Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVUCUDAGUR 14. SEPTEMBER 1988 t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi GUÐMUNDUR BJÖRNSSON, húsasmfðameistari, andaðist i Borgarspítalanum 12. september. Matthildur S. Björnsdóttir. t Kona mín, JENSÍNA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR, andaðist á Eili- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. september 1988. Jarðarförin hefur þegar farið fram. Fyrir mína hönd, systra hennar og annarra vandamanna, Hafsteinn Sveinsson. t Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR EINARSSON, bifreiðarstjóri, Skúlagötu 66, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum 12. september. Fyrir hönd ættingja. Sigriður M. Guðmundsdóttir. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóöir og amma, MARGRÉT S. BRIEM, Grettisgötu 53 B, Reykjavfk, lést á Sólvangi í Hafnarfirði 12. september 1988. Haraldur Ó. Brlem, Valdlmar H. Briem, Ástvaldur Jónsson, Guðlaug Helga Árnadóttir, Sigurður Jónsson, Guðrfður H. Guðmundsdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn. SIGTRYGGUR RUNÓLFSSON, Heiðargerði 11, Raykjavfk, er lóst þann 7. september verður jarösunginn fimmtudaginn 15. september kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Guðbjörg Sigurpálsdóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HÖNNU SOFFÍU HALLDÓRSSON, Efstasundi 42, fer fram frá Áskirkju, miðvikudaginn 14. september kl. 15.00. Kristfn Sigmundsdóttir, Guðni Ingimundarson, Dóra Sigmundsdóttir, Gunnar Kr. Gunnarsson, Jenný B. Sigmundsdóttlr, Arni Björgvinsson, Guðrún Sigmundsdóttir, Jóhannes Steinþórsson og barnabörn. 1 Faðir okkar, h . / KJARTAN ÞORKELSSON, andaðist í Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 9. september. Kristín Kjartansdóttir, Björn Kjartansson, Guðrún Kjartansdóttlr, Svala Árnadóttir, Þorkell Kjartansson, Ásmundur Kjartansson, Guðmundur Óskarsson, Anna Lilja Kjartansdóttir, Ragnheiður Kjartansdóttir, Halldór Kjartansson, Svanborg Kjartansdóttir, Kristfn Valdimarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR JÓNA KRISTJÁNSDÓTTIR Ijósmóðir, Englhjalla 26, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. septem- berkl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfólagið. Auður Guðmundsdóttir, Hllmar Viggósson, Marfanna Gfsladóttir, Guðrfður Rossander, Paul Rossander, Sveinn Gfslason og barnabörn. Minning: Sverrir Sverrisson Fæddur 19. nóvember 1960 Dáinn 7. september 1988 Það dimmdi um miðjan dag er við fréttum lát Sverris vinar okkar. Við spyijum hvers vegna hann? Þessi góði drengur, hvers vegna var hann kallaður burtu frá ástríkri eig- inkonu og ungum syni? Þau sem voru svo hamingjusöm og áttu allt lífíð framundan. En það er svo margt sem við skiljum ekki og það er annar sem ræður. Við sendum Kristínu vinkonu og Sverri litla okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum Guð um að veita þeim styrk. Anna María og Sigurður Helga Kristín og Arnar í einni andrá blasir eilífðin við. Hve oft fara ekki góðir drengir of hratt inn í eilífðina? Hvers vegna? Það er sígild og eðlileg spuming. En fátt er um svör. Okkur er eigi ætlað að vita svarið í þessu lífí, heldur hinu er við tekur. Er þessar línur em ritaðar, er ég þess fullviss að Sverri líður vel. 011 vitum við hvar góðum drengjum er ætlað að vera. Hann fór frá okk- ur allt of ungur. Hefði átt að vera með okkur um mörg ókomin ár. Þó ég viti að lífíð sé ljúft þar sem hann er nú, þá veit ég að hann hefði kosið að eyða meiri tíma með sér og sínum miklu lengur. Örlögin tóku þá í taumana. Sverrir starfaði fyrir mig og með mér í nokkur ár. Það sem ristir dýpst í minningu mína er bros hans, hlýleiki og viðhorf hans til lífsins. Jákvæður var hann, fastur fyrir og heiðarlegur. Slíkt er aðalsmerki góðra drengja. Ég færi eiginkonu Sverris, syni og ijölskyldu mínar samúðarkveðj- ur, og megi Guð varðveita hann og þau um ókomin ár. Ásgeir Gunnarsson Mig langar til að minnast hans Dedda stóra bróður, eins og ég kallaði hann þegar ég var lítil, með örfáum fátæklegum orðum. Minn- ingamar eru svo margar og góðar sem ég á, en ég kem þeim nú aldr- ei öllum að hér. Fréttin um andlát hans kom eins og reiðarslag yfír okkur öll og það var erfítt að sætta sig við að allt í einu hefði honum verið kippt burt fi-á okkur öllum. Þetta gerðist allt svo snöggt að við höfum varla áttað okkur á þessu ennþá. Að hann sem alltaf var svo varkár skyldi hafa lent í þessu, en þetta hlýtur að vera allt fyrirfram ákveðið, öll þessi til- vera okkar. Honum hlýtur að vera ætlað stórt og mikilvægt hlutverk í þeim heimi sem við ekki þekkjum. Hvemig gæti tilveran annars verið svo hörð að kippa ungum manni 27 ára gömlum burt frá öllu sem honum var kærast, nema svo væri? Mér þótti svo vænt um hann að ég á engin orð til að lýsa tilfinning- um mínum. Við áttum öll eftir að gera svo margt og deila svo mörgu með honum, ekki síst og að sjálf- sögðu unga eiginkonan hans hún Kristín og sonur hans og sólargeisl- inn hann Sverrir litli. Sverrir fæddist í Hafnarfírði þann 19. nóvember 1960, fyrsta bam foreidra okkar og einnig fyrsta barnabamið í móðurætt okkar, svo það er ekki erfitt að ímynda sér hversu kærkominn hann var öllum. Hann var uppáhald allra og þótt ég og Vilborg systir höfum oft gert grín að því þegar mamma og pabbi þurftu að gera ýmislegt af því að Sverrir þeirra væri að koma í heim- sókn, einkasonurinn, þá vomm við engu betri sjálfar. Við vorum og emm mjög samrýnd fjölskylda og töluðum oft saman heilu dagana og nætumar um liðna daga og það sem ætti eftir að koma. Eg minnist þeas hversu oft við höfum hlegið að því þegar systkinin, hann og Vilborg, vom spurð hvort þau vildu heldur kött eða bam ef þau mættu ráða, þegar mamma var ófrísk af mér. Kötturinn varð fyrir valinu. Ég veit þó að í seinni tíð hafa þau sagt að þau væm fegin að þau fengu engu breytt um það að bam- ið varð til, og eflaust er hann jafnt sem Vilborg glaður yfír því að við höfum í dag hvor aðra fyrst hans tími var kominn til að kveðja. Eins og flest öll systkini þrættum við og slógumst en aldrei var það neitt alvarlegt og aldrei hefur það skeð að við skildum ósátt. Ég man þegar ég varð stúdent fyrir rúmu ári síðan að mamma sagði mér hversu stoltur hann Sverrir væri af henni litlu systur sinni, það sagði hann henni. Þann sama dag opinberaðum við, ég og unnusti minn hann Tryggvi, trúlof- unina okkar. Þá kom hann til mín án þess að ég væri búin að segja nokkmm frá því, við höfðum bara rétt verið búin að setja upp hring- ana, og hann sagði við mig með tárin í augunum, „má ég sjá“, og tók í höndina á mér. Hann skoðaði hringinn minn og óskaði okkur til hamingju og ég sá hversu.ánægður hann var fyrir mína hönd. Minningamar streyma fram um þennan góða dreng sem ég vildi hafa fengið að vera svo miklu meira með en ég læt þetta duga hér. Af- ganginum deili ég með honum á minn hátt og segi litla stráknum hans sem fær ekki að kynnast hon- um nærri nógu vel frá öllum gömlu góðu stundunum sem við áttum með pabba hans. Guð geymi þann litla dreng og gefí að hann verði hamingjusamur með mömmu sinni, ömmu og afa og okkur öllum hinum. Guð gejmii hana Kristínu sem þarf að bera þá miklu byrði að verða ekkja og ein- stæð 24 ára gömul. Söknuðurinn er mikill en ég veit að hann óskar þess að við höldunf okkar lífi áfram og hugsum hlýtt til hans í nýjum heimi. Ég þakka honum allar stundimar sem ég átti með honum og ég veit að ég og litli frændi minn, mágkona mín og allir hinir eigum eftir að eiga marg- ar góðar stundir saman. „Sælir þeir, er sýta og gráta soigin beisk þó leggist á, Guð mun hugga, Guð mun láta, gróa sár og þoma brár. (V. Briem) Elsku Kristín, Sverrir litli, mamma, pabbi, Vilborg, Þór, Tryggvi, María Fönn, aðrir aðstand- endur og vinir, góður Guð styrki okkur og leiði í þessari miklu sorg og um ókomin ár. Elva systir Þegar sólin fór um daginn að skína að nýju eftir allan dumbung- inn seinustu vikumar, var eins og lifnaði yfír mönnum og þeim fynd- ist þeir verða að bregða á leik. Svo fór a.m.k. ungum frænda, systur- syni mínum, Sverri Sverrissyni, er um hádegisbilið 7. september síðastliðinn fékk léð fjórhjól kunn- ingja síns og hugðist reyna smá- þrautir á þvi í sandgryfjum skammt frá vinnustað sínum í Kópavogi. Hann hafði alla tið verið áhugasam- ur um bíla og vélar. Hann var renni- smiður að iðn, hafði unnið um ára- bil hjá Velti hf., en var nú að hefja störf að nýju í iðngrein sinni, enda áhugi til að halda sér við í faginu og fylgjast með framfömm í renni- smíði. En eins og á skammri stundu skipast veður í lofti, snerist þessi skemmtiferð sem vera átti í háska- för. Sverrir var elsta bam Maríu syst- ur minnar og manns hennar, Sverr- is Jónssonar húsgagnabólstrara, og mér fannst, sem var yngstur systk- ina minna, að þama hefði ég eign- ast yngri bróður, enda ekki nema rúmur áratugur á milli okkar. Ég var satt að segja með annan fótinn á heimili systur minnar og mágs og fylgdist náið með hinum unga frænda enda við mjög hændir hvor að öðmm og hélst það sam- band alla tíð. Þótt hann væri þrek- mikill og fjömgur var yfir honum ró og festa, og vegna meðfæddrar glaðværðar og prúðmennsku leið öllum vel í návist hans. Hann óx ekki í burtu frá foreldrum sínum, eins og oft vill verða, heldur hélst náið samband við þá, eftir að hann stofnaði eigið heimiii, og vom þær ófáar ferðimar sem þeir feðgamir fóm saman víða um land. Sverrir kvæntist á afmælisdag sinn, hinn 19. nóvember 1983, Kristínu Ragnarsdóttur og áttu þau einn son, Sverri að nafni. Þegar ungum efnismanni er, eins og hér hefur orðið, kippt burt í blóma lífsins setur mann ósjálfrátt hljóðan. En minningin um hinn góða dreng, Sverri Sverrisson, varir og léttir okkur sem eftir lifum hina þungu sorg. Guðmundur Guðmundsson Hann varð sorglegur miðviku- dagurinn 7. september sl. þegar fréttist að Sverrir væri látinn. Það var eins og það gæti ekki staðist, að þessi lífsglaði vinur væri farinn fyrir fullt og allt. Við Sverrir kynnt- umst fyrir nokkmm ámm og var vinskapur okkar aldrei meiri en þegar þetta hræðilega slys bar að. Hann var glaðlyndur og alltaf var hann viljugur að hjálpa öðmm, þau vom ófá skiptin sem hann hljóp mér til hjálpar. Sverrir var sérstakt snyrtimenni og handlaginn var hann mjög. Það kemur enginn í stað þessa frábæra vinar. Sverrir var ekki aðeins gæfumaður í starfí heldur einnig í einkalífí sínu. Hann átti glæsilega og stórkostlega konu og lítinn fallegan og efnilegan son. Sverrir var flestum mönnum gæsilegri og hæfíleikar hans duld- ust engum. Það er erfítt að skilja við svona góðan mann í blóma lífsins. Sverrir hafði ætíð sjálfstæð- ar skoðanir á flestum hlutum og vora þær yfírleitt þaulhugsaðar. Alltaf var gaman að koma inn á heimili þeirra Kristínar og Sverris að Kóngsbakka 5 í Reykjavík. Það var til fyrirmyndar hvað allt var snyrtilegt og hreint á heimilinu og var Sverrir sérlega natinn og hjálp- legur við öll húsverk. Ég man eftir síðasta samtali okkar Sverris, þar sem hann var að tjá mér ánægju sína með nýja starfíð sitt og gleðin sem því fylgdi var stórkostleg. Ég veit að allir sem þekktu hann harma hann og þótt kynni okkar hafi ver- ið alltof stutt lifír minningin um Sverri ætíð í hjarta mér. Ég geymi í huga mér minningar um kæran vin og góðan mann og bið Guð að blessa minningu hans og styrkja og styðja Kristínu, litla Sverri, for- eldra og systur hans í þessum mikla missi þeirra og sorg. Ég og fjöl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.