. Rh4 - Hg8, 28. Rf5 - Bf8,
29. Bb3 - Dd8, 30. Df3
Short teflir nú mjög hægfara
fram að tímamörkum og Jóhanni
tekst að ná örlitlu mótspili.
30. - Dg5, 31. Hdl - Hd8, 32.
Ha2 - Dg6, 33. Had2 - Rd7, 34.
Bc2 - Rf6, 35. Khl - Rh7, 36.
h4 - Rf6, 37. g3 - h5, 38. Hgl
- Dg4,39. Kg2! - Hb8,40. Hddl
-  Hb6, 41. Dxg4 - hxg4, 42.
Hgel - f3+, 43. Kfl
Það var samdóma álit okkar
stórmeistaranna hér í blaðamanna-
herberginu að Jóhann hefði eitt-
hvað rétt úr kútnum, en staða hans
væri samt slæm. Þeir Hubner, Tim-
man, Hort og Andersson höfðu litla
trú á því að svartur gæti haldið
stöðunni til lengdar.
43. - Kh7, 44. Hal - Bh6, 45.
Ha3 - Ha6, 46. Heal - Bd2, 47.
Bd3 - Hb8, 48. Hdl - Bh6, 49.
Kel - Bf8, 50. Hdal - c5, 51.
dxc6 - Bxc6, 52. Rxc6 - Hxc6
53. Ha8 - Hbc8, 54. Hxc8 -
Hxc8, 55. Kd2 - d5!
Eftir erfiða vörn sér Jóhann sér
leik á borði. Short verður nú að
tefla af mikilli nákvæmni.
56. exd5 - e4, 57. Hafi!
Mun lakara var 57. Bxb5? -
Rxd5 og svartur teflir til vinnings.
57. - Rxd5, 58. Bxe4 - Rxc3,
59. Bd3 - Kg8
Ekki gekk að leika 59. - Bxb4,
60. Rd6+ - Re4++, 61. Ke3 og
svartur tapar manni.
60. Rd6?
Það er ekki annað að sjá en
hvítur hefði haft mikia vinnings-
möguleika eftir 60. Rh6! - Bxh6,
61. Hxh6 - Rd5, 62. Hh5! Reyn-
andi er hins vegar 60. - Kg7!? Nú
á svartur einnig góða jafnteflis-
möguleika með 60. - Hd8, en hann
lék:
60. - Bh6+
og í þessari athyglisverðu stöðu fór
skákin f bið.
vegum Sambandsfrystihúsanna
og verður gæðaeftirlit nú á
ábyrgð húsanna sjálfra. Gert er
ráð fyrir að stðður þeirra tíu
eftirlitsmanna sem um ræðir
verði af lagðar eftir sex mánaða
tímabil og mun þá nýtt og breytt
kerfi taka gildi þann 1. mars nk.
Að sögn Sigurðar Markússonar
framkvæmdastjóra sjávarafurða-
deildar Sambandsins hefur þessi
breytta skipan það í för með sér
að frystihúsin bera með þessu
ábyrgð á eigin framleiðslu auk þess
sem mikill kostnaður samfara því
gæðaeftirliti, sem nú ríkir, sparast
við þessa breyttu tilhögun. Eftirlit-
inu hefur hingað til verið stjórnað
frá Reykjavík og hafa allir eftirlits-
menn verið búsettir þar og ferðast
þaðan á milli frystihúsa út um allt
land. Sjávarafurðadeildin hyggst þó
ráða til sín eftirlitsmenn fyrir hvern
landsfjórðung sem yfirfara störf
gæðaeftirlits á vegum frystihús-
anna. Ætlunin er að þeir menn sem
ráðnir verða á vegum sjávarafurða-
deildarinnar verði búsettir í hverjum
landsfjórðungi og þarf þá ekki að
borga ferðakostnað til og frá
Reykjavík.
Undirbúningur þessa breytta
gæðaeftirlits hófst hjá frystihúsi
KEA á Dalvík fyrír allnokkrum
árum. Byrjað var á að þróa nýtt
gæðastýringakerfi í samvinnu við
Háskóla íslands og það nýja kerfi
vár síðan prófað á Dalvfk. Kerfið
hefur síðan þá náð góðri fótfestu
og hefur því verið komið upp víða
f frystihúsum Sambandsins. Sigurð-
ur sagði að almenn ánægja ríkti
hjá framleiðendum með þetta nýja
kerfi. „Það hefur lengi legið fyrir
að við myndum fækka okkar starfs-
mönnum og hluti starfs okkar færi
inn til framleiðenda sjálfra svo að
þetta þarf ekki að koma neinum á
óvart nú. Við munum því ekki veita
svona vikulegt eftirlit eins og verið
hefur," sagði Sigurður. Hann sagði
að ekki væri nokkur leið að gera
sér grein fyrir hversu mikið fjár-
magn sparaðist með þessu breytta
fyrirkomulagi, en ljóst væri að það
yrði töluvert.
Sambandið:
Fiskframleiðendur
vilja niðurfærslu
Akureyri. Fri Jóhiinnu IngvarBdóttur blaðuinanui Morgunblaðsins.
FUNDUR Félags Sambandsfisk-
framleiðenda, sem haldinn var á
Akureyrí 12. og 13. september
1988, átelur þann seinagang sem
orðið hefur á aðgerðum til að
rétta hag fiskvinnslunnar, en nú
eru liðnir að minnsta kosti tveir
mánuðir síðan ðllum var orðið
ljóst að róttækar ráðstafanir
væru óhjákvæmilegar ef komast
ætti hjá almennri stððvun at-
viiiiuilífsins.
í ályktun SAFF segir ennfrem-
ur:„Fundurinn leggur eindregið til
að farin verði sú leið, sem lögð var
fram af nefnd þeirri, sem forsætis-
ráðherra skipaði til að gera tillögur
um lausn vandans. Þessi leið er
langlíklegust til þess að skila varan-
legum efnahagsbata, hjöðnun verð-
bólgu og lækkun vaxta. Jafnframt
því að hún kemur fyrirtækjum best
er hún einnig hagstæðust fyrir þá
einstaklinga, sem fjárhagslega eru
verst settir. Þá leggur fundurinn
til að strax komi til framkvæmda
sú gengisbreyting, sem ríkisstjórnin
lagði til við Seðlabankann fyrir
þremur mánuðum.
Fundurinn hafnar öllum hug-
myndum um að vandanum verði
frestað og áframhaldandi taprekst-
ur verði fjármagnaður með lántök-
um. Það sem fyrirtækin þurfa er
að gjöld lækki og að tekjur hækki
að því marki að hægt sé að greiða
skuldir niður. Fundurinn bendir sér-
staklega á að vegna slæms ástands
fiskistofnanna megi búast við sam-
drætti í sjávarútveginum. Við það
versna skilyrði til þess að standa
undir þyngri lánsbyrði.
Fundurinn mótmælir öllum hug-
myndum um tilfærslu tekna á milli
einstakra greina sjávarútvegsins."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56