Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 74. SEPTEMBER 1988
"45
skylda mín sendum Kristínu og
Sverri litla okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.   Jóhann Friðgeir
„Ég hef slæmar fréttir að færa
þér," sagði konan mín, „hann Sverr-
ir vinur þinn dó í gær." Sorgmædd-
ur en vantrúaður vonaði ég að þetta
væri einhver misskilningur. Gróa á
Leiti hafði áður reynt að fella kunn-
ingja minn og ég reyndi að halda
í vonina. Staðfestingin kom þó fljót-
lega: hann Sverrir er dáinn. Ég
reyndi að halda andlegu jafnvægi
en það var erfitt. Myndir úr fortíð-
inni birtust mér sem ljóslifandi og
ég heyrði ekki orð af fyrirlestrinum
sem ég sat. Hvers vegna Sverrir?
Af hverju getur lífið verið svona
óvægið?
Það er erfitt að setjast í fyrsta
skipti niður til að skrifa minningar-
grein. Sérstaklega um góðan vin
sem fellur frá í blóma lífsins, langt
fyrir aldur fram. Minningarnar eru
svo margar frá því góða og
skemmtilega sem við upplifðum
saman.
Vinátta okkar Sverris var nánust
þegar við vorum að breytast frá því
að vera unglingar í fullvaxta menn.
Leiðir okkar lágu þó fyrst saman
þegar við hófum nám í Öldutúns-
skóla, sex eða sjö ára gamlir. í níu
vetur eyddum við deginum saman
að meira og minna leyti, fyrst í
„L"-bekknum, síðan í landsprófi í
Flensborg. Skellinöðrurnar áttu
hug okkar allan um tíma en þegar
Sverrir keypti „Amasoninn" fóru
áhugamálin að snúast í aðrar áttir.
Áhugi fyrir eigin útliti, dansi og
náttúrulega hinu kyninu blossaði
upp, enda „diskó-æðið" svokallaða
að nálgast hámark. Kvöld eftir
kvöld ókum við rúntinn og ófáar
ferðirnar „brenndum" við saman til
Keflavíkur, í Bergás. Við gengum
saman gegnum viðkvæmt en við-
burðaríkt þroskaskeið sem byggði
upp vináttu sem á sér engan líka.
Leiðir okkar Sverris skildu er við
fórum að stofna fjölskyldur og
heimili. Það gerðist ósjálfrátt og
var óskipulagt, eins og gengur og
gerist. Við vorum báðir uppteknir
af nýju þáttunum í lífi okkar en þó
held ég að vináttan hafi ekkert
dofnað. Fyrir u.þ.b. þremur vikum
hittumst við á förnum vegi og byrj-
uðum strax að tala um að fara nú
að hittast oftar og rifja upp gömlu
kynnin. Ekki gat mig órað fyrir því
þá að þetta yrði okkar hinsti fundur.
Sverrir var í eðli sínu drengur
góður. Ef eitthvað bjátaði á gat ég
alltaf leitað til hans. Hann var
sterkur og einlægur karakter sem
hafði mikil áhrif á mig. Hann
kenndi mér margt með nærveru
sinni og var mikilvægur þáttur í
lífi mínu. Ég er þakklátur fyrir að
hafa fengið að ícynnast Sverri og
er sannfærður um að það að fá að
umgangast hann hefur gert mig
að betri manni.
Ég og fjölskylda mín sendum
Kristínu. Sverri litla, Maríu, Sverri,
Vilborgu og Elfu okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi Guð og
minningin um góðan dreng vera
þeim styrkur í djúpri sorg.
Leópold Sveinsson
Með fáeinum orðum langar mig
að minnast vinar míns og tilvon-
andi mágs, Sverris Sverrissonar.
Þessi alltof stutti tími sem ég þekkti
hann verður ávallt ofarlega í huga
mínum. Afhverju, var það fyrsta
sem ég hugsaði þegar mér var til-
kynnt um andlát hans, stundum á
maður erfitt með að skilja ráðstöfun
almættisins, en „þeir sem Guðirnir
elska deyja ungir".
Ég kynntist honum fyrst fyrir
tæpum þremur árum, og strax kom
okkur mjög vel saman. Hann var
ávallt brosandi og mikill fram-
kvæmdamaður. Ég var búinn að
fmna góðan vin og samferðarmann
í gegnum lífið þegar allt í einu hon-
um var kippt úr okkar tilveru. Það
er mjög sárt að þurfa að kveðja svo
lífsglaðan og ungan mann fyrir fullt
og allt, í blóma lífsins, en við vitum
að minningin um góðan vin fölnar
seint.
Guð styrki þig áfram Kristín og
Sverri litla, í því sem framundan
er, Guð veri með öllum okkar vinum
og vandamönnum.    Tryggvi
Með þessum orðum viljum við
kveðja bróður, mág, frænda og
okkar besta vin, stóra Sverri.
Við áttum margar samveru-
stundir og geymum þann fjársjóð
ljúfra minninga í huga okkar.
Það er erfitt að sætta sig við að
hann sé farinn frá okkur.og komi
ekki aftur. Við trúum því að honum
hafi verið ætlað annað hlutverk á
nýjum stað og taki á móti okkur
þegar okkar tími kemur.
Elsku   Kristín,   litli   Sverrir,
mamma, pabbi, Elva og Tryggvi,
guð veri með okkur og styrki á
þessari erfiðu stund.
Vilborg, Þór og María Fönn
Það er sumarið 1976. Skelli-
nöðrugengi úr Firðinum hópast
gjarnan í „gryfjurnar í Kópavogi"
góðviðrisdaga. Þar er tætt og tryllt
fram eftir kveldi í góðum félags-
skap. Oftar en ekki er G-l 1 í broddi
fylkingar. Þar er Sverrir á ferð-
inni, sá sem í dag er borinn til
hinstu hvílu, aðeins 27 ára að aldri.
Það hlýtur að mega kallast „kald-
hæðni örlaganna" að vettvangur
slyss þess er dró Sverri til dauða
skuli einmitt hafa verið „gryfjurnar
í Kópavogi". Undarlegt má það telj-
ast að sá staður sem í brjóstum
okkar félaganna var helgaður ljúfri
minningu unglingsáranna skuli nú
vera banastaður eins okkar. Ljómi
þessara stunda er nú skýjum hul-
inn. Vegir Guðs eru svo sannarlega
órannsakanlegir.
Þótt skyldunnar blóð ekki bindi' oss við þig,
það band tengdi lífið um samleiðarstig.
Með glóbjarta lokkinn þú fyllir ei flokkinn,
í fámennum hóp sýnir missirinn sig.
(E. Ben.)
Vinur minn hringdi í mig að
morgni síðastliðins laugardags og
sagðí mér að sá sem hafði látist í
slysinu í Kópavoginum hefði verið
gamall vinur okkar, Sverrir Sverris.
Að því mæltu setti okkur báða
hljóða. Vansæld og vanmáttar-
kennd gripu mig. Spurningar vökn-
uðu: Hvers vegna? Hvers vegna í
ósköpunum?
Frammi fyrir spurningum sem
þessum er mannskepnan ráðþrota
og rakalaus. Þetta er ekki á færi
eins manns að skilja. Með hvaða
hætti getum við útskýrt svo ótíma-
bært andlát? Engum. Guð einn veit
og við verðum að treysta því að
hann muni vel fyrir öllu sjá.
Að þessum fátæklegu aðfarar-
orðum loknum langar mig að votta
þeim mæðginum Kristínu og Sverri
litla, Maju, Sverri, Vilborgu og Elfu
svo og öllum öðrum vinum og að-
standendum mína innilegustu sam-
úð. Megi algóður Guð styðja ykkur
og styrkja í þessum raunum. Minn-
ist orða postulans Páls: Ef vér lif-
um, lifum vér Drottni og ef vér
deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort
sem vér þess vegna lifum eða deyj-
um; þá erum vér Drottins.
Blessuð veri ætíð minningin um
Sverri Sverrisson.
Þorsteinn Gunnar
Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska. Þessu verðum við að trúa
þegar við stöndum frammi fyrir
bláköldum     raunveruleikanum.
Hann Sverrir maðurinn hennar
elsku Kristínar systur minnar var
hrifsaður á svo miskunnarlausan
hátt frá okkur. Það er svo erfitt
að átta sig á því hver tilgangurinn
er með þessu öllu. Ungur maður í
'blóma lífs síns fer glaður og von-
góður á vit framtíðarinnar til vinnu
sinnar óg kemur aldrei aftur. Ég
vona að algóður guð gefi foreldrum
hans, systrum og ekki síst ungu
konunni hans og elsku litla frænda
okkar sem ekki fékk að njóta ástar
og umhyggju föður síns nema í svo
stuttan tíma, styrk og trú til að
bera þennan mikla missi. í þeirri
trú að góður guð vemdi hann og
varðveiti í sínum nýju heimkynnum
kveðjum við góðan dreng.
Þótt kveðji vinur einn og einn
, og aðrir týnist mér,
ég á þann vin, sem ekki bregst
og aldrei burtu fer.
Þó styttist dagur, daprist ljós
og dimmi meir og meir,
ég þekki ljós, sem logar skært,
það ljós, er aldrei deyr.
Þótt hverfi árin, líði líf,
við líkam skilji önd,
ég veit að yfir dauðans djúp
mig Drottins leiðir hönd.
í gegnum líf, í gegnum hel
er Guð mitt skjól og hlíf,
þótt bregðist, glatist annað allt,
hann er mitt sanna líf.
(Sálmur. H. Jónsd.)
Þórlaug, Vaddi og synir
t
Systir okkar og fóstursystir,
HULDA S. ÞORSTEINSDÓTTIR
frá Eyjólfsstöðum,
tii hoimilis í Stóragorði 32,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 15. september
nk. kl. 13.30.
•                   Guðrún Þorstelnsdóttir,
Hannos Þorsteinsson,
Kristín Þorsteinsdóttlr,
Margrót O. Jósefsdóttir.
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANNES GUÐMUNDSSON
frá Seli,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 15. septem-
ber kl. 13.30.
Helgi Scheving Jóhannesson,
Jóhannes Helgason,
Metta Helgadóttir,
Hildur Kristfn Helgadóttir
og barnabörn
Lára Kristinsdóttir,
Unnur Einarsdóttlr,
Jón Árnason,
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúö
við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu,
SIGRÚNAR SIGURÐADÓTTUR,
NorAurbraut 7b,
Hafnarflrði,
Kristján Guðmundsson,
Ólaffa Kristjánsdóttir,
Sigurður Kristjánsson,         Ingibjörg Jónsdóttir,
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SR. HELGATRYGGVASONAR
yfirkennara,
Kársnesbraut 17, Kopavogi.
Sérstakar þakkir til karlakórsins Fóstbræðra.
GuAbJörg Bjarnadóttir,
Hellen S. Helgadóttir,          Einar Eberhardtsson,
Bjarni Helgason,              SJöfn Guðmundsdóttir,
Eggert T. Helgason,           Erla Sverrisdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö
andlát og jarðarför bróður okkar,
BJARN A GUÐBJÖRNSSON AR
frá Hólmavfk,
Grettisgötu 32, Reykjavfk.
SigrfAur Guöbjörnsdóttir,
Anna Guðbjörnsdóttir,
Kristbjörg GuAbJörnsdóttir,
Elírt GuAbJörnsdóttir,
Guðrún Guðbjörnsdóttir,
Þorstelnn GuAbJörnsson,
Margrót GuAbJörnsdóttir,
Torfi GuAbjörnsson.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56