Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						.38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988
ENNUMLOKUN
DEILDAR11 Á KLEPPI
eftirAndreu Þórðar-
dóttur og Jóhönnu
Þráínsdóttur
Okkur brá óneitanlega illilega í
brún þegar við fréttum að endur-
hæfíngardeild Kleppsspítala, deild
11, hefði verið. lokað.
Og sár vonbrigði voru það að
kynnast viðhorfum yfirlæknisins,
Tómasar Helgasonar, til lokunar
deildarinnar, eins og þau birtast
sjó.ium okkar í viðtali við hann í
Alþýðublaðinu 23. ágúst sl.', en þar
er á yfírlækninum að skilja að við
niðurskurð sé deild 11 sú deild á
Kleppi sem helst mætti missa sig.
Við teljum okkur þekkja mjög vel
til starfsemi deildarinnar bæði
vegna starfs okkar í Geðhjálp og
eigin reynslu vegna vandamanns
sem notið hefur góðs af henni.
Finnst okkur að f viðtalinu komi
fram slíkt vanmat, skilningsleysi
og jafnvel vanþekking á gildi deild-
ar þessarar að við getum ekki orða
bundist.
1. Yfirlæknirinn bendir á að innan
geðdeildar Landspítalans séu
a.m.k. fímm aðrar deildir tilbún-
ar til að taka við hlutverki deild-
ar 11. Við viljum leyfa okkur
að mótmæla því. Deild 11 var
eina deildin sem ekki sinnti
bráðaþjónustu jafnframt endur-
hæfíngu. Það liggur í augum
uppi að unnt er að vinna mark-
vissara að endurhæfíngu ef
sjúklingar eru allir nokkuð á
batavegi og starfsfólk þarf ekki
jafnframt að sinna bráðveiku
fólki.
Á deild 11 var því í boði öflugra
endurhæfíngarprógram en aðrar
deildir geta boðið upp á.
Deild 11 var brautryðjandi í því
að hanna meðferðarprógram
sem fyrst og fremst miðaði að
því að þjálfa unga geðsjúklinga
MYNDATOKUR MEÐ
MYNDBANDI
^U
GRUNNNÁMSKEIÐ - 15., 17., 18. sept. - 10 st.
Myndbandatökur með myndbandi
FRAMHALDSNÁMSKEIÐ  - 1.-26. okt. - 30 st.
Frá handriti til fullgerðrar myndar, vinna
með U-matic fyrir sjónvarp.
Takmarkaður fjöldi.
Skráning og upplýsingar alla daga    _^
og á kvöldin í síma 91-40056.
myndmiölun
HAÞRYSTI-VOKVAKERFI
Vökvamótorar
= HÉÐINN
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
til sjálfsbjargar og virkrar þátt-
töku í lífinu (atferlismeðferð).
Slík meðferð gerir miklar kröfur
til starfsfólks enda hafði með
árunum myndast einstaklega
samhentur kjarni starfsfólks á
deild 11 sem vann að þessu af
brennandi áhuga og lagði á sig
ýmsa aukavinnu-sem aldrei var
mæld í peningum. Nú hefur
þessum hópi verið tvístrað og
vitaskuld mjög vafasamt hvort
unnt verði að kalla hann saman
á ný til starfa ef yfirvöldum
skyldi einhvern tíma þóknast að
opna deildina.
2. Yfirlæknirinn talar um að út-
vega þeim sjúklingum sem ann-
ars hefðu verið á deild 11 þjálfun
við hæfi, t.d. á vernduðum
vinnustöðum. Það kemur okkur
afar spánskt fyrir sjónir þar sem
hlutverk deildar 11 var einmitt
að þjálfa sjúklinga tíl að geta
yfirleitt unnið á vernduðum
vinnustað.
3. Ein röksemdin sem yfirlæknir-
inn færir fyrir því „að skásta
lausnin" hafí verið að loka deild
11 er sú að deildin hafí hvort
eð er verið lokuð vegna sumar-
leyfa. Telur hann slíkt afleitt þar
sem það þýði að fólk megi ekki
veikjast nema á ákveðnum
tímum. Þetta lýsir grundvallar-
misskilningi á starfsemi deildar
11. Eins og áður er sagt hefur
deild 11 aldrei séð um móttöku
bráðasjúklinga. Deild 11 var
þess vegna eina deildin sem gat
lokað vegna leyfa. Til þess ráðs
var gripið af þremur orsökum:
a) Til að spara ríkinu peninga.
b) Sem liður í því að venja sjúkl-
inga við að búa utan deildarinn-
ar.
c) Meðferðarprógram sem þetta
þýðir ekki að reka með afleys-
ingafólki.
Andrea Þórðardóttir
„En við viljum leyfa
okkur að halda því
fram að hér hafi ekki
verið sparað á réttum
stað, þar sem deild 11
var með meðferð sem
engin önnur deild getur
boðið upp á og- ekki
hlaupið að því að taka
þráðinn upp að nýju ef
deildin verður lengi
lokuð."
Hér sýnir sig því sem oftar að
það er hættulegt fyrir fólk að taka
það upp hjá sjálfu sér að spara
rfkinu peninga.
Auðvitað erum við, sem „hagsýn-
ar húsmæður", skattborgarar og
jafhvel menn sammála því að stjórn-
endur sjúkrahúsa eigi ekki að fara
fram úr gerðri fjárhagsáætlun. En
við viljum leyfa okkur að halda því
fram að hér hafi ekki verið sparað
Jóhanna Þráinsdóttir
á réttum stað, þar sem deild 11 var
með meðferð sem engin önnur deild
getur boðið upp á og ekki hlaupið
að því að taka þráðinn upp að nýju
ef deildin verður lengi lokuð.
Okkur hefði t.d. þótt eðlilegra
ef niðurskurður var nauðsynlegur
að loka annarri af tveimur deildum
innan geðdeildar Landspítalans ætl-
aðri áfengissjúklingum, ekki af því
að við viljum rýra hlut þeirra, held-
ur af þeirri einföldu ástæðu að með
tilkomu SAA og víðtækri starfsemi
þeirra samtaka hlýtur fremur að
hafa dregið úr þörf fyrir rekstri
slíkra deilda innan geðdeildar
Landspítalans en deildar 11. Það
unga fólk sem komst til döngunar
vegna starfsemi hennar á að okkar
mati ekki í önnur hús að vernda.
Því miður er því fólki lítt tamt að
berjast fyrir sínu á opinberum vett-
vangi og þess vegna er líka auðveld-
ara fyrir ráðamenn að jarða starf-
semi sem skiptir þá sköpum þegj-
andi og hljóðalaust en annarra
sjúklinga. Við vonum þó einlæglega
að svo verði ekki í þessu tilfelli og
deild 11 verði opnuð sem fyrst aftur.
F.h. stjórnar Geðhjálpar.
Höfundar eru isljórn Geðly'álpar.
Bresk hljómsveit
í Lækjartungli
SAA-iOÍl
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56